Morgunblaðið - 13.01.2007, Síða 37

Morgunblaðið - 13.01.2007, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 37 MESSUR Á MORGUN Alþjóðleg, samkirkjuleg bænavika 2007: „Jafnvel daufa lætur hann heyra og mállausa mæla“ Alþjóðleg, samkirkjuleg bænavika verður haldin dagana 14. - 21. janúar 2007. Bænavikan er haldin árlega um þetta leyti og er þá beðið fyrir einingu kristins fólks um heim allan. Haldnar verða bænastundir og samkomur víða á höfuðborgarsvæðinu og á Ak- ureyri, þar sem trúfélög sameinast um helgihald. Allir eru velkomnir á samverustundir bænavikunnar. Dagskrá bænaviku í Reykjavík og á Akureyri: Sunnudagur 14. janúar: Kl. 11.00 Útvarpsmessa í Grafarvogskirkju með þátttöku allra trúfélaganna. Kl. 20.00 Samkoma hjá Íslensku Kristskirkjunni, Fossaleyni 14, Reykjavík. Mánudagur 15. janúar: Kl. 20.00 Bænastund í Hvítasunnukirkjunni, Skarðshlíð 20, Akureyri. Þriðjudagur 16. janúar: Kl. 12.00 Bænastund í Veginum, Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Kl. 18.00 Bænastund hjá Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni, Sólvallagötu 10, Reykjavík. Kl. 20.00 Bænastund í umsjá Aðventista í Sunnuhlíð í félagsheimili KFUM og KFUK, Akureyri. Miðvikudagur 17. janúar: Kl. 12.00 Bænastund í Fíladelfíu, Hátúni 2, Reykjavík. Kl. 20.00 Samkoma hjá Kaþólsku kirkjunni á Jófríðarstöðum, Hafnarfirði. Kl. 12.00 Bænastund á Hjálpræðishernum, Hvannavöllum 10, Akureyri. Fimmtudagur 18. janúar: Kl. 12.00 Bænastund í Hallgrímskirkju, Reykjavík. Kl. 18.30 Bænastund í Kristskirkju, Landakoti, Reykjavík. Kl. 20.00 Samkoma á Hjálpræðishernum, Kirkjustræti 2, Reykjavík. Kl. 12.00 Kyrrðar- og fyrirbænastund í Akureyrarkirkju, Eyrarlandsvegi, Akureyri. Kl. 20.00 Sameiginleg samkoma með þátttöku trúfélaga á Akureyri í Glerárkirkju, Bugðusíðu, Akureyri. Föstudagur 19. janúar: Kl 12.00 Bænastund í Veginum, Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Kl. 20.00 Samkoma í Aðventkirkjunni, Ingólfsstræti. Kl. 20.00 Aftansöngur í Kaþólsku kirkjunni, Péturskirkju, Hrafnagilsstræti 2, Akureyri. Laugardagur 20. janúar: Kl. 20.00 Sameiginleg samkoma safnaðanna í Fíladelfíu, Hátúni 2, Reykjavík. Sunnudagur 21. janúar: Bænaviku lýkur í guðsþjónustum safnaðanna. Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga Kirkja Aðventista, Fríkirkjan Vegurinn, Hvítasunnukirkjan, Hjálpræðisherinn, Íslenska Kristkirkjan, Kaþólska kirkjan, Óháði söfnuðurinn og Þjóðkirkjan. ÁSKIRKJA: | Sunnudagaskólinn hefst á ný kl. 11 í umsjá sóknarprests og leiðtoganna Elíasar og Hildar Bjargar. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffisopi í safnaðar- heimilinu að athöfn lokinni. Sóknarprestur. BÚSTAÐAKIRKJA: | Barnamessa sunnu- dag kl. 11. Fjölbreytt samvera í tali og tón- um. Stund fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjón- usta kl. 14. Kór Bústaðakirkju syngur, organisti Guðmundur Sigurðsson. Mola- sopi eftir messu. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: | Kl. 11 messa, sr. Bára Friðriksdóttir prédikar. Dómkórinn syngur, organisti er Marteinn Friðriksson. Barna- starf á kirkjuloftinu meðan á messu stend- ur. Eftir messu er fundur í safnaðafélaginu. Bjarki Sveinbjörnsson flytur erindi sem nefnist Íslensk tónmenning í Vesturheimi. Þ. Sveinbjörnsson tónskáld. GRENSÁSKIRKJA: | Barnastarf kl. 11 í umsjá Jóhönnu Sesselju Erludóttur og ung- linga í kirkjustarfinu. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arin- bjarnarson. Samskot í Líknarsjóð. Mola- sopi á eftir messu. GRUND, dvalar- og hjúkrunarheimili: | Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. HALLGRÍMSKIRKJA: | Messa og barna- starf kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari, ásamt messuþjónum. Hópur úr Mótettukór syngur. Organisti Hörð- ur Áskelsson. Umsjón barnastarfs Magnea Sverrisdóttir, djákni. Kaffisopi eftir messu. HÁTEIGSKIRKJA. Messa kl. 11. Barnastarf á sama tíma í umsjá Guðrúnar Erlu Arn- mundardóttur og Þóru Marteinsdóttur. Létt- ur hádegisverður að messu lokinni. Organ- isti Douglas Brotchie. Prestur sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Landspítali – háskólasjúkrahús: Landakot | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ingileif Malm- berg, organisti Birgir Ás Guðmundsson. LANGHOLTSKIRKJA: | Messa og barna- starf kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarins- son. Organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir. Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safnaðarheimilið með Rut, Stein- unni og Aroni. Kaffisopi og spjall eftir mess- una. LAUGARNESKIRKJA: | Kl. 11 messa og sunnudagaskóli. Kl. 20 kvöldmessa. Lif- andi tónlist leikin frá kl. 19.40. Kór kirkj- unnar leiðir sönginn. Hjón úr hverfinu gefa vitnisburð og svara spurningunni hvernig haldið þið fjölskyldunni saman? Sr. Hildur Eir Bolladóttir prédikar og þjónar ásamt Auði Pálsdóttur meðhjálpara. NESKIRKJA: | Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðar- söng. Organisti Reynir Jónasson. Sr. Sig- urður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Toma. Börnin byrja í messunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Kaffisopi eftir messu á Torginu. SELTJARNARNESKIRKJA: | Messa kl. 11. Öll fermingarbörn mæti til kirkju. Eftir mess- una er fermingarfræðsla og mun gestur frá tollgæslunni í Reykjavík ræða um skað- semi vímuefna. Kammerkór Seltjarnarnes- kirkju leiðir sálmasöng og messusvör. Org- anisti Pavel Manasek. Sr. Arna Grétarsdóttir. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14. Þema dagsins er „köllun- in“ þar sem við lítum á köllun sérhvers okk- ar. Tónlistina leiða Anna Sigga og Carl Möller, en Ása Björk prédikar og þjónar fyrir altari. Fermingarbörn aðstoða. Að venju gefum við andabrauð að lokinni guðsþjón- ustunni. Sjáumst heil á nýju ári! ÁRBÆJARKIRKJA: | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Rebbi refur og Gulla gæs mæta á staðinn. Kaffi og djús á eftir. BREIÐHOLTSKIRKJA: | Messa kl. 11. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Organ- isti Bjarni Jónatansson. Barnaguðsþjón- usta á sama tíma í umsjá Elínar, Jóhanns, Karenar og Lindu. Hressing eftir messuna í safnaðarheimili. DIGRANESKIRKJA: | Messa kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju, B-hópur. Sunnudagaskóli í kapellu á sama tíma. Súpa í safnaðarsal eftir messu. Kvöld- messa með hljómsveit æskulýðsfélags Digraneskirkju kl 20. www.digraneskirkja.is FELLA- OG HÓLAKIRKJA: | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Svavar Stefánsson þjónar ásamt starfsfólki barnastarfs kirkj- unnar. Barna- og unglingakór Fella- og Hóla leiðir safnaðarsöng undir stjórn Lenku Má- téovu og Þórdísar Þórhallsdóttur. GRAFARVOGSKIRKJA: | Samkirkjuleg guðsþjónusta kl. 11. Fulltrúar frá þjóðkirkj- unni, hvítasunnukirkjunni, aðventkirkjunni, Veginum, Óháða söfnuðinum, Íslensku Kristskirkjunni, Hjálpræðishernum og kaþ- ólsku kirkjunni taka þátt í athöfninni. Barna- guðsþjónusta kl. 11. Prestur séra Vigfús Þór Árnason. Umsjón: Hjörtur og Rúna. GRAFARVOGSKIRKJA – Borgarholtsskóli: | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Prestur séra Anna Sigríður Pálsdóttir. Umsjón: Gunnar, Guðrún María, Díana og Dagný. Undirleik- ari: Guðlaugur Viktorsson. HJALLAKIRKJA: | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Börn borin til skírnar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Smári Ólason. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 og Opið hús á fimmtudag kl. 12. www.hjallakirkja.is KÓPAVOGSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Karl V. Matthíasson predikar. Félagar úr kór Kópavogskirkju leiða safnaðarsöng undir stjórn Sigrúnar Steingrímsdóttur org- anista. Hressing að lokinni guðsþjónustu. Barnastarf í kirkjunni kl. 12.30. Umsjón Sigríður, Þorkell Helgi og Örn Ýmir. Kyrrð- arstund þriðjudag kl. 12.10. LINDASÓKN í Kópavogi: | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli í Salaskóla kl. 11. Þorvald- ur Halldórsson tónlistarmaður annast tón- listina. Sr. Bryndís Malla Elísdóttir þjónar. SELJAKIRKJA: | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Söngur, saga, ný mynd! Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Kirkju- kórinn leiðir söng. Organisti Jón Bjarnason. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: | Fjölbreytt barnastarf kl. 10.45, með leikjum, söngv- um og fræðslu. Kl. 11 fræðsla fyrir full- orðna i umsjá Friðriks Schram. Samkoma kl. 20 í alþjóðlegri bænaviku. Eiður Einars- son tekur til máls. Helga Magnúsdóttir syngur einsöng. Örn Leó Guðmundsson predikar. HJÁLPRÆÐISHERINN: | Samkoma sunnu- dag kl. 20. Umsjón: Harold Reinholdtsen. Heimilasamband fyrir konur mánudag kl. 15. Opið hús daglega kl. 16–18 nema mánudaga. Fatabúðin í Garðastræti 6 er opin alla virka daga kl. 13–18. FRÍKIRKJAN KEFAS | Almenn samkoma sunnudaginn 12. nóvember kl. 14. Hreimur Garðarsson prédikar. Lofgjörð og fyrirbæn- ir. Barnagæsla á meðan á samkomu stend- ur og kaffisala eftir samkomu. Allir vel- komnir. KFUM og KFUK: | Samkoma kl. 20. „Einn með Guði“. Sr. Guðni Már Harðarson, skólaprestur, talar. Söngur og fyrirbæn. Allir velkomnir. FÍLADELFÍA: | English service at 12.30. Al- menn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Ólafur Zóphoníasson. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Aldursskipt barnakirkja fyrir 1–12 ára. Eftir samkomu verður kökubasar til styrktar MCI-biblíuskóla, tekið við kökum fyrir samkomu. Allir velkomnir. Bein útsend- ing á Lindinni. KIRKJA JESÚ KRISTS hinna síðari daga heilögu, Mormónakirkjan: | Sakramentis- samkoma verður haldin kl. 11.15 á Ása- braut 2, Garðabæ. Allir velkomnir. Barna- félags-, unglingafélags- og fullorðinsbekkir í sunnudagaskóla eru í beinu framhaldi. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. Alla laugardaga: Barnamessa kl. 14 að trúfræðslu lokinni. Reykjavík, Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík, Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnud: Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16. Suðureyri: Sunnud: Messa kl. 19. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. KIRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA: Aðventkirkjan í Reykjavík, Ingólfsstræti 19. Hvíldardagsskóli kl. 11 og guðsþjón- usta kl. 12. Eric Guðmundsson prédikar. Safnaðarheimili aðventista í Hafnarfirði, Lofsalurinn, Hólshrauni 3. Samkoma hefst kl. 11. Björgvin Snorrason prédikar. Sér- stök kvöldmáltíðarathöfn. Safnaðarheimili aðventista á Suðurnesj- um, Blikabraut 2, Reykjanesbæ. Hvíldar- dagsskólinn hefst kl. 11 og guðþjónustan kl. 12. Jóhann Þorvaldsson prédikar. Safnaðarheimili aðventista, Árnesi, Eyra- vegi 67, Selfossi. Hvíldardagsskóli kl. 10 og guðsþjónusta kl. 10.45. Gavin Anthony prédikar. Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum, Breka- stíg 17. Biblíufræðsla kl. 10.30. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Fyrsta barnaguðsþjón- ustan eftir ármót. Mikill söngur og gleði. Messa kl. 14 með altarisgöngu. Kór Landa- kirkju. Organisti Guðmundur H. Guðjóns- son. Sr. Kristján Björnsson, sóknarprestur, þjónar fyrir altari og prédikar. Kaffisopi eftir messu í Safnaðarheimilinu. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kór Lágafellskirkju leiðir söng undir stjórn Jónasar Þóris organista. Prestur sr. Ragn- heiður Jónsdóttir. Barnastarf í kirkjunni kl. 13. Umsjón Hreiðar Örn og Jónas Þórir. Prestarnir. HAFNARFJARÐARKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Ræðuefni: Á ég að gæta bróður míns? Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Org- anisti Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Kór kirkj- unnar leiðir söng. Kaffi eftir stundina í safn- aðarheimilinu. Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma í safnaðarheimili og Hvaleyrar- skóla. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: | Barna- guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 13 fyrir eldri borgara í Víðistaðasókn, Garða- sókn og Bessastaðasókn. Prestar: Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Friðrik J. Hjartar. Kaffiveitingar og dagskrá á eftir í boði Víði- staðakirkju. Fram koma: Gaflarakórinn og Sigurður Skagfjörð. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: | Sunnudaga- skóli kl. 11. Umsjón hafa Sigríður Kristín, Hera og Örn. Kvöldvaka kl. 20. Prestar kirkj- unnar, Einar og Sigríður Kristín, ræða um hlutverk prestsins og hvernig það hefur breyst í tímans rás. Hljómsveit og kór kirkj- unnar leiðir sönginn. VÍDALÍNSKIRKJA: | Messa og sunnudaga- skóli kl. 11. Kór Vídalínskirkju syngur. Org- anisti Jóhann Baldvinsson. Sr. Friðrik J. Hjartar og Nanna Guðrún djákni þjóna. Minnt er á kirkjuheimsókn eldri borgara úr Garðaprestakalli í Víðistaðakirkju kl. 13. Rúta fer kl. 12.30 frá Vídalínskirkju og kl. 12.40 frá Hleinum. BESSASTAÐAKIRKJA: | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11 í umsjón Grétu Konráðs- dóttur djákna og starfsfólks sunnudaga- skólans. Sex ára börn sérstaklega boðin. Hjördís Ólafsdóttir leikskólastjóri mun af- henda þeim bókargjöf frá söfnuðinum. Bjartur Logi leikur á orgelið. Kaffi og djús í Náttúruleikskólanum Krakkakoti á eftir. KEFLAVÍKURKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjudagur Málfundafélagsins Faxa og Rótarýklúbbsins Keilis. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Kirkjukór Keflavíkurkirkju syngur, organisti er Hákon Leifsson. Kirkjukaffi að lokinni messu. Fjölmennum til messu á sunnudaginn kemur. AKUREYRARKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Fé- lagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organ- isti: Eyþór Ingi Jónsson. Súpa og brauð eftir guðsþjónustu. Sunnudagaskóli kl. 11. – Kvöldmessa kl. 20.30. Sr. Svavar A. Jóns- son. Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur. Stjórnandi: Eyþór Ingi Jónsson. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: | Sunnu- daginn 14. jan. kl. 11 sunnudagsskóli, kl. 17 almenn samkoma. Erlingur Níelsson tal- ar. Allir velkomnir. EGILSSTAÐAKIRKJA: | Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14 í umsjá sr. Jóhönnu I. Sig- marsdóttur prófasts. 15. jan. (mánud.) Kyrrðarstund kl. 18. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: | Messa sunnu- dag 14. janúar kl. 11. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: | Messa kl. 11. Mæður fermingarbarna, Árný Bjarnadóttir og Hildur Júlía Lúðvíksdóttir, lesa ritningarlestra. Fermingarbörn og foreldrar hvött til að koma. Sunnudagaskóli kl. 11.15 í Safnað- arheimili. Kirkjuskóli þriðjudag í Félagsmið- stöðinni. Æskulýðsfundur fimmtudag kl. 19. Gunnar Björnsson. HVERAGERÐISKIRKJA: | Mánudagur 15. janúar: Fermingarfræðslan hefst að nýju kl. 15.30. Fíkniefni – Nei, takk. Forvarnafulltrúi Tollstjóra og leitarhundurinn Skuggi heim- sækja fermingarbörnin. Alfa-námskeið kl. 19. Skráning opin. Sóknarprestur. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Saurbæjarkirkja í Eyjafirði. systkina, lést 29. október sl., en með Mundu er síðasta systkinið farið. Ég gleymi aldrei þegar ég kom vestur í ágúst 1982, þá ófrísk af dótt- ur minni Unni, það var kalt miðað við árstíma, við ætluðum að sofa í tjaldi inni í skógi ásamt öðru fólki. Munda og Valdi máttu ekki heyra á það minnst og urðu miklar bollalegging- ar á milli þeirra hvernig þau gætu fengið mig til þess að gista hjá öðru hvoru þeirra, þannig lýstu þau vænt- umþykju sinni. Elsku Munda mín, síðustu skiptin sem ég hitti þig varstu búin að missa skammtíma- minnið en þú gast rifjað upp margt í fortíðinni. Þú mundir eftir pabba og spurðir mig í þaula og þú mundir eftir Konna mínum. Það var alltaf sérstakur kærleikur á milli ykkar frá fyrstu kynnum ykkar. Hún talaði líka mikið um tengdadóttur sína, Auði, sem ég veit að var hennar stoð þegar ellis- mellur fór að taka völdin. Við fjölskyldan þökkum henni samfylgdina enda á hún sérstakan stað í hjarta okkar. Við vottum fjölskyldu hennar samúð okkar. Helga Óladóttir og fjölskylda. Nýtt ár er gengið í garð og fallin er frá í hárri elli, Munda Þorbergs eins og hún var alltaf kölluð, einn af góðu nágrönnunum á Bökkunum. Hún bjó lengi ásamt manni sínum Hermanni í Sundstrætinu (á Bökk- unum), þar vorum við nágrannar og þar býr amma enn, þær voru einnig jafn gamlar. Þær voru samtímis í kvenfélaginu Hlíf og var oft fyrir Hlífarsamsætið að kleinuilminn lagði yfir svæðið þegar konur í kaffinefnd komu sam- an hjá Mundu til að baka í litla eld- húsinu hjá henni, seinna tók hún við tertunefndinni og var þá hefðbundin gamaldags rjómaterta búin til undir hennar stjórn. Mörg störfin hefur hún unnið fyrir kvenfélagið í gegn- um tíðina og á meðan heilsan leyfði var hún dugleg að koma á fundi. Það voru því glæsilegar konur sem tóku á móti heiðursskjali Kven- félagsins þegar þær voru 75 ára, önnur á upphlut og hin á peysuföt- um, þær klæddust alltaf íslenska búningnum við hátíðleg tækifæri. Munda var einnig einn af stofn- endum Hlífarkórsins og söng hún með okkur á 50 ára afmæli kórsins fyrir þremur árum. Hún sagði alltaf að ég væri frænka sín og til að staðfesta það var biblían í hennar augum tekin fram til að sanna það (Sléttuhreppsbókin). Hún var mikill Aðalvíkingur og sagði mér oft frá dvöl sinni og uppvaxtarárun- um í Miðvík. Nú ert þú búin að kveðja þetta jarðlíf, elsku Munda, amma sendir þér sínar bestu kveðjur af Bökkun- um með þakklæti fyrir tryggð og vináttu í gegnum tíðina. Við Hlífarkonur þökkum þér sam- fylgdina og vottum fjölskyldunni samúð okkar. Far þú í friði. Kristjana Sigurðar, Ísafirði. SKODA Roomster verður frum- sýndur í dag, laugardag, frá kl. 11 til 16 í Heklu, Laugavegi 172–174, sem er með umboðið fyrir Skoda. Í fréttatilkynningu frá umboðinu segir að þessi nýi meðlimur Skoda- fjölskyldunnar sé rúmgóður fjöl- skyldubíll, hlaðinn staðalbúnaði. Hægt verður að taka þátt í reynsluakstursleik Skoda þar sem í boði er ferð fyrir tvo á úrslitaleik- inn í HM sem fram fer í Köln í Þýskalandi sunnudaginn 4. febrúar nk. Skoda Rooms- ter frumsýndur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.