Morgunblaðið - 13.01.2007, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FRÉTTIR
kveð með söknuði og þökk og bið
góðan Guð að varðveita Mundu
mína.
Auður H. Hagalín.
Nú er hún elsku, besta, amma
Munda farin frá okkur eftir langa og
góða ævi. Að kveðjustundu er komið
og minningarnar streyma um hug-
ann. Það er svo margt sem rifjast
upp þegar maður byrjar að hugsa til
baka, fullt af góðum minningum. Á
mínum yngri árum var flestum sum-
ar- og páskafríum varið á Ísafirði.
Það var alltaf svo notalegt og gaman
að koma vestur til ömmu og afa. Í
minningunni eru þetta ógleymanleg-
ar heimsóknir.
Elsku amma, með þessum fáu orð-
um vil ég þakka þér allar okkar ynd-
islegu samverustundir. Ég er stolt af
því að vera skírð í höfuðið á glæsi-
legri kjarnakonu eins og þér. Guð sé
með þér.
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(Herdís Andrésdóttir.)
Þín,
María Guðmunda Jónasdóttir.
Elsku amma er nú látin. Manni er
hollt að minnast þess að ævin líður
undrahratt og fljótt kemur að okkur
sjálfum. Líklega verða kröfur okkar
meiri en hinna sem lifðu við nægju-
semi enda erum við góðu vön frá at-
lætinu sem hin fyrri kynslóð veitti
okkur.
Amma Munda hefur lifað mikið
framfaraskeið og okkur krökkunum
er til efs að við náum að upplifa aðrar
eins breytingar. Hún átti auðvelt
með að tileinka sér nýja tækni og
sást jafnvel til hennar leggja kapal í
tölvunni hans pabba, þó komin væri
þá á tíræðisaldurinn.
Eftir flutninginn til Ísafjarðar
bjuggu amma og afi lengst á svo-
nefndum „Bökkum“ og héldum við
eðlilega að vísuhendingin „Afi minn
og amma mín, úti á bakka búa“ væri
um þau. Viðfangsefni ömmu voru
margvísleg, danslistin var henni kær
og hún lagði rækt við þorrablótin.
Eins og sómakærra húsmæðra
var siður, lagði amma áherslu á öfl-
uga sláturgerð, hún bakaði kleinur,
sagði sögur og stundaði hannyrðir. Á
síðari árum kom í ljós að hún reynd-
ist listakona í ofanálag.
Amma var afar meðvituð um
stefnur og strauma í fatatískunni og
lá ekki á skoðunum sínum. Henni
hugnaðist þó ekki alltaf þróunin og
þegar ein yngismærin í stórfjöl-
skyldunni klæddist hámóðins galla-
buxum, götóttum og steinþvegnum,
átti amma ekki orð yfir útganginum
og bauðst til að stoppa í götin í hvelli.
Amma hafði góð gildi að leiðar-
ljósi. Framlag hennar til okkar er
mikilsvert.
Amma náði háum aldri og bjó því
yfir langri reynslu. Hún er uppalin í
bændamenningu í veröld sem flest-
um er horfin; samfélagi bænda og
sjósóknara sem bjuggu við þröngan
kost og bág húsakynni. Lífið var á
stundum strangt en engu að síður
veita lýsingar hennar úr Sléttu-
hreppnum aðra mynd. Aðalvíkin
varð okkur barnabörnunum að
draumaveröld með gleði og sorg, ást
og missi, sveitarómantík og lífsbar-
áttu. Vonandi verður sögunum
áfram miðlað um langa framtíð.
Elsku amma, við krakkarnir, mak-
ar og börnin okkar þökkum þér sam-
fylgdina og allar góðu stundirnar
sem við höfum átt með þér í öll þessi
ár. Hvíl í friði.
Hrafn, Ingibjörg, Snorri Már,
Heimir, Hermann Þór, Ingi-
björg Jóns og fjölskyldur.
Mín kæra amma Munda.
Einhverju sinni hét ég því að
skrifa aldrei minningargrein því mér
þætti undarlegt að skrifa orð til horf-
innar manneskju, hefði ég aldrei
sagt þau við hana í lifanda lífi. Við
gleymum svo oft að hrósa hvert
öðru, tala vel til hvers annars og tjá
hug okkar. Við meira að segja
gleymum að hafa samband, þó svo
sími og tölvupóstur séu innan seil-
ingar á hverjum degi. En hér sit ég
nú, ákveðin í því að koma einhverju á
blað vegna þess að ég veit að þér
hefði þótt vænt um það. Enda hef ég
löngum haft þá trú að hugsanir, í
einu formi eða öðru, berist á milli
fólks og ég efast ekki um að þú hafir
vitað að ég hugsaði til þín þó ég tæki
ekki upp tólið eða heimsótti þig eins
oft og ég hefði átt að gera. Þess
vegna efast ég heldur ekki um að þú
munir á einhvern hátt geta heyrt
þessi orð mín.
Þú varst svo mikil selskapsmann-
eskja, hafðir yndi af samskiptum við
aðra, varst gjafmild og gestrisin með
eindæmum og eldaðir ljúffengasta
lambalæri í öllum heiminum. Svo
varstu sönn hefðardama og ávallt
klædd sem bærir þú titilinn „lafði
Guðmunda“. Sérhvert ferðalag vest-
ur á Ísafjörð var tilhlökkunarefni því
í boði voru heimabakaðir kanelsnúð-
ar, rækjusalat af bestu gerð og sva-
nadúnssæng.
Þegar fólk hverfur úr lífi manns,
hvort sem það er vegna andláts eða
annarra atburða, á maður ætíð að
hugsa til þess hvað það hefur kennt
manni með tilveru sinni, návist og
eiginleikum. Þú kenndir mér að bros
er eitt áhrifaríkasta samskiptatækið;
þú kenndir mér að kvenleiki og
ákveðni fara vel saman í bland við
stolt, og þú sýndir mér að það er
skemmtilegra að gefa en þiggja. Síð-
ast en ekki síst uppgötvaði ég hjá þér
ánægjuna við að skapa með hönd-
unum því minnisstæðust eru skiptin
sem þú leyfðir mér að róta í handa-
vinnukörfunni þinni, gafst mér færi
á að mála dúka og svuntur, setja
saman klukkur og annað handverk.
Elsku amma Munda frá Aðalvík,
hin landfræðilega fjarlægð okkar á
milli orsakaði færri heimsóknir en
hefðu mátt vera. Þú ert engu að síð-
ur stór hluti af mínum uppvaxtarár-
um og fjölskylduvitund og jafnvel
hin fimm ára gamla Arney ber
taugar til þín, þrátt fyrir að ykkar
fundum hafi aðeins borið saman
þrisvar. Hún minnist á þig reglulega,
veit upp á hár hvar og hvenær ykkar
fundum bar saman og henni var mik-
ið í mun að þú skyldir fá þakkarbréf-
ið vegna jólagjafanna áður en þú
kvaddir, en ég veit að mamma skilaði
því til þín þegar hún sat hjá þér síð-
ustu stundirnar. Ég er líka viss um
að Hrafnar hefði orðið hændur að
þér hefði hann átt þess kost að kynn-
ast þér. Nú ertu komin í félagsskap
þeirra sem byggja heiminn að hand-
an og ert eflaust prúðbúin þar og
hrókur alls fagnaðar. Einn daginn
munum við hittast aftur og þá skul-
um við sko taka skottísinn saman á
himnagólfinu!
Ester Ósk Traustadóttir Helgu-
barn, Arney Íris og Hrafnar
Ísak.
Elsku hjartans amma mín, ég var
svo heppin að fá að koma á hverju
sumri til þín og afa á Ísafirði, frá því
að ég var lítil stelpa fram á unglings-
ár og þá var líka komið til að fara á
skíði á páskunum og þá fylltist hjá
þér húsið því að allir voru velkomnir,
alltaf. Þú varst alltaf glöð, kát og hlý
og hafðir líka svo gaman af því að
dansa.
Mikið er ég þakklát fyrir að hafa
fengið að vera hjá þér og eiga góðar
minningar til að ylja mér við.
Elsku besta amma mín, nú ert þú
farin með bátnum sem kom að sækja
þig með afa og öllu fólkinu þínu,
„góða ferð“.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Þín
Þuríður.
Okkur systkinin, börn Sigurlaug-
ar og Hermanns frá Aðalvík, langar
að kveðja hana Mundu Þorbergs,
frænku okkar frá Efri-Miðvík.
Við vorum börn þegar við kynnt-
umst Mundu, við fluttumst frá Sæ-
bóli til Látra í Ólafshúsið þar sem
fjölskylda Mundu var fyrir. Okkur
þótti húsið stórt og myndarlegt, í
húsinu bjuggu þrjár fjölskyldur, sem
bjuggu þarna næstu tvö árin saman.
Þá var flutt í sitt hvort húsið að Látr-
um.
Maður Mundu, Hermann Jakobs-
son og faðir okkar voru samstarfs-
menn í sjóróðrum og annarri vinnu
sem til féll í Sléttuhreppi. Þarna
voru allir frændur og vinir, samvinna
var góð hjá þeim sem þarna bjuggu.
Uppúr 1942 fór að aukast atvinna um
allt land og varð það til þess að fólki
fór að fækka í hreppnum.
Þau hjón Munda og Hermann
fluttu til Ísafjarðar 1946 og áttu þar
sitt heimili til æviloka. Það var sama
hvar Munda bjó, hvort var að Látr-
um eða á Ísafirði, það var alltaf hlý-
legt í kringum hana. Hún var sjálf
vel klædd og fín, enda var hún góð
hannyrðakona, saumaði og sneið fal-
legar flíkur. Við munum Mundu vel,
munum hana ekki öðruvísi en létta á
fæti og lundin afar skemmtileg.
Munda og móðir okkar voru mikið
skyldar, amma Þórunn og Munda
voru hálfsystur og Friðrik afi var
bróðir Oddnýjar móður Mundu.
Þannig að skyldleikinn var mikill
enda hlýlegt samband á milli ætt-
ingja.
Munda var sú síðasta af börnum
Oddnýjar og Þorbergs frá Efri-Mið-
vík sem kveður þennan heim. Við
systkinin sendum börnum hennar,
tengdabörnum og fjölskyldum
þeirra vina- og samúðarkveðjur.
Börn Sigurlaugar og Hermanns,
Friðrik og Þórunn.
Látin er í hárri elli, síðust systk-
inanna frá Efri-Miðvík, María Guð-
munda Þorbergsdóttir. Munda móð-
ursystir var alla tíð hluti af lífi mínu.
Segja má að okkar samskipti hafi
verið mest þegar hún byrjaði sinn
búskap á Látrum og eignaðist sitt
fyrsta barn, Snorra Edvin, 1934. Eft-
ir það fluttum við sitt á hvað, við í
burtu og hún bjó á ýmsum stöðum á
Látrum, þar til hún fluttist til Ísa-
fjarðar.
Munda var kát og glöð, hjartahlý
og gestrisin, falleg kona utan og inn-
an. Þegar við byrjuðum að leita aftur
í heimahagana fyrir 35 árum var allt-
af komið við á Ísafirði á leiðinni. Þar
tóku Munda og Hermann á móti okk-
ur af miklum rausnarskap, þar var
alltaf pláss ef vantaði gistingu og
alltaf matur á borðum, þegar við
komum úr Aðalvík, þreytt og svöng,
oft eftir langa og erfiða siglingu.
Þetta átti ekki bara við um mig og
minn mann, heldur líka börnin mín
og seinna barnabörnin, alltaf beið
okkar aðhlynning hjá Mundu. Valdi
bróðir hennar og Inga konan hans
lögðu sitt af mörkum við þessa flæk-
inga úr Reykjavík. Ég heimsótti
hana síðast í ágúst á síðasta ári og þá
var hún ennþá lík sjálfri sér, falleg
og brosandi.
Með þessum fáu orðum vil ég sýna
þakklæti mitt og fjölskyldu minnar
fyrir allar ánægjustundirnar sem við
áttum hjá Mundu á Ísafirði.
Ásta Ólafsdóttir.
Munda amma er dáin.
Sjávarhljóðið barst inn um gluggann
en afi kynti alltaf vel.
Samúð þín var ómæld
með öllum sem áttu bágt
góðvild þín einföld
til allra manna.
(Elísabet Þorgeirsdóttir)
Amma mín hét Guðmunda María.
Ég er stolt af því að bera nafn henn-
ar. Amma mín var alltumlykjandi í
lífi mínu alla tíð. Ég ólst upp í húsinu
hennar. Ég átti vísan stað í rúminu
hennar. Ég vissi að þau afi voru sjálf-
sagðir hlutir tilverunnar. Amma mín
var falleg. Hún hló, söng, dansaði,
saumaði, heklaði, málaði, bakaði,
eldaði og gaf allt sitt líf.
Snemma elti ég þig um bæinn
og lærði
að ytra borðið skipti ekki máli
á því fólki
sem þú spurðir hvernig liði.
(E.Þ.)
Amma mín í upphlut, dansandi við
pabba eða Snorra frænda, allir horf-
andi á þau. Svona á að dansa. Vals-
inn, rællinn og skottísinn þeirra er
tangó Íslands. Vestfirskur tangó.
Kannski lærðu pabbi og Snorri að
dansa hjá Maju Gunnars eða Rigmor
Hansen, einhver spor, en amma gaf
þeim fegurðina, mýktina og kraftinn
sem fullkomnar sveifluna.
Í rauninni eru það tengslin við fólk
sem gefa lífinu gildi.
(Wilhelm Von Humboldt) Amma
mín lét sig varða fólkið í kringum sig.
Lamparnir, teppin, náttfötin, prins-
essukjólarnir, vestin, jólatrén og
englarnir sem amma bjó til handa
okkur sýna listhneigð hennar og
gjafmildi.
Það er svo gott að þú ert komin til
afa.
því ég veit
að guð
passar þig
svo vel.
(E.Þ.)
María Björk Traustadóttir.
Þegar ég var níu ára gömul var ég
svo lánsöm að fá að fara í hálfan
mánuð um sumarið til Valda Þor-
bergs, föðurbróður míns og konu
hans Ingu. Núna þegar ég rifja þetta
upp minnist ég þess hvað þetta var
frábær tími fyrir mig borgarbarnið.
Það var líka þá sem ég kynntist
elskulegri föðursystur minni,
Mundu, sem hefur verið hluti af
minni tilveru síðan.
Munda var afar barngóð og alltaf
svo jákvæð og ég barnið laðaðist
strax að henni.
Hún talaði við mig sem jafningja
og sagði mér margar sögur um lífið í
Aðalvíkinni og hún vildi heyra hvað
var að gerast í kaupstað. Ég minnist
þess þegar við fórum saman í fjár-
sjóðsleit inn í skóg, enda nóg af fjár-
sjóði þar fyrir borgarbarnið. Ég man
líka þegar hún tók mig með sér þeg-
ar var verið að gróðursetja inn í
skógi, skemmti ég mér vel og reyndi
að standa mig í þeirri vinnu sem mér
var treyst fyrir. Þarna voru líka fullt
af krökkum á mínu reki sem mér
þóttu verulega spennandi og
skemmtilegir.
Síðan leið tíminn og ég kynntist
eiginmanni mínum sem er Ísfirðing-
ur og þá fórum við að fara reglulega
vestur. Það fyrsta sem ég byrjaði á
að gera þegar ég kom vestur var að
heimsækja Valda, Ingu og Mundu
sem tóku mér sem ég væri ein af
þeirra barnabörnum, enda var ég
nær þeim í aldri. Faðir minn, Óli,
fæddur 1916, var yngstur þeirra
María Guðmunda
Þorbergsdóttir
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing vegna um-
fjöllunar fjölmiðla um húseignir í
Skuggahverfi. Millifyrirsagnir eru
blaðsins:
„Undanfarna daga hafa fjölmiðlar
fjallað um ástand húseigna 1.
áfanga í Skuggahverfinu, sem af-
markast af Frakkastíg, Skúlagötu,
Lindargötu og Vatnsstíg, en
Skuggahverfi mun rísa í þremur
áföngum.
Þegar ákveðið var að ráðast í
uppbyggingu Skuggahverfis var
ekkert til sparað, svo tryggja mætti
að fasteignirnar yrðu sem vegleg-
astar. Víða var leitað fanga eftir
samstarfsaðilum og á endanum var
samið við dönsku arkitektastofuna
SHL, sem hefur mikla reynslu af
hönnun fjölbýlishúsa í miðbæjum
og við hafnarsvæði. Óhætt er að
segja að verkefnið sé eitt það metn-
aðarfyllsta sem ráðist hefur verið í,
hér á landi, um árabil.
Vinna Eyktar ófullnægjandi
Frá því vorið 2004 hefur 101
Skuggahverfi átt í ágreiningi við
verktakafyrirtækið Eykt, sem sá
um byggingu 1. áfanga Skugga-
hverfis. Deilur félaganna eru marg-
víslegar en eiga það flestar sameig-
inlegt að 101 Skuggahverfi telur að
vinna Eyktar hafi verið ófullnægj-
andi og ekki samkvæmt þeim samn-
ingum, sem gerðir voru áður en
hafist var handa við uppbyggingu 1.
áfanga Skuggahverfis. Fyrir um
einu og hálfu ári taldi 101 Skugga-
hverfi ljóst að Eykt mundi ekki
uppfylla samningsskyldur sínar. Því
neyddist 101 Skuggahverfi til að fá
annan verktaka til að ljúka ýmsum
frágangi við 1. áfanga hverfisins,
svo hægt væri að uppfylla þær
kröfur sem bæði íbúar hverfisins og
101 Skuggahverfi gera til bygging-
anna.
Í ljósi fréttaflutnings í tengslum
við flísaklæðningu á húsunum er
rétt að taka sérstaklega fram, að
hönnun, kaup og uppsetning á flís-
um og uppsetningakerfi var í hönd-
um Eyktar.
Þar sem fyrirtækjunum hefur
ekki tekist að leysa úr ágreinings-
málum sínum hefur 101 Skugga-
hverfi óskað eftir dómkvaðningu
matsmanna. Félagið vill fá úr því
skorið hver sé orsök þeirra vanda-
mála sem upp hafa komið. Meðal
þess sem matsmennirnir hafa eða
munu skoða eru skemmdir á gleri
og flísaklæðningu húsanna, frá-
gangur á svalagólfum og sprungur í
steinsteyptri plötu í bílakjallara.
Unnið í samráði við íbúa
Frá því að ágreiningur fyrirtækj-
anna kom upp hefur 101 Skugga-
hverfi verið íbúum bygginganna
innan handar, svo greiða megi úr
vandamálum. Unnið hefur verið að
þessum málum í samráði við íbúa
og stjórn húsfélagsins, enda ljóst að
hagsmunir íbúanna og fyrirtæksins
fara saman. Í ljósi þess að nú er
mál rekið fyrir dómstólum telja for-
svarsmenn 101 Skuggahverfis ekki
rétt að tjá sig frekar um þennan
ágreining, fyrr en niðurstaða er
fengin.
Uppbygging 2. áfanga er þegar
hafin og hefur 101 Skuggahverfi
samið við annan verktaka um upp-
byggingu hans. Alls verða fimm
íbúðarhús í 2. áfanga. Hæsta bygg-
ing áfangans verður 63 metra há og
19 hæðir. Sú bygging, auk tveggja
lægri bygginga, mun standa við
Vatnsstíg og Skúlagötu. Þá verða
tvö íbúðarhús við Lindargötu. Hús-
in verða síðan öll tengd saman neð-
anjarðar með bílageymslum á
þremur hæðum, en samtals verða
rúmlega 250 bílastæði í öðrum og
þriðja áfanga.
Fyrirtækið 101 Skuggahverfi var
stofnað í kringum uppbyggingu
Skuggahverfis. Ljóst er að fyrir-
tækinu er mikið kappsmál að í hví-
vetna sé vandað til verka og bygg-
ingarnar rísi undir þeim væntingum
sem til þeirra eru gerðar.“
Yfirlýsing frá 101 Skuggahverfi