Morgunblaðið - 13.01.2007, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 13.01.2007, Qupperneq 23
Þ ær sem eru þrjátíu og eitthvað eru enn að jafna sig á síðu, skæru peys-unum með víða hálsmálinu sem beraði axlirnar á níunda áratugnum.Þær sem eru á milli fimmtugs og sextugs muna glöggt eftir hippaár-unum og Karnabæjarstílnum a la Twiggy. Þær sem eru yfir sjötugt hafa ekki gleymt fágaðari Audrey Hepburn-tískunni og þær sem nálgast nírætt rámar áreiðanlega í smellueyrnalokkana. Konur á öllum aldri; setjið ykkur í stellingar – þessar tískubólur eru allar að springa út í vor. Aftur! En að sjálfsögðu mun árið 2007 setja sitt mark á þær, nema hvað. Það yndislega við vorið er litagleðin, bæði pastellitirnir í bleiku, bláu og grænu, hinn kaffikremaði og svo hinir sterku; sólgulur, jarðaberjarauður, kóralblár, apríkósu- gylltur og fjólublár. Grunnlitirnir svart og hvítt verða samt áfram áberandi í vortískunni þar sem þeim er teflt saman sem andstæðum í samsetningum. Sá frostgrái og hinn silfraði verða sterkir á svellinu ásamt áframhald- andi vinsældum gljáandi efna eins og silkis og pólýes- ters og glimmers. Mynstur verða meira áberandi þegar líða tekur á vorið. Í anda árstíðarinnar eiga blómamynstur af öllu tagi sviðið en sumarið verður líka doppótt og röndótt. Fyrirsæturnar svifu um í sum- arkjólum og aftur sumarkjólum á tískusýningum stórborganna en útgáfurnar voru fjölbreyttar. Stuttir voru mest áberandi, þar sem pilssíddin var rétt fyrir ofan hné eða um mið læri. A-línu-sniðið var vinsælt og þar mátti sjá svokallaða dúkkukjóla (e. babydoll dress) með púffermum, einfalda hálferma kjóla í anda sjöunda áratugarins jafnt sem glansandi, hlýralausa kjóla með víðu pilsi og mittisbelti, gjarnan við legg- ings. Leggings verða einmitt mál málanna í vor og sumar hjá yngri kynslóðinni. Svartar með glimmeri jafnt sem mynstraðar og litríkar. Stutt, bein pils eins og gallapils sem ná rétt niður fyrir rass verða áfram vinsæl en víð, stutt hringpils banka á dyrn- ar og stuttbuxurnar eru ekkert á leiðinni út. Það sama á við um ökklastígvélin, þau halda velli en fylltu hælarnir og sandalar koma inn fyrir sumarið. Handtöskurnar minnka dálítið frá því sem hefur verið en eiga nú að vera litríkar. Sól- gleraugun eru áfram stór og hringlaga. Sem sagt geggjað úrval fyrir konur á öllum aldri. Svo er bara að blanda öllu sam- an eins og hverja og eina lystir og búa til einstakan stíl vorið og sumarið 2007 … MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 23 Matvöruverslunum á Akranesi fer fjölgandi og nýir aðilar hafa haslað sér völl með nýjum verslunum. Fyrir fáeinum misserum voru að- eins þrír aðilar með matvöruverslanir á Akra- nesi en í dag eru verslanirnar orðnar fimm og von er á þeirri sjöttu á vormánuðum. Sam- keppnin er því mikil í ört vaxandi bæjarfélagi enda skammt þar til íbúatala bæjarins fer yfir 6.000 – í fyrsta sinn í sögunni. Verslun Einars Ólafssonar eru sú elsta af þeim verslunum sem eru í rekstri í dag, Skagaver er einnig í eigu heimamanna en á síðustu misserum hafa Sam- kaup/Strax, Kaskó (áður Nettó) og Krónan sett upp verslanir í bænum. Í maí er áætlað að nýtt verslunarhúsnæði verði tilbúið rétt utan við bæinn þar sem Bónus verður með verslun. Það er því fjör hjá kaupmönnum bæjarins.    Bæjarstjórn Akraness hefur falið Gísla S. Einarssyni bæjarstjóra það verkefni að gera sérstakar ráðstafanir þegar íbúatalan fer yfir 6.000 en hinn 21. desember voru íbúar á Akra- nesi 5.980 – og hafa þeir aldrei verið fleiri. Til samanburðar má nefna að 1. febrúar árið 2005 voru íbúar Akraness 5.793.    Unglingar á Akranesi fá hrós í fundargerð tómstunda- og forvarnanefndar bæjarins fyrir þátttöku þeirra í þrettándabrennunni á dög- unum. Þar voru unglingarnir áberandi í dag- skránni í hlutverkum álfa, trölla, Grýlu, Leppalúða og annarra kynjavera. Það er ánægjulegt fyrir unglinga Akraneskaupstaðar að fá slíkt hrós. Vonandi halda unglingarnir áfram á sömu braut og sýna að það er mikið í þá spunnið.    Héraðsfréttablaðið Skessuhorn hefur stóreflt fréttaflutning á fréttavef blaðsins og er það mikið ánægjuefni fyrir íbúa á Akranesi og víðar. Héraðsfréttablöðin hafa á und- anförnum árum átt undir högg að sækja en fréttavefur Skessuhorns er gott dæmi um að eftirspurn er eftir vönduðum fréttum af gangi mála á Vesturlandi sem og víðar.    Í gær bárust fréttir af því að ríkisstjórn Ís- lands hefði ákveðið að verja 60 millj. kr. á næstu fimm árum til endurgerðar og varð- veislu kútters Sigurfara, sem staðið hefur við Byggðasafn Akraness undanfarin ríflega 30 ár. Sigurfara er nú stefnt til Skotlands og á að gera hann siglingahæfan á ný. Þessar fréttir eru ánægjuefni fyrir íbúa Akraness og nær- sveita þar sem skipið hefur verið eitt helsta kennileiti Akraness á undanförnum árum. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Sæt Grýla og Leppalúði á þrettándabrennu. ÚR BÆJARLÍFINU Sigurður Elvar Þórólfsson blaðamaður úr bæjarlífinu Fjólublátt Leð- ur við barinn, 21.900 kr. Vero Moda. Reuters Bert Takið eftir beru öxlinni. Reuters Tíguleg Ó, þetta er svo ,,næntís“ Stutt Vægast sagt virkilega stutt 4.990 kr. Warehouse, lyklakippa 999 kr. Accessorize. Leggings Heitir, fylltir hælaskór, 11.990 kr. og glimmerleggings, 2.990 kr. Warehouse. Morgunblaðið/Ásdís Litríkar Grá, 4.990 kr. Aldo. Rauð, 6.490 kr. Friis&Comp- any, Fjólublá, 2.499 kr. og gul, 1.399 kr. Accessorize. Glimmer Jafnvel á skónum, 4.990 kr. Focus. Lesið í vortískulaufin Pönkað Víð stutt pils og svolítið pönkaðir fylgihlutir. Dúkkulísa Sjáið flotta dúkkukjólinn minn! Reuters Formfagurt Bolirnir eru margir síðir eins og peysurnar, 3.950 kr. Gallabuxnabúðin. tíska

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.