Morgunblaðið - 18.01.2007, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2007 17
SAMNINGUR um samstarf Lands-
banka Íslands og Listahátíðar í
Reykjavík vegna komu San Franc-
isco-ballettsins á hátíðina í vor var
undirritaður í gær. Það voru þau Sig-
urjón Þ. Árnason bankastjóri og
Þórunn Sigurðardóttir, listrænn
stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík,
sem undirrituðu samninginn en með-
al viðstaddra var Robert Russo,
framkvæmdastjóri dansflokksins.
Við tilefnið kvaðst Sigurjón vera
stoltur af aðild bankans að verkefn-
inu og sagði það kærkomið tækifæri
fyrir Íslendinga að berja augum
þennan heimsfræga dansflokk sem
lýtur listrænni stjórn Íslendingsins
Helga Tómassonar.
Þórunn Sigurðardóttir sagði að
undirbúningur vegna komu San
Francisco-ballettsins hefði í raun
staðið yfir alveg frá síðustu og einu
heimsókn hans til landsins árið 2000,
en koma hans þá var einnig í
tengslum við Listahátíð í Reykjavík
og sömuleiðis styrkt af Landsbank-
anum. Hún bætti því við að á þessum
sjö árum hefði vegur San Francisco-
ballettsins vaxið mjög og að hann
sýndi nú alla jafna í stærstu og
glæsilegustu leikhúsum heims. Það
væri því einstakt að hópurinn gerði
sér ferð til Íslands til að sýna í Borg-
arleikhúsinu og sjálfsagt óhugsandi
ef ekki væri fyrir Helga.
Sýningin byggð á
ballettum eftir Helga
Um gríðarstórt verkefni er að
ræða og koma um 60 manns til lands-
ins með Helga. Að sögn Þórunnar er
hópurinn m.a. svo stór sem raun er
þar sem tvískipað er í mörg hlut-
verkanna. Það sé enda um erfiða
sýningu að ræða fyrir dansarana og
sýnt þétt; alls sjö sýningar dagana
16.–20. maí. Tók hún fram að gott
samstarf væri milli Listahátíðar og
Icelandair sem sæi um að koma
flokknum til landsins.
Sýning flokksins er sérstaklega
sett saman af Helga fyrir þetta til-
efni og byggist eingöngu á ballettum
sem hann hefur samið fyrir flokkinn.
Ber hún einfaldlega nafnið HELGI.
„Þetta eru í rauninni fimm nýleg
verk, sýnd hvert á eftir öðru. Í einu
tilviki er meira að segja um frumsýn-
ingu að ræða,“ sagði Þórunn aðspurð
um sýninguna. Hún upplýsti að hluti
af verkunum hefði verið sýndur á
Edinborgarhátíðinni árið 2004 og í
Sadler’s Wells-leikhúsinu í London
það sama ár. Fyrir sum þessara
verka hlaut dansflokkurinn hin virtu
Laurence Olivier-verðlaun árið 2005.
Yfirlitssýning um feril Helga
San Francisco-ballettinn er elsti
ballettflokkur Bandaríkjanna.
Frægðarsól hans skín skært um
þessar mundir og var hann m.a. val-
inn besti dansflokkur síðasta árs af
Dance Europe. Hefur Helgi verið
listrænn stjórnandi hans í rúm tutt-
ugu ár.
Í tilefni af komu flokksins stendur
Leikminjasafn Íslands fyrir sýningu
í anddyri Borgarleikhússins þar sem
farið er yfir feril Helga og sögu
flokksins sem fagnar í ár 75 ára af-
mæli. Að sögn Russo, fram-
kvæmdastjóra dansflokksins, mark-
ar heimsóknin til Íslands einmitt að
vissu leyti upphafið að afmælisárinu
sem minnst verður með marg-
víslegum hætti í framhaldinu.
Koma San Francisco-ballettsins til
Íslands er samstarfsverkefni
Listahátíðar í Reykjavík og Borg-
arleikhússins og er miðasala þegar
hafin á vef hátíðarinnar.
Skrifað undir vegna
komu San Francisco-
ballettflokksins
Samningur Þórunn Sigurðardóttir og Sigurjón Þ. Árnason handsala samninginn. Robert Russo fylgist með.
Á heimsmælikvarða Jaime Garcia
Castilla í verki eftir Helga Tómsson.
Morgunblaðið/ÞÖK
Ljósmynd/Erik Tomasson
NÁMSKEIÐ TIL UNDIRBÚNINGS PRÓFI TIL AÐ ÖÐLAST
RÉTTINDI TIL AÐ VERA HÉRAÐSDÓMSLÖGMAÐUR
Prófnefnd samkvæmt reglugerð nr. 1095/2005 um próf til að öðlast réttindi til að vera hér-
aðsdómslögmaður, sbr. lög nr. 77/1998 um lögmenn og lög nr. 93/2004, hefur ákveðið að
námskeið verði haldið á fyrri hluta árs 2007. Prófraunin skiptist í tvo hluta, auk verklegrar
prófraunar.
Kennslugreinar í fyrri hluta eru: Einkamálaréttarfar, sakamálaréttarfar, fullnusturéttarfar,
samning lögfræðilegrar álitsgerðar og lögfræðileg skjalagerð. Kennslugreinar í síðari hluta
eru: Réttindi og skyldur lögmanna, þar á meðal siðareglur lögmanna og þóknun fyrir lög-
mannsstörf, málflutningur og önnur störf lögmanna, svo sem samningsgerð og meðferð
stjórnsýslumála. Í tengslum við námskeiðið fer fram kynning á rekstri lögmannsstofa og
starfsemi Lögmannafélags Íslands og úrskurðarnefndar lögmanna.Auk kennslu í fyrri og
síðari hluta er verklegur hluti, sem felst í aðstoð við flutning eins máls fyrir héraðsdómi.
Kennsla fer fram í kennslusal Lögmannafélags Íslands að Álftamýri 9, 108 Reykjavík.
Stefnt er að því að kennsla í fyrri hluta fari fram dagana 19.-24. febrúar og dagana 5.-10.
mars 2007. (Tímar frá 09:15-12:00 og frá 13:15 eða 14:15-17:00 eða 18:00) Jafnframt er
stefnt að því að próf í fyrri hluta námskeiðsins verði haldin á tímabilinu 19.-30. mars 2007.
Nánari upplýsingar um fjölda kennslustunda og fyrirkomulag kennslu verða kynntar síðar.
Stefnt er að því að kennsla í síðari hluta fari fram dagana 23.-28. apríl og 30. apríl til 5. maí
2007.
Verklega prófraun skal þreyta eftir að fyrra hluta prófi er lokið og eigi síðar en einu ári eftir
að lokið er síðari hluta prófi.
Gjald fyrir þátttöku á fyrri hluta prófraunar er kr. 170.000 og greiðist við skráningu. Gjald
fyrir síðari hluta verður ákveðið síðar. Prófgjald er innifalið í námskeiðsgjaldi.
Skráning fer fram á skrifstofu Lögmannafélags Íslands að Álftamýri 9, Reykjavík. Sími 568
5620. Fax 568 7057, en einnig er hægt að ganga frá skráningu með tölvupósti á netfangið:
hjordis@lmfi.is. Við skráningu á námskeiðið þarf að tilgreina nafn, kennitölu, heimilisfang,
símanúmer (heimasíma, vinnusíma og gsm-síma), auk netfangs. Við skráningu skal jafn-
framt leggja fram afrit prófskírteinis eða vottorð háskóla til staðfestingar því að umsækjandi
hafi lokið fullnaðarnámi í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi.
Frestur til að skrá sig á námskeið er til 18. febrúar 2007.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 18. janúar 2007