Morgunblaðið - 13.01.2007, Page 24
lifun
24 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
S
tórir gluggar í stofunni
sem vísa út að sjónum
gefa fyrirheit um frábært
útsýni, þegar veður leyf-
ir. Þennan dag er kári í
miklum ham svo fjöllin eru í hvarfi
og sjórinn með grárra móti. Engu að
síður er gaman að fylgjast með hvítu
fjúkinu fyrir utan. Í fjarska glittir í
birtu, einhvers staðar í miðju kófinu.
„Útsýnið er auðvitað flottasta
málverkið hérna því það er alltaf
eitthvað nýtt sem ber fyrir augu,“
segir húsmóðirin Sigrún þegar við
göngum inn í stofuna. Hún hefur
samanburðinn því veggirnir eru
þaktir verkum eftir þekkta íslenska
listmálara, m.a. Kjarval sem málaði
á sínum tíma portrett af ömmu Sig-
rúnar og fjölskyldu hennar. Þar við
hliðina er stór landslagsmynd eftir
Tolla sem rataði í híbýli þeirra hjóna
eftir þónokkrum krókaleiðum. „Ég
sá hana á sýningu og heillaðist al-
gerlega af litunum í henni. Eftir það
var ég alltaf annað slagið að hugsa
um þessa mynd en komst að því
seinna að Tolli væri búinn að láta
hana eitthvert. Einhverju sinni vor-
um við á Hótel Flúðum og þar blasti
myndin við þegar maður gekk inn.
Ég varð upprifin og benti Agli á að
þarna væri myndin sem ég væri búin
að tala svo mikið um. Nokkru seinna
fórum við aftur á Flúðir í sum-
arbústað og þá tók Egill mig með í
bíltúr á hótelið þar sem hann gaf
mér myndina. Þá hafði hann í milli-
tíðinni samið um kaupin, þremur ár-
um eftir að ég sá hana fyrst.“
Þau Sigrún og Egill starfa bæði
við fyrirtæki sitt, Egilsson/Office 1,
auk þess sem hún á sæti í bæj-
arstjórn Seltjarnarness. Tólf ár eru
síðan þau fluttu inn í húsið. „Við
gerðum ekkert nema að mála áður
en við fluttum inn, auk þess sem við
tókum niður vegginn milli borðstof-
unnar og stofunnar. Hann gerði það
að verkum að það sást ekki út að sjó
úr borðstofunni,“ útskýrir hún. „Í
kringum árið 2001 þurftum við að
klæða húsið vegna steypuskemmda
og þar með fór boltinn að rúlla. Hús-
ið sjálft var í raun ekki svo stórt en
hins vegar fylgdi með því risastór
bílskúr sem við ákváðum að taka
undir íbúðarhús og þar eru nú tvö
stór herbergi. Og af því að við vorum
byrjuð fjölguðum við gluggunum í
borðstofunni. Áður var líka lokað á
milli eldhússins og borðstofunnar
svo það var ekki hægt að komast
beint úr borðstofunni út á pallinn og
því vildum við breyta. Það varð síðan
til þess að við tókum eldhúsið líka í
gegn enda einhvern veginn allt kom-
ið af stað hvort eð var. Það er svolít-
ið erfitt að hætta þegar maður byrj-
ar.“
Grafið út úr bílskúrssökklinum
Þá voru bæði baðherbergin í hús-
inu tekin í gegn og þar sem bílskúr-
inn fór undir herbergi fólst hluti af
framkvæmdunum í því að byggja
nýjan bílskúr framan við húsið.
Lokahnykkurinn var svo að grafa út
úr sökklinum á bílskúrnum til að
koma fyrir geymslum og tómstunda-
herbergi, sem tekið var í notkun rétt
fyrir jól.
„Húsið var eiginlega bara tveggja
manna hús þegar við keyptum það
því það voru fá herbergi,“ heldur
Sigrún áfram. „Það hentaði okkur
ágætlega á sínum tíma enda vorum
við barnlaus. Hins vegar fjölgaði
hratt í kotinu og núna eigum þrjú
börn, 4 ára stelpu, og 7 og 10 ára
Morgunblaðið/Golli
Hreindýrið „Rúdolf er nýtilkominn og er tímabundinn gestur,“ segir Sigrún og hlær. „Bóndinn skaut hann sjálfur og birtist með hann uppstoppaðan á Þorláksmessu. Hann fékk að setja hann
upp með því skilyrði að við fengjum að hengja jólaskraut á hornin á honum. Kannski maður þurfi að byggja sumarbústað til að losna við kvikindið? Annars fer hann bara vel yfir arninum.“
Erfitt að hætta
þegar maður byrjar
Uppáhaldsstaðurinn Borðstofuborðið er hálfgerð umferðarmiðstöð. Á bak við Ragnheiði Helgu, fjögurra ára,
sést í listaverk sem börnin hafa málað í skóla og leikskóla en efsta myndin er reyndar eftir Lísbetu Sveinsdóttur
listmálara. „Egill fékk hana í afmælisgjöf en hinar standast alveg samanburðinn,“ segir móðirin stolt.
Við sjávarsíðuna á Sel-
tjarnarnesi stendur rúm-
lega 30 ára gamalt ein-
býlishús sem hjónin
Sigrún Edda Jónsdóttir
og Egill Þór Sigurðsson
hafa gerbreytt á síðustu
fimm árum. Bergþóra
Njála Guðmundsdóttir
heimsótti Sigrúnu í hríð-
inni á dögunum.
Vinnuherbergið Jón Lárus, sjö ára,
unir sér vel í tölvunni við vegg sem
er prýddur fjölskyldumyndum.