Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI Magnús Stefánsson | 16. janúar Ríkisstofnanir og byggðastefna Eins og þekkt er hefur flutningur rík- isstofnana í heild sinni oft valdið deil- um og misklíð. Nauðsynlegt er því að leita annarra leiða, án þess að hvika í raun frá upphaflegum markmiðum. Meira: http://www.magnuss.is/ Þórunn Sveinbjarnardóttir | 17. janúar Hillary í þungavigt Hillary Rodham Clinton hefur sýnt og sannað í störfum sínum sem öld- ungadeildarþingmaður fyrir New York ríki að það fer þungavigt- armaður í stjórnmálum. Hún mætti mikilli andstöðu þegar hún bauð sig fyrst fram til öld- ungadeildarinnar en malaði endur- kjörið í nóvember sl. með um 70% at- kvæða. Geri aðrir betur. Meira: http://www.althingi.is/tsv/ Katrín Júlíusdóttir | 17. janúar 2006 Hver er stefnan? Miðað við orð Sigurðar Kára er Sjálf- stæðisflokkurinn með eina skoðun í RÚV málinu. Hver er þá sú skoðun? Maður hlýtur að spyrja þar sem að á þessu kjörtímabili hefur Sigurður Kári sjálfur lagt fram ásamt fleiri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins – sem hefur eina skoðun í málinu – frumvarp um hlutafélagavæðingu RÚV og sölu þess. Meira: http://www.katrinjul.is/ „REGLUR eru ekki virtar hér í þinginu hvað varðar vinnubrögð,“ sagði Ásta R. Jóhannesdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, í um- ræðum í upphafi þingfundar í gær. Frumvarp um Ríkisútvarpið ohf. er enn eina málið á dagskrá Alþingis og stjórnarandstöðuþingmenn hafa gagnrýnt harðlega breytingar á hefðbundnum störfum þingsins. Venjubundinn fyrirspurnartími var ekki í gær og enginn tími var gefinn til utandagskrárumræðna. Ásta gerði athugasemdir við mikl- ar tafir sem hafa orðið á svörum ráð- herra við fyrirspurnum. „Elstu fyr- irspurnirnar eru fjögurra mánaða gamlar,“ sagði Ásta og benti á að ráðherrar ættu með réttu að svara munnlegum fyrirspurnum innan viku og skriflegum á tíu dögum. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Vinstri grænna, sagði forseta vera að hafa af þingmönnum þann rétt sem þeir eiga samkvæmt lögum og stjórnarskrá. „Það verður að breyta þingsköpum þannig að for- sætisnefnd Alþingis sé dagskrár- gjafinn en ekki bara forsetinn einn því það greinilega gengur ekki að hafa það vald í höndum forseta sjálf- stæðismanna,“ sagði Steingrímur. Sigurður Kári Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, sagði stjórnarandstöðuna sjálfa koma í veg fyrir að önnur mál komist á dag- skrá. „Hér hefur verið sett á grímu- laust málþóf, herra forseti, af hálfu þingmanna stjórnarandstöðunnar og það eru þeir sjálfir sem hafa komið í veg fyrir það að þessi brýnu mál, sem þeir eru að kalla eftir að verði hér rædd, hafi komist á dagskrá,“ sagði Sigurður Kári og uppskar mót- mæli stjórnarandstöðuþingmanna sem vísuðu í rétt sinn til að reifa mál- in eins lengi og þeir telja þarft. Segja reglur ekki virtar Morgunblaðið/ÞÖK Gagnrýndir Ráðherrar voru sagðir lengi að svara fyrirspurnum. Tekist á um þingsköp og fundarstjórn vegna umræðna um RÚV-frumvarpið Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is HUNDRAÐ klukkustundir hafa farið í að flytja ræður um breytt rekstrarform Ríkisútvarpsins frá því að frumvarp þess efnis var fyrst lagt fram í mars 2005. Fyrst var talað í sjö klukkustundir um Ríkisútvarpið sf., síðan í 43 klukkustundir um Ríkisútvarpið hf. og nú hafa umræður um Rík- isútvarpið ohf. staðið í rúmar 50 klukkustundir. Nefndarfundir um málið eru frátaldir í þessum útreikningum sem og umræður um efnið sem fara fram undir öðrum liðum, t.d. fundarstjórn forseta. Til samanburðar má geta þess að þegar Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu árið 1993 vörðu ræðuhöld einnig í rúmar hundrað klukkustundir. Umræður um fjölmiðlafrumvarpið tóku í kringum 90 klukkustundir í þingsal en ann- ars hefur ekkert mál tekið svo marga klukkutíma í afgreiðslu síðustu ár. Umræður um gagnagrunn á heilbrigðissviði tóku um 58 klst, Kárahnjúka- virkjun var afgreidd á tæpum 39 klst. og álver á Reyðarfirði tók 28 klukkutíma í umræðum. Vatnalagafrumvarpið, sem rataði oft í fréttir sl. vor, tók samtals tæpar 56 klst. í umræðum í þing- sal. Ekkert bendir til þess að umræður um RÚV ohf. séu á endasprettinum. Í gærkvöld voru enn níu manns á mælendaskrá. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, sagði í ræðu sinni í gær, sem tók samtals tæpar tvær klukkustundir, að hann myndi fara mun ítarlegar yfir málin í seinni ræðu sinni. Langar ræður fram undan? Kolbrún Halldórsdóttir, Mörður Árnason og Valdimar Leó Friðriksson hafa öll haldið langar ræður og á mælendaskrá eru nú auk Ögmundar þingmenn á borð við Steingrím J. Sigfússon, Magnús Þór Hafsteinsson, Jóhönnu Sigurðar- dóttir og Jón Bjarnason sem öll hafa komist á lista yfir „málglöðustu“ þingmennina. Umræður um Ríkisútvarpið hafa tekið 100 klukkustundir Kárahnjúkamálið tók 39 klst. og aðgangur að EES-svæðinu rúmlega 100 ● „Í DAG er mið- vikudagur og lífið gengur sinn gang, eða hvað? Nei svo er ekki,“ sagði Jóhann Ár- sælsson, í ræðu- stóli á Alþingi í gær. Meðan lífið gekk eflaust sinn vanagang hjá þorra landsmanna var það ekki svo á Alþingi þar sem hefðbundinn fyr- irspurnartími vék fyrir áframhaldandi umræðum um Ríkisútvarpið ohf. Lífið gengur ekki sinn vanagang á Alþingi Jóhann Ársælsson „ÞAÐ ER ekki lausn á vanda þings- ins að takmarka hér algjörlega ræðutíma,“ sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir, þingmaður Samfylking- arinnar, í umræðum um fund- arstjórn forseta á þingi í gær. Stjórnarandstöðuþingmenn tóku ummæli Sólveigar Pétursdóttur, forseta Alþingis, í hádegisfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar stinnt upp en þar sagðist hún vera þeirrar skoðunar að kannski þyrfti að tak- marka ræðutíma í annarri og þriðju umræðu enda tíðkaðist ótakmark- aður ræðutími ekki í flestum ná- grannalöndunum. Jóhanna Sigurðardóttir útilokaði samt ekki að ræðutími yrði tak- markaður en það væri þá aðeins að undangengnum öðrum breytinum á störfum þingsins. „Löggjafarvaldið er mjög undirgefið framkvæmda- valdinu og ég held þetta þekkist ekki í neinum nálægum þingum,“ sagði Jóhanna og bætti við að eina tækið sem þingmenn hefðu væri að standa í ræðustóli og mótmæla. Ekki lausn að takmarka ræðutíma ÞINGMENN BLOGGA ÞETTA HELST… ● STJÓRNARANDSTAÐAN hefur sak- að meirihlutann um að vera með her- lög á Alþingi og koma í veg fyrir að nokkuð annað fáist rætt. Þingmenn meirihlutans segja aftur á móti að það sé stjórnarandstaðan sjálf sem haldi uppi málþófi og geri það að verkum að ekkert annað komist á dagskrá. Í umræðum í upphafi þingfundar fór Össur Skarphéðinson yfir leyfðan fundartíma og hlýddi ekki strax þegar bjallan glumdi. Birgir Ármannsson, sem þá sat í forsetastóli, lamdi þá aðeins fastar á bjölluna. Næst þegar Össur kom í ræðustól baðst hann af- sökunar en bað jafnframt um að vera ekki beittur slíku ofbeldi aftur, enda slæmt fyrir heyrnina. Herlög eða málþóf í vegi fyrir umræðu? ● MIKIÐ hefur mætt á forseta þings- ins undanfarið. Hann hefur oft þurft að minna þingmenn á að vera ekki með frammíköll en þeim hættir stund- um til að tauta óþarflega hátt úr sæt- um sínum. Guðjón Ólafur Jónsson var einn þeirra þingmanna sem kallaði fram í ræðu Hlyns Hallssonar sem þá ávarpaði hann „herra yfirgjammara“. Forseti bað Guðjón að leyfa varaþing- manninum að ljúka máli sínu og vara- þingmanninn um að gæta orða sinna. Herra yfirgjammari ● FUNDUR Alþingis hefst kl. 10:30 í dag og er gert ráð fyrir að hann standi fram á kvöld. Eitt mál er á dag- skrá, frumvarp um Ríkisútvarpið ohf. Dagskrá þingsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.