Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 18. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
NA 8–15 m/s,
heldur hvassara
við austurströnd-
ina. Bjartviðri
sunnan og vestan til, él fyrir
norðan og austan. » 8
Heitast Kaldast
-1°C -12°C
Í SAMKOMULAGI Vegagerðarinnar og Spal-
ar ehf. um undirbúning að tvöföldun Hvalfjarð-
arganga og Vesturlandsvegar um Kjalarnes
kemur fram að verðgildi veggjaldsins um nú-
verandi Hvalfjarðargöng verður hið sama til
ársins 2018 en mun ekki lækka líkt og svigrúm
hefði ella verið til. Með þessu hyggst Spölur
safna fé til að geta borgað hluta af kostnaðin-
um við ný jarðgöng.
Óvíst hversu mikið safnast
Tekjur Spalar aukast eftir því sem umferð
verður meiri um Hvalfjarðargöng og að sögn
Gísla Gíslasonar, stjórnarformanns Spalar,
hefði að óbreyttu verið svigrúm til að lækka
veggjaldið um 15–20% eftir 2–3 ár. Þess í stað
hefði verið ákveðið að láta verðgildið haldast
því sem næst óbreytt en þannig gæti Spölur
safnað fyrir hluta af kostnaði við ný Hvalfjarð-
argöng. Hann sagði óvíst hversu miklu tækist
að safna en ljóst væri að ríkið yrði einnig að
koma að verkefninu með veglegum hætti. Gísli
sagði auðvelt að réttlæta þessa ákvörðun með
hliðsjón af bættu öryggi með tvöföldun gang-
anna og þeim ávinningi sem af því hlytist.
Í samkomulaginu kemur fram að 250 millj-
ónum verður varið í undirbúninginn, m.a. í
nauðsynleg landakaup. Jón Rögnvaldsson,
vegamálastjóri, sagðist engu geta svarað um
hvenær yrði af tvöföldun Vesturlandsvegar
eða Hvalfjarðarganga en hugsanlega yrði hluti
af umræddu fjármagni notaður til að bæta úr
brýnum vanda á þessari leið. | Miðopna
Óbreytt veg-
gjald til 2018
Safnað fyrir hluta af kostn-
aði við ný Hvalfjarðargöng
NAFNÁVÖXTUN á innlánsreikningum banka
og sparisjóða á síðasta ári var á bilinu 3,18% til
12,19% samkvæmt upplýsingum frá stofnun-
unum sjálfum. Töflu með upplýsingunum um
nafnvexti innlánsreikninga er að finna í Við-
skiptablaði Morgunblaðsins í dag. Nafnávöxt-
un var langmest á innlendum gjaldeyrisreikn-
ingum, en reikningar í sterlingspundum voru
með 33,02–33,16% nafnávöxtun og reikningar í
sænskum krónum með nafnávöxtun upp á
31,97%–32,42%. | Viðskipti
3,18 til 12,19%
ávöxtun innlána
„ÞAÐ voru mér mikil vonbrigði að
frétta af afdráttarlausum stuðningi
Guðjóns Arnars við Magnús Þór í
embætti varaformanns Frjálslynda
flokksins,“ segir Margrét Sverris-
dóttir, sem í fyrradag tilkynnti að
hún hygðist bjóða sig fram í embætti
varaformanns flokksins.
„Þingflokkurinn kærir sig ekki um
Margréti sem varaformann,“ segir
Magnús Þór Hafsteinsson í Morgun-
blaðinu í dag.
Margrét segist hafa skynjað mikla
ánægju meðal flokkssystkina sinna
með framboð sitt og ljóst að margir
hafi litið á framboð hennar sem sátt-
argjörð. „Nú er upplifun margra að
það hafi verið slegið á útrétta sátt-
arhönd,“ segir Margrét og tekur
fram að sér hefði þótt eðlilegra að
Guðjón lýsti yfir hlutleysi sínu og
leyfði flokksfélögum sjálfum að gera
upp hug sinn í varaformannskjörinu.
„Þá hefðum við Magnús fengið að
takast á sem jafningjar,“ segir Mar-
grét og tekur fram að hún hafi
ástæðu til að ætla að Magnús Þór
hafi óttast að mæta sér á eigin verð-
leikum án fulltingis formanns.
Spurð hvort til greina komi að hún
bjóði sig fram á móti Guðjóni til for-
manns flokksins segist Margrét ekki
útiloka neitt á þessu stigi, en tekur
fram að hún muni nota helgina til
þess að íhuga sína stöðu og taka
ákvörðun. „Því að blóðnætur eru
bráðastar.“
Í samtali við Morgunblaðið segist
Guðjón ekki kannast við að stefnt
geti í klofning innan flokksins. „Yf-
irlýsing hans í dag getur einmitt leitt
til klofnings í flokknum,“ segir Mar-
grét. „Ég skil ekki að hann sjái það
ekki sjálfur. Mér finnst skipstjórinn
með framferði sínu ekki aðeins vera
að rugga bátnum heldur nánast að
hvolfa honum,“ segir hún. | 12
Hefði viljað takast á við
Magnús sem jafningja
Í HNOTSKURN
»Guðjón Arnar segist styðjaMagnús Þór sem varafor-
mann Frjálslynda flokksins.
»Margrét Sverrisdóttir úti-lokar ekki formanns-
framboð.
BÚAST má við því að menn taki
hraustlega til matar síns frá og
með morgundeginum því þá er
bóndadagurinn, sem markar
upphaf þorra. Samkvæmt upp-
lýsingum Daglegs lífs lætur
nærri að framleidd hafi verið
um sextíu tonn af súrmeti hjá
helstu framleiðendum, sem eru
Sláturfélag Suðurlands, Norð-
lenska og Kjarnafæði. Vinsæld-
ir þorrablóta og þorramatarins
fara stigvaxandi ár frá ári, að
sögn framleiðenda, en sam-
kvæmt þeim upplýsingum, sem
Morgunblaðið aflaði sér í gær,
má telja harðfisk, hákarl, hval-
spik og hrútspunga til munaðarvöru í ljósi verðlags.
Í óformlegri verðkönnun í Melabúðinni kom í ljós að kílóið af harðfiski
kostar um 5.000 kr., hákarlabitarnir 4.600 kr., súri hvalurinn um 3.000 kr.
og hrútspungar í lausu 2.200 kr. Á sama stað kostuðu dýrindis nautalundir
3.990 krónur kílóið. Að sögn framleiðenda liggur tiltölulega hátt verð á
vörum þessum í löngu framleiðsluferli og því að þetta er árstíðabundin
vara. | 24
Morgunblaðið/Golli
Sextíu tonn af súrmeti
♦♦♦
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
EIGENDUR Bláa Lónsins undirbúa nú um-
fangsmikil útrásarverkefni á Norðurlöndunum
og í Bretlandi á þessu ári með opnun sérversl-
ana í þekktum verslanamiðstöðvum. Á næsta
ári er stefnt að slíkum rekstri í Bandaríkjunum
og að sögn Gríms Sæmundsen, forstjóra Bláa
Lónsins, er fyrirtækið einnig að horfa til Asíu-
landa með möguleika á að opna verslanir þar
undir merkjum Blue Lagoon Iceland.
Um miðjan næsta mánuð verður fyrsta
verslunin opnuð í Magasin du Nord í Kaup-
mannahöfn, í lok febrúar verður önnur verslun
opnuð í verslanamiðstöðinni Åhléns City í
Stokkhólmi og verið er að leita að samstarfs-
aðila í Osló. Síðan hafa samningar tekist við
eigendur Selfridges um að opna þar verslun
við Oxford Street í London næsta vor. Að auki
er stefnt að því að dreifa framleiðsluvörum
Bláa Lónsins til fleiri verslana.
Heilsulind opnuð í Glæsibæ
Grímur segir í viðtali í Viðskiptablaði Morg-
unblaðsins í dag að áætlanir fyrirtækisins miði
við að vörurnar verði komnar í 80 verslanir á
Norðurlöndunum á þessu ári og sá fjöldi geti
tvöfaldast á næsta ári. Auk þess að selja og
dreifa vörum Bláa Lónsins til verslana hafa
samningar tekist við útvaldar heilsulindir á
Norðurlöndunum um að bjóða upp á sérstakar
Blue Lagoon-heilsumeðferðir þar sem notast
er við hráefni úr lóninu á Suðurnesjum. Að
sögn Gríms er einnig verið að undirbúa að
opna heilsulindir annars staðar en fyrsta slíka
heilsulindin verður opnuð í Glæsibæ í Reykja-
vík í lok þessa árs, í tengslum við flutning
Hreyfingar-heilsuræktar þangað.
„Meginhugsunin í útrás okkar er að byggja á
vörumerkinu og því orði sem farið hefur af
Bláa Lóninu og sögu þess. Markaðsrannsóknir
hafa sýnt að Bláa Lónið er erlendum ferða-
mönnum mjög ofarlega í huga þegar Ísland
ber á góma,“ segir Grímur. | Viðskipti
Umfangsmikil útrás
Eigendur Bláa Lónsins undirbúa opnun verslana á erlendum mörkuðum
RÓLEGT var yfir störfum Alþingis í gær-
kvöldi þegar umræður um breytt rekstr-
arform Ríkisútvarpsins höfðu samtals náð
hundrað klukkutímum. Til samanburðar náðu
umræður um Kárahnjúka 39 klukkustundum
og umræður um aðgang að EES-svæðinu rúm-
lega hundrað. Ekki er útlit fyrir að enda-
sprettinum hafi verið náð því í gærkvöldi voru
enn níu manns á mælendaskrá og sagði Ög-
mundur Jónasson, þingmaður VG, t.a.m. að
hans síðari ræða yrði ítarlegri en sú fyrri – þá
talaði hann í tæpar tvær klukkustundir. | 10
Morgunblaðið/Golli
Lengstu umræður síðustu ára