Morgunblaðið - 13.01.2007, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
AÐ EIGA KÆRUSTU
BREYTIR ÖLLU,
GRETTIR!
ÞAÐ BREYTIR BRAGÐINU AF
HLUTUM OG LYKTINNI AF ÞEIM
ÉG HELD AÐ ÉG ÞURFI
AÐ SKIPTA OFTAR UM
SOKKA HÉÐAN Í FRÁ
ÞAÐ KOM
EITTHVAÐ GOTT
KOM ÚT ÚR
ÞESSU
FRÚ
RÓSA! AF
HVERJU
SEGIR ÞÚ
ÞETTA?
EKKI SEGJA SVONA HLUTI,
FRÚ RÓSA... AF HVERJU
GERIR ÞÚ ÞETTA?
ÉG ÞOLI
ÞETTA
EKKI
MIKIÐ
LENGUR
MAMMA! ÉG OG PABBI
ERUM AÐ FARA AÐ VEIÐA,
VILTU EKKI KOMA MEÐ
OKKUR?
NEI, EKKI AÐ RÆÐA
ÞAÐ. ÞAÐ SÍÐASTA
SEM ÉG VIL SJÁ Á
ÞESSUM TÍMA
DAGS ER SLÍMUGUR
FISKUR AÐ SPRIKLA MEÐ
ÖNGUL Í KJAFTINUM
ÞAÐ EINA SEM
MIG LANGAR Í NÚNA
ER DAGBLAÐ OG GÓÐUR
KAFFIBOLLI
HVERS
VEGNA
ERUM VIÐ
ÞÁ HÉRNA?
ÞÚ GETUR
SPURT
VILLIMANNINN
ÉG ÆTLA
AÐ KENNA
ÞÉR AÐ
VEIÐA Á
MAÐK
HVERNIG EIGUM VIÐ AÐ GETA
RÁÐIST Á KASTALANN ÞINN Á
MEÐAN ALLT ÞETTA FÓLK ER
GANGANDI UM?
FYRIRGEFÐU! HÚSIÐ MITT ER
BARA SVO STÓRT AÐ ÉG VERÐ AÐ
VERA MEÐ SKOÐUNARFERÐIR TIL
ÞESS AÐ BORGA SKATTANA MÍNA
NEI, EINN
ÞEIRRA ER LEP-
PUR... SÍÐAN
ERU HINIR
NIKÓTÍN-
PLÁSTUR OG
MEGRUNAR-
PLÁSTUR
MÉR ÞYKIR ÞAÐ HRÆÐILEGT AÐ DODDI
OG LINDA SÉU AÐ FARA AÐ SKILJA
ÉG VAR
VEISLU-
STJÓRI Í
BRÚKAUPINU
ÞEIRRA
OG NÚNA
EIGA ÞAU
KRAKKA...
ÞETTA ER
HRÆÐILEGT
ÉG SKIL BARA EKKI
HVAÐ HÚN ER AÐ HUGSA
HÚN ER
AÐ
HUGSA?!?
MÁNUDAGSMORGUN Í STÓRBORGINNI...
FYRSTI DAGURINN SEM STARFSMAÐUR HJÁ
BLAÐINU... GOTT GETA LOKSINS UNNIÐ FRÁ 9 - 5
EN ÞAÐ ER
BARA EITT
VANDAMÁL...
PARKER, ÉG VAR AÐ BÚAST
VIÐ ÞÉR FYRR!
...OG ÞAÐ ER
HANN
Reyksíminn – ráðgjöf í reyk-bindindi 800 60 30 er op-inn alla virka daga frá kl.17 til 19. Guðrún Árný
Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur
er verkefnisstjóri Reyksímans ásamt
Dagbjörtu Bjarnadóttur hjúkr-
unarfræðingi: „Margir nota tækifær-
ið um áramót og setja sér ný mark-
mið, stuðla að bættri heilsu og hætta
að reykja,“ segir Guðrún Árný.
„Reyksíminn býður upp á upplýs-
ingar og stuðning við þá sem vilja
hætta að nota tóbak, og hefur þessi
þjónusta sannað sig frá því Reyksím-
inn hóf fyrst starfsemi árið 2000.“
Ráðgjöf í reykbindindi 800 60 30
byggir á sænskri fyrirmynd: „Sér-
þjálfaðir hjúkrunarfræðingar eru við
símann og veita persónulega ráðgjöf,
hvatningu og stuðning þeim sem
hringja í leit að aðstoð,“ segir Guðrún
Árný. „Sérþekking starfsmanna
Reyksímans skiptir sköpum við ár-
angursríka meðferð, en þeir skoða
meðal annars hvernig gengið hefur í
fyrri skipti þegar reynt hefur verið að
hætta tóbaksnotkun, hversu mikið er
reykt og hvenær, s.s. hvort reykt er
meira á morgnana eða kvöldin, eða
undir álagi.“
Út frá þeim upplýsingum sem
fulltrúar Reyksímans afla aðstoða
þeir við að finna hentugustu leiðina til
að segja skilið við tóbakið: „Það er
mjög einstaklingsbundið hvað hentar
best hverju sinni. Sumir vilja nota
nikótínlyf, og aðrir nikótínlaus lyf.
Svo eru aðrir sem vilja hætta tóbaks-
neyslu án allra lyfja, og veitir ráðgjafi
Reyksímans leiðsögn í samræmi við
það,“ segir Guðrún Árný. „En fyrst
og fremst snýst tóbaksmeðferð um að
byggja upp rétt hugarfar. Við leit-
umst við að hjálpa þeim sem til okkar
leita að finna virkilega löngun til að
hætta að nota tóbak, skerpa á ástæð-
um þess af hverju fólk vill hætta, og
ekki síður af hverju það notar tóbak.
Við bjóðum einnig upp á þá þjónustu
að veita eftirfylgni, þar sem við fylgj-
um fólki eftir í allt að eitt ár, og
hringjum reglulega til að veita bæði
aðhald og stuðning.“
Að sögn Guðrúnar Árnýar hefur
stór hluti þeirra sem hringja til Reyk-
símans reynt ýmis önnur ráð áður:
„En það er mikilvægt að gefast ekki
upp þótt ekki hafi tekist að hætta að
reykja í fyrri skiptin. Það má alltaf
læra af fyrri mistökum til að sjá betur
hvað virkar, hvað ber að forðast, gera
betur næst, og takast að hætta,“ segir
Guðrún. „Aðferðir Reyksímans hafa
sannað sig, en könnun sem gerð var
árið 2003 sýndi að um 30% þeirra sem
leituðu til okkar tókst að hætta tób-
aksnotkun til langframa. Þetta þykir
mjög góður árangur, því samkvæmt
rannsóknum tekst aðeins 7% þeirra
sem reyna að hætta án aðstoðar að ná
markmiði sínu.“
Ókeypis er að hringja í Reyksím-
ann. Ef hringt er utan vakttíma eða ef
síminn er á tali er gefið samband við
talhólf og hægt er að skilja eftir skila-
boð og símanúmer. Þá hringja
fulltrúar Reyksímans um leið og færi
gefst.
Reyksíminn – ráðgjöf í reykbind-
indi er í síma 800 60 30. Einnig má fá
gagnlegar upplýsingar á slóðinni
www.8006030.is og senda tölvupóst á
netfangið 8006030@heilthing.is.
Heilsa | Ráðgjöf í reykbindindi 800 60 30 veit-
ir ókeypis og persónulega aðstoð
Hjálp við að
hætta að reykja
Guðrún Árný
Guðmundsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 1966. Hún
lauk stúdents-
prófi frá Mennta-
skólanum í
Hamrahlíð 1986
og BS-prófi í
hjúkrunarfræði
frá Háskóla Íslands 1996. Guðrún
Árný hefur starfað hjá Heilbrigð-
isstofnun Þingeyinga frá árinu 1996,
á skurðstofu og deildum, og er auk
þess gæðastjóri Heilbrigðisstofn-
unarinnar. Hún hefur verið ráðgjafi
við Reyksímann frá árinu 2000. Guð-
rún Árný er gift Jósep Sigurðssyni
vélfræðingi og eiga þau þrjú börn.
KVIKMYNDIN The Prestige er
vísindaskáldsaga blönduð dramatík
og spennu. Myndin gerist á 20. öld í
Lundúnum og greinir frá vægðar-
lausri samkeppni milli tveggja
töframanna sem beita allskyns
brögðum til að lokka til sín áhorf-
endur. Báðir keppast þeir við að
finna upp ný töfrabrögð með skelfi-
legum afleiðingum.
Hinn fíni töframaður Robert
Angier (Jackman) er fullkominn
skemmtikraftur á meðan hinn grófi
„púristi“ Alfred Borden (Bale) er
skapandi snillingur sem skortir
glæsileikann til að koma töfra-
brögðum sínum á framfæri. Angier
og Borden byrja sem miklir vinir og
félagar en þegar stærsta töfra-
bragð þeirra fer hræðilega úrskeið-
is verða þeir óvinir fyrir lífstíð og
reyna að slá hvor öðrum við og koll-
varpa. Samkeppnin þeirra á milli
eykst þar til hún er komin út fyrir
öll mörk og hefur áhrif á líf allra í
kringum þá.
Það er breski leikstjórinn Christ-
opher Nolan sem leikstýrir The
Prestige en hann hefur áður gert
myndir eins og Batman Begins og
Memento.
Frumsýning | The Prestige
Töfrar Christian Bale og Hugh Jackman fara með aðalhlutverkin.
Tvennra töfra tal
ERLENDIR DÓMAR:
Metacritic.com 66/100
Rolling Stone 88/100
Empire 80/100
The New York Time 80/100
Variety 40/100
(allt skv. Metacritic.)