Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ingibjörg ÞóraSigurðardóttir (Inga) fæddist í Bæ í Miðdölum í Dala- sýslu 6. desember 1917. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík, 16. febrúar síðastlið- inn. Ingibjörg var dóttir hjónanna Sigurðar Ólafs- sonar bónda á Kvennabrekku í Dölum, f. 7. sept- ember 1889, d. 14. janúar 1968, og Ágústínu Sig- urðardóttur húsfreyju, f. 16. nóvember 1895, d. 12. apríl 1988. Systkini Ingibjargar eru Valgerður Guðrún Sigurð- ardóttir, f. 31. maí 1919, d. 13. maí 2000 og Lárus Sigurðsson, f. 2. júní 1931. Ingibjörg giftist 20. apríl 1939 Sigurði Sigurbjörnssyni yfirtoll- verði, f. 13. júlí 1911, d. 7. des- ember 1975. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Sigurðsson bú- fræðingur, f. 7. ágúst 1879, d. 17. ágúst 1968 og Margrét Þórð- ardóttir húsfreyja, f. 7. apríl 1874, d. 15. desember 1948. Börn Ingibjargar og Sigurðar eru: 1) Margrét, f. 26. júlí 1939, maki Sigurður Steingrímsson, f. 31. júlí 1937. Börn þeirra eru: a) Inga Dóra, f. 1958, maki Börkur Arnviðarson, f. 1959, synir þeirra eru Unnsteinn, f. 1989 og Ásgeir, f. 1992. b) Þröstur Már, Jónasson, f. 1970, synir þeirra eru Heiðar Óli, f. 2002 og Aron Birkir, f. 2003. b) Lilja Björk, f. 1974, maki Guðmundur Stef- ánsson, f. 1974, börn þeirra eru Ragnheiður Theodóra, f. 1997 og Halldór, f. 1998. c) Jón Grét- ar, f. 1979, maki Hólmfríður Björnsdóttir, f. 1980, dætur þeirra eru Jóna Guðbjörg, f. 2002 og Agnes Brá, f. 2004. 4) Sigurbjörn, f. 6. september 1953, maki Hafdís Leifsdóttir, f. 10. apríl 1959. Sonur Sigurbjörns og Ásgerðar Pálmadóttur, f. 1955 er Sigurður, f. 1976, maki Eva Sigríður Ólafsdóttir, f. 1970, börn eru Ólöf Edda, f. 1988, Ágúst Örn, f. 1992, Lilja Ósk, f. 2005. Börn Sigurbjörns og Sig- rúnar Önnu Jónsdóttur, f. 1954 eru Ívar Örn, f. 1981. og Eydís Arna, f. 1988. 5) Sigríður Ólöf Þóra, f. 27. ágúst 1955, maki Hafsteinn Sæmundsson, f. 18. febrúar 1956. Sonur Sigríðar Ólafar er Ágúst Ingi Davíðsson, f. 1980, sambýliskona hans er Björg Eyþórsdóttir, f. 1983. Ingibjörg sleit barnsskónum í Bæ en 1930 flutti hún ásamt fjöl- skyldu sinni að Kvennabrekku. Þaðan lá leiðin síðan til Reykja- víkur að Snorrabraut 34 sem var fyrsta heimili þeirra hjóna, Ingi- bjargar og Sigurðar. Á þessum árum sinnti Ingibjörg börnum og búi en Sigurður starfaði hjá toll- gæslunni í Reykjavík. Árið 1951 fluttu þau síðan í Stangarholt 12 sem var þeirra heimili eftir það. Eftir 52 ár búsetu í Stangarholt- inu tók Ingibjörg sig upp og flutti í Furugerði 1 þar sem hún bjó síðustu ár ævi sinnar. Ingibjörg verður kvödd frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. f. 1961, maki Þóra Kristín Björnsdóttir, f. 1961, börn þeirra eru Elvar, f. 1983, Krístín, f. 1987 og Margrét Nína, f. 1997. c) Sólrún Ól- ína, f. 1972, maki Indriði Hauksson, f. 1969, dætur þeirra eru Valgerður Sif, f. 1996 og Sigríður Sól, f. 1999. 2) Ágústa, f. 23. júní 1941, d. 23. júlí 1991, maki Sig- urbjörn Pálsson, f. 31. júlí 1942. Sambýliskona Sigurbjörns er Sigrún Þór Björnsdóttir, f. 14. apríl 1959. Börn Ágústu og Sig- urbjörns eru: a) Margrét, f. 1963, maki Ragnar Pétur Hann- esson, f. 1958, börn þeirra eru Linda Björk, f. 1981, Sigurbjörn Grétar, f. 1984 og Ragnar Ágúst, f. 1993. b) Sigurður, f. 1967, maki Guðrún Agða Hallgríms- dóttir, f. 1974, börn eru Andrea, f. 1993, Ævar Daníel, f. 1995, Heiðar Ágúst, f. 2004 og Að- alheiður Gná, f. 2005. c) Hall- grímur Páll, f. 1977, maki Lud- mila Nikolaerna Komarova, f. 15. 1980, börn þeirra eru Ágúst Nikolai, f. 2004 og dóttir, f. 2007. 3) Guðbjörg Ragnheiður, f. 10. desember 1949, d. 25. júní 1997, maki Heiðar Albertsson, f. 4. mars 1948, d. 4. maí 2005, börn þeirra eru: a) Ingibjörg Þóra, f. 1971, maki Guðmundur Það var um hádegi föstudaginn 16. febrúar sl. að Olla hringdi í mig til að segja mér að mamma hennar, hún Inga, væri dáin. Þótt Inga væri komin fast að níræðu voru þetta samt afar óvænt tíðindi þar sem hún hafði verið mjög hress og ekki bilbug á henni að finna. Ég kynntist Ingu þegar við Olla, dóttir hennar, hófum sambúð fyrir sjö árum og varð okkur brátt vel til vina. Það var alltaf notalegt að koma í heimsókn í Stangarholtið og síðar í Furugerði 1 eftir að Inga flutti þang- að. Oft var gestkvæmt og voru afkom- endur og aðrir ættingjar og vinir dug- legir að kíkja inn enda höfðinglega tekið á móti gestum. Gjarnan var boð- ið uppá skonsur og pönnukökur þegar gesti bar að garði og þeim veitingum voru jafnan gerð góð skil. Ósjaldan áttum við tal saman um landsins gagn og nauðsynjar enda mundi Inga tímana tvenna og hefur upplifað ótrúlegar breytingar á sinni löngu ævi. Gaman var að heyra sögur af því hvernig heimurinn hefur breyst frá því hún var að alast upp. Hún hafði ákveðnar skoðanir á þjóðmálum og taldi að ekki væri allt betra í dag en áður var þótt efnaleg velmegun hefði aukist mikið. Við spáðum alltaf í veðr- ið þegar við hittumst eða töluðum saman í síma enda var það umræðu- efni mikið áhugamál okkar beggja. Eftirminnileg er mér ferð okkar, ásamt Ollu og Birki, að skoða fram- kvæmdir Grétu og Sigga við bygg- ingu sumarhúss og í sömu ferð að heilsa upp á Bjössa og Hafdísi sem þá voru nýbúin að kaupa sér bústað í Grímsnesinu. Veðrið var einstaklega gott og var gleði hennar yfir ferðinni og því að sjá hvað börnin hennar voru að aðhafast mikil. Inga bjó í Stangarholti 12 í meira en hálfa öld og voru það henni því töluverð viðbrigði að flytja í Furu- gerði 1 árið 2003. Hún átti þó eftir að una vel við sinn hag í nýjum heim- kynnum og eignaðist hún marga góða vini, meðal annars húsfreyjur úr Döl- unum en þar er Inga fædd og uppalin. Þjónustumiðstöð er í Furugerði og margháttuð starfsemi sem íbúum býðst að taka þátt í. Starfsfólk þjón- ustumiðstöðvarinnar á miklar þakkir skildar fyrir að gera íbúum staðarins ævikvöldið notalegt og ánægjulegt. Inga var hetja hvunndagsins og til hennar leituðu ættingjarnir eftir styrk ef á bjátaði enda var hún sterk kona og æðrulaus. Ég kveð þig kæra Inga og þakka þér samfylgdina. Hafsteinn. Elsku amma, mikið varst þú tekin snöggt frá okkur. Kannski var líka gott að þú fékkst að fara svona og fá að vera hress og kát fram á síðasta dag. Eitt er líka víst að það var tekið vel á móti þér hinum megin, afi, mamma og pabbi hafa örugglega staðið í röð til að faðma þig. Þegar litið er um öxl er svo margs að minnast, ég hreinlega veit ekki hvar ég á að byrja. Þú hefur alltaf verið svo stór hluti af mínu lífi, frá fæðingu minni til þíns hinsta dags. Allar stundirnar okkar saman, hvort sem var heima í sveitinni fyrir norðan eða í Stangarholtinu, eru ógleyman- legar. Við fluttum auðvitað ansi langt í burtu frá þér, en þú varst alltaf dug- leg að koma norður og vera hjá okkur í lengri eða skemmri tíma. Þá var allt- af mikið talað, spilað og hlegið. Líka voru farnar nokkrar ferðir í berjamó og velst um í móunum. Við vorum líka dugleg við að koma suður og þá var alltaf gist í Stangarholtinu, alveg sama hve margir voru þar í heimili. Það var nefnilega þannig í Stangó að það var alltaf pláss fyrir nokkra í við- bót, ótrúlegt en satt. Svo var bara eldað eitthvert góðgæti fyrir allan skarann og allt jafn gott hjá þér, elsku amma. Þegar ég fór að fara ein suður var aldrei gist annarstaðar en hjá ömmu. Þegar ég flutti suður urð- um við nánari en nokkurn tímann fyrr og alltaf í sambandi. Við hjónin bjuggum líka í Stangarholtinu um tíma, eins og margir fleiri, meðan við leituðum okkur að húsnæði. Þá varst þú alltaf að passa upp á að við værum ekki svöng og að við værum nógu vel klædd, alveg yndislegur tími, þó ekki væri hann langur. Svo fórum við í óteljandi búðarferðir að kaupa hitt og þetta, ég tala nú ekki um alla jóla- gjafaleiðangrana. Þegar ég eignaðist svo strákana mína varst þú ekki í rónni fyrr en þú varst búinn að fá að sjá þá, halda á þeim og knúsa þá, enda voru þeir hændir að þér eins og ég. Svona mætti endalaust telja, en ég held samt að það allra besta af öllu var að koma til þín í Stangó og fá heit- an mat, þetta gamla góða sem aldrei klikkaði. Það var líka frábært hvað þú gast komið oft í heimsókn til okkar hingað á Hellu, séð nýja húsið okkar og hvernig við hefðum það. Þú vildir nefnilega alltaf hafa yfirsýn yfir allt, og fylgjast með þínu fólki. Eitt verður að koma fram og það er af hvílíku æðruleysi þú hefur tekið öllum áföllunum sem yfir þig hafa dunið í lífinu. Sjá á eftir manninum sínum, og svo tveim dætrum úr bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Og ég gleymi því aldrei þegar pabbi minn dó svo í hittifyrra að þú sagðir við mig „Inga mín, það er ekki lagt meira á fólk en það þolir.“ Þá vissi ég hvernig þú hugsaðir og þetta gaf mér líka endalausan kraft til að takast á við allt mitt. Svona konur eru ekki á hverju strái, heldur bara einstakar konur eins og hún amma mín. Elsku hjartans amma mín, þín verður sárt saknað af litlum sem stórum, en ég hef orð þín að leiðar- ljósi og held áfram ótrauð. Ég veit líka að þér líður vel, og þú vakir yfir okkur hinum eins og venjulega. Við hittumst svo aftur síðar. Þín að eilífu, Inga. Ein yndislegasta og mest gefandi kona sem ég hef kynnst um dagana hefur kvatt þennan heim. Það er hún amma mín. Ég var það heppinn að fá að kynn- ast Ingu ömmu mjög vel. Það má eig- inlega segja að ég hafi átt tvær mömmur þar sem við mæðginin bjuggum í Stangarholtinu hjá ömmu fyrstu uppvaxtarár mín. Amma var einhvern veginn alltaf til staðar á þessum árum. Hún var kletturinn í hafinu, mín stoð og stytta. Hún kenndi mér að bera virðingu fyrir sjálfum mér og öðrum. Heimilið hennar stóð öllum opið, allir voru þar velkomnir. Hún amma mín kunni svo vel að hugsa um fólk, hlúa að fólki og hjúkra. Hún tók að sér móður sína og móðursystur á þeirra efri árum og svo systur sína þegar hún háði erfiða baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Lífið hennar ömmu var enginn dans á rósum, afi lést þeg- ar hún var aðeins 58 ára gömul og hún missti tvær dætur sínar eftir erf- ið veikindi og tvo tengdasyni. Þær voru brattar brekkurnar sem voru á leið hennar ömmu um lífið. Það eru ótal minningar sem koma upp í hugann, þær gætu fyllt heila bók. Fyrir mér var amma ósigrandi, bjargvætturinn sem ekkert hrædd- ist. Einu sinni sem oftar var ég, ung- ur að árum, á leið með ömmu frá Sauðárkróki í flugi til Reykjavíkur með viðkomu á Akureyri. Í minning- unni var þetta skelfileg flugferð. Þeg- ar vélin flaug yfir Tröllaskagann var ókyrrðin svo mikil að ljósin duttu hvað eftir annað út, hólf opnuðust og hljóðin í farþegunum náðu háum hæðum. En bjargvætturinn, hún amma, tók í höndina á mér og sagði að þetta væri alveg eðlilegt. Þegar til Akureyrar var komið yfirgáfu flestir farþeganna vélina og tóku sér far með rútu í bæinn. Ég reyndi að sann- færa hana ömmu mín um að þetta væri ekki galin hugmynd en sannfær- ingarkraftur hennar var hundrað- faldur minn. Flugfarið til Reykjavík- ur var greitt og þangað færum við og allt yrði í himnalagi. Við áttum þessa líka fínu heimferð en í frekar tómlegri vél. Ég man einnig hvað hún amma var dugleg að baka, hvaða bakari í dag gæti verið ánægður og stoltur af slík- um afköstum. Á þeim árum bakaði amma randalínur sem menn slógust um og það endaði með því að kök- urnar hennar ömmu voru seldar hjá kaupmanninum í hverfinu. Ég var snemma ráðinn sem aðstoðabakari en mitt hlutverk fólst aðallega í því að smakka og svo að sendast með góð- gætið til kaupmannsins sem aldrei fékk nóg því allt rokseldist. Inga amma var tákn trausts, virð- ingar og stöðugleika í mínu lífi. Ég þakka guði fyrir allan þann tíma sem ég fékk með henni og hefði óskað þess að hann hefði verið lengri. Við hefðum þá getað spilað aðeins fleiri maríasa og spjallað saman um lífið og tilveruna eins og við gerðum svo oft. Elsku amma, nú hefur þú kvatt þenn- an heim og það mun enginn fylla þitt skarð. Við, ástvinir þínir, munum ylja okkur við góðar minningar. Svona er víst lífið. Amma mín, ég kveð þig með söknuði. Þinn Ágúst Ingi. Sæl amma mín, þungt var höggið þegar Inga sagði mér að þú værir far- in frá okkur, kom kannski ekki mjög á óvart, en samt þar sem þú varst svo hress fram á síðasta dag. Kynni okk- ar hófust fyrir tæpum 20 árum þegar ég innlimast í þetta magnaða net sem fjölskylda þín er, og leið manni þar frá fyrsta degi eins og maður hefði alltaf tilheyrt þér og þínum. Að fá svo síðar að njóta þeirra forréttinda að búa í kjallaranum í Stangarholtinu hjá þér um stund á meðan við Inga vorum að leita okkur að húsnæði þeg- ar við komum að norðan var einstök reynsla, þar sem maður var úttroðinn af mat allan daginn og alla daga. Hvað þú varst alltaf dugleg að hafa samband og koma í heimsókn til okk- ar, jafnvel eftir að við fluttum á Hellu, var alveg aðdáunarvert af manneskju komin á þennan aldur. Og hringjandi oft í viku þótt ekki værirðu nú alltaf viss um hvert þú værir að hringja og maður varð stundum hálfgert að sannfæra þig um að þetta væri maður sjálfur, ekki einhver annar. Góðhjartaðri og hjartahlýrri manneskju hef ég ekki kynnst á minni ævi, svo ekki sé nú minnst á innri styrkinn sem þú hafðir yfir að ráða. Einhver hefði nú einhvern tíma bugast yfir öllu því sem á þig var lagt, en ekki þú, alltaf eins og klettur sem sá aldrei á, og reyndist það alveg örugglega mikill styrkur fyrir þitt fólk í öllum þeim áföllum sem gengið hafa yfir síðustu árin. Með þessum fáu og fátæklegu orð- um langar mig að kveðja þig Inga mín. Mér var sagt þegar ég var krakki að þegar einhver dæi hrapaði ein stjarna, en það er víst að þegar þú fórst frá okkur fóru þær nokkrar. Það er alveg sama hversu gamall ég verð, þín á ég alltaf eftir að minnast fyrir hlýju þína og góðsemi, þar sem svona persóna eins og þú er ekki til að ég held. Ég bið að heilsa Heiðari og Guggu og pabba ef þú sérð hann. Þinn einlægur Guðmundur (Brói). Núna er Inga fallin frá. Hún Inga var systir hennar Guðrúnar ömmu okkar og bjuggu þær um tíma saman í Stangarholtinu. Amma var orðin mikill sjúklingur þegar hún flutti til Ingu systur sinnar, sem annaðist ömmu vel og veitti henni mikinn stuðning í veikindunum. Mínar fyrstu minningar frá Stangarholtinu eru að alltaf ætti maður að passa sig á stig- anum bratta, alveg sama hversu gam- all maður var, þá voru þetta varnað- arorðin: „Passaðu þig á stiganum Baldur.“ Svo var það þvottaburstinn sem ég var beðinn að kaupa þegar mamma, amma og Inga voru að taka slátur. Ég var sendur út í búð eftir þvottabursta til að þrífa sviðahausa, en var tekinn á teppið fyrir að hafa keypt dýrasta burstann í búðinni af ömmu og mömmu, en Inga frænka varði burstakaupin. Mér skilst að sá bursti hafi verið í notkun fram á þennan dag. Við systkinin áttum margar góðar stundir í Stangarholtinu, bæði sem lítil börn og sem hálffullorðnir ein- staklingar. Þar gátum við alltaf geng- ið að því vísu, að Inga ætti lagkökur með kaffinu, og ef ekkert annað var til krafðist hún þess iðulega að fá að „hlaupa“ í búðina til að versla eitt- hvað meira með því. Gamaldags gest- risni var því ávallt í hávegum höfð í Stangarholtinu þar sem stjanað var við mann eins og um konungborið fólk væri að ræða. Góðmennska og umhyggjusemi Ingu átti sér engin takmörk, þar sem alltaf var tekið á móti okkur með bros á vör og kvödd með kossi. Hvíl í friði elsku Inga. Baldur Ingi, Vala Ósk, Ólafur Unnar og Óskar Markús. Það má ef til vill segja að það sé ekkert undarlegt að fólk sem komið er um nírætt falli frá. Ekki kom mér þó til hugar, þegar ég hitti Ingibjörgu Sigurðardóttur, eða hana Ingu úr Stangarholtinu, í fimmtugsafmælinu hans Hafsteins hennar Ollu, að það væri okkar síðasta samverustund. Líkamlega var hún kannski ekki svo sterk en hún hafði hugann ætíð við sitt fólk, var létt í skapi og skemmti sér vel innan um börn sín, barnabörn og þeirra vini. Kynni mín af Ingu hófust fyrir um það bil 30 árum en þá kynntumst við félagarnir úr Smáíbúðahverfinu Ollu, dóttur hennar. Á þessum tíma var vinsælt að fara í útilegur og nutum við vinirnir góðs af myndarskap Ingu því nestið hennar Ollu var alltaf það besta. Þótt mæður okkar nestuðu okkur félagana mjög vel var það alltaf mest gaman að gæða sér á því sem Inga hafði búið sína dóttur út með. Síðar eða árið 1979 opnaði ég verslun í Stórholti 16 í nágrenni við Ingu og var hún þá tíður gestur í búðinni. Fljótlega fékk ég hana til að selja mér einstaklega góðar lagtertur sem ég hafði oft bragðað hjá henni. Það er skemmst frá því að segja að þessar tertur slógu í gegn í hverfinu og Inga varð að afgreiða mig með meira magn og oftar eða tvisvar í viku, svo ánægð- ir voru viðskiptavinirnir. Til að byrja með var hugsunin sú að gleðja hverf- isbúa en fólk bað án afláts um meira. Oftast sóttum við, sem störfuðum í búðinni, kökurnar til Ingu og voru þá allir tilbúnir að fara enda von á kaffi- sopa og kökubita í leiðinni. Olla vin- kona mín bjó á tímabili hjá móður sinni með soninn Ágúst Inga sem ég veit að saknar ömmu sinnar sárt því þau voru mjög samrýmd og Ágúst var augasteinn ömmu sinnar. Undir það síðasta hafði Inga flutt upp í Furugerði í hús eldri borgara og undi hag sínum þar vel bæði við spila- mennsku og hannyrðir en hún var alla tíð mikil myndarkona í höndun- um og margir fagrir munir eru til vitnis um það. Að leiðarlokum langar mig að segja frá litlu atviki sem átti sér stað dag- inn fyrir andlát Ingu en þá átti ég óvænt leið um Stangarholtið. Þegar ég kom að númer 12 þar sem Inga hafði búið fannst mér ég sjá hana standa þar fyrir utan, brosandi og hlýlega sem alltaf. Mér fannst þetta að vonum einkennilegt þar sem ég átti engan veginn von á henni þarna enda allt hennar fólk flutt þaðan en svona birtist hún mér. Ég vona að henni líði vel á nýjum stað og veit að ættingjar og vinir hafa tekið vel á móti henni. Ég og fjölskylda mín sendum ást- vinum Ingu innilegar samúðarkveðj- ur. Minningin um elskulega konu lifir. Gunnar Jónasson. Ingibjörg Þóra Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.