Morgunblaðið - 13.01.2007, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 13.01.2007, Qupperneq 25
stráka. Í dag eru þetta tæplega 300 fermetrar en voru rúmlega 230 fer- metrar áður. Það segir þó ekki nema hálfa söguna því bílskúrinn var svo ótrúlega stór hluti af húsinu.“ Hálfgerð umferðarmiðstöð Þegar Sigrún er innt eftir því hvort hún eigi sér uppáhaldsstað í húsinu er hún ekki lengi að svara. „Yfirleitt kem ég heim um þrjúleytið og klára þá frekar vinnudaginn heima enda finnst mér ágætt að skipta deginum þannig upp og vera svolítið heima,“ segir hún. „Þá sest ég alltaf við borðstofuborðið með fartölvuna mína og kaffibollann enda er það hálfgerð umferðarmiðstöð hér í húsinu. Þar læra krakkarnir og fá sér í gogginn milli íþróttaæfinga ásamt vinum sínum enda vita þau að það er einhver heima sem getur gef- ið þeim eitthvað að borða.“ Það var Helga Benediktsdóttir arkitekt sem hannaði breytingarnar á húsinu sem Sigrún segist vera ákaflega ánægð með. „Húsið er miklu bjartara og skemmtilegra en áður enda var mikið um dökkan við í innréttingum og parketi. Núna nýt- ur útsýnið sín mun betur enda erum við búin að opna alls staðar og taka niður veggi þar sem það var mögu- legt. Hins vegar eru svona fram- kvæmdir ekki beinlínis áhugamál hjá okkur og ég á því von á að þetta sé nú loksins búið.“ Nýtt Bæði baðherbergin voru tekin í gegn. Eldhúsið „Það er mikill áhugi á eldamennsku hérna, sérstaklega hjá Agli sem fékk að ráða hvernig eld- húsið yrði. Helga teiknaði innrétt- inguna sem við fengum fyrirtækið Ísvirki í Kópavogi til að smíða.“ Undir bílskúrnum Billjardborðið, sem einnig er þythokkíborð, var jólagjöf fjölskyldunnar í ár. Sigurður, 10 ára (t.h.), og vinur hans Hafsteinn spila. ben@mbl.is Stofan Teppið er sennilega frá stríðsárunum og kemur frá tengdafor- eldrum Sigrúnar eins og fleiri munir á heimilinu. daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 25 Andrúmsloftið er allt annað,“segir Valgarður Finnboga-son, yfirbarþjónn á veit- ingastaðnum SALT sem er á Rad- isson SAS 1919 en barinn þar hefur verið reyklaus frá því 1.desember sl. ,,Íslensk lög um reykbann á veit- ingastöðum taka reyndar ekki gildi fyrr en 1. júlí en það var ákveðið að innleiða það fyrr hér á Radisson SAS enda er reykleysið í samræmi við stefnu hótelkeðjunnar. Þetta er þróunin í flestum löndum, ekki bara á Norðurlöndunum. Það er stefnan að hafa allt hótelið reyklaust, bæði fyrir starfsfólk og gesti, en við bjóð- um samt enn upp á reykherbergi.“ Hvernig hefur fólk tekið því að mega ekki reykja á barnum? ,,Það er allur gangur á því. Þeir sem ekki reykja eru vitaskuld mjög ánægðir og koma frekar á barinn en áður. Þeir njóta þess nú betur að vera á barnum. En ætli við höfum ekki misst um 70% af þeim við- skiptavinum sem reykja. Auðvitað eru þeir dálítið pirraðir á að þurfa allt í einu að fara út að reykja og taka það stundum út á barþjón- unum en við reynum að vera skiln- ingsríkir. Um 30% láta reykbannið ekkert á sig fá og halda áfram að sækja barinn eins og venjulega.“ Aldrei liðið betur í vinnunni Valgarður segir vinnuaðstæður barþjóna allt aðrar síðan barinn varð reyklaus. „Okkur hefur aldrei áður liðið svona vel í vinnunni. And- rúmsloftið er betra fyrir okkur bar- þjónana en hér á SALT-veitinga- staðnum erum við allir reyklausir. Ég er ekki frá því þjónustulundin sé léttari. Það gott að þurfa ekki leng- ur að anda að sér reyknum og anga af tóbakslykt. Nú líður okkur bara vel eftir vaktir.“ Eru barþjónar almennt farnir að telja niður þar til lög um reykbann tekur gildi á vinnustöðum þeirra? „Ég held að margir séu farnir að hlakka til, ætli það verði ekki dálítil fagnaðarlæti, sérstaklega hjá þeim sem ekki reykja.“ Morgunblaðið/Golli Léttari lund á reyklausum bar Barinn á veitingastaðnum SALT er þegar orðinn reyklaus Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.