Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Lykillinn, gjörið svo vel, athugið að reykingar eru ekki leyfðar innan dyra og nú þarf líka að fara út til að gera hitt. VEÐUR Nicolas Sarkozy, forseta-frambjóðandi hægri manna í Frakklandi, sækir nú stíft inn á miðjuna í kosningabaráttunni. Ekki sízt vegna þess að nýr frambjóð- andi miðjuflokks er kominn til sög- unnar, Francois Bayrou, sem virð- ist geta orðið bæði Sarkozy og Royal skeinuhættur.     Athyglisvert erað sjá hvaða aðferðir Sarkozy notar til að sækja inn á miðjuna. Hann ræðst að þeim sem inn- heimta háa leigu og þeim sem ná fram „gíf- urlegum hagn- aði“.     Í International Herald Tribune sl.föstudag er eftirfarandi haft eft- ir Sarkozy: „Ég get ekki fallizt á að kapítal- isminn vinni í þágu einhverra sjóða sem kaupa upp fyrirtæki og byrja á að reka 25% af starfsmönnunum.“ Og ennfremur: „Ég trúi á frjáls viðskipti en frjáls viðskipti, sem lúta lögum og reglum, þar sem ríkið skiptir sér af og bætir fyrir félagsleg, pen- ingaleg og umhverfisleg undirboð“ og bætti við að Evrópa yrði að „verja sig gegn misnotkun sam- keppnisaðila og undirboðum frá Asíu.“     Áður hafði Ségolene Royal sagtað stöðva yrði „óheftan fjár- málahagnað“ og í nýrri bók eftir Jacques Chirac segir núverandi Frakklandsforseti, sem kemur úr röðum hægrimanna, að frjáls- hyggja sé dæmd til að tapa ekki síður en kommúnisminn.     Þetta eru athyglisverð umskiptihjá Sarkozy sem hingað til hef- ur verið talinn talsmaður harðrar hægristefnu. Andstæðingar hans segja að hann sverji sig í ætt við Blair og sé til vinstri við Schröder. STAKSTEINAR Nicolas Sarkozy Sarkozy breytir um tón SIGMUND                      !  "#   $ %&  ' (                  )'  *  +, -  % . /    * ,                            01     0  2   3 1, 1  ) ,  4  0  $ 5 '67 8 3 #  '                  9  )#:;                  !"  #     $!  !%  &   !      )  ## : )   ! " #$ "$  %  &$ '& <1  <  <1  <  <1  ! %$#  ( ) *+,&-  ;=7 , >         <     .& # , "  / )        0#","   1,    2 )  "  &$ 5  1  3, & # , &$, 4 , & "   )2   &"    1,     56 &77 &$ / & , &( ) 2&34 ?3 ?)<4@AB )C-.B<4@AB +4D/C (-B  2                2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Björg Kristjana Sigurðard. | 25. febrúar Allt er vænt … Nú eru allir flokkar eig- inlega nema Framsókn- arflokkurinn að þykjast vera miklir umhverf- isverndarflokkar. Á for- síðu Moggans í gær var sjálfstæðisfálkinn meira að segja grænn. Það er eins og flokkarnir […] gleymi því að stór hópur fólks sérstaklega á lands- byggðinni er mjög hlynntur frekari stóriðiðjuáformum og mun kjósa með það fyrir augum að þeirri uppbygg- ingu verði haldið áfram. Meira: bjorgkristjana.blog.is Helga Vala Helgadóttir | 25. febrúar Hrútalykt og peningar Við bara verðum að fara að lofta út úr stjórnarráðinu. Hrúta- lyktin þar er orðin ægi- leg. Peningahyggjan hefur tröllriðið sam- félaginu allt of lengi á kostnað fólksins. Ungir sem aldnir eru aukastærð í íslensku samfélagi og ef börnin þyrftu ekki umönnun, ef atvinnulífið þyrfti ekki að treysta á báða foreldrana, þá værum við líka að horfa upp á tveggja ára biðlista […]. Meira: helgavala.blog.is Stefán Friðrik Stefánsson | 25. febrúar Hægri rautt ekki til? Ákvörðun Jakobs Frí- manns um að yfirgefa Samfylkinguna eru merk tíðindi og boða brotthvarf enn eins hægrikratans í aðrar pólitískar áttir. Þarna sést kannski einn af stóru vöndum Samfylkingarinnar; það að hægri- kratarnir telji sig ekki eiga samleið með forystu flokksins. Það er alla- vega greinilegt á skoðanakönnunum að mikill vandi er hjá Samfylking- unni […]. Meira: stebbifr.blog.is Sara Dögg Jónsdóttir | 25. febrúar En eigiði ekki allar börn? Þessa spurningu bar Jón nokkur Ólafsson (Jón góði) upp við Erlu nokkra söngkonu í Dúkkulísunum í þætt- inum sínum núna á laugardagskvöldið. Spurningin stakk mig fyrir margra hluta sakir. Ég velti því fyrir mér hvað það er sem fær spyril eins og Jón til að spyrja sérstaklega kvenpoppara og -rokkara um barnaskarann sem þeim fylgir? Hvers vegna ætti það augljóslega að vera kvenrokkurum erfiðara að vera í „bransanum“ ef þær ættu börn? Af hverju er það þá ekki augljóslega erfiðara fyrir alla strákana í „bransanum“ að koma sér áfram þrátt fyrir öll börnin sem þeir eiga? Jón talaði reyndar um það í sama þætti að hann reyndi allt sem hann gæti til þess að grafa upp kvenrokkara eða -poppara og kvennahljómsveitir til að hafa í þættinum en ekkert gengi – stelp- urnar virtust ekki vera í „brans- anum“. […] Ég er alveg fullviss um að Jón góði horfir ekki á „bransann“ sem meira fyrir stráka en stelpur en menningin segir okkur það og við er- um menningin og getum haft áhrif á menninguna. Áfram stelpur! Meira: saradogg.blog.is Njáll Ragnarsson | 25. febrúar Flottur landsfundur Í dag lauk landsfundi VG eftir þriggja daga fundahöld. Stórglæsi- legur fundur í alla staði. Mér finnst for- réttindi að fá að taka þátt þeim skemmtilegu umræðum sem fóru fram síðustu daga. Samstaðan var alger og um- ræðan málefnaleg. Greinilegt er að flokkurinn sækir í sig veðrið með hverjum deginum sem líður og með samstöðu sem þeirri sem skapaðist á Grand Hóteli um helgina er ljóst að ný og öflugri ríkisstjórn verður mynduð í vor. Sérstaklega var ánægjulegt að lesa forsíðu fréttablaðsins í dag þar sem greint er frá því að VG fengi 15 menn á þing ef kosningar yrðu á morgun. Það eru glæsileg tíðindi og sýna þá sókn sem flokkurinn er í. Meira: njalli.blog.is BLOG.IS STJÓRN Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hef- ur ályktað um þá umræðu og at- burðarás sem upp kom í tengslum við ráðstefnuna Snowgathering. Ráðstefnuna átti að halda hér á landi en þar hugðust ýmsir aðilar tengdir klámiðnaði á Netinu koma saman. Var ráðstefnunni aflýst í kjölfar þess að Radisson SAS Hót- el Saga ákvað að neita ráðstefnu- gestum um gistingu á hótelinu. Ályktun Heimdallar ber yfirskrift- ina „Gleymum ekki grundvallar- gildunum“ og hljóðar svo: „Í ljósi þeirrar umræðu sem ver- ið hefur í tengslum við svonefnda klámráðstefnu hér á landi vill Heimdallur minna á mikilvægi þess að stjórnvöld og málsmetandi aðilar í pólitískri umræðu hér á landi hafi í heiðri hefðir réttarrík- isins. Sömuleiðis er mikilvægt að gleyma ekki grundvallarreglum á borð við að allir séu saklausir uns sekt þeirra sé sönnuð og að sið- ferðismat eigi ekki að ráða för í að- gerðum yfirvalda. Traust stjórn- arfar er forsenda þess að lýðræði fái þrifist. Til þess að svo geti verið verður að virða reglur um jafnræði – líka þegar þær snúa gegn þeim sem stunda iðju og athafnir sem ekki eru öllum að skapi.“ Gleymi ekki grund- vallargildunum Ályktun Heimdallar um klámráðstefnu KOLBRÚN Stefánsdóttir, ritari Frjáls- lynda flokksins, mun leiða lista flokksins í Suð- vesturkjördæmi. Kolbrún starfar nú sem fram- kvæmdastjóri Sjálfsbjargar. Kolbrún er ný- lega gengin til liðs við flokkinn en hún hefur að baki víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, bæði á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Auk þess hefur hún starfað að fé- lagsmálum um áratuga skeið og sat meðal annars í sveitarstjórn á Rauf- arhöfn í sjö ár. Gunnar Örn Örlygs- son var í fyrsta sæti lista Frjáls- lyndra í kjördæminu fyrir síðustu alþingiskosningar en gerðist síðan þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Leiðir lista frjálslyndra Kolbrún Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.