Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 40
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 57. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Hægviðri norð- vestan til. Annars norðan 3–10 m/s, 10–15 á annesjum norðaustanlands. Víða léttskýjað. » 8 Heitast Kaldast 0°C -10°C HÁSKÓLASETUR Suðurnesja í Sandgerði í samvinnu við Sandgerð- isbæ og fleiri aðila stendur fyrir sýningunni „Heimskautin heilla“ í Fræðasetrinu í Sandgerði. Sýningin er um franska heimskautafarann Jean-Baptiste Charcot, einn merkasta landkönnuð síðustu aldar en hann fórst með skipi sínu Pourquoi-pas? og áhöfn við Mýrar 1936. Sýn- ingin var opnuð í gær sem eitt af opnunaratriðum franskrar menn- ingarhátíðar á Íslandi. Sýningin er í tveimur nýjum sölum og er þar reynt að líkja eftir brú og káetu í skipi frá tíma heimskautafarans. Morgunblaðið/Kristinn Heimskautin heilla HAGSMUNASAMTÖKIN Hagur Hafnarfjarð- ar hvetja Hafnfirðinga til þess að samþykkja stækkun álversins í Straumsvík og segja að verði stækkunin ekki samþykkt í kosningunum 31. mars sé afkoma um 1.500 Hafnfirðinga í hættu. Ingi B. Rútsson, formaður samtakanna, sagði á kynningarfundi þeirra í Hafnarborg í Hafn- arfirði í gær að þeir sem að baki þeim stæðu, fyrirtæki og einstaklingar, lifðu á álverinu og hefðu gert það í áraraðir. Í umræðunni að und- anförnu hefði verið vegið að þessu fólki og það hefði ekki lengur efni á því að þegja. Að sögn Inga veita á annað hundrað fyrirtæki í Hafnarfirði álverinu þjónustu. Starfsmenn þeirra séu með sérþekkingu á áliðnaðinum og skapi mikil verðmæti. Mörg þessara fyrirtækja byggi afkomu sína að stórum hluta eða alfarið á tilvist álversins í Straumsvík. „Þetta er okkar vinna,“ segir hann. Vilja vinna áfram Jóhanna Fríða Dalkvist, stjórnarmaður í samtökunum, segir að kosningarnar 31. mars snúist um vinnu félaga samtakanna, hvort þeir fái að vinna sína vinnu áfram. „Við viljum vinna vinnu okkar áfram en í sátt við samfélagið.“ Hún segir að verði ekki af stækkun álversins fjari undan því og hugsanlega verði því lokað eftir sjö ár eða 2014. Fyrst muni samt fjara undan fólk- inu því fái álverið ekki að stækka og þróast telji samtökin að aðeins allra nauðsynlegustu tæki og búnaður verði endurnýjuð. Áhrifanna muni gæta strax og reyndar hafi mörg mál verið sett í bið fram yfir kosningarnar. Í máli Jóhönnu kom fram að á liðnu ári komu yfir 800 fyrirtæki að þjónustu við álverið og þar af meira en 100 í Hafnarfirði eða um fimmta hvert fyrirtæki í bænum. Hún sagði að tekjur þessara hafnfirsku fyrirtækja frá Alcan hefðu numið tæplega 1,5 milljörðum króna árið 2006. Jóhanna benti á að stjórnarmenn væru fulltrúar fjögurra fyrirtækja og hjá þeim ynnu hátt í 300 manns. „Við eigum líka fjölskyldur og þurfum að hugsa um hag þeirra. 31. mars munu Hafn- firðingar kjósa um störf og lífsafkomu fjöl- skyldna okkar.“ Jóhanna bætti við að áhyggjur vegna mengunar væru óþarfar. Afkoma 1.500 Hafnfirð- inga sögð vera í hættu Samtökin Hagur Hafnarfjarðar hvetja Hafnfirðinga til að samþykkja stækkun álversins í Straumsvík því annars fjari undan fólki og fyrirtækjum Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is „ÞAÐ er eins og það hafi orð- ið sprenging í þessu í vetur. Við erum núna með þrjá menn sem gera ekki annað en fara hringinn og hreinsa þessi undirgöng. Þeir hafa varla undan,“ segir Sigurður Geirs- son, yfirverkstjóri hjá Fram- kvæmdasviði Reykjavík- urborgar, um baráttu borgarinnar við veggjakrot. Í rúm tvö ár hafa menn á vegum borgarinnar farið dag- lega yfir öll undirgöng í borg- inni, en þau eru 23 talsins, og hreinsað veggjakrot. Sig- urður segir að fyrstu mán- iðara væri að ná af. Þetta væru m.a. textílúði sem not- aður væri á undirvagna á bíl- um. Nota þyrfti sterk hreinsi- efni til að ná honum af. Róbert sagði að þegar búið væri að ná krotinu af væri vaxefni borið á veggina sem auðveldaði hreinsun í næsta sinn. Fullorðnir krota líka Róbert sagði ljóst að það væru ekki bara börn í þessu heldur einnig harðfullorðið fólk. Þá sagði hann að það kæmi fyrir að á veggjunum væri að finna hótanir til hreinsunarmanna, um að þeir myndu hafa verra af ef þeir fjarlægðu verkin. Sigurður sagði að borgin myndi áfram kaupa vinnu af verktökum. Hann sagði mörg fyrirtæki kaupa þjónustu af verktökum sem færu reglu- lega yfir veggi sem krotarar hefðu sótt í. „Sprenging“ í veggjakroti í vetur Í HNOTSKURN »Borgin tók nýlega ínotkun nýja há- þrýstidælu í baráttunni við veggjakrot. »Dælan getur hitaðvatnið upp í 120 gráður og dælt því með miklum þrýstingi. uðirnir hafi farið í að ná tök- um á vandamálinu. Um tíma voru tveir menn í þessu, en Sigurður segir að þegar best lét hafi verið nægilegt að einn maður sinnti þessari vinnu. Hann segir að menn hafi þá talið að mál væru að komast í gott horf, en í vetur hafi allt farið á verri veg. Nú séu þrír menn alla daga í því að þrífa undirgöng og komist þeir varla yfir öll göngin á einum degi. Róbert Þór Ólafsson vinn- ur við að hreinsa veggjakrot og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að þeir sem úðuðu á veggi væru sífellt að koma með ný efni sem erf- Morgunblaðið/Kristinn Hreinsun Róbert Þór Ólafsson og Jón Helgi Geirsson þrífa und- irgöng í höfuðborginni. Krotarar beita sífellt öflugri efnum. HEILBRIGÐISSTOFNUN Bandaríkj- anna, NIH, hefur veitt dr. Júlíusi Frið- rikssyni, talmeinafræðingi og aðstoð- arprófessor við Háskóla Suður-Karólínu, 1,7 milljóna dollara styrk, um 113 millj- ónir króna, til rannsókna á bata eftir heilablóðfall. „Þetta er nokkuð hár styrkur,“ segir Júlíus, en styrkurinn er veittur frá 1. apr- íl nk. og er til fimm ára. Júlíus lauk dokt- orsprófi frá Arizona-háskóla 2001 og hef- ur unnið að þessum rannsóknum síðan. Hann segir að hann hafi einkum rann- sakað málstol eftir heilablóðfall. Það ger- ist vanalega eftir heilaskemmdir í vinstra heilahveli og hann noti mikið segulóm- tækni til að rannsaka hvernig heilinn breytist. „Þetta gengur út á að komast að því hvers vegna sumir ná sér mjög vel en aðrir alls ekki,“ segir hann. Júlíus áréttar að rannsóknin felist í því hvað sé góður bati og hvað sé lítill bati og hvað sé hægt að gera í því skyni að örva heilann til að fólk nái sér. Júlíus segir að rannsóknin beinist að því hvernig blóðflæði breytist og hvernig taugasímar breytist eftir heilablóðfall. Niðurstöðurnar geti skipt mjög miklu því heilablóðfall sé aðalvaldur fötlunar hjá fullorðnu fólki. „Þetta er mjög skemmti- legt viðfangsefni,“ segir hann og bætir við að hann sé að koma á slíkum rann- sóknum á Landspítalanum í samvinnu við Hauk Hjaltason taugasérfræðing og Sig- ríði Magnúsdóttur talmeinafræðing. Fær um 113 millj- ónir kr. til rannsókna Heilinn Júlíus Friðriksson fær styrk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.