Morgunblaðið - 13.01.2007, Page 28
28 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Orðatiltækið vera eins ogúlfur í/undir sauð-argæru á rætur sínar íBiblíunni en þar (Matt.
7, 15) segir: Varist falsspámenn.
Þeir koma til yðar í sauðaklæðum,
en innra eru þeir gráðugir vargar.
Ragnar Arnalds leggur út af þessu
ef svo má að orði komast en hann
skrifar: [kennarar] telja sig hafna
yfir gagnrýni og virðast ímynda
sér að þeim leyfist óáreittir [óá-
reittum] að halda uppi villandi
málflutningi sem stjórnmálamenn
í fræðimannsklæðum (1.12.06).
Hér er eftirminnilega að orði kom-
ist.
-
Í orðasambandinu á bak við e-ð
hefur stofnorðið bak misst eigin
merkingu og fengið það sem kalla
má hlutverksmerkingu. Þetta má
m.a. sjá af því að fs. á er oft felld
brott og þá stendur einungis bak
við e-ð eftir. Breytingin er frá 16.
öld. Liðinn (á) bak við e-ð má nota
í ýmsum samböndum, t.d. fara á
bak við e-n (með e-ð), standa á bak
við e-ð (samsæri) og skýla sér á
bak við e-ð og er merkingin jafnan
skýr.
Liðurinn að baki (e-u) hefur allt
aðra merkingu, hann getur m.a.
vísað til þess sem er liðið, t.d. erf-
iðleikarnir eru að baki, eða þess
sem liggur að baki (manni), t.d.
brenna/brjóta allar brýr að baki
sér (‘koma sér í þá stöðu með
framferði sínu að ekki verður aftur
snúið’).
Liðirnir á bak við e-ð og að baki
(e-u) eru ólíkrar merkingar og
þeim má ekki rugla saman eins og
gert er í eftirfarandi dæmum:
Knattspyrnustjóri með góðan feril
á bak við sig [þ.e. að baki]
(14.12.06); segir Jón … standa að
baki [þ.e. á bak við] uppsögn henn-
ar (2.12.06) og Þegar ég fór að
kynna mér efnið að baki mynd-
anna [þ.e. á bak við myndirnar]
komst ég að því (24.12.06).
Í huga umsjónarmanns er skýr
munur á forsetningunum á bak við
og fyrir aftan, t.d. fela sig á bak
við runna og standa fyrir aftan bíl-
inn. Í samræmi við það finnst hon-
um eðlilegt að tala um bílastæði á
bak við Háskólann en ankannalegt
að segja bílastæði fyrir aftan Há-
skólann. Ekki er víst að allir séu
þessu sammála um þetta.
Eiður Guðnason fylgist grannt
með notkun íslensku í fjölmiðlum
og sendir umsjónarmanni ambö-
gulista, skýringar og athugasemd-
ir. Nokkur dæma Eiðs eru eftirfar-
andi:
Með hliðsjón af verðbólgu og
leiðréttingu sem gerð var á laun-
um ASÍ, leikskólakennara, þroska-
þjálfa, bankamanna og æðstu
ráðamanna þjóðarinnar þykir okk-
ur full ástæða til að laun okkar
[kennara] verði leiðrétt í samræmi
við aðra
(15.11.06), þ.e.
‘til samræmis
við aðra’.
Hún segist
þekkja dæmi
þess að stúlkur
vakni upp minn-
islausar og
timbraðar eftir
gleðskap án
þess að rekja
minni til þess að hafa neytt vímu-
efna í óhófi (16.11.06), þ.e. ‘án þess
að þær (þf.) reki minni til’ eða ‘Hún
sagði sig ekki reka minni til’.
Stjórn VLFA óttast um öryggi
þeirra sem búa í iðnaðarhús-
næðum (21.11.06), þ.e. ‘búa í iðn-
aðarhúsnæði’.
Tveir voru stöðvaðir í umferð-
inni í gær og á þeim fundust smá-
ræði af fíkniefnum (24.11.06), þ.e.
‘á þeim fannst smáræði’.
[á fundi] í janúar verði tekin
bein afstaða til einkafram-
kvæmdar. Þar verður væntanlega
gefið upp með þann möguleika að
við förum í farveg einkafram-
kvæmdar (4.12.06). Eiði finnst
óþarft að nota lo. beinn með no. af-
staða og orðsambandið gefa upp
með telur hann bull.
Eiður sendir einnig fjölmörg
dæmi úr smáauglýsingum í
Fréttablaðinu (30.11.06). Hér
skulu þrjú tilgreind með skýr-
ingum innan hornklofa:
Vaknar úthvíld/(ur) og tekur
[þ.e. tekst] brosandi á við daginn;
Tilboðið gildir á [þ.e. á við um] öll-
um nýjum bílum og Fáðu fæturnar
mjúkar [fæturna mjúka] og fínar
[fína] með.
Umsjónarmaður þakkar Eiði
Guðnasyni kærlega fyrir ágætar
ábendingar.
Orðasambandið gera grein fyrir
e-u er algengt í íslensku. Í þol-
mynd sambeygist lýsingarhátt-
urinn þolfallinu grein, þ.e. gerð
var grein fyrir e-u. Það er hins
vegar furðu algengt að þessa sé
ekki gætt í nútímamáli heldur not-
uð hvorugkynsmyndin gert, t.d.:
Hann vildi ekki tjá sig um hvort
ásakanir á hendur NN sem gert
var grein fyrir í fréttaskýr-
ingaþættinum … hafi haft skaðleg
áhrif á vistmenn (30.12.06). Þessi
málnotkun samræmist hvorki
reglum málsins né styðst hún við
hefð.
Úr handraðanum
Frá árinu 1990 hefur þátturinn
Kryddsíld verið sýndur á gaml-
ársdag á Stöð tvö. Eins og flestir
munu vita er formönnum stjórn-
málaflokka boðið í þennan þátt og
fréttamenn spyrja þá spjörunum
úr um landsins gagn og nauðsynj-
ar. En hvernig skyldi standa á því
að þátturinn er nefndur Krydd-
síld? Það á sér eftirfarandi sögu.
Á fyrsta forsetaári sínu var Vig-
dísi Finnbogadóttur boðið til Dan-
merkur. Í tilefni heimsóknarinnar
boðaði Margrét Þórhildur, Dana-
drottning, til blaðamannafundar
þar sem þjóðhöfðingjarnir voru
spurðir ýmissa spurninga, þeir
lentu í ‘krydsild’ danskra blaða-
manna eins og sagt er á dönsku.
Frá þessu var sagt í íslensku dag-
blaði og jafnframt greint frá því að
boðið hefði verið upp á kryddsíld á
blaðamannafundinum, þ.e. upp
kom það sem kalla má þýðing-
arvillu, danska kryds-ild varð
krydd-síld. Þessi spaugilegi mis-
skilningur mun hafa höfðað svo
mjög til skopskyns manna á Stöð
tvö að ákveðið var að þátturinn á
gamlársdag skyldi heita Kryddsíld
og jafnframt skyldi kryddsíld vera
á borðum. Nú eru liðin 17 ár frá því
Kryddsíld Stöðvar tvö hóf göngu
sína og því kann að hafa fyrnst yfir
uppruna heitisins. Því er þessi
saga rifjuð upp hér.
Í orðasam-
bandinu á bak
við e-ð hefur
stofnorðið bak
misst eigin
merkingu og
fengið það sem
kalla má hlut-
verksmerkingu.
jonf@rhi.hi.is
ÍSLENSKT MÁL
Jón G. Friðjónsson 94. þáttur.
LÓÐIN að Miðskógum 8 á Álfta-
nesi hefur undanfarið verið til um-
fjöllunar í fjölmiðlum landsins. Mál-
efnið er okkur skylt, þar sem við
erum fyrrverandi eigendur að lóð-
inni. Það er framganga frænda okk-
ar, Kristjáns Sveinbjörnssonar, sem
fær okkur systkinin til að tjá okkur
opinberlega í þessu máli. Það hefur
vissulega ekki verið háttur niðja
Auðbjargar og Klemenzar frá
Vestri-Skógtjörn, ömmu og afa okk-
ar Kristjáns, að troða illsakir hvert
við annað. Kristján hefur brotið
þessa hefð freklega með háttsemi
sinni gagnvart okkur systkinunum
undanfarin misseri. Nú tekur stein-
inn úr þegar hann ítrekað sakar
okkur, frændsystkini sín, beinlínis
um þjófnað („sjálftöku“) á lóðinni.
Þessi ummæli eru Kristjáni ekki til
sóma.
Það vita allir í stórfjölskyldunni,
sem kynnt hafa sér málið, að þessi
lóð, Miðskógar 8, og engin önnur
kom í hlut föður okkar þegar hann
og systkini hans skiptu landi for-
eldra sinna. Þrátt fyrir þessa stað-
reynd höfðaði Kristján endurtekið
mál á hendur okkur systkinunum,
bæði fyrir héraðsdómi og Hæsta-
rétti, þar sem hann dró í efa lög-
mætan eignarrétt okkar á lóðinni.
Þessum málum tapaði hann fyrir
dómstólunum. Það er alveg ljóst, að
Kristján hefur aldrei átt eitt einasta
strá á þessari lóð, þrátt fyrir fráleit-
ar yfirlýsingar hans um hið gagn-
stæða. En Kristján lætur ekki segj-
ast, og heldur áfram að brjótast um
og berjast gegn því að byggt sé á
lóðinni. Til þess hefur núverandi
eigandi fullan rétt, þar sem bygg-
ingarlóðin Miðskógar 8 hefur vissu-
lega til fjölda ára verið á löglega
samþykktu deiliskipulagi.
Það blasir við að það er ekki ein-
göngu af umhyggju frænda okkar
fyrir fuglalífinu og fjörunni sem
hann er á móti því að byggt sé á
þessari lóð. Persónulegir hagsmunir
ráða hér ferð, því útsýni yfir á Keili
frá hans eigin húsi skerðist þegar
byggt verður á lóðinni.
MARGRÉT JÓNA,
HALLGRÍMUR og
GUÐNÝ VÉDÍS
GUÐJÓNSBÖRN,
fyrrverandi eigendur að einni fal-
legustu sjávarlóðinni
á Álftanesi.
Um lóð á Álftanesi
Frá Margréti Jónu Guðjónsdóttur,
Hallgrími Guðjónssyni og Guðnýju
Védísi Guðjónsdóttur:
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Á ALLRA síðustu árum hefur
umræðan um hagsmunamál
aldraðra færst frá smádálka-
greinum dagblaðanna yfir í
stuðningsgreinar á forsíðum,
leiðurum helstu dagblaðanna og
að lokum orðið eitt af aðal-
málum Alþingis. Fyrir jól
greiddu 29 af 61 viðstöddum
þingmönnum jáyrði við veruleg-
um úrbótum á hag aldraðra.
Með málefnalegum umræðum
án hroka og öfgamæla hafa aldr-
aðir náð mun meiri stuðningi en
áður. Í leiðara Morgunblaðsins
22. desember sl. er bent á að
aðrir hópar sem ekki njóta
samningsréttar, t.d. aldraðir og
öryrkjar, hljóti að velta fyrir sér
hvort það sé réttmætt að þing-
menn og embættismenn njóti
launaskriðsins sem verður í
samfélaginu en ekki þeir sjálfir.
Í leiðaranum er ennfremur bent
á að bætur hafi dregist aftur úr
almennri launaþróun, jafnvel þó
að kaupmáttur aukist. Með
þessu hafi bilið milli þeirra sem
lifa á bótum og annarra í sam-
félaginu auðvitað aukist. Rík-
isstjórnin skilur því til hlítar
kjarnann í kröfum samnings-
nefndar aldraðra við fulltrúa
ríkisins sumarið sem leið, en
náðist ekki fram.
Ráð skal fá hjá reyndum vin
er málsháttur eða stutt setning
sprottin af langri reynslu. Ég
legg til að stjórnarliðar hugleiði
þessi ráð vel og vandlega fyrir
kosningar í vor.
Fyrir ráðaleysið ratar margur
skaða.
Ólafur Ólafsson
Ráð skal fá hjá
reyndum vin
Höfundur er formaður Lands-
sambands eldri borgara.
EINN þeirra spámanna sem ný-
verið er vitað um er Donald Rums-
feld, fyrrverandi varn-
armálaráðherra
Bandaríkjanna. Spá-
maðurinn Rumsfeld
sagði fyrir um fyrri
árásina á tvíbur-
aturnana í New York
tveimur mínútum áður
en árásin var gerð (Fa-
yetteville Observer
dags. 16.9. ’01). Einnig
sagði hann fyrir um
árásina á Pentagon-
bygginguna einni mín-
útu áður en það gerðist
(Telegraph dags.
16.12. ’01).
Spámaðurinn Rumsfeld gerði ná-
kvæmlega ekkert nema að tilkynna
opinberanirnar rétt áður, þannig að
ekkert gat stöðvað árásirnar. Það
kom öllum á óvart að fjórar herflug-
æfingar höfðu verið í gangi þennan
sama dag, og vöknuðu margar
spurningar um hvort einhver tengsl
hefðu verið milli þeirra og árásanna.
Vitað er um aðra spámenn sem
ekki vilja láta nafns síns getið, en
þeir sögðu mörgum háttsettum
embættismönnum Pentagon að af-
bóka flug næsta dag, hinn 11. sept-
ember (Newsweek dags. 24.9. ’01)
og einnig mun Wille Brown, borg-
arstjóra San Francisco-borgar, hafa
verið sagt að afbóka flug vegna
hættu á hryðjuverkarárás (SF
Chronicle dags. 12.9. ’01).
Við fréttum síðan af enn einum
spámanninum, Rudy
Giuliani, sem kom með
þær opinberanir að
fyrri tvíburaturninn
eða fyrri stálbyggingin
ætti eftir að hrynja, en
þessi fyrrverandi borg-
arstjóri hefur ekki vilj-
að segja hver sagði
honum þessar opinber-
anir (ABC News, dags.
11.9. ’01). Aldrei hefur
stálbygging hrunið af
völdum eldsvoða fyrir
11. september 2001 né
eftir þennan dag, en
skv. eðlisfræðibókum
er hitastigið sem myndast við bens-
íneld ekki hærra en 815°C, en þarf
að vera allt að því 1.500–1.535°C til
þess að stál taki að bráðna. Í tíma-
ritinu Fire Engineering frá því í
janúar
2002 segir WiIliam A. Manning
verkfræðingur, að höggið við árás-
irnar á byggingarnar og bensíneld-
urinn hafi ekki verið það mikill að
byggingarnar færu niður og undir
þetta taka fleiri. Þó að Giuliani hafi
alls ekki viljað taka undir eða styðja
framburð margra slökkviliðs- og
lögreglumanna, auk fjölda sjón-
arvotta, um að sprengjur hafi
sprungið í báðum byggingunum, gat
hann sagt fyrir um að byggingarnar
myndu hrynja. Þegar hann fékk
þessar opinberanir reyndi hann ekk-
ert að tilkynna það öllum eða óska
eftir að tvíburabyggingarnar yrðu
rýmdar. Giuliani hafði vit á að koma
öllum sönnunargögnum í burt til
annarra landa sem allra fyrst, auk
þess sem hann bannaði alla kvik- og
ljósmyndara á svæðinu (Boston
Globe 26.9. ’01). Barðist síðan gegn
því að málið væri rannsakað, auk
þess sem Giuliani hefur heldur ekki
viljað svara því, hvers vegna hann
óskaði eftir að málið væri þaggað
niður í 25 ár? (911independ-
entcommission.org.) Þrátt fyrir að-
gerðir Giulianis við að koma sönn-
unargögnum í burtu tókst
prófessornum Steven E. Jones að ná
myndum og mörgum sönn-
unargögnum eins og t.d. bræddu
stáli af stálbitum er staðfestir að
sprengiefnið thermate hafi verið
notað. Einnig náði bandaríska jarð-
raunvísindastofnunin gervi-
hnattamyndum er sýna undarlega
heita reiti á þessu svæði. Bush for-
seti, rétt eins Giuliani, barðist gegn
rannsókn í 14 mánuði, en Jeb Bush,
ríkisstjóri í Flórída, var eins og spá-
maður, því hinn 7. september var
Florida National Guard gert viðvart
um að hjálpa fólki sem yrði fyrir
væntanlegri hryðjuverkaárás
(MyFlorid.com dags. 07.9. ’01). Dr.
Condoleezza Rice sagði: það voru
engar aðvaranir, en hún mun hafa
fengið eina frá Bretlandi 6. ágúst, er
sagði fyrir um að al-Qaeda ætlaði á
næstu vikum að gera árás á Banda-
ríkin og nota flugvélar. Pútín Rúss-
landsforseti hafði oft látið vita og
bent á að um 25 menn væri að ræða
og skotmörk þeirra væru mik-
ilvægar byggingar og Pentagon.
Alls munu bandarísk yfirvöld hafa
fengið aðvaranir frá 11 þjóðum.
Eitt er víst að sumir vissu meira
en aðrir, því hlutabréfaviðskipti með
hlutabréf í Morgan Stanley Dean
Witter (sem var í öðrum tvíbur-
aturninum) og þessum tveimur flug-
félögum United og American Airl-
ines (en flugvélar frá þeim voru
notaðar við árásirnar) jukust sam-
tals alls um 1.200% á þremur dögum
fyrir 11. september. Og viðskipti í
gegnum tvíburaturnana milli klukk-
an 7.30 og 9.05 hinn 11. september
voru um 100 milljónir dollara (The
New Pearl Harbour, bls. 71 og 201),
en sem Bush-stjórnin hefur ekkert
viljað upplýsa um, ekki frekar en
annað, eins og t.d. þær myndaupp-
tökur úr 87 öryggismyndavélum í
kringum Pentagon er ættu örugg-
lega að hafa myndað flugvél AA77
þennan dag. Í stað þess að sýna þær
upptökur finna menn upp því að
sýna fimm valda ramma er sýna
enga flugvél. Í stað þess að rann-
saka allt þetta mál var allt gert til að
koma í veg fyrir það. Ástæðan sem
Bush-stjórnin hafði verið að leita að
var komin, en stjórnin var þegar í
júlí 2001 ákveðin í að fara inn í Afg-
anistan og „um miðjan október í síð-
asta lagi“ (The New Pearl Harbor,
bls. 200). Hinn 7. okt. var farið af
stað í Afganistan og ástæðan stríð
gegn hryðjuverkum. Síðan fann
Bush-stjórnin upp eitt bragðið í við-
bót, að tengja al-Qaeda saman við
Saddam Hussein og gjöreyðing-
arsprengjur, og aftur var farið í
stríð við Írak, sem íslenska rík-
isstjórnin studdi, en ekkert af þess-
um ásökunum reyndist rétt.
Spámenn okkar tíma?
Þorsteinn Scheving
Thorsteinsson fjallar um at-
burðina í Bandaríkjunum
11. september 2001
» Ástæðan sem Bush-stjórnin hafði verið
að leita að var komin, en
stjórnin var þegar í júlí
2001 ákveðin í að fara
inn í Afganistan …
Þorsteinn Scheving
Thorsteinsson
Höfundur er formaður Samstarfs-
nefndar trúfélaga fyrir heimsfriði.