Morgunblaðið - 18.01.2007, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Belgrad. AP. | Djúpstæður ágrein-
ingur er á meðal Serba fyrir þing-
kosningarnar í landinu sem fara
fram um helgina. Mikið er í húfi,
úrslitin gætu haft áhrif á samskipti
Serbíu við Evrópusambandið og
Atlantshafsbandalagið, NATO, nú
þegar óvissa ríkir um úrskurð
Sameinuðu þjóðanna um framtíð
Kosovo-héraðsins.
Skoðanakannanir benda til að
lýðræðisflokkurinn, sem er hlynnt-
ur aukinni samvinnu við Vest-
urlönd, hafi forystu. Hefur flokk-
urinn, undir forystu Boris Tadic
forseta, á stefnuskránni að hreinsa
til í stjórnkerfinu, draga úr spill-
ingu og losa Serba undan síðustu
leifum stjórnartíðar Slobodan Mil-
osevic, fyrrverandi forseta.
Höfuðandstæðingur Tadic, Voj-
islav Kostunica forsætisráðherra,
leggur hins vegar áherslu á það í
kosningabaráttunni að Serbum
gangi vel, jafnvel þótt sú stað-
reynd að Ratko Mladic, fyrrver-
andi hershöfðingi Bosníu-Serba,
gangi laus, komi í veg fyrir aðild að
ESB og NATO.
Kostunica hefur þannig minnt
kjósendur á að hagvöxtur hafi ver-
ið sex prósent á liðnu ári og verð-
bólgan lækkað í um sjö prósent,
eftir að hafa mælst um 20 prósent
er hann tók við embætti 2004.
Helsta kosningamálið hefur þó
verið Kosovo og hafa leiðtogarnir
tveir verið sammála í andstöðunni
gegn sjálfstæði þess en þess í stað
lagt fram hugmyndir um sjálfs-
stjórn svæðisins.
Málið er gríðarlega viðkvæmt og
hafa þjóðernissinnar, undir for-
ystu Vojislav Seselj fært sér það í
nyt og sagt hvers kyns málamiðlun
um héraðið jafngilda „landráði“.
Þetta virðist falla í kramið hjá
kjósendum því þjóðernissinnar
mælast nú næststærstir á eftir
flokki Tadic. Af þessum sökum er
með öllu óljóst hvers kyns sam-
steypustjórn verður mynduð.
Sundrung varpar skugga á
þingkosningarnar í Serbíu
Reuters
Þjóðernishyggja Drengur með barmmerki þjóðernissinnans Vojislav
Seselj hlýðir á útifund flokks hans í bænum Mitrovica í Kosovo í gær.
FIMMTÍU og sjö kílóa hvítungskálfur, Bella, sem
þýðir „falleg“, klýfur vatnið fimlega í Shedd vatns-
garðinum í Chicago, þar sem hún fagnaði sex mán-
aða afmæli sínu í gær. Samkvæmt nýrri talningu er
fjöldi hvítunga í Alaskaflóa nú 302, eða innan við
helmingur þess sem hann var árið 1994. Löngum var
talið að á milli 1.000 og 2.000 hvítungar syntu um fló-
ann og er nú ljóst að þeir eru miklu færri. Fullvaxnir
eru þeir fjórir metrar að lengd. Eru kálfarnir grá-
brúnir þar til þeir ná kynþroskaaldri og verða hvítir.
Reuters
Líður um vatnið á baki móðurinnar
London. AFP. | Hindúar í mörgum
Evrópulöndum ætla að vinna saman
gegn þeirri til-
lögu Þjóðverja,
að bannað verði
að flíka haka-
krossinum inn-
an Evrópusam-
bandsins. Benda
þeir á, að hann
sé að minnsta kosti 5.000 ára gamalt
tákn hindúa.
Brigitte Zypries, dómsmálaráð-
herra Þýskalands, sem nú er í for-
svari innan ESB, vill banna nasista-
tákn innan sambandsins og gera
það refsivert að neita því, að Helför-
in hafi átt sér stað. Ramesh Kal-
lidai, formaður í samtökum breskra
hindúa, segir hins vegar, að nasistar
hafi í raun stolið þessu gamla tákni
og það sé ekki sök hindúa.
„Meðal okkar hindúa fer ekki
fram nein athöfn án þess að haka-
krossinn komi þar við sögu. Með
banni við honum er því verið að
brjóta á mannréttindum okkar,“
sagði Kallidai.
Vilja halda
í haka-
krossinn
Hindúar segja hann
vera ævafornt tákn
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
DAN Halutz, yfirmaður ísraelska
hersins, sagði af sér í gær og axlaði
með því ábyrgð á því, sem úrskeið-
is fór í rúmlega mánaðarlöngum
árásum á Líbanon á síðasta sumri.
Er afsögnin enn eitt áfallið fyrir
óvinsæla stjórn Ehuds Olmerts
forsætisráðherra, sem sætir nú op-
inberri spillingarrannsókn.
Fjölmiðlar í Ísrael líktu afsögn-
inni við „landskjálfta“ en Halutz
segir í yfirlýsingu sinni, að hann
hafi farið ofan í saumana á árás-
unum á Líbanon og komist að
þeirri niðurstöðu, að honum bæri
að segja af sér.
Mikil óánægja er í Ísrael með
árásirnar, sem ollu mikilli eyði-
leggingu og mannfalli í Líbanon án
þess, að megin-
markmið
þeirra, að frelsa
tvo ísraelska
hermenn og
lama Hizbollah,
næðust. Kemur
afsögn Halutz
beint á hæla til-
kynningar frá
ríkissaksóknara
Ísraels um, að hafin verði rann-
sókn á hugsanlegri spillingu Ol-
merts. Er hann ekki eini ráð-
herrann, sem sætir ásökunum eða
rannsókn af þeim sökum og vegna
þess hefur eitt helsta dagblaðið
gefið ríkisstjórninni nafnið „Sód-
óma og Gómorra“.
Ísraelskir fréttaskýrendur velta
því nú fyrir sér hver eða hverjir
muni fjúka næst og í útvarpi hers-
ins var því spáð, að næstur færi
Amir Peretz varnarmálaráðherra
og síðan Olmert sjálfur.
Kurr innan hersins
Innan hersins er mikil óánægja
með Líbanonsstríðið og raunar
fleira og margir fyrrverandi hers-
höfðingjar hafa krafist þess, að
Halutz, Peretz og Olmert segi af
sér. Meðal þeirra er Moshe Yaalon,
fyrrverandi yfirmaður herráðsins,
en hann segir, að árásirnar á Líb-
anon hafi verið hneyksli frá upp-
hafi til enda.
Ekki er við því búist, að Olmert
segi af sér á næstu vikum en frétta-
skýrendur minna á, að þeir Ben-
jamin Netanyahu og Ehud Barak
hafi sagt af sér embætti forsætis-
ráðherra er þeir misstu stuðning
þjóðarinnar. Telja þeir, að dagar
Olmerts í embætti séu í raun taldir.
Samkvæmt skoðanakönnunum
eru Ísraelar þegar búnir að kveða
upp sinn dóm yfir Olmert. Aðeins
14% kjósenda styðja hann, helm-
ingurinn vill, að hann segi af sér og
85% telja ríkisstjórnina spillta.
Halutz, yfirmaður Ísraelshers, sagði af sér vegna mistaka í Líbanonsstríðinu
Spá því að Ehud Olmert
hrökklist brátt úr embætti
Í HNOTSKURN
» Ísraelar hófu loftárásirá Líbanon í júlí sl. með
það að markmiði að fresla
tvo ísraelska hermenn og
lama skæruliða Hizbollah.
Hvorugt tókst.
» Halutz var sakaður umað hafa reitt sig um of á
flugherinn en beðið með að
senda inn landherinn.
Dan Halutz
ALLIR vita hvað hamborgari er: Tveir
brauðhleifar og dálítið kjöt á milli. Það
er þó ekki jafnljóst
hvar hann er upp-
runninn en um það
stendur stríðið á
milli tveggja bæja í
Bandaríkjunum.
Annar bærinn,
Aþena í Texas, hef-
ur fengið öldungadeildarþingmanninn
og repúblikanann Betty Brown sem tals-
mann sinn og hún heldur því fram, að
fyrsti hamborgarinn hafi litið dagsins
ljós í Aþenu á níunda áratug 19. aldar.
Aldeilis ekki segja þeir í New Haven í
Connecticut. Ken Lassen, sem er tæp-
lega níræður og þriðji ættliðurinn til að
reka matsölustaðinn Louis Lunch, segir,
að það hafi verið afi hans, sem fann upp
hamborgarann.
Það gerðist aldamótaárið 1900 og
raunar fyrir einskæra tilviljun. Maður
nokkur kom með miklum asa inn á mat-
sölustaðinn og bað um eitthvað, sem
hann gæti gleypt í sig á hlaupunum. Afi
Lassens greip þá kjöthleif, pakkaði hon-
um inn í brauð og viti menn: Fyrsti ham-
borgarinn var fæddur.
Borgarstjórinn í New Haven, John De-
Stefano Jr., segir, að saga þeirra í Texas
minni mest á George W. Bush forseta
þegar hann er að reyna að telja fólki trú
um, að hann sé frá Texas. Þaðan sé hann
ekki, heldur einmitt fæddur í New Hav-
en og uppalinn í Greenwich í Connecti-
cut.
Hver skyldi
eiga heiðurinn
af fyrsta ham-
borgaranum?
Strassborg. AFP. | Ang-
ela Merkel, kanslari
Þýskalands, varaði í
gær þingmenn Evrópu-
sambandsins, ESB, við
því, að það yrðu „sögu-
leg mistök“ ef sam-
bandinu tækist ekki að
ná samkomulagi um
stjórnarskrá fyrir fyrri
hluta árs 2009.
„Það þjónar hagsmunum Evrópu, að-
ildarríkjum ESB og þegnum þeirra, að
leiða þetta ferli til farsælla lykta fyrir
næstu kosningar Evrópuþingsins snemma
árs 2009,“ sagði Merkel, í fyrsta ávarpi
sínu til þingsins eftir að Þjóðverjar tóku
við forsæti í sambandinu í mánuðinum.
Merkel sagði jafnframt að samkvæmt
reglum sambandsins gæti það ekki
stækkað frekar í bili, auk þess sem það
ætti í erfiðleikum með að starfa eins og
það er í dag. Því væri þörf á að koma á
breytingum og endurskoða starfsemi
ESB og hlutverk nýju aðildarríkjanna
innan þess.
Við sama tækifæri strengdi hún þess
heit, að samþykkt áætlun um hvernig
mætti hraða stjórnarskrárferli ESB, sem
beið skipbrot eftir að Frakkar og Hol-
lendingar höfnuðu stjórnarskránni árið
2005, yrði tilbúin áður en Þjóðverjar létu
af forsæti í sambandinu í lok júní nk.
Merkel aðvarar
Evrópuþingið
Angela Merkel
Genf. AP. | Þrátt fyrir að nokkur árangur
hafi náðst í þeirri viðleitni að koma í veg
fyrir að HIV-smit berist frá ófrískum
mæðrum til barna þeirra þá greindust
meira en 1.000 börn með HIV-smit dag
hvern í heiminum á árinu 2006. Þetta kem-
ur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sam-
einuðu þjóðanna. Þar kemur fram að á
bilinu 410.000 til 660.000 börn yngri en
fimmtán ára greindust með veiruna á síð-
asta ári. Helmingur þessara barna mun
deyja af sjúkdómum tengdum alnæmi ef
þau ekki fá nauðsynlega meðferð.
Talsmenn UNICEF segja að það skipti
sköpum í baráttunni við alnæmi að veiran
sé greind snemma og að viðkomandi kom-
ist strax í lyfjameðferð. Alls er áætlað að
um 2,9 milljónir manna deyi ár hvert af
völdum alnæmis, þar af um 380.000 börn.
1.000 börn á dag
greind með HIV