Morgunblaðið - 18.01.2007, Síða 1
STOFNAÐ 1913 17. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
AÐ LESA Í BOLLA ER ALDAGÖMUL HEFÐ
OG NÚ FER SÁ LESTUR FRAM Á NETINU >> 20
HEIMSFRUMSÝNING Í
KASSA ÞJÓÐLEIKHÚSSINS
SÆLUEYJAN
VÍSINDASKÁLDSKAPUR >> 41
NÁI tillaga stjórnarskrárnefndar
fram að ganga verða þjóðaratkvæða-
greiðslur um stjórnarskrárbreyting-
ar mögulegar. Fyrst þyrftu þó 2⁄3 hlut-
ar þingmanna að samþykkja tillögu
þess efnis. Um er að ræða breytingu á
79. grein stjórnarskrárinnar sem
kveður á um að tvö þing, með kosn-
ingum inni á milli, þurfi að samþykkja
allar breytingar sem gerðar eru á
stjórnarskrá. „Með þessu erum við að
gera mögulegt að fjalla um stjórnar-
skrárbreytingarnar einar í kosning-
um en að það skyggi ekki einhver
dægurmál önnur á,“ segir Jón Krist-
jánsson, formaður nefndarinnar, en
bætir við að hugsanlega verði mögu-
legt að koma í gegn smávægilegum
breytingum með „gamla laginu“.
Össur Skarphéðinsson, sem situr í
nefndinni, segist styðja þessa breyt-
ingu en að það séu vonbrigði að ekki
hafi náðst samstaða um frekari breyt-
ingar, t.d. um sameign á þjóðarauð-
lindum. „Við erum þó í prinsippinu á
móti þátttökuþröskuldum en á það
var ekki sæst, og þetta var niðurstað-
an,“ segir Össur og vísar til þess að
25% kosningabærra manna þurfi að
kjósa með tillögunum svo þær fari í
gegn.
Samið um þjóðaratkvæði
Stjórnarskrárnefnd náði samkomulagi um breytingu á 79. gr.
Össur
Skarphéðinsson
Jón
Kristjánsson
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
HILLARY Rodham Clinton öldungadeild-
arþingmaður, sem talin er líklegust til að
verða forsetaefni demókrata í Bandaríkjun-
um í kosningunum á næsta ári, vill fjölga í
herliðinu í Afganistan. Hún er hins vegar
andvíg áformum George W. Bush forseta
um að senda meira lið til Íraks. Segir hún
áætlun forsetans vera „stefnu ósigurs“.
Clinton studdi innrásina í Írak og vill ekki
kalla herinn heim að svo stöddu. Hún var
nýlega í Afganistan og Írak og hitti að máli
bandaríska hershöfðingja. Sagði Clinton í
gær að átökin í Afganistan hefðu einkennst
af „glötuðum tækifærum“, fjölga yrði í liði
bandamanna áður en talíbanar hæfu vor-
sókn sína. „Einbeitum okkur að Afganistan
og förum rétt að hlutunum,“ sagði Clinton.
Múlla Omar undir vernd Pakistana?
Robert Gates, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, gaf einnig í skyn í gær að
hann vildi fjölga í liðinu í Afganistan en þar
eru nú alls um 24.000 Bandaríkjamenn.
Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalags-
ins, Jaap de Hoop Scheffer, sagði að Pakist-
anar yrðu að hindra talíbana í að laumast
hindrunarlaust yfir landamæri ríkjanna
tveggja. Fyrrverandi talsmaður talíbana,
sem handtekinn var í vikunni, sagði í yf-
irheyrslum að leiðtogi talíbana, múlla Om-
ar, væri í borginni Quetta í Pakistan og nyti
þar verndar ISI, leyniþjónustu Pakistana.
Clinton vill
meira lið til
Afganistans
Andvíg áætlun Bush um
fleiri hermenn til Íraks
Sammála um herlið Robert Gates, varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna og Hillary Rodham
Clinton öldungadeildarþingmaður.
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
HEIMILT verður að flytja árlega
til landsins tæplega 900 tonn af
landbúnaðarvörum, þar af 650 tonn
af kjötvörum samkvæmt samkomu-
lagi sem Ísland og Evrópusam-
bandið hafa náð um viðskipti með
landbúnaðarvörur. Jafnframt fær
Ísland að flytja út tollfrjálst til ESB
850 tonn af skyri, smjöri og pylsum
og 1.350 tonn af lambakjöti. Tolla-
breytingarnar taka gildi 1. mars nk.
Samkomulagið við ESB felur
einnig í sér að almennir tollar á
kjötvörum verða lækkaðir um allt
að 40%. „Þetta er nokkuð afgerandi
niðurstaða og ætti að lækka mat-
arverð í landinu. Í þessu felast einn-
ig sóknarfæri fyrir íslenskan land-
búnað. Ég hef trú á að það skipti
verulegu máli fyrir landbúnaðinn að
fá markaðsaðgang fyrir skyr og
smjör og lambakjöt,“ sagði Valgerð-
ur Sverrisdóttir utanríkisráðherra
um þá niðurstöðu sem nú er fengin.
Valgerður sagði að unnið væri að
alþjóðlegu samkomulagi um við-
skipti með landbúnaðarvörur, í svo-
kölluðum Doha-viðræðum. Hugsan-
lega yrðu þar stigin skref sem
leiddu til frekari tollalækkana. „Við
erum að þoka okkur inn á þessa
braut. Ég hef trú á að áfram verði
unnið að tollalækkunum og bættum
markaðsaðgangi.“
Frekari tollalækkanir
Heimilt verður að flytja tollfrjálst inn um 900 t af landbúnaðarvörum
Við fáum að flytja til Evrópusambandsins 850 t af skyri, smjöri og pylsum
Í HNOTSKURN
»Samningurinn heim-ilar ESB að flytja inn
tollfrjálst 100 tonn af
nautakjöti, 200 tonn af
svínakjöti og 200 tonn af
alifuglakjöti.
» Ísland mun geta fluttút til ESB 380 tonn af
skyri og 350 tonn af
smjöri. „Ætti að lækka …“ | 12
OLÍUVERÐ á mörkuðum seig enn í
gær og endaði tunnan af Brent-olíu í
London í 51,89 dollurum, að sögn
AFP-fréttastofunnar. Þess má geta
að verðið fór í um 78 dollara tunnan
seinni hluta nýliðins ár. Verðið hefur
lækkað um 16% frá áramótum. Síð-
ast fór markaðsverðið niður undir
50 dollara í júní 2005. Þá kostaði lítr-
inn hér á landi af 95 oktana bensíni í
sjálfsafgreiðslu um 107 krónur hjá
Esso, svo að dæmi sé nefnt, en kost-
ar nú um 111 krónur.
Margt veldur lækkandi heims-
markaðsverði á olíu, meðal annars
var veðurfar í Bandaríkjunum og V-
Evrópu hlýrra en búist hafði verið
við í vetur og því minna notað en ella
af kyndingarolíu. Hret sem skall á
vestra fyrir nokkrum dögumgetur
síðan aftur breytt myndinni.
Íranar og Venesúela-menn vilja
að framleiðsla samtaka olíu-
útflutningsríkja, OPEC, verði
minnkuð til að tryggja að verð hald-
ist hátt. En Sádi-Arabar, sem ráða
yfir mestu olíulindunum, segja enga
þörf á slíkum aðgerðum.
Olíuverð lækkar
enn á mörkuðum
Reuters
MAGNÚS Magnússon, fræðimað-
ur og fyrrum þáttastjórnandi hins
vinsæla spurningaþáttar Mast-
ermind hjá BBC í aldarfjórðung
var borinn til grafar í sóknarkirkj-
unni í Baldernock nærri Glasgow í
gær að viðstöddu fjölmenni.
Vigdís Finnbogadóttir, fv. for-
seti Íslands, var viðstödd athöfn-
ina og lýsti því hvað Magnús hefði
verið stoltur af ætterni sínu. Við
útförina voru leikin tvö íslensk lög.
Magnús fæddist í Reykjavík
1929 en hlaut menntun sína í Ed-
inborg þar sem faðir hans var ræð-
ismaður Íslands. Magnús hlaut
framhaldsmenntun sína í Oxford
og hóf síðan störf við blaða-
mennsku og fræðimennsku jöfnum
höndum uns hann réði sig til BBC.
Hann var íslenskur ríkisborgari
alla tíð og talaði reiprennandi ís-
lensku. Magnús var heiðraður af
Elísabetu II Englandsdrottningu
1987 sem gerði hann að heið-
ursriddara bresku krúnunnar.
Hann lést 7. janúar sl., 77 ára gam-
all, úr krabbameini.
Magnús
jarð-
sunginn