Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HELSTU áherslumál 60+ og Samfylkingar:  Lífeyrir dugi til framfærslu.  Frítekjumark lífeyrisþega verð hækkað og nái jafnt til lífeyris- og atvinnutekna.  Skattur á lífeyrissjóðstekjur lækki í 10%.  Stórátak í byggingu hjúkrunar- heimila – burt með biðlistana.  Skattleysismörk verði hækkuð í samræmi við launabreytingar.  Tekjur maka skerði ekki trygg- ingabætur lífeyrisþega. Velferð með umhyggju frá vöggu til grafar – baráttufundur Hver man ekki ævintýrið um hana Öskubusku og sorgina yfir því óréttlæti að svikulu systurnar fengu að fara á ballið en ekki hún? Hver man ekki blússandi gleðina þegar hið sanna kom í ljós og stjúpan og systurnar fengu makleg málagjöld og Öskubuska náði á ballið fyrir til- stilli álfkonunnar góðu? Þannig verður uppreisn þess eldra fólks sem samfélag gráðugra og spilltra stjórnmálamanna, með feita eft- irlaunasjóði, hefur dæmt til að dvelja fátækt og í kös, í öskustóm okkar tíma, á biðlistum eftir hjúkr- unarheimilum. Rífandi fínir, rosknir Reykvík- ingar fjölmenntu á baráttufund 60+ og Samfylkingar um velferð eft- irlaunafólks 18.2. sl. Baráttufundur með kaffi og vínarbrauði er við hæfi í henni Reykjavík á sunnudegi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, form. Samfylkingarinnar, Ásta R. Jóhannesdóttir, þingkona, og Ellert Schram, varaþingmaður og formað- ur stjórnar 60+, ávörpuðu öll sam- komuna. Öllum mæltist þeim vel og fengu þau hvetjandi lófatak að laun- um. Framkvæmdasjóður aldraðra – svik á svik ofan Þungt var í fólki í þéttsetnum salnum. Þó vantaði mörg þeirra sem byggðu upp bæinn, t.d. á árum barnasprengjunnar á sjötta ára- tugnum. Hvernig á það fólk sem byggði heilu hverfin eins og Sundin, Heimana, Vogana og smáíbúða- hverfið, nánast með berum höndum, að skilja þennan endemis aum- ingjaskap eða óráðvendni ráða- manna á sama tíma og milljörðum er varið í alls kyns pjatt eins og sendiráð í fjar- lægum löndum. Nú er þetta sama fólk, sumt veikt og lúið, á hrakhól- um, leitandi að hjúkr- unarheimili eða öðru viðeigandi húsnæði með einhverri þjónustu sem sárvantar til að hjálpa fólk að halda virðingu sinni og sjálfstæði sem lengst. Til að auðvelda það, þegar til kæmi, stuðlaði þessi sama kynslóð m.a. að stofnun Fram- kvæmdasjóðs aldraðra. Stjórnvöld undanfar- inna ára hafa hins vegar svikist aftan að eldra fólkinu og ekki byggt upp fjölbreytt búsetu- úrræði eins og til stóð með tilstyrk þessa sjóðs. Stjórnvöld hafa auk heldur seilst í sér- merktan sjóðinn og sett fé úr honum í annað. Þetta er feimnismál enda soralegt siðleysi sem ekki er beinlínis flíkað af þeim sem trúað var fyrir sjóðnum og verkinu. Til að komast á ballið þarf álfkonu Álfkonur okkar tíma eru konur eins og Ingibjörg Sólrún. Ég hlýt að vekja athygli femínista, eldri borg- ara og annarra kjósenda á þeirri staðreynd að Ingibjörg Sólrún er, sem formaður flokks síns, eina kon- an sem á raunverulegt tækifæri í vor til að verða í forsæti næstu rík- isstjórnar, vel að merkja ef við kjós- um Samfylkinguna! Sólrún lofaði mörg hundruð manns á fundinum í gær (18.2.) að taka ærlega til hendi hvað kjör elstu kynslóðarinnar varðar, komist hún og Samfylkingin í ríkisstjórn í vor. Við það mun hún standa. Samræðustjórnmál samhliða athafnastjórnmálum Ég hef unnið með Ingibjörgu Sól- rúnu frá upphafi Kvennaframboðs. Alltaf munaði um hana hvort heldur var í umræðum eða aðgerðum. Hún tók til hendi – hlífði sér aldrei – var aldrei í „prinsessuhlutverki“ – hvort sem var við tiltektir á Hótel Vík eða í borgarstjórn. Þegar hún var orðin borgarstýra kom tækifæri til að láta að sér kveða. Hún setti leikskóla- og grunn- skóla í forgang, leik- skólinn var opnaður fyrir fleiri börnum og byggt var við grunn- skóla til að geta lengt viðveru og boðið nem- endum inn af götunni. Það var hreinsað til í borgarstjórn. Nú ætl- ar Sólrún enn á ný að einhenda sér í tiltektir og færa kjör fólks á lífeyrisaldri til betri vegar. Við trúum orð- um hennar og treyst- um. Gamalt fólk kvíðir því að liggja ut- angarðs eða í þéttri kös óþvegið og ósjálf- bjarga með ókunnug- um í ellinni. Þarna hét Ingibjörg Sólrún því að hrista þetta siðleysi af höndum sér. Það er siðleysi að elsta fólkið skuli búa við öryggisleysi og kvíða fyrir því að enda ævidagana í fátækt og reiðileysi vegna skorts á húsnæði og umhirðu. Það færðist depurð yfir prúðbúna fólkið sem sat téðan fundi í gær þeg- ar rennt var yfir stöðuna. Nú eru hér um 500 manns er á biðlista eftir hjúkrunarrými, þar af eru um 200 í brýnni þörf. Auðvitað kvíða því flestir að eiga þá framtíðarsýn eina að lenda í fátæktargildru og á ver- gangi, eða verða ósjálfbjarga, bú- andi á margbýli með ókunnugu fólki síðustu árin. Þessa þjóðarskömm verðum við að þvo af okkur hið snar- asta. Gamalt fólk hefur ekki tíma til að bíða áratugum saman eftir úrbót- um. Stöndum nú saman og styðjum alla sem vilja og geta veifað töfra- vendi til að fólk á efri árum geti bor- ið höfuðið hátt og lifað mannsæm- andi lífi allt til enda! Úr öskustónni – beint á ballið í höllinni Elín G. Ólafsdóttir fjallar um málefni aldraðra og áherslumál 60+ og Samfylkingar » Gamalt fólkkvíðir því að liggja utangarðs eða í þéttri kös óþvegið og ósjálfbjarga með ókunnug- um í ellinni. Elín G. Ólafsdóttir Höfundur er fv. kennari og borgarfulltrúi Kvennalistans. FÉLAG grunnskólakennara hefur nýverið sent upplýsingabækling til allra heimila í landinu með útskýr- ingum á vinnutíma kennara. Þetta er gert í þeim tilgangi að reyna að út- rýma goðsögnum um vinnutíma kennara. Nú er kominn tími til að samfélagið og þá sér- staklega alþingismenn, sveitarstjórnarmenn og starfsmenn hins op- inbera hætti að halda því fram að vinnutími kennara sé styttri en annarra launamanna. Við flutning grunn- skólans frá ríki til sveit- arfélaga var fullyrt að verið væri að stíga gæfuspor í skóla- málum. Rökin voru þau að tilfærslan myndi leiða til betra aðhalds á skóla- kerfinu og færa þjónustuna nær neytandanum. Einnig var því haldið fram að sveitarstjórnarmenn hefðu meiri metnað til þess að reka góðan grunnskóla en ríkið. Kennarar voru mjög vantrúaðir á þessi rök og voru kennarar almennt á móti því að verða starfsmenn sveit- arfélaga. Kennarasamband Íslands (KÍ) benti ítrekað á að sveitarfélögin væru í reynd að láta ríkið snuða sig og hækkun á útsvari væri engan veg- inn næg til að mæta kostnaði við rekstur grunnskólans. Það kom fljótlega í ljós að ótti kennara var á rökum reistur og metnaður sveitarstjórnarmanna var mikill í orði en ekki á borði þegar kom að því að semja um kjör kenn- ara. Hins vegar hefur verið gert vel í bygging- armálum margra skóla til að mæta nýjum að- stæðum vegna einsetn- ingar grunnskóla. En magn og gæði bygginga gera ekki grunnskólann góðan. Það er innra starf hvers skóla sem skapar gæði í skóla- starfi og það er leitt áfram af grunn- skólakennurum undir faglegri for- ystu skólastjóra. Um áramótin 2000–2001 var samið um verulegar breytingar á kjara- samningi kennara sem tóku gildi 1. ágúst 2001. Stór hópur kennara var verulega óánægður með þann samn- ing sem endurspeglaðist í mjög harðri kjarabaráttu 2004. Í kjara- samningnum 2001 var gengið veru- lega á kjarasamningsbundin réttindi kennara og vinnutíminn sveigður „til nútímalegra horfs“ eins og fulltrúar sveitarfélaga orða það í sínum mál- flutningi. Grunnlaun (dagvinnulaun) kennara voru hækkuð „verulega“ að mati Launanefndar sveitarfélaga (LN), gegn því að vinnutíminn breyttist. Sporslur og föst viðbót- arlaun, s.s. stílapeningar, voru færð inn í grunninn. Skólastjórum var fal- in sérstök verkstjórn með rúmlega 9 klst. á viku í stað 3 klst. á alla kenn- ara áður. Tími til undirbúnings og úrvinnslu kennslustunda var styttur úr 28 mínútum á hverja kennslu- stund í 20 mínútur. Kennsluafsláttur var tekinn af sérkennurum og tón- menntakennurum. Kennsluafsláttur sem nam einni kennslustund eftir 15 ára kennsluferil var afnuminn. Skólaárið var lengt um 10 daga úr 170 dögum eins og lög kveða á um í 180 daga. Ef þetta allt er skoðað hefur kennslumagn á hvern kennara á árs- grundvelli ekki minnkað. Ef eitthvað er hefur kennslumagnið aukist þrátt fyrir að í kjarasamningi aðila 2004 hafi verið samið um lækkun kennslu- skyldu úr 28 fjörutíu mínútna kennslustundum í 26 á viku. Þess ber að geta að framhaldsskólakennarar kenna 24 fjörutíu mínútna kennslu- stundir á viku og engin rök mæla með því að misræmi sé á kennslu- skyldu á þessum tveimur skólastig- um. Þar að auki eru framhaldsskóla- kennarar með hátt í 50 þúsund kr. hærri dagvinnulaun að meðaltali en grunnskólakennarar. Félag grunnskólakennara (FG) hefur ítrekað bent á að það er ekki kjarasamningur grunnskólakennara sem hamlar skólastarfi. Á hinn bóg- inn heldur LN sveitarfélögum lands- ins í spennitreyju í krafti samnings- umboðs síns. Með þessu og einstrengingslegri túlkun kjara- samnings hefur LN neikvæð áhrif á framkvæmd skólastarfs. Hún túlkar samninginn sem hámarkssamning en hann er að sjálfsögðu lágmarks- samningur. Ef einstökum sveit- arfélögum hugnast að gera betur við starfsmenn sína og bæta skólastarf er ekkert í kjarasamningi sem tak- markar það annað en það að ekki má undirbjóða lágmarksamninginn sem í gildi er milli aðila. Vinnutími grunnskólakennara er eins og annarra launþega á Íslandi 1.800 vinnustundir á ári. Vinnutím- inn skiptist með öðrum hætti en hefðbundið er eins og á við um fjöl- margar stéttir. Í meginþáttum skipt- ist vikulegur vinnutíminn (42,86 klst. á viku) í þrjá hluta á starfstíma skóla, þeir eru: Kennsla (18 klst. á viku), undirbúningur og úrvinnsla kennslu (10 klst. á viku) og vinna undir verk- stjórn skólastjóra (rúmlega 9 klst. á viku), afgangurinn er lögbundnir kaffitímar og samningsbundnar frí- mínútur (rúmlega 5 klst. á viku). Kennarastarfið felur í sér sveigj- anlegan vinnutíma, sem felst í því að undirbúningur og úrvinnsla kennsl- unnar (10 klst. á viku) er á forræði kennarans. Hann hefur val um að skila þessum vinnutíma heima hjá sér eða á þeim stað sem hann velur sjálfur. Fjöldi kennara kýs að skila þessum vinnutíma á vinnustað. Álag upp á 2,86 klst. umfram 40 klst. vinnuviku, er gert til að mæta jólafríi og páskafríi nemenda, en með þessu vinna kennarar af sér rúmlega 13 fulla vinnudaga. Það er löngu tímabært að menn hætti að karpa um vinnutíma kenn- ara en beini fremur kröftum sínum að því gera góðan skóla betri. Hugleiðing um vinnutíma kennara Þórður Á. Hjaltested fjallar um kjaramál kennara » Það er löngu tíma-bært að menn hætti að karpa um vinnutíma kennara en beini fremur kröftum sínum að því gera góðan skóla betri. Þórður Á. Hjaltested Höfundur er varaformaður Félags grunnskólakennara. VIÐ alþingismenn fáum fjöldann allan af boðum um að mæta á fundi og ráðstefnur og ýmiss konar uppá- komur. Í janúar barst okkur tölvupóstur með boði á tónleika sem báru heitið Járn í járn og voru haldnir í þeim tilgangi að vekja at- hygli á starfsemi Tón- listarþróunarmiðstöðv- arinnar (TÞM). Ég fór og kynnti mér þessa starfsemi, hitti frum- kvöðlana og nokkrar hljómsveitir. Ég verð að viðurkenna að ég var mjög hrifinn af því sem ég sá og heyrði og ákvað því að hreyfa við þessu máli á Alþingi. Þarna fær ungt hæfi- leikafólk á tónlist- arsviðinu tækifæri til að vaxa og þroskast við tómstundaiðju sína undir eftirliti og hand- leiðslu umsjón- armanna. Gróskan í ís- lenskri tónlist er ekki tilviljun heldur af- rakstur ötuls starfs frumkvöðla. Tónlist- arþróunarmiðstöðin er við Hólmaslóð í Reykjavík. Þar eru 15 æfingarými og þar æfa um 50 hljóm- sveitir. Flestar eru þær skipaðar ungu fólki og þarna eru það undir eft- irliti í húsnæði sem er vaktað og með- ferð áfengis og vímuefna er bönnuð. TÞM er byggð upp að sænskri fyr- irmynd. Þar opnuðu einkaaðilar æf- ingahúsnæði fyrir um 15 árum. Fljót- lega varð allt fullt og yfirvöld félags- og tómstundamála borgarinnar og sænska ríkið sáu sér hag í að koma að rekstri húsnæðisins vegna þess fé- lags- og forvarnargildis sem það hafði. Í Svíþjóð eru menn á einu máli um að þetta æfingahúsnæði og önnur sem spruttu upp í kjölfarið séu vagga sænskrar nýsköpunar í tónlist. Gróskan í íslenskri tónlist sem kristallast á Airwaves-tónlistarhátíð ár hvert er ekki tilviljun heldur uppskera ötuls starfs frumkvöðla og sá tónlistarmaður sem okk- ur er kannski efst í huga í dag hlaut einmitt eldskírn sína hjá TÞM. Hér er ég að tala um El- ísabetu Lovísu sem gengur undir lista- mannsnafninu Lay Low. Nú er staðan þannig að framtíð TÞM er óljós vegna fjárskorts. Ég fæ ekki betur séð en TÞM sinni góðu starfi í þágu tónlistar og að þar þríf- ist jafnframt góður og uppbyggjandi fé- lagsskapur fyrir ungt fólk. Í ljósi félags- og forvarnargildis ætti það ekki að vefj- ast fyrir ríkisvaldinu að veita TÞM fjárstuðning í framtíðinni, tónlistinni og ungu fólki til heilla. Tónlistarþróunar- miðstöðin Valdimar Leó Friðriksson fjallar um starfsemi Tónlistar- þróunarmiðstöðvarinnar Valdimar Leó Friðriksson Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins. » Gróskan í ís-lenskri tón- list sem kristall- ast á Airwaves- tónlistarhátíð ár hvert er ekki til- viljun heldur uppskera ötuls starfs … MORGUNBLAÐIÐ hefur tekið í notkun móttökukerfi fyrir að- sendar greinar. Formið er að finna ofarlega á forsíðu fréttavefjarins www.mbl.is undir liðnum „Senda inn efni“. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerfið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerðan reit. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í umræðuna eða minningargreinar, eru vinsamleg- ast beðnir að nota þetta kerfi. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 569-1210. Nýtt móttökukerfi greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.