Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Páskar í Prag 6.-12. apríl frá kr. 39.990 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Prag er einn ástsælasti áfangastaður Ís- lendinga. Vorið í Prag er einstaklega fagurt og veðrið milt og landið heillandi, allur gróður í blóma og landið skartar sínu feg- ursta. Heimsferðir bjóða nú ferð til þessarar frábæru borgar um páskana á einstökum kjörum. Í boði eru góð 3 og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir með fararstjór- um okkar sem eru þaulkunnugir borginni. Verð kr.59.990 Flug, skattar og gisting í tvíbýli með morgunverði í 6 nætur á Hotel ILF. Netverð á mann. 6 daga páskaferð – síðustu sætin Verð kr.39.990 Flugsæti með sköttum. Netverð á mann. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is STRANDSIGLINGAR eru nauð- synlegar fyrir vöxt atvinnulífs, að mati Gríms Atlasonar, bæjarstjóra í Bolungarvík. Hann segir að því hafi ranglega verið haldið fram að bannað sé að niðurgreiða strand- flutninga og að Eftirlitsstofnun EFTA myndi koma í veg fyrir það. Miðað við fyrirliggjandi áætlanir um vegabætur munu Vestfirðingar þurfa að bíða svo lengi eftir al- mennilegum samgöngum að hætta er á að það bitni harkalega á at- vinnulífinu fyrir vestan, segir Grím- ur. Hann nefnir t.d. að vegur með bundnu slitlagi um Arnkötludal eigi ekki að vera tilbúinn fyrr en 2009. „Flutningskostnaður hingað er 30–40% hærri en víðast hvar á land- inu. Öxulþunginn hamlar landflutn- ingum og þar með verða þeir enn óhagkvæmari en ella. Það eru jafn- vel þungatakmarkanir í desember og janúar vegna hláku sem þekktist ekki fyrir nokkrum árum,“ sagði Grímur. Mikill flutningskostn- aðurinn íþyngir einnig fram- leiðslufyrirtækj- um fyrir vestan sem verða að flytja afurðir sín- ar landveginn til útflutningshafn- anna fyrir sunn- an. Þá nefnir Grímur hve miklu nær væri fyrir togara sem stunda veiðar milli Grænlands og Íslands að sigla með aflann til Vestfjarða og landa hon- um þar en að sigla alla leið til Faxa- flóahafna. En fyrir vestan séu hvorki frystigeymslur né alvöru samgöngur til útflutningshafnanna til að það sé raunhæft að skipin landi þar. Grímur segir að sjóflutninga þyrfti að niðurgreiða, a.m.k. í upp- hafi. Samkvæmt tillögu frá vest- firskum sjávarvegsfyrirtækjum þyrfti niðurgreiðslur upp á 100 milljónir króna á ári í þrjú ár. Eftir það yrði komið jafnvægi á við land- flutningana. Þá þyrfti að skoða hvort grundvöllur væri fyrir áfram- haldandi sjóflutningum eða vegirnir orðnir það góðir að landflutningar gætu annað flutningsþörfinni á samkeppnishæfu verði. Grímur fékk skrifstofu Sam- bands íslenskra sveitarfélaga í Brussel til að athuga reglur um nið- urgreiðslur flutninga. „Evrópusam- bandið er með nýja áætlun um að koma vöruflutningum sem mest á járnbrautarlestir, pramma og strandferðaskip á næstu árum. Það á að leggja mikla peninga í þetta. Ísland og Noregur eru tekin út fyr- ir sviga í þessu samhengi. Heimilt er að nota milljarða árlega til að jafna stöðu þessara svæða gagnvart samkeppnissvæðum því þessi lönd eru skilgreind að stórum hluta sem jaðarsvæði,“ sagði Grímur. Hann benti á að Hurtigruten-strandsigl- ingarnar í Noregi væru niður- greiddar af hinu opinbera og í beinni samkeppni við flutninga á landi og í lofti. Strandflutningar lands- byggðinni nauðsynlegir Ranglega sagt að bannað sé að niðurgreiða strandflutninga Grímur Atlason bæjarstjóri Skipulagsvinna vegna ferjulægis í Bakkafjöru er hafin og unnið að breytingu á að- alskipulagi Rang- árþings eystra vegna þess, að sögn Unnar Brár Konráðsdóttur sveitarstjóra. Skipulagstillagan er nú í umhverfismati skipulags- áætlana, samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi um síðustu áramót. Sagði Unnur Brá að skipulagsbreyt- ingar vegna ferjulægisins og eins nýrrar veglínu í Hornafjarðarósi væru þær fyrstu sem færu í þetta ferli. Þegar búið verður að sam- þykkja aðalskipulagið þarf fram- kvæmdin að fara í umhverfismat, sem tekur nokkra mánuði, og þá fyrst verður hægt að hefja fram- kvæmdir. „Við erum gríðarlega spennt og þetta opnar mýmarga nýja mögu- leika fyrir okkur og Vestmanna- eyinga,“ sagði Unnur Brá. „Það er ekki síst aukin tenging byggðanna og möguleikar á samstarfi milli sveitarfélaganna sem vekur áhuga minn. Slagkrafturinn í samstarfi sveitarfélaganna mun margfaldast við þetta. Eins mun þetta endurnýja gömul og náin tengsl frá því á árum áður.“ Komi ferjan verður auðveld- ara fyrir Rangæinga að sækja ýmsa þjónustu til Vestmannaeyja, t.d. bæði skóla og íþróttamannvirki, að sögn Unnar Brár. Ferjulægi sem kemur í mitt hafn- laust Suðurland mun stuðla að aukn- um straumi ferðamanna til Eyja, að mati Unnar Brár. Hann fari allur í gegnum héraðið með tilheyrandi já- kvæðum áhrifum á starfsemi þar og ferðaþjónustuna sem sé einn af lyk- ilatvinnuvegum svæðisins. Hún minnti á að ákvörðun um gerð ferju- lægisins lægi ekki fyrir en á sam- gönguáætlun væri gert ráð fyrir fjárveitingu í verkefnið og það væri visst skref og yfirlýsing frá stjórn- völdum um að bæta þurfi sam- göngur við Vestmannaeyjar. Skipulagi breytt vegna ferjulægis Unnur Brá Konráðsdóttir Bakkafjöruhöfn eflir tengsl byggðanna „ÉG vaknaði bara um morguninn við að það var hringt í mig og ég spurður hvort ég byði upp á tann- læknaaðgerðir á lágu verði,“ segir 21 árs Reykvík- ingur, Davíð Gill Jónsson. E.t.v. skýrir það af hverju sími Davíðs hringdi viðstöðulaust út daginn að hann varð einmitt 21 árs þennan til- tekna laugardag. Í tilefni dagsins höfðu félagar Davíðs keypt auglýs- ingu í Blaðinu þar sem fram kom að hann framkvæmdi einfaldar tann- læknaaðgerðir heima hjá foreldrum sínum, þrátt fyrir að hafa ekki tann- læknapróf en skv. auglýsingunni átti hann að vera vel lesinn af Netinu. Verðskrá Davíðs þótti afar „sann- gjörn“ en hún átti að vera þriðjungi lægri en hjá „viðurkenndum“ tann- læknum. Tannlækn- ingar í heimahúsi? Davíð Gill Jónsson „ÞETTA er okkar leið til að ná til fólksins og vonandi skilar það okkur einhverju bitastæðu. Það vilja allir búa við ákveðið öryggi. Til að ná því þurfum við að fá íbúana á svæðinu meira í lið með okkur en á öðrum svæðum,“ segir Jón Viðar Matthías- son, slökkviliðsstjóri höfuðborgar- svæðisins. Slökkviliðið hefur dreift auglýs- ingu eftir slökkviliðmönnum í hluta- starf í hvert hús á Kjalarnesi. „Við erum með lið í hlutastarfi uppi á Kjalarnesi, en útkallstími okkar þangað er anzi langur. Þess vegna vildum við styrkja þá stoð ennþá betur og fórum þá leið að skrifa bréf sem dreift var í hvert hús í póstnúmeri 116, sem er Kjalarnes- ið. Við ætlum okkur að styrkja stöð- una og reyna að fá fleiri til að bregð- ast við ef þörf krefur. Við höfum líka gert samning við björgunarsveitina Kjöl þarna upp frá til að hjálpa okk- ur til að bregðast sem skjótast við. Næsta stöð við Kjalarnesið er á Tunguhálsi og það tekur okkur frek- ar langan tíma að komast upp eftir. Ætlun okkar er að bæta alla þjón- ustu okkar á svæðinu og langsam- lega bezt er fyrir okkur að fá menn sem bæði búa á svæðinu og vinna þar líka. Það tryggir skjótustu viðbrögð- in. Það er hins vegar ekki hlaupið að því, því flestir á þessu svæði vinna annars staðar enda lítið um atvinnu- tækifæri á Kjalarnesinu. Við ákváðum því að dreifa bréfinu í sér- hvert hús til þess að við værum þá búnir að gera það sem í okkar valdi stæði til að ná til fólksins og hugs- anlegra starfsmanna. Ég vona að við fáum góða svörun. Þegar hafa yfir tíu manns hringt, en við þurfum helzt að fá ríflega þann fjölda til að við getum verið sáttir við þá þjón- ustu sem við viljum bjóða upp á,“ segir Jón Viðar Matthíasson. Vilja bæta þjónustu og tryggja skjót viðbrögð Slökkviliðið auglýsir eftir liðsauka á Kjalarnesi Í HNOTSKURN »Auglýst hefur verið eftirslökkviliðsmönnum til starfa á Kjalarnesi. Bréf hafa verið send í hvert hús þar. »Útkallstími þangað ernokkuð langur og því talið heppilegt að heimamenn séu tiltækir. FINNSKI matreiðslumeistarinn Kai Kallio, sem starfar á Savoy í Helsinki, var sigurvegari mat- reiðslukeppni Food & Fun- hátíðarinnar í Hafnarhúsinu á laug- ardaginn var. Þar öttu kappi tólf þekktir matreiðslumeistarar víðs vegar að úr heiminum og bjuggu til fiskrétti, kjötrétti og eftirrétti úr íslensku hráefni að viðstöddum fjölda áhorfenda. Það kom svo í hlut fjölskipaðrar, alþjóðlegrar dómnefndar að smakka á öllum kræsingunum og dæma hver hefði staðið sig best. Áhorfendur fengu ekki aðeins reykinn af réttunum heldur fengu sumir einnig að smakka á góðgætinu. Kallio matreiddi humar og lamb og þóttu réttir hans bera af. Eft- irrétturinn verður lengi í minnum hafður, borinn fram í skrautlegu skríni með spiladós og skúffum og var rétturinn borðaður upp úr því. Hátíðinni lauk svo um kvöldið með sérstökum hátíðarkvöldverði þar sem íslenskir matreiðslumeist- arar töfruðu fram veislumat og verðlaun voru afhent. Finni sigraði á Food & Fun Morgunblaðið/Jón Svavarsson Verðlaunakokkur Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, afhenti Kai Kallio sigurlaunin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.