Morgunblaðið - 18.01.2007, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2007 29
Fjársterkur kaupandi óskar eftir einbýlishúsi á sunnanverðu
Seltjarnarnesi. Verðhugmyndir eru 80-150 millj.
Góðar greiðslur í boði.
Nánari upplýsingar veitir Hákon Jónsson lögg. fasteignasali.
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
EINBÝLISHÚS Á SELTJARNARNESI
MÉR brá í brún að sjá fjórar ís-
lenskar þingkonur og forstöðukonu
skrifstofu alþjóðamála alþingis á
mynd með tveim sádi-arabískum
prinsum í Morgunblaðinu 9. janúar
sl. og aftur hinn 10., allar klæddar
að fyrirmælum íslamista. Prinsarnir
klæddust eðlilega í
samræmi við stöðu sína
og siðvenju í Sádi-
Arabíu, þar sem mynd-
in var tekin, en að
fulltrúar alþingis Ís-
lendinga skyldu bera
höfuðbúnað múslím-
akvenna sem tákn um
undirgefni hlýtur að
verka eins og vand-
arhögg á bök íslenskra
kvenfrelsiskvenna og
lítilsvirðing við hundr-
að ára jafnréttisbaráttu
þeirra.
Hvað fær íslenskar
stjórnmálakonur árið 2007 til þess
að hylja hár sitt og háls þótt þær
þiggi boð um að sitja fundi með
fulltrúum ríkisstjórnar Sádi-
Arabíu?
Hvað er athugavert við hárið á
frjálsum konum? Hvað er at-
hugavert við hálsinn á þeim?
Í Sádi-Arabíu er höfuðbúnaður
kvenna vissulega bundinn í lög auk
þess sem konum er fyrirskipað að
hylja sig svörtum kuflum (abaya)
frá hvirfli til ilja fari þær út fyrir
húsdyr sínar að viðlögðum þungum
refsingum ef út af er brugðið svo
sem svipuhöggum og í verstu til-
vikum dauða. En lög Sádi-Arabíu
ættu ekki að ná til þegna lýðfrjálsra
landa. Haft er eftir Sólveigu Pét-
ursdóttur, forseta alþingis, að þing-
nefndin hafi m.a. kynnt viðhorf sín
til málefna kvenna. Því hlýtur að
vera spurt hvort túlka beri slæðu-
burð hinna íslensku þingkvenna
sem stuðningsyfirlýsingu við lög
Sádi-Arabíu um klæðnað kynsystra
þeirra.
Í heimsókn hjá kúgurum
Það getur verið flókið að taka
þátt í alþjóðastjórnmálum og aug-
ljóst að þar verða tiltölulega hrein-
lyndir og heiðarlegir stjórn-
málamenn stundum að eiga skipti
við verstu skúrka, einræðisherra og
stórglæpamenn. Ríkisstjórn prins-
anna sem eiga og reka Sádi-Arabíu
er alræðis- og kúgunarstjórn af
versta tagi, og ráð-
gjafaþingið í landi
þeirra á lítið skylt við
lýðræðislega kjörin
löggjafarþing Vest-
urlanda, eins og drep-
ið er á í morgunblaðs-
fréttinni af för
þingkvennanna. Með
tilliti til ömurlegrar
stöðu kvenna í landinu
og fullkomins skorts á
pólitískum réttindum
þeirra má telja það
nokkra ögrun við
gestgjafana að þing-
nefndin frá Íslandi
skyldi eingöngu vera skipuð konum.
En sú ögrun fer fyrir lítið þar sem
stjórnmálakonurnar íslensku hafa
beygt sig undir það kúgunartæki
prinsanna sem felst í lögum um
klæðaburð kvenna og eftirlit með
honum jafnt af hálfu fjölskyldunnar
sem lögreglu.
Slæðan – pólitískt tákn
Það er alvarleg pólitísk yfirlýsing
fólgin í því að taka upp slæðu músl-
ímakvenna. Slæðan er mest áber-
andi og umdeildasta pólitíska táknið
í þeim djúpstæðu átökum sem eiga
sér stað milli vestrænna ríkja og
stórs hluta hins íslamska heims, en
í Arabíu stóð vagga íslams sem
kunnugt er. Slæðunni hefur verið
líkt við Gyðingastjörnuna og haka-
krossinn. Það mætti einnig líkja
henni við hamar og sigð komm-
únista eða Maó-búning menning-
arbyltingarinnar í Kína. Hún er ein-
kenni íslams og gunnfáni íslamista
okkar daga. Hvort sem slæðan nær
einungis til höfuðs og háls, hidjab,
eða hylur líkama konunnar allan
eins og búrkan í Afganistan, sjador-
inn í Íran og Írak eða abayan á Ar-
abíuskaganum og víðar, segir hún í
grundvallaratriðum sama hlutinn:
Konan er það í sköpunarverki guðs/
allah sem ekki má sjást, konuna
verður að fela, að hluta til eða al-
veg. Full yfirráð yfir líkama kon-
unnar, ef ekki sál, virðist vera inn-
takið í afturhvarfshreyfingu
múslíma sem farið hefur um lönd
þeirra frá byltingunni í Íran 1979.
Lengst hefur afturhvarfið gengið í
Afganistan og Sádi-Arabíu, landi
Mekka og Medínu, þar sem veldi
Múhameðs stóð með mestum blóma
á árunum 622–632 e.Kr. Þann tíma
og það samfélag sjá íslamistar okk-
ar daga í hillingum. Kvennabúr Mú-
hameðs, sem varð til við vissar
sögulegar kringumstæður, er fyr-
irmynd að því kvennabúri sem sád-
ísku prinsarnir reka í landi sínu í
útvíkkaðri mynd. Konum í „búrinu“
standa fáar leiðir til boða um út-
göngu, flótti getur kostað þær lífið.
Hafi íslensku þingkonurnar viljað
sýna konum í Sádi-Arabíu samstöðu
með því að íklæðast skyldubúningi
þeirra í heimsókn sinni til landsins,
þá nær samúð þeirra augljóslega
ekki til hinna fjölmörgu ungu músl-
ímastúlkna sem hafa hætt lífinu eða
goldið það fyrir að kasta hinum ill-
ræmda höfuðdúk.
Íslenskar þingkonur
með íslamistum
Steinunn Jóhannesdóttir
fjallar um höfuðbúnað
íslamskra kvenna og
stjórnarfar í Sádi-Arabíu
»Ríkisstjórn prins-anna sem eiga og
reka Sádi-Arabíu er al-
ræðis- og kúgunarstjórn
af versta tagi, og ráð-
gjafaþingið
í landi þeirra á lítið skylt
við lýðræðislega kjörin
löggjafarþing Vest-
urlanda …
Steinunn
Jóhannesdóttir
Höfundur er rithöfundur.
EINAR Kr. Guðfinnsson sjáv-
arútvegsráðherra hefur um langa
hríð undirbúið ásamt ríkisstjórn og
Alþingi tilraun til sjálfbærra hval-
veiða við Ísland. Tilraunin er full-
komlega lögleg samkvæmt al-
þjóðalögum og eru með henni
undirstrikuð full forráð yfir fisk-
veiðilögsögu okkar og nýtingu henn-
ar, þar með friðun eða
veiði fisks, fugls, sela
og hvala ásamt öðrum
tegundum sem haf-
svæði okkar hýsir.
Sjávarútvegur hefur
verið höfuðgrein at-
vinnuvega Íslands frá
upphafi, en sem betur
fer hafa aðrar atvinnu-
greinar haslað sér völl
í atvinnulífi okkar, svo
sem iðnaður, ferða-
þjónusta, verslun og
viðskipti. Sjávarútveg-
urinn er í dag ekki
efstur á blaði í dag, en heldur áfram
sinni stefnu og bíður átekta. Á hon-
um hvílir mikil undirstaða á velmeg-
un og afkomu hinnar íslensku þjóð-
ar. Nú berast fréttir um
loftslagsbreytingu í heiminum, hlýn-
un lofts og sjávar og sjávardýr
kunni að flytja sig norðar á jarð-
arkringluna vegna þessara hugs-
anlegu breytinga. Allskyns gróða-
samtök, sem kalla sig
umhverfisverndarsinna láta til sín
taka. Þessi samtök virðast ekki upp-
lifa hörmungar og dauða fjölda fólks
um allan heim, heldur reyna að ná til
sín peningagróða eða athygli í póli-
tík á forsendum umhverfisverndar,
eða jafnvel á enn verri forsendum.
Undir forystu dómsmálaráðherra
verður á næstu árum verulega efld
gæsla landhelginnar og möguleikar
til björgunar fólks úr sjávarháska
við Ísland. Þessi efling Landhelg-
isgæslu Íslands er að sjálfsögðu af-
leiðing baráttu og vinnings Íslend-
inga fyrir yfirráðum fiskimiða
okkar, baráttu sem all-
ur heimurinn við-
urkennir og fer eftir.
Við Íslendingar mun-
um einnig verða undir
það búnir að verja okk-
ur fyrir árásum og
áróðri á þessa auðlind
okkar, fiskimiðin og
önnur svæði sem land-
ið á tilkall til með forn-
um eða landfræðileg-
um sjónarmiðum
gegnum haf og hafs-
botn.
Hvalveiðarnar í upp-
hafi síðasta hausts voru mörgum
fagnaðarefni, enda rofin áralöng
kúgun á sjálfstæði landsins til að
ákveða innan sinnar lögsögu hvað
má gera og hvað ekki. Að sjálfsögðu
voru ekki allir jafnhrifnir, má þar
nefna öflugt fólk sem heldur uppi
ferðaþjónustu með hvalaskoðun.
Ferðaþjónusta er okkur mjög mik-
ilvæg, en hvalaskoðun má vel fara
fram án árekstra við hvalveiðar um
framtíð.
Mér fannst hins vegar ein-
kennileg framkoma eins útbreidd-
asta fjölmiðils landsins, sem talinn
er áreiðanlegur og víðsýnn, Morg-
unblaðið. Í því blaði hafa komið fram
fréttir og fréttaskýringar í hálf-
gerðum hótunartón gagnvart tilraun
Íslendinga á sjálfbærum veiðum í
eigin lögsögu, sem skiptir verulegu
máli um eigið frumkvæði okkar í
lögsögunni um framtíð. Nýlega fjöll-
uðu Staksteinar Morgunblaðsins um
yfirlýsingu stórfyrirtækis sem held-
ur úti verslanakeðju í Bretlandi.
Fyrirtækið kvartar undan mótmæl-
um utan úr heimi gegn hvalveið-
unum og telur mótmælin hafa áhrif
á verslunarviðskipti sín. Það er með
ólíkindum, ef hagsmunir versl-
unarkeðju í útlöndum vigta þyngra í
augum Staksteina en tilraun til
sjálfbærra veiða og undirstrikun Ís-
lendinga til forræðis og nýtingar
lögsögu sinnar umhverfis Ísland,
sem þeir hafa barist fyrir og staðið
fyrir forystu meðal þjóða heims.
Þeir tímar kynnu að renna upp að
frelsi til sjálfbærrar nýtingar lög-
sögu okkar umhverfis landið yrði Ís-
lendingum meira virði en sjopp-
urekstur í útlöndum.
Hvalveiðar Íslendinga
Gylfi Guðjónsson skrifar
um hvalveiðar » Ferðaþjónusta erokkur mjög mik-
ilvæg, en hvalaskoðun
má vel fara fram án
árekstra við hvalveiðar
um framtíð.
Gylfi Guðjónsson
Höfundur er fv. sjómaður og
áhugamaður um sjálfstæði Íslands.
SAMKVÆMT skýrslu sem Hag-
fræðistofnun vann fyrir heilbrigð-
isráðuneytið til að kanna
þörf á vinnuafli þarf að
fjölga sjúkraliðum um
16% og hjúkrunarfræð-
ingum um 14%. Siv Frið-
leifsdóttir heilbrigð-
isráðherra segir það
brýnt verkefni að finna
lausn á vandanum til að
mæta þessum skorti.
Aukafjárveitingar voru
veittar frá yfirvöldum til
að fjölga nemaplássum í
hjúkrunarfræðideildum
Háskóla Íslands og Há-
skólans á Akureyri.
Aukafjárveitingar þurfti
hins vegar ekki til að
sjúkraliðafélagið færi að
sinna þörf heilbrigð-
iskerfisins heldur er
fjölgun sjúkraliða á okk-
ar kostnað, með því að
búa til sjúkraliðabrú til
að fjölga sjúkraliðum.
Sjúkraliðabrúin er
happdrætti fyrir heil-
brigðiskerfið en martröð
fyrir sjúkraliða, þar sem
heilbrigðiskerfið fær
ódýrari starfskrafta í
framtíðinni. Í brúarnám-
inu eru starfsreynsla og
námskeið metin sem 60
einingar en í nýjustu samningum
sjúkraliða gefa námskeið og starfs-
reynsla minni kjarabætur en áður.
Þetta er mótsögn þar sem sjúkra-
liðafélagið talar um að starfsreynsla
sé dýrmæt og mikilvægt að hún sé
metin að verðleikum, en í framhaldi
af þessum nýju samningum fer ég að
hugsa hvort brúarnámið sé strax far-
ið að hafa neikvæð áhrif á launa-
samninga okkar.
Ég tel að núverandi stjórn sé búin
að sitja of lengi og geri ekki annað en
reyna að láta félagið vaxa til að auka
völd sín með því, meðal annars, að
útskrifa brúarsjúkraliða. En draum-
ur um vaxandi félag er
að snúast í andhverfu
sína því sundrungin í
félaginu af völdum
brúarnámsins er al-
ger. Margir hugsa sér
til hreyfings úr félag-
inu ef brúarnámið
verður ekki fellt niður.
Sjúkraliðar vilja ekki
una því að vera með
sömu kjarasamninga,
sama starfsheiti og
brúarsjúkraliðarnir
sem eru með helmingi
styttra nám að baki.
Vitað er að meiri
menntun gefur meiri
laun, minni menntun
minni laun.
Formaður félagsins
þáði laun frá fé-
lagsmönnum á meðan
hún fór í framboð.
Frá mínum bæj-
ardyrum séð hefði
verið heiðarlegra ef
hún hefði sagt upp
stöðu sinni og snúið
sér alfarið að sínum
pólitísku framtíð-
ardraumum. Fram-
koma hennar sýndi
fram á að félagið er
henni eins og varaskeifa, sem gott
væri að grípa í ef hún kæmist ekki á
þing. Ég minnist á þetta hér því ég
er ein af þeim félagsmönnum sem
borga henni laun og vil ekki hafa
manneskju í vinnu sem ætlar ekki að
sinna jafn veigamiklu starfi og því að
stjórna Sjúkraliðafélagi Íslands í
100% stöðu.
Happdrætti fyrir
heilbrigðiskerfið en
martröð sjúkraliða
Dagbjört Ósk Steindórsdóttir
fjallar um málefni sjúkraliða
» Sjúkraliðarvilja ekki
una því að vera
með sömu kjara-
samninga, sama
starfsheiti og
brúarsjúkralið-
arnir sem eru
með helmingi
styttra nám
að baki.
Dagbjört Ósk
Steindórsdóttir
Höfundur er sjúkraliði.
GÓÐIR alþingismenn!
Ríkisútvarpið er ein mikilsverð-
asta menningarstofnun þjóðar-
innar, undirstaða lýðræðislegrar
umræðu og frjálsrar skoðana-
myndunar, traustasti fréttamiðill
landsins, leikhús, tónleikahöll,
fræðslustofnun, dægrastytting og
öryggistæki.
Leiki minnsti vafi á, að ný lög
um Ríkisútvarpið ohf tryggi stöðu
þess sem ríkisútvarps, skora ég á
ykkur að greiða atkvæði gegn
frumvarpi til laga um Ríkisútvarp-
ið ohf – hvar í flokki sem þið
standið. Sé tilveru Ríkisútvarpsins
stefnt í hættu eða staða þess sem
stofnunar í almannaþágu ekki
tryggð, er það hið sama og stofna
sjálfu hinu háa Alþingi í hættu.
Tryggvi Gíslason
Opið bréf
til alþingismanna
Höfundur er fyrrverandi
skólameistari Menntaskólans á
Akureyri, fyrrverandi fréttamaður
á Fréttastofu Ríkisútvarpsins
og fyrrverandi formaður Hollvina-
samtaka Ríkisútvarpsins.