Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU GÓÐ HEILSA GULLI BETRI STERK STEINEFNABLANDA FRÁ www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR H á g æ ð a fr a m le ið sl a A ll ta f ó d ýr ir NNFA QUALITY FULL SPECTRUM MINERALS HB Grandi er búinn að tryggja það að upphafs- kvóti á loðnu á næstu vetrarvertíð verði ekki minni en 200.000 tonn. Og leiðin til þess virðist bæði einföld og sjálfsögð, þegar málið er grannt skoðað. Þegar félagið kynnti góðum hópi gesta starfsemi sína á Vopnafirði í síðustu viku, færði Einar Víglundsson, vinnslustjóri HB Granda á staðnum, Jóhanni Sigurjónssyni, forstjóra Haf- rannsóknastofnunarinnar, dálítinn pakka af loðnuhrognum, sem verið var að vinna á staðn- um. Gjöfinni fylgdi það skilyrði að upphafskvót- inn næst yrði eins og áður sagði. Þetta er nátt- úrlega tær snilld. Hverjum er betur treystandi fyrir loðnuhrognunum en forstjóra Hafró. Nú er þetta allt undir honum komið og ekki vafi á því að hann gerir sér mat úr hrognunum. Hann er greinilega kominn með góðan efnivið í sterkan loðnuárgang, en reyndar verður að bíða lengur en fram á næstu vetrarvertíð til að hrognin í vet- ur beri þann ávöxt að þau verði að fullþroska veiðanlegri loðnu. Nú er það spurningin hvort ekki eigi að fara sömu leið með þorskhrognin. Að afhenda forstjóra Hafró þau til umönnunar. Hvernig skyldi hann annars sjá um klakið? Annars eru loðnuhrognin einstakt lostæti og eru Japanar sérlega sólgnir í vel þroskuð hrogn. Í þvísa landi eru þau etin á ýmsan hátt, en bezt þykja þau einfaldlega hrá, nánast eins og þau koma úr hrygnunni. Þannig eiga þau líka að virka bezt, en Japanar munu telja hrognaátið auka styrk sinn við heimaleikfimina. Bryggjuspjallari selur þau sannindi ekki dýrar en hann keypti þau. Hann hefur margoft fengið sér loðnuhrogn án þess að hafa orðið var við viðurkenningu fyrir bætta frammistöðu. Kannski að hann fari að reyna eitthvað annað, en reyndar hefur hann ekki fengið neinar kvartanir heldur. Kannski er það fremur hugarfarið en mataræðið sem ræður úrslitum í þessum efnum. En engu að síður er það ljóst að neyzla sjávarfangs er einstaklega holl og ekki spilla bragðgæðin. En kannski er þetta eins og drekka koníak við kvefi. Það er gott meðan á því stendur. Sögur af sjónum Það var þegar siglingar með fisk tíðkuðust á fyrri árum, áður en byrjað var að senda fiskinn út í gámum. Á ónefndum bát var kokkurinn óvirkur alkóhólisti, en gerðist svo afar virkur í hinni erlendu höfn og bráði lítið sem ekkert af honum á heimleiðinni. Lítið var um matreiðslu öðruvísi en í fljótandi formi þar til áhöfnin rak hnefann í borðið og heimtaði mat sinn og engar refjar. Og viti menn, kokksi bar á borð einhvers konar kássu, sem nægði að minnsta kosti til að seðja sárasta hungrið en uppruninn var óviss. Kássan var á borðum alla heimsiglinguna. Þegar komið var á ytri höfnina í Reykjavík og menn voru farnir að græja sig fyrir tollskoðun, kom skipstjórinn snarbrjálaður niður í messa og spurði hvað hefði orðið af öllum hundamatnum sínum. Hrognin styrkja heimaleikfimina »Hverjum er betur treystandifyrir loðnuhrognunum en for- stjóra Hafró? BRYGGJUSPJALL Hjörtur Gíslason hjgi@mbl.is Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is „VIÐ erum aldeilis ekki að tjalda hér til einnar nætur. Þetta er fjárfesting sem þarf tíma til að borga sig og við treystum því að rekstrarumhverfi okkar sé þó það stöðugt að það muni ná að standa undir svona fjárfest- ingu, sem er hátt í einn milljarð króna gróflega reiknað. Það er ljóst að menn geta ekki farið út í svo mikl- ar fjárfestingar án þess að búa við einhvern stöðugleika, bæði í hinu lagalega umhverfi og rekstrarum- hverfinu. Menn þurfa ákveðið næði til að láta fjárfestinguna borga sig upp. Án þessa stöðugleika væri fyr- irtæki eins og HB Grandi ekki að fara út í fjárfestingar eins og þessa á Vopnafirði,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda. Ný frystigeymsla tekin í notkun HB Grandi hefur tekið í notkun nýja frystigeymslu á Vopnafirði. Hún er síðasti hlekkurinn í mikilli uppbyggingu sem hófst árið 2005 þegar settar voru þar upp flökunar- línur fyrir síld. Í vetur hefur uppsjáv- arfrystingin síðan verið endurbætt verulega. Frystigetan hefur verið þrefölduð og sjálfvirkni verið aukin. Þá var í vetur reist löndunar- og vigt- arhús, sem bætir alla meðhöndlun afla við löndun til bræðslu. Loks hef- ur nú verið lokið við gerð nýrrar 5.000 tonna frystigeymslu, sem þre- faldar það frystirými sem fyrir var. Við erum hvergi smeyk En eru menn ekkert smeykir við svona mikla fjárfestingu sem byggist að miklu leyti á hinni hvikulu loðnu? „Við erum hvergi smeyk. Við horf- um til næstu loðnuvertíða með mikilli bjartsýni og vonum að þær verði mun betri en vertíð þessa árs og síð- asta árs. Um það höfum við meðal annars það til marks að menn hafa séð til þeirra kynslóða loðnunnar sem eiga að bera uppi veiðina á næstu tveimur árum. Þessi kynslóð, sem verið er að veiða núna, fannst hins vegar aldrei fyrr en hún birtist allt í einu þar sem hún átti að vera, að vísu í minna magni en menn höfðu vonast til. Menn hafa því nokkrar vísbend- ingar um það að næstu vertíðir geti orðið betri og svo til lengri tíma litið treystum við því að loðnuvertíðir verði eitthvað svipaðar því sem þær hafa verið þegar allt hefur verið með eðlilegum hætti. Svo höfum við síld- ina að auki. Við erum hér með öfluga vinnslu og flökun á síld. Þessi bætta vinnsla í frystingunni mun auðvitað nýtast í vinnslu síldarafurða líka,“ segir Eggert. Gott að vinna með Vopnfirðingum Hvernig hefur samstarfið við Vopnfirðinga verið? „Það er ljómandi gott að vinna með Vopnfirðingum. Þeir hafa staðið sig með miklum ágætum í þessari uppbyggingu. Þeir eru innblásið kjarnorkufólk, sem gengur hraust- lega til verka. Þeir hafa unnið af miklum krafti við að koma þessum mannvirkjum hér upp og vinna svo vel úr þeim eftir að þau eru komin upp. Samstarfið við heimamenn hef- ur að öllu leyti gengið mjög vel, jafn- vel þegar dregur fyrir sólu tíma- bundið af einhverjum ástæðum. Þá setjumst við niður og ræðum þau mál, eins og vera ber í slíkum sam- skiptum.“ HB Grandi bauð stórum hópi fólks, viðskiptavinum og fulltrúum félaga og stofnana, að skoða vinnsl- una og aðstöðuna á Vopnafirði í síð- ustu viku. „Það var gaman að heyra umsagn- ir fólks, sem kom til Vopnafjarðar, meðal annars viðskiptavina okkar. Þeir hafa lokið miklu lofsorði á vinnsluna hér og finnst hún vera með því besta sem þeir hafa séð. Við erum því viss um að vel hafi tekist til,“ seg- ir Eggert Benedikt Guðmundsson. Hér er ekki tjaldað til einnar nætur Morgunblaðið/Hjörtur Gíslason Höfnin Faxi RE landar á Vopnafirði. Hafnaraðstaðan hefur verið mikið bætt og meira stendur til. Uppbyggingin á Vopnafirði hefur verið mikil. Samvinna Eggert Benedikt Guð- mundsson er ánægður með sam- starfið við Vopnfirðinga. Hér flytur hann þeim þakkir í nýju frysti- geymslunni. Í HNOTSKURN »Nú hefur verið lokið við gerðnýrrar 5.000 tonna frysti- geymslu, sem þrefaldar það frystirými sem fyrir var. »Við horfum til næstu loðnu-vertíða með mikilli bjartsýni og vonum að þær verði mun betri en vertíð þessa árs og síðasta árs. »Við erum hér með öflugavinnslu og flökun á síld. Þessi bætta vinnsla í frystingunni mun auðvitað nýtast í vinnslu síld- arafurða líka. MATÍS (Matvælarannsóknir Ís- lands) er í samvinnu við samstarfs- aðila sína að hanna búnað sem gerir fyrirtækjum í fiskeldi mögulegt að segja til um hvort þorskur verði kyn- þroska og hrygnir að vori. Búnaður- inn er hluti af verkefni sem felst í því að rannsaka hvernig hægt er að koma í veg fyrir kynþroska hjá þorski í eldi. Mikilvægi þessa felst einkum í því að þegar þorskur í eldi verður kynþroska þá lengist eldis- tími til muna. Búnaðurinn getur því einfaldað umsjón með eldisfiski og stuðlað að hagræðingu í þorskeldi. Búnaðurinn, sem er í raun nokkurs konar óléttupróf, getur greint með verulegri nákvæmni minnstu breyt- ingar í kynhormónum fisksins. Helstu kostir óléttuprófsins eru þeir að fyrirtæki í fiskeldi geta fylgst náið með þróun fiska í ákveðnum eldiseiningum. Þá er hægt að nota prófið til þess að flokka fisk eftir kyni en slíkt getur verið mikilvægt m.a. í kynbótastarfi. Matís stýrir alþjóðlegu samstarfsverkefni Hönnun á „óléttubúnaðinum“ er hluti af Evrópuverkefninu Codlight- Tech, sem er samstarfsverkefni Matís, Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal, Háafells á Ísafirði og VAKA-DNG á Íslandi, Háskólanum í Stirling og Johnsons Seafarms í Skotlandi og á Hjaltlandseyjum, Hafrannsóknastofnuninni í Bergen og Fjord Marin í Noregi ásamt Landbúnaðarháskólanum í Uppsala í Svíþjóð. Verkefnið, sem stýrt er af vísindamönnum hjá Matís ohf., felst í því að rannsaka hvaða leiðir eru fær- ar til þess að tryggja að eldisfiskur nái sláturstærð á sem skemmstum tíma. Í verkefninu eru notuð sérhönnuð ljós fyrir sjókvíaeldi sem koma í veg fyrir að þorskurinn upplifi skamm- degið, en þegar sumri fer að halla og sól lækkar á lofti fer þorskurinn að þroska með sér kynkirtla. Hann verður svo kynþroska að vori og hrygnir frá febrúar til maí. „Eldisþorskur verður yfirleitt kynþroska tveimur til fjórum árum fyrr en villtur þorskur þar sem eld- isþorskur vex hraðar vegna aðgengis að fóðri og betri lífsskilyrða almennt. Hins vegar hefur kynþroski eldis- þorsks hamlandi áhrif á vöxt og eld- istími lengist því til muna. Kyn- þroskinn veldur stöðnun í vöðvavexti því fiskurinn notar alla orku í að þroska kynkirtla,“ segir dr. Þorleif- ur Ágústsson verkefnastjóri hjá Matís. „Þess vegna er óléttupróf- sbúnaðurinn mikilvægur til þess að segja til um breytingar í kynhorm- ónum fisks og auðveldar skipulagn- ingu á eldi fram í tímann,“ segir Þor- leifur. Fiskeldi Þorleifur Ágústsson segir óléttuprófsbúnaðinn mikilvægan. „Óléttupróf“ fyrir eldisþorsk Í HNOTSKURN »Helstu kostir óléttuprófsinseru þeir að fyrirtæki í fisk- eldi geta fylgst náið með þróun fiska í ákveðnum eldiseiningum. »Eldisþorskur verður yfirleittkynþroska tveimur til fjórum árum fyrr en villtur þorskur. »Mikilvægi þessa felst einkumí því að þegar þorskur í eldi verður kynþroska þá lengist eld- istími til muna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.