Morgunblaðið - 13.01.2007, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 27
Samningur menntamála-ráðuneytisins við HáskólaÍslands um kennslu ogrannsóknir við skólann
fram til ársins 2011 sem undirrit-
aður var síðastliðinn fimmtudag
markar tímamót. Hann leggur
grunn að nýjum kafla í sögu Há-
skólans og um leið þróun mennta-
kerfisins á Íslandi.
Í lögum um Háskóla Íslands sem
samþykkt voru fyrir tæpum áratug
segir að hlutverk hans sé að vera
vísindaleg rannsóknastofnun og
vísindaleg fræðslustofnun er veiti
nemendum sínum menntun til að
sinna sjálfstætt vísindalegum verk-
efnum og til þess að gegna ýmsum
störfum í þjóðfélaginu. Voru hin
nýju sérlög samþykkt í kjölfar
fyrstu almennu háskólalaganna
sem samþykkt voru á Alþingi árið
1997.
Ört hækkandi menntunarstig
Eitt meginmarkmið þeirra laga
var að auka sjálfstæði háskóla til að
sinna hlutverki sínu. Í þeim var
kveðið á um að skólarnir tækju að
sér aukna rekstrarábyrgð og að
sama skapi var stjórnunarábyrgð
skólanna efld. Jafnframt var opnað
fyrir stóreflingu háskólamenntunar
á Íslandi og ný tækifæri til mennt-
unar fyrir Íslendinga. Landsmenn
hafa sannarlega nýtt sér þessi
tækifæri. Þátttaka Íslendinga í há-
skólamenntun hefur á örfáum árum
farið úr því að vera sú minnsta á
Norðurlöndum í að vera sú mesta
og formlegt menntunarstig lands-
manna hækkar nú hröðum skref-
um. Vekur framtakssemi okkar
nokkra undrun og athygli í nýlegri
úttekt OECD á háskólakerfinu hér
á landi.
Eftir að ný lög um Háskóla Ís-
lands höfðu verið sett var í fyrsta
skipti gengið til samninga við há-
skólann um kennslu og rannsóknir
við skólann. Samningurinn sem var
undirritaður í október 1999 byggði
á ákveðnu reiknilíkani þar sem mið-
að var við mismunandi kostnað við
kennslu eftir námsgreinum innan
skólans og miðað við fjölda
þreyttra eininga á hverju ári.
Kostnaður við rannsóknir var
sömuleiðis reiknaður sem ákveðið
hlutfall kennslukostnaðar.
Þessi nýja aðferðafræði markaði
ákveðin þáttaskil í samskiptum
stjórnvalda og háskólans, gerði þau
gegnsærri og nútímalegri.
Þótt einungis tæpur áratugur sé
liðinn frá því þetta gerðist hefur
þróunin jafnt hér innanlands sem á
alþjóðlegum vettvangi verið svo ör
og umfangsmikil að nauðsynlegt er
að stíga næstu skref.
Margþætt stefnumótun
Þegar ég tók við sem mennta-
málaráðherra ákvað ég að setja af
stað umfangsmikla vinnu er gæti
orðið grundvöllur að stefnumótun
til lengri tíma.
Í fyrsta lagi setti ég í gang skoð-
un á því hvernig taka bæri á mál-
efnum Háskóla Íslands. Fyrsta
skrefið í þeim efnum
var annars vegar út-
tekt á hinu akadem-
íska starfi háskólans
og hins vegar rekstr-
ar- og stjórnsýsluút-
tekt á skólanum sem
Ríkisendurskoðun
var falið að sjá um.
Einnig var leitað til
OECD um gerð út-
tektar á íslenskum
háskólamálum og var
hún birt síðastliðið
haust.
Í öðru lagi taldi ég
mikilvægt til að ís-
lenskir háskólar yrðu
betur í stakk búnir til
að mæta erlendri samkeppni að
kannað yrði hvort hægt væri að
stækka og efla einingarnar. Stórt
skref var stigið í þeim efnum með
sameiningu Tækniháskóla Íslands
og Háskólans í Reykjavík og nú
hefur verið lagt fram á Alþingi
frumvarp um sameiningu Háskóla
Íslands og Kennaraháskólans.
Í þriðja lagi voru háskólalögin
frá 1997 endurskoðuð og tóku ný
lög um háskóla gildi síðastliðið
sumar.
Hin nýju háskólalög ber ekki síst
að skoða í alþjóðlegu samhengi því
þeir háskólar sem starfa á grund-
velli laganna verða að afla sér við-
urkenningar og uppfylla skilyrði
sem tíunduð eru í lögunum. Mikil
áhersla er lögð á sjálfstæði og svig-
rúm háskóla til eigin stefnumótun-
ar. En jafnframt er lagður grunnur
að gæðaeftirliti í háskólum og sam-
ræmingu prófgráða til að greiða
fyrir hreyfanleika nemenda og
auka möguleika á samstarfi háskóla
og annarra vísindastofnana hér á
landi svo og við erlenda háskóla og
háskólastofnanir. Lögin leggja
miklar skyldur bæði á herðar há-
skólanna og menntamálaráðuneyt-
isins.
Markmið samnings
að efla starfsemi HÍ
Nýjum samningi við Háskóla Ís-
lands er ætlað að efla starfsemi Há-
skólans og veita honum þannig
ákveðið veganesti til að skipa sér í
hóp bestu háskóla. Í samningnum
eru skilgreindar væntingar stjórn-
valda til Háskóla Íslands á næstu
fimm árum og tilgreint er hve
miklu fé skuli varið til helstu þátta í
starfi hans af hálfu menntamálayf-
irvalda. Gert er ráð fyrir að til við-
bótar framlögum til kennslu miðað
við nemendafjölda verði framlög til
rannsókna og rannsóknanáms við
skólann aukin frá því sem nú er um
640 m.kr. árlega á tímabilinu 2007–
2011. Þannig fái skólinn í lok tíma-
bilsins um þrjá milljarða króna til
viðbótar við framlög úr ríkissjóði á
fjárlögum á árinu 2006.
Hér er um að ræða beint framlag
til rannsókna við skólann óháð þeim
breytingum sem verða á nemenda-
fjölda við skólann. Í þessu felst að
framlög ríkisins til rannsókna við
HÍ munu nærfellt þrefaldast á
samningstímanum og við lok samn-
ingstímans verður framlag til rann-
sókna orðið hærra en framlag til
kennslu er nú.
Færi á alþjóðlegri sókn
Samningurinn hefur það að meg-
inmarkmiði að treysta stöðu Há-
skóla Íslands í fararbroddi meðal
háskóla á Íslandi um leið og honum
gefst tækifæri til að sækja fram á
hinum alþjóðlega vettvangi. Stefnt
er að því að stórefla rannsókna-
tengt framhaldsnám með því að
fimmfalda fjölda brautskráðra
doktora og tvöfalda fjölda braut-
skráðra meistaranema á samnings-
tímabilinu. Framboð námskeiða í
framhaldsnámi verður aukið, m.a.
með auknu samstarfi við innlendar
vísindastofnanir og erlenda há-
skóla. Samfara því er stefnt að
auknum afköstum í rannsóknum og
eflingu á gæðum
þeirra. Fjölga á birt-
ingum vísindagreina
kennara við Háskóla
Íslands í virtum og al-
þjóðlegum tímaritum.
Við höfum einmitt ný-
lega séð afar ánægju-
legan árangur íslensks
vísindasamfélags á því
sviði í samanburði sem
finnska vísindaráðið
gerði á gæðum
finnskra vísindarann-
sókna í samanburði við
önnur OECD-lönd.
Vekur staða Íslands
þar sérstaka athygli.
Háskóli Íslands á þar
án efa drjúgan hlut að máli og ætti
okkur nú ekki að verða skotaskuld
úr því að gera hlut hans betur sýni-
legan í alþjóðlegu samhengi. Við Ís-
lendingar viljum og ætlum að eign-
ast háskóla í fremstu röð!
Nýta þarf fjölbreytileika Há-
skóla Íslands til að efla þverfræði-
legar rannsóknir í samvinnu við
aðrar vísindastofnanir í landinu
með það að markmiði að gera sýni-
legan þekkingarlegan styrk Íslands
gagnvart umheiminum og laða að
hæft vísindafólk og mynda öflugt,
alþjóðlegt vísindasamfélag á þeim
sviðum þar sem við getum skarað
fram úr. Jafnfram viljum við stuðla
að myndun nýrra þekkingar- og
fræðasviða og stórefla tengsl Há-
skólans við atvinnu- og þjóðlíf.
Umbuna þarf betur fyrir árangur
háskólamanna á því sviði. Það er
einn mælikvarði á framlag háskól-
ans til samfélagsins.
Endurskoðun á lögum
um HÍ framundan
Í samningnum er kveðið á um að
efla og styrkja skuli stjórnkerfi Há-
skóla Íslands. Skora- og deilda-
skipting Háskóla Íslands verður
endurskoðuð í því skyni að efla
starfseiningar hans. Í menntamála-
ráðuneytinu er nú í gangi endur-
skoðun á lögum um Háskóla Ís-
lands, með það að markmiði m.a. að
greiða fyrir slíkri endurskipulagn-
ingu. Samtímis verður stoðþjónusta
við kennara og nemendur efld í því
skyni að skapa fyrirmyndarnáms-
umhverfi. Er lögð áhersla á að
bæta kennslustofur og tæknibúnað,
lesaðstöðu, félagsaðstöðu, bóka-
kaup og aðgang að rafrænum tíma-
ritum og gagnasöfnum.
Gert er ráð fyrir að Háskólinn
þrói gæðamatskerfi fyrir lok árs
2007. Það felur í sér að hafa fjöl-
breyttar leiðir til að meta gæði
náms og kennslu. Og fyrir lok árs
2008 skal innleitt nýtt vinnumats-
kerfi kennslu sem er ætlað að
hvetja til góðra kennsluhátta og
þróunarverkefna. Jafnframt er
gert ráð fyrir að háskólinn móti sér
skýra stefnu um fjarkennslu fyrir
árslok 2007 og fjarkennsla verði
efld í völdum greinum. Að auki er
ætlunin að auka samstarfið við
rannsóknar- og náttúrufræðisetrin
á landsbyggðinni.
Áhersla verður lögð á að tryggja
gæði kennslu og rannsókna í grein-
um sem hafa sérstaka þýðingu fyrir
íslenska og norræna (þjóð)menn-
ingu og stuðla að fræðilegri breidd
og fjölbreytni í háskólastarfsemi á
Íslandi. Vil ég í því sambandi nefna
að í fjárlögum þessa árs eru fram-
lög til þessara þjóðlegu greina hér
við háskólann aukin um 40 milljónir
króna.
Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar er
ég afskaplega stolt af þessum
samningi og tel að með honum sé
tryggt af hálfu ríkisins að eins vel
verði búið að Háskóla Íslands og
kostur er á aldarafmæli hans árið
2011. Einhugur er um að efla áfram
undirstöður íslensks samfélags,
gera þær fjölbreyttari til að takast
á við nýja tíma.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Fyrir hönd ríkisstjórn-
arinnar er ég afskap-
lega stolt af þessum
samningi og tel að með
honum sé tryggt af
hálfu ríkisins að eins
vel verði búið að Há-
skóla Íslands og kostur
er á aldarafmæli hans
árið 2011.
Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur
Höfundur er menntamálaráðherra.
Háskóli Íslands
í fremstu röð
fyrirsvari fyrir rannsókn og saksókn
efnahagsbrota og beri faglega
ábyrgð gagnvart ríkissaksóknara.
Helga Magnúsi Gunnarssyni sak-
sóknara hefur verið falið að gegna
þessu embætti.
Honum til aðstoðar við rannsókn
efnahagsbrota og meðferð þeirra
fyrir dómstólum verða lögfræðing-
ar, sérhæfðir rannsóknarlögreglu-
menn og annað starfsfólk sem rík-
islögreglustjóri lætur honum í té.
Efnahagsbrotadeildin sem slík
leggst af og ákærur sem saksóknari
efnahagsbrota gefur út verða kunn-
gjörðar með eftirfarandi tilgrein-
ingu: „SAKSÓKNARI EFNA-
HAGSBROTA gjörir kunnugt“ en
verða ekki gefnar út í nafni ríkislög-
reglustjóra, eins og áður.
Áður en breytingarnar gengu í
gildi var saksókn efnahagsbrota í
höndum saksóknara efnahagsbrota-
deildar sem jafnframt var einn af
fimm sviðsstjórum hjá ríkislög-
reglustjóra og þar með hluti af yf-
irstjórn embættisins. Svo er ekki
um hinn nýja saksóknara efnahags-
brota. Hann er samt sem áður skip-
aður af ráðherra sem starfsmaður
hjá ríkislögreglustjóra og gefur út
ákærur í umboði hans.
Skerpa á fyrirkomulagi
Haraldur sagði að með þessum
breytingum væri verið að styrkja
saksókn efnahagsbrota og meðferð
þessara mála. Saksóknari efnahags-
brota myndi eftirleiðis aðeins taka
hin þyngstu mál á þessu sviði en hin
smærri mál, s.s. einföld skattalaga-
brot, myndu ekki koma til hans
kasta heldur verða rannsökuð hjá
þeim sjö lögreglustjórum sem starf-
rækja sérstakar rannsóknardeildir.
„Við erum að skerpa á því fyrir-
komulagi sem í gildi er, þ.e. að rík-
issaksóknari er æðsti yfirmaður
ákæruvalds í landinu og faglegur yf-
irmaður lögreglustjóra og saksókn-
ara, bæði þeirra saksóknara sem
starfa hjá ríkissaksóknara og þeirra
sem starfa hjá ríkislögreglustjóra
og lögreglustjóranum á höfuðborg-
arsvæðinu,“ sagði Haraldur. Í huga
margra hefði það e.t.v. ekki verið
nægjanlega skýrt að ríkissaksókn-
ari væri faglegur yfirmaður ákæru-
valds í landinu og bæri faglega
ábyrgð og hefði eftirlit með saksókn
og rannsókn í öllum sakamálum.
Með breytingunni væri verið að
skerpa þessa skipan mála. Að sögn
Haraldar tekur skipan saksóknara
efnahagsbrota einnig mið af fyrir-
komulagi þessa málaflokks í Dan-
mörku, umræðum sem fram hefðu
farið innan stjórnsýslunnar um fyr-
irkomulag ákæruvalds og tillögum
sem fram komu í fyrrnefndri stjórn-
sýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Aðstoða hvert annað
Með fækkun lögregluumdæma
um áramótin á að efla rannsóknar-
deildir einstakra lögregluliða og
verður öflugasta deildin starfrækt á
höfuðborgarsvæðinu. Haraldur
sagði að með þessu væri stefnt að
því að efla lögreglurannsóknir á
landinu og skapa svigrúm til sér-
hæfingar hjá deildunum. Ríkislög-
reglustjóri hefði hingað til veitt ein-
stökum embættum aðstoð við
rannsókn sakamála, en eftir breyt-
ingarnar gætu lögregluliðin í ríkara
mæli aðstoðað hvert annað við
flóknari rannsóknir. Embættið gæti
þó áfram veitt aðstoð, yrði þess ósk-
að. Þetta þýddi jafnframt að ríkis-
lögreglustjóri gæti einbeitt sér bet-
ur að öryggis- og löggæslumálum,
verkefnum á sviði opinberrar
stjórnsýslu, samhæfingu lögreglu-
liða og ýmsum þróunarverkefnum,
s.s. verkefnamiðaðri löggæslu og
umbótum á starfsumhverfi lög-
reglumanna, svo nokkuð væri nefnt.
i mæli að
lögreglu
Morgunblaðið/ÞÖK
g það breytist ekki með því að greiningardeild
Á ensku nefnist deildin „National security unit“.
andi. Það
emi deild-
væri ekki
arfsmenn
gt að hafa
væri fyrir
g að alls
ustustarf-
i lögregl-
en eðlilegt
slegt sem
etta emb-
iþjónustu
eð því að
l starfa,“
ildarinnar
reyna að
i að land-
hvort sem
m glæpa-
amönnum
eyna með
veg fyrir
ekki alltaf
agi skipu-
öðru lagi
a lagi það
venjulegu
við höfum
i. Sá sem
enjulegur
einu orðið
þátttakandi í skipulagðri brotastarf-
semi eða jafnvel hryðjuverkum.
Þetta kom meðal annars í ljós eftir
hryðjaverkaárásina í Madríd árið
2004.“
Aðspurður hvort fengi meira vægi
í starfsemi deildarinnar, hryðju-
verkaógn eða alþjóðleg glæpastarf-
semi, sagði Haraldur að hér væri
talin lítil hætta á hryðjuverkum,
hættumatið væri með öðrum orðum
lágt. Á hinn bóginn gætu Íslending-
ar ekki horft fram hjá þeim hættum
sem stafa af alþjóðlegri glæpastarf-
semi. Ríkislögreglustjóri væri í nán-
um samskiptum við bankastofnanir
hér á landi vegna peningaþvættis-
mála og þar mætti sjá ákveðna þró-
un, alveg eins og tiltekin þróun hefði
átt sér stað við fíkniefnasmygl.
„Heimurinn í dag er orðinn eitt at-
hafnasvæði glæpamanna, alveg eins
og hann er eitt athafnasvæði fyrir þá
sem stunda lögleg viðskipti,“ sagði
Haraldur.
Efnahagsbrotadeild leggst af
Um breytingar á saksókn efna-
hagsbrota er mælt fyrir í nýrri
reglugerð sem tók gildi um síðustu
áramót. Þar kemur fram að sak-
sóknari efnahagsbrota, sem skipað-
ur er hjá ríkislögreglustjóra, verði í
" #
$
% ! &
" &'" & (! &
2
;3 /
)@2 <
:3$
&! ;
/
&3 %
&
%,
&3
-5
:
!
%
&
#
1
6
%
<
%
) %
!$
$!
-5
/ 7(8
5
)&B
! ! !;
$
59:
/590
1 *!
%
! %&
;&
$!
$;
? $
! 2 $
$!
, 1
%