Morgunblaðið - 18.01.2007, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2007 11
FRÉTTIR
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
ÓJÖFNUÐUR eftir álagningu
skatta og greiðslu úr bótakerfum
hefur aukist vegna rýrnunar skatt-
leysismarka og
upptöku fjár-
magnstekju-
skatts, en það
hefur gert það að
verkum að skatt-
byrði lágtekju-
hópa hefur aukist
meira en þeirra
sem eru með
meðaltekjur og
mun meira en hjá
þeim sem eru með hæstu tekjurnar,
samkvæmt upplýsingum Stefáns
Ólafssonar prófessors en fram kem-
ur hjá Ragnari Árnasyni prófessor í
Morgunblaðinu í gær að dreifing at-
vinnutekna síðastliðin rúm tíu ár sé
nánast óbreytt.
Stefán sagði að það sem Ragnar
gerði í sinni athugun væri að skoða
fyrst og fremst þróun tekna fyrir
skatta og bætur og tæki fyrir í því
sambandi atvinnutekjur annars veg-
ar og fjármagnstekjur hins vegar,
hvort tveggja fyrir skatta.
„Það hefur nú komið fram í mín-
um rannsóknum áður að aukning
ójafnaðar á atvinnutekjum fyrir
skatta er lítil, en vegna breytinga á
skattbyrðinni sem gerðist fyrir
rýrnun skattleysismarkanna annars
vegar og hins vegar vegna upptöku
fjármagnstekjuskattsins hefur
skattbyrði lágtekjuhópanna aukist
mikið, en mun minna eftir því sem
ofar fer í tekjustigann. Þetta þýðir
að aukning ójafnaðar eftir skatta og
bætur er miklu meiri en fyrir
skatta,“ sagði Stefán.
Hann sagði aðspurður að ráðstöf-
unartekjurnar væru auðvitað það
sem ákvarðaði endanlega hvernig
tekjuskiptingin liti út. Skattakerfi
væru alls staðar jafnandi en jöfn-
unaráhrifin hefðu verið minnkandi
hér á landi vegna þess að skattleys-
ismörkin hefðu rýrnað. „Hitt hefur
frekar litla meiningu fyrir fólk.
Þetta er eins og að ætla að útskýra
verðlag í búðum almennt á öllum
tegundum af vörum eingöngu með
heildsöluverði á landbúnaðarvör-
um,“ sagði Stefán.
Hann sagði að þegar tölurnar
koman væri alltaf ráðstöfunartekj-
urnar. Það væri það sem skipti fólk
máli þegar upp væri staðið.
Hann sagði að það lægi alveg fyr-
ir að ójafnaður hér á landi hefði
aukist fyrir áhrif skattkerfisins. Það
væri annars vegar vegna rýrnunar
skattleysismarkanna, sem gerði það
að verkum að tekjur lágtekjufólks
hefðu hækkað minna en annarra.
Upptaka fjármagnstekjuskattsins
hefði áhrif í efstu bilunum og gerði
það að verkum að ráðstöfunartekjur
hátekjufólks hefðu aukist meira eft-
ir skatta en fyrir skatta þar sem
skattbyrði þeirra lækkaði svo gríð-
arlega mikið.
væru skoðaðar eftir skatta væri
aukning tekna í lægstu tekjuhóp-
unum minni en í meðaltekjuhópun-
um og munurinn væri enn meiri
þegar horft væri til hæstu tekjuhóp-
anna.
Ráðstöfunartekjur reglan
Stefán sagði að það væri reglan á
Vesturlöndum í umfjöllun um tekju-
skiptingu, hvort sem horft væri til
rannsókna eða opinberrar skýrslu-
gerðar, að stuðst væri við ráðstöf-
unartekjur eftir skatta. Það væri
forvitnilegt að skoða einstaka þætti
teknanna fyrir skatta til að sjá hvað
væri á bak við breytingarnar, en út-
Ójafnaður
eftir skatta
hefur aukist
Stefán Ólafsson
!
" #
$ %"&
'( ) * !"
(
! "# "# !! !" #!
$ $
!
$
%
%% + !""
+ !"" #$$
#$%%
#"$
#
#$#"
#$%%
&'
(
)*
!
"
#
ÖRYGGISMIÐSTÖÐIN kynnti í gær
nýja þjónustu undir heitinu „Heima-
öryggi eldri borgara“, sem kemur til
með að stórauka öryggi eldri borg-
ara sem búa heima, að því er fram
kom á blaðamannafundi af þessu til-
efni.
Fram kom að þjónustan sam-
anstendur af öryggishnappi sem
borinn er á úlnlið þar sem kalla má
með einu handtaki eftir aðstoð ör-
yggisvarða, hreyfiskynjara með fer-
ilvöktun ásamt reykskynjara sem
beintengdur er stjórnstöð
Öryggismiðstöðvarinnar.
„Þjónustan gerir kleift að fylgjast
með ástandi fólks á mun tryggari
hátt en áður og hefur það að leið-
arljósi að veita öldruðum betri tæki-
færi til að búa heima og veita þeim
ásamt aðstandendum nauðsynlega
öryggistilfinningu,“ segir einnig.
Fram kom að Tryggingastofnun
ríkisins greiðir hluta kostnaðar við
þjónustuna að uppfylltum ákveðnum
skilyrðum.
„Heimaöryggi
eldri borgara“
Morgunblaðið/Sverrir
Öryggi Ómar Örn Jónsson, markaðsstjóri Öryggismiðstöðvarinnar, kynnti
nýju heimaþjónustuna fyrir eldri borgara á blaðamannafundi í gær.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt mann um tvítugt í
þriggja mánaða skilorðsbundið fang-
elsi fyrir að leggja til öryggisvarðar í
Select-verslun með vasahnífi.
Tveir piltar, þá báðir 19 ára, voru
inni í versluninni í nóvember á síð-
asta ári og ætlaði öryggisvörður að
vísa þeim út vegna óláta. Í átökum í
kjölfarið tók annar pilturinn fram
hníf og stakk öryggisvörðinn í
brjóstið. Dómurinn taldi piltinn þó
ekki hafa haft einbeittan vilja til að
stinga manninn og tilgreindi fleiri
málsbætur piltsins.
Jónas Jóhannsson héraðsdómari
dæmdi málið. Verjandi var Brynjólf-
ur Eyvindsson hdl. og sækjandi Sig-
ríður Elsa Kjartansdóttir saksókn-
ari hjá ríkissaksóknara.
Stakk
öryggisvörð
Dæmi um verð: Áður Nú
Síðumúla 13, 108 Reykjavík
Sími 568 2870
Peysa 6.900 2.900
Pils 5.400 1.500
Buxur 5.800 2.000
Vafin túnika 4.700 2.300
Íþróttagallar 5.500 1.900
Úlpa 7.700 2.900
Bolir 4.500 1.900
Mikið úrval af fatnaði á 990
ÚTSALA - ÚTSALA
50-90% verðlækkun
Virka daga frá kl. 10-18.
Laugardaginn 20. janúar frá 10-18.
Ath. Síðasti dagur útsölunnar.
www.friendtex.is
Svona útsölur fá alla til að brosa
Nú 2 fyrir1 af öllu á útsölu
☺