Morgunblaðið - 18.01.2007, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
„HÚN er alveg frjáls að því að bjóða
sig fram og það verður landsfundur
sem sker úr um það,“ segir Guðjón
A. Kristjánsson, formaður Frjáls-
lynda flokksins, um framboð Mar-
grétar Sverrisdóttur í embætti vara-
formanns flokksins, en kosið verður
um það á landsþingi 27. janúar nk.
Hann kveðst ekki styðja framboð
Margrétar. „Nei, ég styð minn vara-
formann sem hefur reynst vel í
starfi,“ segir Guðjón. Magnús Þór
Hafsteinsson hafi unnið gott starf
innan Frjálslynda flokksins og
ótímabært sé að takast á um forystu-
menn í aðdraganda kosninga.
Margrét sagði þegar hún tilkynnti
framboð sitt að hún vildi forðast
klofning innan flokksins. Guðjón
segir að henni hljóti að vera kunnugt
um eitthvað sem stefni til klofnings í
flokknum, eins og hún orði það. „Ég
vissi ekki til þess að það væru slíkar
hugrenningar á bak við hennar
hugsanir, að við stæðum frammi fyr-
ir klofningi,“ segir Guðjón. Hann viti
ekki hverjir ætli að standa fyrir
klofningi í flokknum.
Sér enga ástæðu til að
takast á um breytta forystu
Guðjón segir að samstarf þeirra
Margrétar hafi verið ágætt sem og
samvinna allra sem unnið hafi að
framgangi flokksins fram að þessu.
Fylgi flokksins hafi aukist og flokks-
mönnum fjölgað. „Þess vegna sé ég
enga ástæðu til þess að takast á um
breytta forystu.“ Guðjón segir það
ekki koma sér á óvart að Margrét
hafi ekki sóst eftir formannsembætti
í flokknum. „Mér kemur ekkert á
óvart. Það geta margir fleiri gefið
kost á sér til trúnaðarstarfa í flokkn-
um en Margrét Sverrisdóttir og það
kemur mér ekkert á óvart, það hefur
hver þann lýðræðislega rétt.“
Spurður um þau ummæli Mar-
grétar að mikilvægt sé að konur
skipi æðstu stöður til jafns við karla
segist Guðjón vilja benda á að Mar-
grét hafi gegnt mörgum stöðum inn-
an flokksins; stöðu framkvæmda-
stjóra flokks og þingflokks, ritara,
séð um fjármál, setið í miðstjórn,
framkvæmdastjórn og ritnefnd
flokksins.
Morgunblaðið/Golli
Styður Magnús Guðjón A. Kristjánsson segir Magnús Þór Hafsteinsson hafa staðið sig vel sem varaformaður.
„Styð minn varaformann
sem hefur reynst vel“
MAGNÚS Þór Hafsteinsson, varafor-
maður Frjálslynda flokksins, sem til-
kynnt hefur að hann gefi áfram kost á
sér í embættið, segir ákvörðun Mar-
grétar Sverrisdóttur ekki koma sér á
óvart. „Hún hefði náttúrlega mátt til-
kynna þetta fyrr, en hún er búin að
halda flokksstarfinu nánast í úlfa-
kreppu vikum saman og hefur slegið úr
og í og kemur núna loksins með þessa
yfirlýsingu, örfáum dögum fyrir lands-
þing,“ segir Magnús.
Hann segir ljóst að þingflokkur
Frjálslyndra styðji sig til áframhald-
andi setu í varaformannsembættinu.
Bæði Guðjón A. Kristjánsson og Sig-
urjón Þórðarson hafi lýst því yfir.
„Þingflokkurinn kærir sig ekki um
Margréti sem varaformann,“ segir
Magnús. Næði hún kjöri yrði hún því
varaformaður í óþökk formannsins.
„Ég trúi því að það geti orðið svolítið
snúið, bæði fyrir hana og flokkinn.“
Efnt til óvinafagnaðar
Magnús segir að reikna megi með að
baráttan um varaformannsembættið
verði hörð. „Okkur finnst að það hafi
verið mjög ódrengilega að okkur vegið
um langa hríð. Við höfum setið undir
ýmsu ámæli sem við höfum látið ósvar-
að fram til þessa en nú er búið að draga
þetta fram og það er barátta fram-
undan, því er ekkert að leyna.“
Magnús segir áhugavert að skoða
aðdragandann að framboði Margrétar.
„Hún er búin að vera að undirbúa þetta
lengi. Fyrst eru búnir til óvinir eða efnt
til óvinafagnaðar með blásaklausu
fólki,“ segir hann. Margrét, og faðir
hennar einnig, hafi látið hastarleg og
niðrandi ummæli falla um fólk sem
gengið hafi til liðs við flokkinn. „Svo er
búinn til málefnaágreiningur og farið
að tala um rasisma í umræðu sem
Margrét fagnaði mjög til að byrja með.
Þar næst er hjólað í þingflokkinn og
þingmenn flokksins niðurlægðir á op-
inberum vettvangi. Síðan er búið til
framboð og þá er það látið líta út eins
og það sé einhver sátt sem felist í því
framboði,“ segir Magnús. Margrét hafi
farið fremst í flokki í því að skapa ófrið,
úlfúð og illindi innan flokksins. Það sé
einkennilegt að ætla að fara að rétta
fram sáttahönd núna eftir það sem á
undan er gengið.
Margrét sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að það væri mat sitt að
það myndi styrkja Frjálslynda flokk-
inn að kona gegndi öðru æðsta emb-
ætti hans. Magnús segir Margréti tala
um að hún vilji komast í forystu flokks-
ins, en þar hafi hún verið allan tímann.
Eitt af andlitum flokksins
út á við og talsmaður hans
„Hún er búin að vera eitt af andlit-
um flokksins út á við, eða talsmaður,
og við höfum beitt henni mjög sem
slíkri, langt umfram það sem gert er
hjá öðrum stjórnmálaflokkum varð-
andi framkvæmdastjóra. Hún er ritari
flokksins, fjármálastjóri og prókúru-
hafi, í miðstjórn, í fjármálaráði og
framkvæmdastjórn. Þá hefur hún leitt
framboðslista í öllum kosningum sem
flokkurinn hefur tekið þátt í þannig að
hún getur ekki alveg sagt það og staðið
við það að hún hafi ekki verið í forystu
þessa stjórnmálaflokks,“ segir Magn-
ús.
Magnús segir að
reikna megi með
harðri baráttu
„Hún hefði mátt tilkynna þetta fyrr“
ALLS greindust 108 einstaklingar á
sýklafræðideild LSH með salmonellu
á árinu 2006 og er það svipaður fjöldi
og á sl. fimm árum. Þetta kemur fram
í nýjasta tölublaði Farsóttafrétta.
Við athugun á uppruna smits eftir
löndum árin 2005 og 2006 kom í ljós
að fjöldi tilfella af innlendum uppruna
var svipaður milli ára, en nokkuð
breytilegt var hvar íslenskir ferða-
menn smituðust erlendis.
Árið 2005 greindust langflestir
með smit eftir dvöl á Spáni, eða 33
einstaklingar, en 2006 fækkaði til-
fellum frá Spáni töluvert, eða niður í
23. Enn meiri munur milli ára er á
tölum frá Búlgaríu. Árið 2005 greind-
ist enginn með salmonellu eftir ferð
til Búlgaríu, en 2006 greindust 23 til-
felli.
Í Farsóttafréttum er tekið fram að
á þessu sé einföld skýring sem sé sú
að árið 2005 voru engar skipulagðar
ferðir til Búlgaríu frá Íslandi, en árið
2006 buðu tvær ferðaskrifstofur hér-
lendis upp á ferðir þangað. Ítrekað er
að ekki sé hægt að draga ályktun um
hættu á smiti í mismunandi löndum
með því að horfa eingöngu á fjölda til-
fella sem koma þaðan. „Til að fá ein-
hverja hugmynd um smithættu í
hverju landi þarf að liggja fyrir vitn-
eskja um heildarfjölda íslenskra
ferðamanna þangað, en þær upplýs-
ingar eru ekki fyrir hendi,“ segir í
Farsóttarfréttum.
Salmonella berst nær undantekn-
ingarlaust til fólks með matvælum.
Samkvæmt ráðleggingum á:
www.doktor.is ætti fólk að forðast
matvæli sem kunna að vera menguð.
Bent er á að ferska ávexti ætti að þvo
vandlega og síðan afhýða. Grænmeti
og salat þurfi einnig að þvo áður en
þess er neytt. Forðast eigi illa soðinn
eða steiktan mat sem og sósur og
majónes sem ekki hefur verið geymt
við nægilega köld skilyrði. Einnig
ætti að forðast ósoðið vatn, þar með
talið ísmola.
Morgunblaðið/Ómar
Ráðleggingar Til að varast salmonellusmit á ferðalögum erlendis er gott
að þvo allt grænmeti og ávexti vel og forðast illa soðinn eða steiktan mat.
Fleiri ferðamenn
smitast í Búlgaríu
SAMKOMULAG
Íslands og Evr-
ópusambandsins
um viðskipti með
landbúnaðarvör-
ur kveður á um að
heimilt verði að
flytja til landsins
tæplega 900 tonn
af landbúnaðar-
vörum, þar af 650
tonn af kjötvör-
um. Á móti fær Ísland að flytja út
tollfrjálst til ESB 850 tonn af skyri,
smjör og pylsum og 1.350 tonn af
lambakjöti. Tollabreytingarnar taka
gildi 1. mars næstkomandi.
Áfram unnið að lækkun tolla
Valgerður Sverrisdóttir utanríkis-
ráðherra sagði að þessi niðurstaða
væri í samræmi við það sem lagt var
upp með. Stefnt hefði verið að því að
lækka almenna tolla á kjötvörum um
40%. „Þetta er nokkuð afgerandi
niðurstaða og ætti að lækka matar-
verð í landinu. Í þessu felast einnig
sóknarfæri fyrir íslenskan landbún-
að. Ég hef trú á að það skipti veru-
legu máli fyrir landbúnaðinn að fá
markaðsaðgang fyrir skyr og smjör
og lambakjöt.“
Aðspurð sagði Valgerður að það
mætti deila um hvort þetta væri
nægilega mikið magn af kjöti sem
heimilt yrði að flytja inn tollfrjálst.
„Við erum að þoka okkur inn á þessa
braut. Ég hef trú á að áfram verði
unnið að tollalækkunum og bættum
markaðsaðgangi,“ sagði Valgerður
og vísaði þar til Doha-viðræðnanna
sem nú er unnið að því að hrinda af
stað að nýju. Þar ráði hins vegar
Bandaríkin og ESB mestu um þróun
mála.
Samkomulag við ESB
um lækkun tolla
Bráðabirgðasamkomulag við ESB
náðist fyrir jól og það var efnislega
samþykkt af aðildarríkjum ESB á
þriðjudag. Í lok ársins 2005 hafði
náðst samkomulag milli aðila um
viðskipti með landbúnaðarvörur en í
ljósi breyttra aðstæðna var ákveðið
að seinka gildistíma samkomulags-
ins til 1. mars nk. og freista þess að
ná fram frekari lækkun á tollum og
eða bættum markaðsaðgangi í við-
skiptum.
Samkvæmt samkomulaginu verð-
ur fullt tollfrelsi í viðskiptum Íslands
og ESB með hesta, hreindýrakjöt í
heilum og hálfum skrokkum, tóm-
ata, agúrkur og vatn. Sömuleiðis
verður full tollfrelsi í viðskiptum
með blóm og plöntur, þ.m.t. jólatré,
þó ekki afskorin blóm eða potta-
plöntur undir metra á hæð. Tollar af
frosnu grænmeti verða felldir niður.
Þessi atriði eru hluti af samkomu-
laginu frá 2005.
Það sem er nýtt er að Ísland mun
lækka tolla á kjöti og kjötafurðum
um allt að 40% í 2. kafla í tollskránni.
Það er ennfremur nýjung að Ísland
mun veita ESB tollkvóta án aðflutn-
ingsgjalda á eftirfarandi vörum:
nautakjöt 100 tonn, svínakjöt 200
tonn, alifuglakjöt 200 tonn, pylsur 50
tonn [var 15 tonn], unnar kjötvörur
50 tonn, skinka 50 tonn, kartöflur
100 tonn [var 25 tonn], rjúpa 20 tonn
[var 15 tonn] og ostar 100 tonn [var
20 tonn].
Á móti mun ESB veita Íslandi
tollkvóta án aðflutningsgjalda á eft-
irfarandi vörum: lambakjöt 1.850
tonn [var 1.350 tonn fyrir samkomu-
lagið frá 2005 en hækkaði þá um 500
tonn], skyr 380 tonn, smjör 350 tonn
[var 20 tonn] og pylsur 100 tonn [var
15 tonn].
Efnislegri umfjöllun um sam-
komulagið af hálfu ESB er lokið og
einungis tæknileg og formleg úr-
vinnsla eftir, s.s. þýðingar og full-
gildingarferli. Stefnt er að því að
skrifa undir samninginn í febrúar
þannig að hann taki gildi 1. mars nk.
„Ætti að lækka
matarverð í landinu“
Heimilt að flytja inn um 900 tonn af landbúnaðarvörum
Í HNOTSKURN
»Samkomulagið gerir ráðfyrir að heimilt verði að
flytja inn tollfrjálst 100 tonn af
nautakjöti, 200 tonn af svína-
kjöti, 200 tonn af alifuglakjöti,
50 tonn af pylsum, 50 tonn af
unnum kjötvörum og 50 tonn
af skinku.
» Ísland fær að flytja út toll-frjálst til ESB 1.850 tonn
af lambakjöti, 380 tonn af
skyri, 350 tonn af smjöri og
100 tonn af pylsum.
Valgerður
Sverrisdóttir