Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag mánudagur 26. 2. 2007 fasteignir mbl.is Hvar á þvottavélin að vera þegar þröngt er? » 33 fasteignir FORMAÐUR FASTEIGNASALA „AUKIN EFTIRSPURN EFTIR FASTEIGNUM OG GÓÐ SALA,“ SEGIR INGIBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR, NÝR FORMAÐUR FÉLAGS FASTEIGNASALA » 29 VEXTIR FRÁ AÐEINS Miðað við myntkörfu 4, Libor-vextir 29.1.2007. 3,2% F í t o n / S Í A Þannig er mál með vexti ... ... að það er hægt að létta greiðslubyrðina. Stjórnstöðvar fyrir hitakerfi HINGAÐ til hefur varla verið litið á íslenska ofna, hannaða fyr- ir hitaveituvatn, sem híbýlaprýði, en vissulega eru þeir það oft og líka innfluttir ofnar af ýmsu tagi. Svanfríður Lárusdóttir verslunarstjóri Ofnasmiðjunnar- Rýmis hf. segir að ofna megi bæði fá á vegg, í horn eða boga- dregna og suma jafnvel með sæti á. » 22 Morgunblaðið/G.Rúnar Skrautlegir ofnar HINN vinsæli áfangastaður ferðamanna á Suðurlandi, Eden í Hveragerði, er til sölu. Auk gróðurhúsa og verslunar- og veitingasölu og sem flestir þekkja í sjón liggur fyrir deili- skipulag sem gerir ráð fyrir 1500 fm stækkun gróðurhúsa á einni hæð og fjögurra hæða hóteli með 100 herbergjum. » 2 Eden í Hveragerði til sölu Morgunblaðið/Rax Bergrisi Gróðurkarlinn þekkti í Eden var útbúinn úr væn- um haug af úrítani með dúk sem fylltur var með grasfræi ff.is mánudagur 26. 2. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir HK og Valur efst og jöfn að stigum í handboltanum>> 3, 8 DROGBA ER FUNHEITUR SKORAÐI BÆÐI MÖRK CHELSEA Í 2:1 SIGRI LIÐSINS Á ARSENAL Í ÚRSLITUM DEILDABIKARKEPPNINNAR >> 2 „Ég valdi GOG fyrst og fremst vegna þess að ég sé fram á að fá að leika í 60 mínútur í hverjum leik sem er tals- vert annað en ég bý nú við í Þýska- landi,“ sagði Ásgeir Örn í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann er lýk- ur í vor tveggja ára samningi hjá Lemgo. „Ég þarf fyrst og fremst að leika meira en ég hef gert. Sá lær- dómur sem ég hef dregið af dvöl minni í Þýskalandi er sá að stóru lið- in eru fyrst og fremst fyrir fullmót- aða handknattleiksmenn, en síður fyrir unga menn sem þurfa fyrst og fremst á leikreynslu að halda til þess að þroskast sem handknattleiks- menn,“ sagði Ásgeir Örn, sem er á 23. aldursári. GOG hefur um langt árabil verið meðal fremstu handknattleiksliða Danmerkur og oft orðið danskur meistari. Liðið tók þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í haust en féll úr keppni fyrir Ciudad Real í tveimur leikjum í 16 liða úrslitum. Sem stendur er GOG í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig að loknum 17 leikjum, á leik inni á Viborg sem er stigi á undan. „Það er mikill hugur í forráða- mönnum GOG. Nýr þjálfari kemur til liðsins í sumar, Ulf Schevert, sem m.a. hefur þjálfað danska og gríska landsliðið. Ég talaði við hann nokkru sinnum áður en ég gerði upp hug minn og mér líst afar vel á þær hug- myndir sem hann hefur og er mjög spenntur fyrir að vinna undir hans stjórn,“ sagði Ásgeir þegar Morgun- blaðið náði tali af honum í gær. Ásgeir var um tíma orðaður við þýska 2. deildar liðið Füchse Berlin og einnig var danska úrvalsdeildar- liðið Bjerringbro/Silkeborg á höttun- um á eftir Ásgeiri og reyndar Snorrra Steini einnig. Eftir nokkra yfirlegu ákváðu þeir félagar að velja GOG enda samningur félagsins mjög hagstæður, eftir því sem heimildir Morgunblaðsins herma. „Jú, samningurinn er góður en mestur máli skiptir þó að ég sé fram á að fá að spila mikið á næstur tveim- ur árum og það er einmitt það sem ég þarf til að bæta mig,“ sagði Ásgeir. Ekki skref aftur á bak „Það er léttir að samningurinn skuli vera í höfn þannig að maður geti ýtt þessum málum frá sér, en þau hafa tekið mikinn tíma frá því að HM lauk,“ sagði Snorri Steinn í gær. Spurður sagðist Snorri ekki líta á ákvörðun sína sem skref aftur á bak, en hann hefur undanfarin fjögur ár leikið í Þýskalandi, nú með GWD Minden en áður Grosswallstadt. „Ég hefði aldrei skrifað undir hjá GOG ef ég liti á það sem skref aftur á bak á mínum ferli að fara til félags- ins. Það er alveg ljóst að ég er að fara til betra liðs en ég er hjá núna. Hins vegar er danska deildin ekki eins sterk og sú þýska en ég tel mig betur settan hjá toppliði í Danmörku en hjá botnliði í Þýskalandi. Það var skýrt í mínum huga að kæmist ég ekki að hjá einum af topp- liðunum í Þýskalandi þá langaði mig að reyna mig í öðru landi. Mér hefur liðið vel í Þýskalandi og á þessum fjórum árum hef ég gengið í gegnum dýrmætan skóla. Með því að fara til Danmerkur er ég heldur ekki að loka fyrir þann möguleika að snúa til baka til Þýskalands einn góðan veður- dag,“ sagði Snorri Steinn. Íslenskir handknattleiksmenn söðla um – „Ég þarf fyrst og fremst að leika meira,“ segir Ásgeir Snorri Steinn og Ásgeir Örn hafa skrifað undir hjá GOG LANDSLIÐSMENNIRNIR í hand- knattleik, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson, skrif- uðu í gær undir samning við danska úrvalsdeildarliðið GOG frá Svend- borg á Fjóni. Þeir ganga til liðs við félagið í sumar og er samningur þeirra til tveggja ára með mögu- leika á uppsögn jafnt sem kosti á framlengingu til eins árs að þeim tíma liðnum. Ásgeir segist ánægður með ákvörðun sína og hjá félaginu fái hann að leika mun meira en hann hefur gert hjá Lemgo í Þýska- landi. Morgunblaðið/Günther Schröder Snorri Steinn Guðjónsson, til vinstri, og Ásgeir Örn Hallgrímsson eru báðir búnir að semja við danska liðið GOG frá Svendborg til tveggja ára. Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is EGIL Östenstad, framkvæmdstjóri norska knattspyrnufélagsins Vik- ing Stavanger, staðfesti um helgina að hann hefði haft samband við enska félagið Tottenham Hotspur með það fyrir augum að fá íslenska landsliðsmanninn Emil Hallfreðsson í sínar raðir. Emil hefur verið hjá Tottenham í tvö ár án þess að fá tækifæri með aðalliðinu og var leigð- ur til Malmö FF í Svíþjóð allt síðasta tímabil. Samningur hans við Tott- enham rennur út í vor. „Við höfum haft samband við Tottenham en ekki hafið samninga- viðræður, hvorki við félagið né leikmanninn. En við höfum áhuga, ann- ars hefðum við ekki talað við Tottenham. Okkur vantar leikmann í hans stöðu í okkar liði,“ sagði Östenstad við dagblaðið Rogalands Avis. Hannes Þ. Sigurðsson, fyrrum félagi Emils hjá FH sem er nýbúinn að semja við Viking, sagði við Stavanger Aftenblad í gær að hann hefði rætt við Emil síðasta föstudag. „Það lítur út fyrir að hann sé spenntur fyrir því að koma til okkar. Hann vill koma ferlinum á almennilegt flug og ég sagði honum að Viking og Stavanger væru rétti vettvangurinn til þess,“ sagði Hannes við blaðið. Birkir Bjarnason leikur einnig með Viking og þá hefur komið fram að félagið hefur augastað á Gylfa Einarssyni hjá Leeds. Viking vill fá Emil frá Tottenham Hotspur Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 22/23 Staksteinar 8 Bréf 23 Veður 8 Minningar 24/28 Viðskipti 11 Leikhús 30 Úr verinu 12 Myndasögur 32 Erlent 13 Dagbók 33/37 Menning 14, 29/32 Staður og stund 34 Vesturland 15 Víkverji 36 Daglegt líf 16/19 Bíó 34/37 Forystugrein 20 Ljósvakar 38 * * *  Hagsmunasamtökin Hagur Hafn- arfjarðar hvetja Hafnfirðinga til þess að samþykkja stækkun álversins í Straumsvík og segja að verði stækk- unin ekki samþykkt í kosningunum 31. mars sé afkoma um 1.500 Hafn- firðinga í hættu. Ingi Rútsson, for- maður samtakanna, sagði á kynning- arfundi samtakanna í gær að þeir sem að baki þeim stæðu, fyrirtæki og einstaklingar, lifðu á álverinu og hefðu gert það í áraraðir. Í um- ræðunni að undanförnu hefði verið vegið að þessu fólki og það hefði ekki lengur efni á því að þegja. » Baksíða  Heilbrigðisstofnun Bandaríkj- anna, NIH, hefur veitt dr. Júlíusi Friðrikssyni, talmeinafræðingi og aðstoðarprófessor við Háskóla Suð- ur-Karólínu, 1,7 milljóna dollara (um 113 milljóna króna) styrk til rann- sókna á bata eftir heilablóðfall. Júlíus segir styrkinn nokkuð háan, en styrkurinn er veittur frá 1. apríl næstkomandi og er til fimm ára. Júl- íus hefur unnið að þessum rann- sóknum í fimm ár og hafa þær eink- um beinst að málstoli í kjölfar heilablóðfalls. » Baksíða  Æskilegt er að vegleiðir innan Vatnajökulsþjóðgarðsins verði með tímanum lagðar bundnu slitlagi. Er þetta mat ráðgjafarnefndar um- hverfisráðuneytisins um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Tekur nefnd- in undir tillögur um nauðsyn þess að leggja uppbyggða vegi á a.m.k. tveimur stöðum þar sem hægt verði að komast á jökul nær allt árið um kring. Segir í skýrslu nefndarinnar að með vaxandi fjölda gesta, sem í þjóðgarðinn koma, verði nauðsynlegt að bæta samgöngur innan hans. » 6  Strandsiglingar eru nauðsyn- legar fyrir vöxt atvinnulífs, að mati Gríms Atlasonar, bæjarstjóra í Bol- ungarvík. Hann segir að því hafi ranglega verið haldið fram að bannað sé að niðurgreiða strandflutninga og að Eftirlitsstofnun EFTA myndi koma í veg fyrir það. » 4  Kristín Ingólfsdóttir, rektor Há- skóla Íslands, segir að Íslendingar þurfi að byggja hratt upp rannsókn- artengt framhaldsnám til að dragast ekki aftur úr öðrum Evrópuríkjum í mótun og uppbyggingu þekking- arsamfélags. Til að ná markmiðum Evrópusambandsins þyrfti þekking- arsamfélag og atvinnulíf hér á landi á um 100 nýjum doktorum að halda á ári hverju. » 6 Erlent  Rigoberta Menchú, handhafi frið- arverðlauna Nóbels og einn helsti leiðtogi indíána í Mið-Ameríkuríkinu Gvatemala, hyggst bjóða sig fram í forsetakosningum sem fram fara í septembermánuði. » 13  Franski þjóðernissinninn Jean- Marie Le Pen hóf í gær baráttu sína fyrir forsetakosningarnar í vor. Le Pen, sem er 78 ára, verður í framboði í fimmta skipti. » 13 Viðskipti  Verðmæti innflutnings til Fær- eyja nam á síðasta ári 55,2 millj- örðum íslenskra króna og hefur auk- ist um rúm 3%, samkvæmt bráðabirgðatölum færeysku hagstof- unnar. Sé skipainnflutningur ekki tekinn með í reikninginn er aukn- ingin hins vegar mun meiri, eða um 22%. » 11 ÞAÐ ER farið að þrengja nokkuð að flotanum við bryggjuna í Vest- mannaeyjum því gámar undir frysta loðnu taka stöðugt meira pláss við bryggjuna. Fyrir helgi voru 199 frystigámar í gangi með tilheyrandi rafmagnsnotkun og hafa þeir aldrei verið fleiri í gangi í einu. Í hverjum gámi eru um 24 tonn af loðnuafurð- um og því biðu á bryggjunni 4.776 tonn af loðnu. Allt að fyllast Steingrímur Svavarsson, rafvirki hjá Geisla, hefur haft yfirumsjón með frystigámum Eimskips. Á föstudaginn sagði hann að allt væri að fyllast hjá sér. „Ég fór að skoða þetta í gær og mér sýndist vera hægt að troða 10 til 15 gámum á svæðið í Friðarhöfn. Við vorum farnir að skoða það að fara með gáma á svæðið vestan við Heima- klett en þetta hefur sloppið til þessa,“ sagði Steingrímur en hann hefur nánast verið á sólarhrings- vakt síðustu daga enda mikilvægt að gámarnir missi ekki rafmagn. Hann segir alla samstiga í að bjarga verðmætum og því sé sann- kölluð vertíðarstemning hjá honum eins og er í frystihúsunum. „Það eru allir að bjarga verðmætum og það leggjast allir á eitt, hafnarstarfs- menn, starfsmenn Hitaveitu Suður- nesja, rafvirkjar og allir sem vinna að þessu.“ Geta fryst 600 tonn á sólarhring Byrjað var að skipa út gámum síðdegis á föstudaginn en Stein- grímur segir hins vegar fljótt að bætast við á ný. „Frystigeta Ís- félagsins og Vinnslustöðvarinnar er um 600 tonn á sólarhring. Við þetta bætast svo vinnsluskipin þannig að frystigetan í Eyjum er í kringum 1.000 tonn á sólarhring. En eins og ég segi erum við bara að bjarga verðmætum og þegar svo er leggj- ast allir á eitt.“ Aldrei fleiri gámar í gangi Tæp 5.000 tonn af loðnuafurðum biðu útskipunar í Vestmannaeyjum í gær Morgunblaðið/Sigurgeir Vertíð Steingrímur Svavarsson, rafvirki hjá Geisla, hefur haft yfirumsjón með frystigámum Eimskips, en þá þarf alla að tengja við rafmagnið. FÉLAGSMENN í Læknafélagi Reykjavíkur (LR) gera þá skýlausu kröfu til Sivjar Friðleifsdóttur, heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra, „að hún hlutist til um viðunandi lausn vegna hinnar ólögmætu stjórnsýslu undirmanna sinna. Þetta kemur fram í ályktun vegna réttaröryggis starfsmanna Land- spítala – háskólasjúkrahúss (LSH) sem samþykkt var einróma á fé- lagsfundi LR 22. febrúar síðastlið- inn. Tilefni ályktunarinnar er að Hér- aðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að forsenda brott- vikningar Stefáns E. Matthíassonar frá LSH hafi ekki átt sér lagastoð. „Í stað þess að virða hina end- anlegu niðurstöðu dómsins og ráða Stefán aftur til starfa ákváðu yf- irstjórnendur Landspítala að við- halda hinu ólögmæta ástandi. Með því veltu þeir ábyrgðinni af ólög- mætum gjörðum sínum yfir á skatt- greiðendur þessa lands í formi skaðabótakröfu á hendur Landspít- ala af hendi Stefáns sem þegar er fram komin,“ segir m.a. í ályktun félagsfundar LR. Ennfremur segir í ályktuninni að ákvörðun yfirstjórnenda LSH vegi að grundvallarréttaröryggi allra starfsmanna Landspítala – ekki ein- göngu lækna. Einnig dragi hún úr trúverðugleika og trausti stofnunar- innar meðal sjúklinga, starfsmanna og skattgreiðenda. Ákvörðunin hafi enda þegar verið harðlega átalin af hálfu stjórna Læknafélags Reykja- víkur og Læknafélags Íslands, aðal- fundi Læknafélags Íslands og nú síðast miðstjórn Bandalags háskóla- manna. Þá segir í ályktuninni: „Með hagsmuni sjúklinga í huga er mikilvægt að friður ríki um starf- semi Landspítala – háskólasjúkra- húss og reyndar ekki síður að þar sé farið að íslenskum lögum.“ Krefjast þess að ráð- herra hlutist til um lausn Í HNOTSKURN » Dómur HéraðsdómsReykjavíkur í máli Stefáns E. Matthíassonar, yfirlæknis æðaskurðlækningadeildar Landspítala – háskólasjúkra- húss, gegn sjúkrahúsinu féll 29. júní 2006. » Dómsorðin voru svohljóð-andi: „Áminning sem stefndi, Landspítali – háskóla- sjúkrahús, veitti stefnanda, Stefáni Matthíassyni 31. októ- ber 2005 telst ólögmæt.“ LEIKRITIÐ um Ronju ræningjadóttur var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í febrúar í fyrra, nú hafa 25 þúsund manns séð verkið og í gær náði það þeim áfanga að vera sýnt í fimmtugasta sinn. Af því tilefni fagnaði leik- hópurinn og á myndinni má sjá Arnbjörgu Hlíf Vals- dóttur sem er Ronja, Þórhall Sigurðsson og Sóleyju Elí- asdóttur, sem leika foreldra Ronju, og leikstjórann Sigrúnu Eddu Björnsdóttur þakka áhorfendum fyrir. Morgunblaðið/Ómar Fimmtíu sýningar á Ronju VARÐSKIP er væntanlegt til Akra- ness í dag með loðnuskipið Antares VE-18 í togi. Aðalvél loðnuskipsins bilaði um miðjan dag á laugardag þar sem skipið var á siglingu um 6 sjómílur norður af Óðinsboða á Húnaflóa. Á svæðinu var norðaustan 12–15 m/s vindur og tók Antares þegar að reka í átt að boðanum. Skipið var með um þúsund tonna loðnufarm á leið til Þórshafnar. Togarinn Frosti var næstur skipa og hélt þegar á vettvang. Einnig var þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF send áleiðis til öryggis. Skipverjum á Antares tókst að gangsetja vélina til bráðabirgða, áður en togarinn og þyrlan komu á vettvang, og forða sér á frían sjó frá boðanum. Þar eð við- gerðin var ekki fullnægjandi tók Frosti Antares í tog og dró skipið vestur um. Varðskip tók síðan við að draga Anatares um kl. 8 í gærmorg- un og var stefnan sett á Akranes. Antares dreginn til Akraness

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.