Morgunblaðið - 13.01.2007, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 13.01.2007, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 49 BÆJARHLAÐIÐ M/- ÍSL TAL. KL. 1:30 Í ÁLFABAKKA ÓBYGGÐIRNAR M/- ÍSL TAL. KL. 1:30 Í ÁLFABAKKA SparBíó* : 450 KR MIÐAVERÐ Á OFANTALDAR SÝNINGAR Laugardag og Sunnudag Í SAMBÍÓUNUM ÁFABAKKA, AKUREYRI OG KEFLAVÍK FRÁIR FÆTUR M/- ÍSL TAL. KL. 1 Í ÁLFABAKKA KL. 2 Í KEF. OG Á AK. SKOLAÐ Í BURTU M/- ÍSL TAL. KL. 1:30 Í ÁLFABAKKA OG KL. 2 Á AKUREYRI Skráðu þig á SAMbio.is SparBíó* — 450kr Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Rómantískustu stundirnar verða til án fyrirvara. En með smávegis fyrirhöfn er vel hægt að lífga upp á dvínandi ást. Hrúturinn getur verið mjög skap- andi ef hann er hrifinn af einhverjum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gerðu miklar áætlanir – til langs tíma og upp á svimandi háar fjárhæðir. Dagurinn í dag hentar líklega ekki fyrir smávægilegar ráðagerðir. Í kvöld færðu mat sem smakkast betur áður en þú bragðar á honum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hugur tvíburans þarfnast aukaað- stoðar til þess að koma sér af stað. Ruglingslegar tilfinningar gætu demp- að yfirsýn tvíburans. Það hjálpar að anda djúpt. Því meira sem þú lest, því betra áttu með að hugsa. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Vertu áheyrandi og skemmtikraftur til skiptis. Ef þér finnst þú alltaf í hlut- verki þess fyrrnefnda áttu að breyta til og þannig finnurðu sköpunarkraft- inn á ný. Þú átt skilið að fá viðurkenn- ingu fyrir hæfileika þína. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Einhver sem veldur þér vonbrigðum er samt sem áður ekki laus við kosti. Þeir eru meira að segja svo margir að líklega læturðu blekkjast eina ferðina enn. Hamingja er rotin tilfinning. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan skorar hið ómögulega á hólm og tekst eitthvað á hendur sem krefst mesta aga og þjálfunar sem hugsast getur. Ef hún einsetur sér það gæti hún meira að segja komist í heims- metabók. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin hefur í gegnum tíðina gefið þeim sem ekki hafa þroska til þess að axla ábyrgð lykilinn að hjarta sínu. En í millitíðinni er hún reyndar búin að skipta um skrá. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vikan hefur ekki verið sú auðveldasta, en smávegis ilmolíumeðferð hjálpar sporðdrekanum að ná áttum á ný. Bakaðu, kauptu afskorin blóm eða finndu þér nýjan ilm. Skilin á milli ákefðar og þráhyggju eru óljós í kvöld. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Áreiðanleiki bogmannsins er óum- deildur. Atburðir liðinna vikna hafa frelsað hann, hversu óþægilegir sem þeir kunna að hafa verið. Frelsi felst í því að þurfa ekki að segja eitthvað sem þú meinar ekki. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin vaknar án þess að hafa gert áætlanir eða hafa hugmynd um hvað hana langar að taka sér fyrir hendur. Er það uppskrift að ævintýri eða ógæfu? Gakktu í lið með bogmanni og hið fyrra verður ofan á. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn er ekki einn í málaleitan sinni, eða þarf ekki að vera það. Fjöl- skyldan vill leggja honum lið, en hann þarf að spyrja og síðan hvetja, lokka og hrósa. Þú klárar þetta í kvöld. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Skipulagt og reglusamt líferni leyfir fisknum að fara yfir strikið á réttu augnabliki – og það er í kvöld. Ímynd- unaraflið er ótrúlega magnað. Þetta fer í minningabókina. Ef tungl í sporðdreka væri leikur, væri það leikur eins og flöskustútur. Því væri sama hverjir úrslitakost- irnir væru, því heiðarleiki og dirfska eru samheiti í gildismati sporðdrekans. Grípum tæki- færið og flettum ofan af spennandi leynd- armáli, eða gerum eitthvað yfirgengilegt til þess að koma okkur í gang á ný. stjörnuspá Holiday Mathis Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Aðstandendur vefsíðunnar Din-dils (www.dindill.is) virðast standa í einhvers konar stríði við Bubba Morthens. Fyrir nokkru skrifaði einn af greinarhöfundum vefsíðunnar, Sverrir Nordal, gagn- rýni á Bubba þar sem tónlistarmað- urinn er m.a. sagður „bjánalegasti farþeginn í sleða íslenskrar dæg- urmenningar“. Í viðtali sem birtist í 17. tölublaði Grapevine í fyrra segist Bubbi lesa það milli línanna að aðstandendur vefsíðunnar séu óhamingjusamir „hvort sem það stafar af einhverju persónulegu sem er að gerast í lífi þeirra eða af alkóhólisma eða eitur- lyfjafíkn“. Þá bregður hann fyrir sig boxlíkingu: „Ég er sennilega stærsta skot- markið sem þeir geta ímyndað sér. Hver myndi ekki vilja ná höggi á meistarann?“ Í nýlegri svargrein á Dindli er lagt út af orðum Bubba og honum hampað fyrir hæfileika sína á sviði textarýni og sálkönnunar fyrst hann geti lesið sálarástand manna út úr stuttum pistli. Þá er sú hugmynd Bubba um sjálfan sig sem „meist- arann“ gagnrýnd og spurt hvernig hægt sé að burðast með svo upp- hafna mynd af sjálfum sér. Fólk folk@mbl.is Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.