Morgunblaðið - 13.01.2007, Side 22

Morgunblaðið - 13.01.2007, Side 22
Stoltir rækt- endur Guðjón og Sigríður Helga bjóða fyrst manna Íslendingum upp á lýkópen- tómata. Útsýnið er flottasta málverkið í einu húsi á Seltjarnar- nesinu. » 24 Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Þ etta byrjaði allt þegar ég fór á ráðstefnu úti í Hollandi og komst í tæri við þetta sérstaka af- brigði tómata hjá þarlendum manni. Ég varð mjög forvitinn um þetta en garðyrkjustöð þessa manns var þá sú eina í Evrópu sem ræktaði lýkópen-tómata. En núna eru stöðvarnar orðnar tvær, eftir að við á Melum bættumst í hópinn,“ segir Guðjón Birgisson, en hann og kona hans, Sigríður Helga Karlsdóttir, eiga og reka garðyrkjustöðina Mela á Flúðum. Þau sendu nýlega frá sér til neytenda sína fyrstu sendingu af svokölluðum lýkópen-tómötum. Vörn gegn krabbameini Þau segja að í öllum tómötum sé lýkópen en í þessum sé það þrefalt meira en í venjulegum tómötum. Þetta afbrigði er markaðssett sem markfæði (Functional Foods) vegna þess hve auðugt það er af lýkópeni en að lágmarki eru 9 mg af því í hverjum 100 g. Þetta mikla magn lýkópens hefur fengist með náttúrulegum kynbótum tómata. Lýkópen er í flokki karótínóíða og gefur tómötum rauða litinn og er öfl- ugt andoxunarefni. Sú tilgáta hefur verið sett fram á síð- ustu árum að lýkópen veiti vörn gegn hjartasjúkdómum og krabbameini í blöðruhálskirtli og meltingarvegi. Nokkrar faraldsfræðilegar rannsóknir styðja þá tilgátu. Sýnt hefur verið fram á að lýkópen hamlar vexti krabbameinsfruma í ræktun á rannsóknarstofu. Guðjón og Sigríður Helga segja að það hafi verið mikið föndur og heilmikil vinna á bak við þetta allt saman. „En það er mjög gaman að taka með þessu nýtt skref í íslenskri garðyrkju og geta boðið upp á svona heilsusamlega vöru, því eftirspurnin eftir hollum mat er alltaf að aukast,“ segir Guðjón sem er mikill frumkvöðull; sumir vilja meina að hann eigi stærstan þátt í því að nú fást tómatar allt árið um kring á Íslandi. Áhugi hans hefur smitað út frá sér og tóm- ataræktin hefur almennt tekið miklum framförum á skömmum tíma. „Við hjónin erum með fimm þúsund fer- metra garðyrkjustöð þar sem við ræktum þrjú afbrigði af tómötum; hefðbundna tómata, konfekttómata og lýkópen- tómata. Svo erum við líka með mikla útirækt þar sem við ræktum allskonar kál, mest blómkál og kínakál.“ Bragðmeiri en aðrir tómatar Guðjón og Sigríður Helga segja að uppskeran sé minni af lýkópen-tómötum en þeim hefðbundnu og einnig séu þeir ekki eins stórir. „Þeir eru áþekkir kokteiltómötum að stærð en þetta mikla lýkópen-magn gerir það að verkum að þeir eru bragðmeiri. Við tínum þessa tómata fullþroskaða og eldrauða af plöntunum, því þá er lýkópenið orðið mikið í þeim og varan því heilnæmust. Við ræktum þetta ennþá í litlum mæli, því við verðum að sjá hvernig viðbrögðin verða, en við aukum ræktunina strax ef eftirspurnin eykst. Við vitum að sá aðili sem ræktar lýkópen-tómata í Hollandi hefur nóg að gera og selur meiri partinn af sínum afurðum til Bandaríkjanna. Ameríkumenn eru mjög hrifnir af þess- ari vöru.“ Aðeins rækt- aðir á tveim- ur stöðum í Evrópu Morgunblaðið/Ásdís Sérstakir Þrefalt meira lýkópen er í tómötunum. Morgunblaðið/ Sigurður Sigmunds |laugardagur|13. 1. 2007| mbl.is daglegtlíf lifun Þjónustulund starfsfólksins á veitingastaðnum Salti batnaði eftir að staðurinn varð reyklaus á dögunum. » 25 daglegt líf Litagleðin ræður ríkjum í tísk- unni í vor, stutt pils halda velli, leggings líka og púffermar og mittisbelti. » 23 tíska ÞEIR eru ófáir glæsikjólarnir sem leikkonur í Hollywood hafa klæðst við afhendingu Ósk- arsverðlaunanna í gegnum tíðina. Sumir eru vissulega minnisstæð- ari en aðrir sem er ekki alltaf af hinu góða. Bandarískir tískuspek- úlantar virðast til að mynda seint ætla að gleyma svanakjólnum sem Björk klæddist við verð- launaafhendinguna árið 2001. Framleiðandinn Laura Ziskin hyggst í félagi við Vogue- ritstjórann Andrew Leon Talley nú setja upp sýningu á minn- isstæðum óskarshátíðafatnaði sem vakið hefur athygli á rauða dreglinum síðastliðna fimm ára- tugi. Sýningin verður opnuð 30. jan- úar nk. fyrir fáeina útvalda úr röðum kvikmyndastjarna, stílista og fjölmiðla. Tískustund Streisand Meðal þess klæðnaðar sem þegar hefur verið fenginn á sýn- inguna eru tveir kjólar frá Sophiu Lauren, hvít buxnadragt frá Diane Keaton, Gap-bolur og Val- entino-pils sem Sharon Stone vakti eitt sinn mikla athygli fyrir og gagnsær útvíður samfestingur sem Barbara Streisand klæddist er hún veitti Katherine Hepburn verðlaun sem bestu leikkonunni. „Enginn annar en Barbara Streisand hefði getað klæðst þessu,“ hefur Washington Post eftir Talley. „Þetta var sannkölluð tískustund.“ Ziskin og Talley hafa þó hug á að fá enn meira af fatnaði á sýn- inguna og meðal óskaklæðnaðar er Versace-kjóll Ellenar Barkin frá afhendingunni árið 1993, Hals- ton-kjóll Glenn Glose frá 1990, kjóllinn sem Julie Andrews klæddist við óskarsverðlaunaaf- hendinguna 1965 og prýddi ósk- arsverðlaunaveggspjaldið í fyrra og svo „hvað sem er“ frá Natalie Wood. Svanakjóll Bjarkar og eggið sem honum fylgdi verða hins veg- ar ekki með á sýningunni. „Þau vildu ekki láta okkur hafa hann,“ segir Ziskin, sem hvetur alla þá sem búa svo vel að eiga einn klassískan óskarsverðlaunakjól í sínum fórum að hafa samband við oscars.org og láta vita. Minnisstæðir óskarsverðlaunakjólar Reuters Minnisstæður Svanakjóll Bjarkar virð- ist seint munu gleymast. Óskalisti Kjóll Julie Andrews frá 1965 er óskakjóll á sýninguna. Á vef Baggalúts kennir margragrasa í kveðskap. Þar má meðal annars finna „stikluviku- keðju“. Þar yrkir Ullargoði: Máttur drottins magnar ei að metta börnin svöngu. Margt vill þjaka þessi grey, þannig er lífið, fussum svei. Mikið er um dulnefni í kveð- skapnum á Baggalúti. Billi bilaði yrkir: Tvennum sögum segir af sigrum ríkisstjórnar. Framsókn sökk á kolakaf, kannski þarf hún blindrastaf. Og Salka fær vísu frá Sundlaugi Vatne „varaformanni Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmanni Ung- mennasambands Baggalútíu, ritara Ungmennafélagsins Andspyrnunn- ar og 1. varamanns á lista Bænda- flokksins í Hreppsnefnd Ýsu- fjarðar“: Söm er við sig Salka mín sannur kvennablómi. Einhvern tíma, uppá grín, inn ég læði mér til þín. VÍSNAHORNIÐ Kveðskapur Baggalúts pebl@mbl.is tíska

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.