Morgunblaðið - 13.01.2007, Side 41

Morgunblaðið - 13.01.2007, Side 41
|laugardagur|13. 1. 2007| mbl.is staðurstund Málarahópurinn Gullpensillinn opnar sýninguna Indigo í Gerð- arsafni í dag. Þema sýning- arinnar er indigóblár. » 43 myndlist Kvikmyndin The Prestige er komin í bíó en hún segir frá tveimur töframönnum sem berjast um bestu brögðin. » 44 bíó Orð skulu standa er á dagská Rásar 1 í dag, gestir eru Hall- fríður Þórarinsdóttir og Kor- mákur Geirharðsson. » 43 útvarp Jóhann Bjarni Kolbeinsson skrifar um slúður og vinsældir þess í fjölmiðlum í Af listum- pistli dagsins. » 42 af listum Vefsíðan Dindill virðist standa í einhvers konar stríði við Bubba Morthens, sem svarar fullum hálsi. » 49 fólk Þ egar manni berast í sífellu fréttir af ofurlaunum for- stjóra, himinháum starfslokasamningum (hvaða vitleysa er það?), stigvaxandi bankagróða og fjár- austri nýríkra spjátrunga í hreina og beina vitleysu finnst manni þær milljónir sem vantar til að halda blómlegri starfsemi gangandi í Tónlistarþróunarmiðstöðinni (TÞM) hlægilega lítil upphæð. Það er nóg til af peningum, það er ekki vandamálið, svo mikið er víst. Vandamálið er að hafa til að bera meðvitund til að stýra þeim í skynsamlegar áttir. Undanfarnar vikur hefur mikil umræða farið fram um starf- semi þá sem rekin er í húsnæði Tónlistarþróunarmiðstöðv- arinnar á Hólmaslóð 2. Þar æfa fimmtíu hljómsveitir og aðstaða er til tónleikahalds, upptöku og margvíslegrar félagsstarfsemi. Fjárskortur hamlar nú áframhaldandi umstangi og útlit er fyrir að miðstöðin leggist af verði ekkert að gert. Blaðamaður rak nef og eyru inn í miðstöðina á fimmtudags- kvöldið og ræddi við Daníel Pollock, ráðsmann þar, og tvo unga tónlistarmenn sem þar eiga skjól. Allt var á fullri ferð, enda eru baráttutónleikar TÞM haldnir í dag í Hafnarhúsinu. Þeir hafa fengið heitið Járn í járn. Samskipti „Það er eins og menn hafi verið að kveikja á þessu á und- anförnum sex vikum,“ segir Daníel. „Krakkarnir sjálfir hafa staðið sig best í því að vekja máls á þessu og þannig voru send út 3000 mótmælatölvuskeyti.“ Daníel segir að tónleikarnir í Hafnarhúsinu séu ætlaðir til kynningar á þeirri grósku sem er í TÞM. Hljómsveitir verða t.a.m. með tónlist sína til sölu í sér- stökum básum. „Það eru ekki bara hljómsveitir að æfa hérna, það er líka hörkumenningarlíf og -félagslíf í gangi,“ segir Daníel, kallaður Danni. „Það eru mikil samskipti á milli hljómsveita og þær hlúa hver að annarri. Fólk lærir hvert af öðru og það er mikil virðing í gangi. Það verður eitthvað jákvætt til og það er mikil virkni í gangi hérna. Þetta er ákveðið úrræði fyrir ungt fólk og byggir það upp, alveg eins og íþróttaiðkun. Það er auðvitað kjánalegt að menn tali mikið um alla þá athafnasemi sem í gangi er, t.d. í kringum Airwaves-hátíðina, og stæri sig af þeim mikla fjölda sveita sem er í kringum hana og geri svo ekki nægilega mikið til að hlúa að þeim.“ Þeir Logi Höskuldsson og Ármann Ingvi Ármannsson eru meðal þeirra sem njóta tilvistar TÞM. Logi er í hljómsveitinni Sudden Weather Change (myspace.com/suddenweatherc- hange) og Ármann í sveitinni Who Knew? (myspace.com/ wellwhoknew), en báðar æfa þær í miðstöðinni. „Manni finnst fáránlegt annað en að reynt sé að styðja við þetta batterí,“ segir Ármann. „Þeir sem hér eru geta allir vott- að um þá jákvæðu strauma sem leika um húsið. Maður finnur fyrir skilningsleysi og staðan er slæm í Reykjavík núna. Það er ekki bara að þetta húsnæði sé í hættu heldur er ekki einn al- mennilegur tónleikastaður í borginni í dag. Það er fáránlegt, sérstaklega með tilliti til þess að borgin er að stæra sig af því að vera lifandi borg hvað tónlist varðar.“ Logi segir stemninguna í húsinu einstaka, og t.d. hafi hlutirnir fyrst farið að rúlla hjá sér og sínum eftir að þeir komu þangað. „Það er góð og jákvæð stemning í mannskapnum hérna. Ef mann vantar eitthvað er ekkert mál að fá það lánað og tónleikar og slíkt er skipulagt hér. Hugmyndaflæðið er mikið og maður leitar eftir uppbyggilegri gagnrýni frá hinum hljómsveitunum. Þetta styður mann og það er einfaldlega hræðilegt til þess að hugsa að fótunum verði kippt undan þessu.“ Já … það er auðvit- að ekki eins svalt að halda uppi fimmtíu ungum og ástríðufullum böndum í þrjú ár og að splæsa á ellismellina í Duran Duran fyr- ir eina kvöldstund, sem kostar u.þ.b. það sama. Eða hvað? Tón- leikarnir hefjast kl. 17.00 og aðgangur er ókeypis. Fram kemur fjöldi sveita sem allar tengjast TÞM á einn eða annan hátt. Hvað kostar rokkið? Morgunblaðið/Ómar Menningarleiðtoginn „Það eru ekki bara hljómsveitir að æfa hérna, það er líka hörku menningar- og félagslíf í gangi," segir Daníel, dökkklæddur innan um englaher sinn í Tónlistarþróunarmiðstöðinni. TÞM berst fyrir tilveruréttinum Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is www.tonaslod.is HLJÓMSVEITIN Dr. Mister & Mr. Hand- some var mikið í sviðsljósinu á nýliðnu ári bæði vegna tónlistar og lífstíls. Nú er svo komið að hljómsveitin hefur ákveðið að hætta og heldur sína lokatónleika í kvöld á Broadway. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því að við erum að hætta en þetta var komið út í svo- lítið mikið rugl eins og fór kannski ekki framhjá fólki. Okkur langar líka til að gera eitthvað nýtt og ég lít svo á að ég sé að kveðja þessi lög og þennan lífstíl með tón- leikunum í kvöld,“ segir Ívar Örn Kolbeins- son sem er Dr. Mister en ásamt honum skipa bandið, Guðni Rúnar Gunnarsson sem er Mr. Handsome, Pétur Jökull og Egill Tómasson. „Þetta er búið að vera furðulegt ferðalag, ekki allt gott og ekki allt slæmt, en manni þykir vænt um þessa hljómsveit og við eig- um marga aðdáendur svo okkur langaði að halda kveðjutónleika.“ Spurður hvort erfitt sé að leggja hljóm- sveitina niður segir Ívar það auðvitað vera en hann sé ekki hættur að vinna í tónlist. „Ég mun vera í tónlist svo lengi sem ég lifi en ég mun ekki lifa mjög lengi ef ég held áfram þeim lífstíl sem ég var í með Dr. Mister og Mr. Handsome.“ Komið að öðrum kafla Ívar segir margt í bígerð hjá sér og að sköpunargyðjan hafi ekki yfirgefið hann. „Ég skapa ennþá tónlist og vinn t.d. enn með Agli sem var í bandinu með mér. Ég held mig áfram við raftónlistina en stefni að því að hafa hljóðfæraleikara með mér líka. Ég get ekki sagt til um það hvenær von er á einhverju frá okkur, við ætlum bara að taka okkur þann tíma sem við þurfum í þetta. Guðni Rúnar og Pétur Jökull koma líka til með að halda áfram með verkefni á Íslandi.“ Á næstunni flytur Ívar erlendis og mun vinna að tónlist sinni þar. „Ég fer út til að einbeita mér að öðrum hlutum og til að fjar- lægjast gamlan lífstíl. Dr. Mister & Mr. Handsome var kafli í tónlistarferli mínum sem er lokið og nú tekur annar kafli við,“ segir Ívar sem vill þakka öllum þeim fyrir sem studdu hljómsveitina. Á tónleikunum í kvöld mun Dr. Mister & Mr. Handsome spila lög af disknum Dirty Slutty Hooker Money sem kom út á seinasta ári en ásamt þeim koma fram plötusnúð- arnir Addi Exos og Dj Víkingur. Broadway opnar kl. 23, miðaverð er 1.000 kr og aldurstakmark 20 ár. Kveður lögin og lífsstílinn Dr. Mister Ívar Örn segir að nú sé þessum kafla í tónlistarferli hans lokið. Tónlist | Lokatónleikar Dr. Mister & Mr. Handsome á Broadway í kvöld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.