Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 18
fjármál fjölskyldunnar
18 MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Sum börn fá slíka reikningameð inneign að gjöf við fæð-ingu eða skírn, önnur viðfermingu. Það er í það
minnsta aldrei of seint að byrja að
spara aurinn og huga að framtíðinni.
Græddur er jú geymdur eyrir og full
ástæða er til að venja börn á að leggja
til hliðar, þó ekki sé nema í litlum
mæli, eins og með því að safna í bauk-
inn sinn eða leggja inn á banka í
hvert sinn sem þeim áskotnast pen-
ingar, hvort sem það er á afmælum
eða af öðrum tilefnum.
Margar leiðir í boði
Misjafnt er hvaða leiðir fólk velur í
sparnaði fyrir börnin sín en vinsæl-
astar og án allrar áhættu eru svokall-
aðar verðtryggðar innlánsbækur sem
stofnaðar eru í nafni barnsins. Þetta
eru reikningar með fastri ávöxtun og
þeir eru bundnir til átján ára aldurs.
Eins bjóða flestir bankarnir mót-
framlög þegar slíkur reikningur er
stofnaður en ekki er hægt að stofna
þess háttar reikning eftir að barnið
verður 15 ára, þar sem innlegg eru
bundin í þrjú ár. Misjafnt er hvað fólk
leggur háa upphæð inn á framtíð-
arreikninga barna sinna, það getur
verið frá þúsund krónum og alveg
upp í mjög háar upphæðir, þó það sé
sjaldgæfara. Sumir foreldrar leggja
inn á reikninginn mánaðarlega, en
aðrir gera það sjaldnar. Eins eru fjöl-
margar aðrar leiðir í boði fyrir þá
sem vilja ávaxta pund barna sinna,
ýmist verðtryggðir reikningar eða
ekki og bundnir í mislangan tíma.
Börn eiga líka hlutabréf
Áki Sveinsson hjá Glitni segir að
einnig sé til í dæminu að fólk gefi
börnum hlutabréf. „Enda margir
sem kjósa hlutabréf sem langtíma-
fjárfestingu. Í hlutabréfaviðskiptum
er vissulega alltaf einhver áhætta,
sem fólk verður að vega og meta
hverju sinni. Margir blanda þessu
líka saman, eru með ákveðna fjárhæð
fyrir barnið bundna á innlánsreikn-
ingum, en aðra upphæð í hlutabréf-
um. Þegar barni áskotnast fé af ein-
hverjum ástæðum, til dæmis við arf,
þá er best að setjast niður með ráð-
gjafa og velja ávöxtunarleið í samráði
við hann og taka þarf tillit til ýmissa
þátta, með velferð barnsins að leið-
arljósi.“
Sumir foreldrar borga börnum sín-
um fyrirfram greiddan arf og þá þarf
að huga vel að því hvernig skal haga
ávöxtun.
Huga þarf að sköttum
Helena Jónsdóttir hjá Kaupþingi
segir að það færist mjög í vöxt að for-
eldrar velja að leggja reglubundið til
hliðar fjármuni til handa börnum sín-
um, hvort sem er í sjóð eða inn á inn-
lánsreikning.
„Auk hefðbundinna innlánsreikn-
inga sem eru bundnir til 18 ára aldurs
getur fólk einnig valið um að kaupa
inneign í sjóðum hjá Kaupþingi fyrir
börnin sín. Valið stendur þá um að
hafa sparnaðinn á nafni barns eða
forráðamanns en huga þarf sér-
staklega að skattalegri meðferð
slíkra peningagjafa. Í boði eru nokkr-
ar fjárfestingarleiðir sem þýðir að
hægt er að velja hversu mikla áhættu
skuli taka með sparnaðinn.“
Margt smátt verður eitt stórt
Mamma og pabbi eða afi og amma
ættu ekki að finna mikið fyrir því að
leggja í hverjum mánuði ákveðna
upphæð inn á sparireikning barnsins
eða barnabarnsins. Einn eða tveir
þúsundkallar á mánuði í átján ár
verða að dágóðri upphæð og góðu
veganesti út í lífið þegar sjálfræðis af-
mælisdagurinn rennur upp. Þá mun-
ar um að eiga inni á reikningi fyrir út-
borgun í fyrstu íbúð eða hverju öðru
sem fólk vill fjárfesta í. Sumir kjósa
að snerta ekki á aurunum strax, held-
ur halda áfram að leggja fyrir. Og
það gerir unga fólkinu gott að finna
áþreifanlega fyrir því að margt smátt
í langan tíma verður að einu stóru að
lokum.
Ef 5.000 krónur eru til dæmis lagð-
ar inn á framtíðarreikning hjá barni
frá fæðingu í hverjum mánuði í 18 ár,
miðað við 5% ávöxtun, þá er eigandi
reikningsins með um eina milljón og
sjö hundruð þúsund í höndunum á 18
ára afmælinu. Ekki er þá gert ráð
fyrir hækkun á innleggi í takt við
verðbólgu.
khk@mbl.is
Að byggja upp sjóð fyrir börnin
Allir vilja börnum sínum
það besta og eitt af því
sem hægt er að leggja af
mörkum og nýtist af-
kvæmunum vel í framtíð-
inni, er reglubundinn
peningasparnaður frá
mömmu og pabba, afa og
ömmu, frænda eða
frænku. Kristín Heiða
Kristinsdóttir kynnti sér
málin.
"/01!2
3
2
!
"#
$#
%
!
& #
'
()
(
#
*
4
2+
",
#-
* ' $
&
(
"
.
(
*
""/001$
&
"
'
(
5
6
2!
-
( #
/
'
2
*
*
3"
##
$
"
&
#
.
.
4
"
*
"
*
!
*
7 8
"
7
7
5 #
67+%
8
9"
7
7
!.
!:
"
4
(9,,;
(9,);
)9),;
)9+,;
/&
&
1&
1&
1&
1&
<
/= <
/= <
/= <
/=
/&4
""
:
67+%
&>:
8
*
> ? ;/ 1&@
*
/' "
:
Misjafnt er hvað fólk
leggur háa upphæð inn
á framtíðarreikninga
barna sinna, það getur
verið frá þúsund krón-
um og alveg upp í
mjög háar upphæðir.
Sparnaður Mamma og pabbi eða afi og amma ættu ekki að finna mikið fyrir því að leggja ákveðna upphæð inn á sparireikning barnsins í hverjum mánuði.
Corbis
Á VINNUSTÖÐVUM kvenna er
talsvert meira um sýkla en á vinnu-
stöðvum karlkyns starfsfélaga
þeirra, að því er ný rannsókn sýnir.
Frá þessu er sagt á fréttavef BBC.
Rannsóknarlið við háskóla nokk-
urn í Arizona komst að því að á með-
alskrifborði á skrifstofu séu 400
sinnum fleiri bakteríur heldur en á
meðalsalernissetu á skrifstofu. Jafn-
framt kom fram að meðalkonan hef-
ur þrisvar til fjórum sinnum meira
af sýklum við og í kringum vinnu-
svæði sitt. Seðlaveski karla voru
hins vegar kjörsvæði fyrir sýklana.
Vísindamennirnir sögðu að sú
venja kvenna að hafa snarl í skúff-
um gæti útskýrt að einhverju leyti
af hverju vinnusvæði þeirra væru
þakin sýklum, en sýnt var fram á að
75% kvenna geymdu mat þar. Haft
er eftir prófessor Charles Gerba að
hann hafi sannarlega fyrirfram gef-
ið sér það að meira væri um sýkla
hjá körlum. „En konur eru í nánari
snertingu við lítil börn og geyma
mat í skrifborðsskúffunni. Annað
vandamál er snyrtivörur. Það kom
mér verulega á óvart hversu mikill
matur er í skrifborðum kvenna. Ef
hungursneyð gerir vart við sig eru
þau fyrsti staðurinn sem ég mun
leita að mat á,“ segir Gerba jafn-
framt og að seðlaveski karla séu
greinilega mjög aðlaðandi fyrir
sýkla. „Þeir geyma það í rassvas-
anum þar sem er indælt og hlýtt,
þar er góð útungunarvél fyrir sýkl-
ana.“
Prófessor Sally Bloomfield, for-
maður alþjóðlegra samtaka um
hreinlæti á heimilum, sagði að fólk
ætti ekki að láta sér bregða við þess-
ar niðurstöður. „Málið snýst ekki
um hvort bakteríur eru á svæðinu
heldur af hvaða gerð þær eru,“
sagði hún. „Hins vegar ef skilinn er
matur eftir á skrifborðinu sem fólk
myndi setja í ísskápinn heima er
vandræðunum boðið heim,“ bætti
hún við.
Rannsóknarliðið í Arizona tók
sýni af 100 skrifstofum í háskól-
anum og í New York, Los Angeles,
San Francisco, Oregon og Wash-
ington, þar sem tekin voru strok af
símum, skrifborðum, tölvumúsum,
lyklaborðum, pennum, skúffubotni
og skúffuhandfangi. Einnig voru
tekin sýni af persónulegum eigum
starfsmanna. Versti staðurinn
reyndist vera skúffubotninn þar
sem margir geyma einmitt matinn.
heilsa
Vinnustöðvar kvenna sýklavænni
Reuters
Sýklavæn Meðalkonan hefur þrisvar til fjórum sinnum meira af sýklum
við og í kringum vinnusvæði sitt en karlkyns kollegar hennar.