Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ólafur Ásgeirs-son vél- smíðameistari fæddist á Baul- húsum í Arnarfirði 19. febrúar 1927. Hann lést á líkn- ardeild Landakots- spítala 18. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðbjörg Oktavía Kristjánsdóttir, f. í Stapadal 9. maí 1885, d. 29. ágúst 1974, og Ásgeir Kristján Matthíasson, f. á Baul- húsum 20. febúar 1885, d. 1. maí 1959. Systkini Ólafs, sem öll eru látin, voru eftirfarandi: Símonía, f. 1913, d. 2004, Daðína Guðný, f. 1915, d. 2001, Matthías, f. 1917, d. 1942, Páll, f. 1918, d. 1989, Frið- þjófur, f. 1918, d. 1919, Kristján, f. 1919, d. 1992, Kristinn Friðþjófur, f. 1922, d. 2002, og Jóhanna, f. 1923, d. 2004. Ólafur kvæntist hinn 19. júní 1949 Sigurborgu Maríu Jónnýju Rósinkarsdóttur, f. á Snæfjöllum á Snæfjallaströnd 25. sept. 1928. Foreldrar hennar voru Jakobína Rósinkara Gísladóttir, f. 1896, d. 1960, og Rósinkar Kolbeinn Kol- beinsson, f. 1891, d. 1956. Ólafur og María eignuðust sex börn, þau eru: 1) Ottó Kolbeinn, f. 1950, maki Björk Baldursdóttir, börn þeirra eru Daði Baldur og Helga Björk, fyrir átti Ottó son, Andra, með Hjördísi Magn- úsdóttir. Sonur Andra og sambýlis- konu, Heiðbrár Björnsdóttur, er Daníel Þór. 2) Jakob, f. 1952, maki Helena Soffía Leosdóttir Little, sonur þeirra er Páll, fósturdóttir Jakobs og dóttir Helenu er Kristín Magnúsdóttir. Sonur Páls og sambýlis- konu hans, Lindu Mjallar Andr- ésdóttur, er Jakob Felix. Dætur Kristínar, fósturdóttur Jakobs, eru Alexanda María og Helena Ýr. 3) óskírður drengur, f. 1953, d. 1953. 4) Rósinkar Snævar, f. 1956, maki Sólbjörg Gunnbjörnsdóttir, börn þeirra eru Ólafur Garðar, Davíð og Atli Þór. 5) Guðný, f. 1959, maki Ómar Þór Gunnarsson, börn þeirra eru Gunnar Heiðar og María Rós. 6) Ásgeir Kristján, f. 1962, maki Aðalheiður Gylfadótt- ir, börn þeirra eru Unnur Andrea og Hanna María. Ólafur ólst upp á Baulhúsum og Bíldudal þangað til hann fór til Ísafjarðar til náms í Vélsmiðjunni Þór þar sem hann lauk námi 1951. Ólafur og María fluttu til Reykja- víkur eftir nám hans, þar sem hann starfaði við iðn sína alla tíð. Ólafur verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Þá hefurðu fengið hvíldina, pabbi, og það hefur ábyggilega verið glað- ur hópur sem hefur fagnað þér við komuna yfir móðuna miklu. Þú hef- ur sýnt svo ótrúlegt æðruleysi og styrk í veikindum þínum. Aldrei kvartað, ekki einu sinni og það lýsir svo vel þeim frábæra persónuleika sem þú varst. Það voru mikil for- réttindi að eiga þig sem pabba og þú hefur reynst okkur systkinunum frábær fyrirmynd. Ég man ekki eft- ir að þú hafir nokkurn tíman hækk- að róminn og skammað okkur, ekki vegna þess hve þæg við vorum held- ur vegna þess hve þið mamma hafið alltaf haft gott lag á að ná fram því besta í öllum í kringum ykkur. Upp- eldi ykkar einkenndist af ást, leið- beinandi umhyggju og skilningi á þörfum okkar en ekki á skömmum og hörðum aga. Nú og glaðværð pabbi, þar varstu sko á heimavelli, þú sást alltaf björtu hliðarnar á öllu, varst góðlátlega stríðinn og hafðir þennan sérstaka sjarma sem laðaði alla að þér. Það var alltaf þetta töfrandi glettnisblik í augunum þín- um. Svo hafðirðu einstakan vilja til að rétta öðrum hjálparhönd og aldr- ei vissi ég til að þú neitaðir nokkr- um sem til þín leituðu eftir aðstoð, sama hvers kyns var, á nóttu sem degi. Ég byrjaði snemma sem lítill gutti að skottast í kringum þig þeg- ar þú varst að vinna heima við og sú reynsla hefur reynst mér vel sem iðnaðarmanni. Allt lék í höndunum á þér og skipti engu hvort þú vannst með málm eða tré og þar fór sko saman hagur hugur og hönd. Þú varst skipulagður í vinnu og komst oft með lausnir á vandamálum sem aðrir komu ekki auga á. Þú varst víðlesinn og maður kom aldrei að tómum kofunum þegar mann vantaði að vita eitthvað. Sér- stakt dálæti hafðirðu á náttúruvís- indum og himingeimnum og varst óþreytandi að miðla þeim fróðleik til okkar systkinanna og afa- barnanna og eflaust áttu heiðurinn (eða sökina) á að eitt þeirra varð doktor í stjarneðlisfræði og fíkill í Gammablossa, eitthvað sem þið tveir kunnið skil á. Svo voru það allar útilegurnar, ferðirnar um landið og veiðiferðirn- ar, alltaf miðlaðirðu til okkar ást þinni á landinu okkar og kenndir okkur að ganga um það af virðingu. Og það voru ófáar fjöruferðirnar þar sem fjaran breyttist í ævintýra- land með ótal dýrgripum og smíða- við í miklu magni og iðulega stóðum við í fjöruborðinu og fylgdumst með einhverju glæsifleyinu sem þú smíð- aðir með mér sigla til hafs og þá var ljúft að lauma lítilli hendi í lófann þinn. Svona stundir eru ómetanleg- ar og ég þakka þér fyrir þær allar kæri pabbi minn. Missirinn hennar mömmu litlu er mikill en við börnin þín og afabörnin pössum hana fyrir þig og ég veit að það gerir guð líka, hún er jú ein af englunum hans þótt hún feli væng- ina sína einhvers staðar inni í skáp. Eftir langa vegferð liggur leiðin að Baulhúsum aftur sem snöggvast hættir sandurinn í glasi tímans að sáldrast út í tómið allt verður fullkomið eitt eilífðarinnar andartak Kveðja, þinn sonur Ásgeir. Nú er elskulegur faðir minn dá- inn. Hann lést eftir erfið og lang- vinn veikindi og er það ákveðinn tómleiki, en þó léttir að þjáningum hans sé nú loksins lokið. Pabbi var einstaklega ljúfur og góður maður sem ekkert aumt mátti sjá og sérlega greiðvikinn og hjálpsamur við alla sem leituðu til hans. Hann hafði þessa léttu lund, brá yfirleitt aldrei skapi var ávallt fullur af gáska og glettni sem var einkennandi fyrir hans persónu. Hann var mjög laghentur og lék allt í höndum hans hvort sem um var að ræða stál, timbur eða önnur efni. Minningar streyma fram frá bernsku minni, pabbi í húsbygg- ingu, hann byggði einn 2 hæða ein- býlishús á Löngubrekku, þar bjugg- um við fyrstu æviár mín. Þegar ég var 4 ára fluttumst við í Silfurtúnið í Garðabæ. Ég minnist þess ekki að hafa verið síðhærð á mínum yngstu árum því pabbi var einstaklega lag- hentur með skærin og leit ég oft út eins og Prins Valiant, hvort mömmu líkaði það er önnur saga. Pabbi og mamma elskuðu útiveru og ferðuðumst við fjölskyldan mikið innanlands. Mikill kærleikur ríkti á mínu heimili, bæði milli þeirra hjónanna og til okkar barnanna. Á föstudagskvöldum var oft stiginn dans við dægurlög í útvarpinu í stof- unni, því pabbi hafði unun af að dansa. Mamma og pabbi fóru t.d. oft ein í ferðalög og vorum við systkinin sett í pössun í vikutíma til systkina mömmu meðan þau fóru ein í úti- legu. Þá mundaði pabbi oft vélina og gleymi ég aldrei að á 6. aldursári mínu eignaðist pabbi sína fyrstu kvikmyndatökuvél sem tók í lit. Mikið var tekið af myndum bæði á ferðalögum og heima í Silfurtúninu og nánasta umhverfi. Pabbi var mjög víðlesinn og fróð- ur maður sem elskaði náttúruvís- indi og vissi allt milli himins og jarð- ar, hann aflaði sér þekkingar með lestri vísindarita og bóka. Á ung- lingsárum mínum var pabbi ein- staklega natinn við dóttur sína og alltaf var hann til taks ef eitthvað bjátaði á, alltaf gat ég hringt í hann á nóttu sem degi til að ná í mig ef ég var stödd á balli og náði ekki síðasta strætó eða fékk ekki leigubíl heim, eða í skóla. Greiðviknari maður en hann pabbi minn var ekki til. Pabbi ferðaðist þó nokkuð er- lendis á seinni árum sínum bæði með mömmu og án hennar, þá að- allega með börnum og barnabörn- um sínum. Hann kom einn í heim- sókn til okkar hjónanna þegar við bjuggum í Óðinsvéum við nám og dvaldi hjá okkur. Síðustu æviár sín bjó faðir minn ásamt móður minni í sama húsi og við hjónin með börnum okkar og nutum við samverunnar einstaklega vel.Var hann í góðu atlæti móður minnar sem hjúkraði honum af sinni einstöku alúð, ást og umhyggju. Elsku pabbi, ég kveð þig með söknuði og þakka þér af alhug fyrir allt sem þú gafst mér, minningarnar geymi ég í hjarta mínu og ég veit að þú ert kominn á betri stað þar sem þú ert laus við allar þjáningar um- luktur þínum ástkæru ættingjum og almáttugum guði. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Þín dóttir Guðný. Elskulegi afi okkar, Ólafur, sem alltaf var kallaður Óli, var okkur góður afi. Hann hafði þann einstaka hæfileika að geta blakað eyrunum, sem skemmti okkur systrunum ágætlega. Afi hló oft og horfði á sjónvarpið. Poppkorn fannst honum gott og átti hann gleraugu sem okkur fannst gaman að prófa. Afi og hún amma okkar hafa allt- af haft nammiskúffu fyrir okkur krakkana til að læðast í. Á því heim- ili er alltaf til nammi. Góði Guð, passaðu ömmu vel og lengi og megi sál afa hvíla í friði. Unnur Andrea og Hanna María. Ég á ótal góðar minningar um afa. Það fyrsta sem ég gerði, í hvert sinn sem ég heimsótti afa og ömmu á Hjaltabakkanum í gamla daga, var að ráðast á afa þar sem hann sat í hægindastólnum sínum með ný- bruggað kaffi í krús og las Mogg- ann. Að sjálfsögðu var þetta í gríni gert og það tók hann yfirleitt minna en hálfa mínútu að róa mig, sex ára guttann, niður. Þetta lýsir kannski sambandi okkar best: góðir vinir á grallaralegu nótunum. Hann var með ólíkindum þolinmóður og góð- hjartaður. Aldrei skammaði hann mig þó svo ég reyndi að troða grasi ofan í hann í hvert sinn sem við fór- um til Þingvalla á sunnudögum, eða þegar ég kastaði óvart steini í bílinn hans við Kleifarvatn. Kleifarvatn er eitt af ógrynni vatna sem við veiddum saman í í gegnum árin. Við áttum það reynd- ar til að fara heim með öngulinn í rassinum en það var ekki aðalmálið. Að kasta út, setjast niður, sötra kaffi/kakó og spjalla um heima og geima var rauði þráðurinn í veiði- ferðunum. Af og til stukkum við þó upp er rauðu flotholtin sukku á bólakaf og lönduðum fiski í soðið fyrir ömmu og mömmu. Hitt aðaláhugamálið okkar var að tefla. Ég held að við höfum örugg- lega teflt saman yfir þúsund skákir á taflborðinu sem afi smíðaði (það þurfti að setja teskeið undir eitt hornið til að gera það stöðugt). Við vorum álíka slakir/góðir við þessa iðju og snerum borðinu oft við og spiluðum myllu þegar við vorum orðnir þreyttir á eilífum hrókering- um og pattstöðum. Þetta fór nú að- allega fram á Hjaltabakkanum því afi og amma pössuðu mig oft um helgar. Ég skemmti mér reyndar svo vel hjá þeim að ég skellti mér í strætó til þeirra og flúði miðbæinn af og til. Afi og amma fóru stundum með okkur Suðurgötufamilíunni til út- landa og þá deildum við afi oft efri og neðri koju í sama herberginu. Hann fékk sjaldan svefnfrið því ég var gífurlega forvitinn krakki og jós vanalega yfir hann spurningum um himingeiminn, norðurljósin og þess háttar. Hver veit nema það sé hon- um að þakka að ég vinn einmitt við það sem ég hef unun af í dag. Afi, þín verður sárt saknað, og ef þú ert ekki að skák-máta einhvern af læri- sveinunum á himnum þá giska ég á að þú sért að veiða með ákveðinni „persónu“ sem getur breytt vatni í vín. Páll. Látinn er yndislegur vinur Ólafur Ásgeirsson. Okkar fyrstu kynni urðu er öðlingurinn Guðný dóttir hans og fjölskylda fóru að spá í sumarbústaðaland í Litla-Klofa í Landsveit sem er í nágrenni við okkar heimili. Sem betur fer fyrir okkar fjölskyldu ákváðu þau að reisa bústað á Flötunum, og hafa öll okkar samskipti verið einstaklega góð. Foreldrar hennar Óli og Maja hafa reynst okkur sannir vinir. Höfðum við mjög gaman af að frétta að Óli væri frændi jólasveinsins sem var einn af vinum í Drættinum (Galtalækjarskógi). Það er frábært að svona gott fólk skuli vera til og við svo lánsöm að fá að kynnast því. Það er ekki hægt að lýsa þessari yndislegu og traustu fjölskyldu í Melselinu (áður í Maríu- og Hjaltabakka), það er ekki búið að finna orðin upp ennþá. Óli var mikill hagleiksmaður, það sást vel á kerrunni sem þeir Ómar smíðuðu fyrir okkur m.a. Óli var ákaflega hlýr og gamansamur og sannur vinur vina sinna. Þannig er reyndar öll fjölskyldan. Þið tókuð okkur eins og við værum ein af börnunum og gestrisni, gjafir og vinátta verður aldrei fullþökkuð. Maja mín, þú hefur staðið við að hugsa um hann í veikindunum af ótrúlegum styrk, langt umfram þína getu og heilsu. Sagt er að trúin flytji fjöll en í þessu tilfelli var það ástin. Það var unun að sjá ykkur saman og alltaf voruð þið nefnd í sama orði svo samrýnd, og máttuð aldrei hvort af öðru sjá. Mér komu þessi orð í hug í minningu Óla: Listasmiður, laus við prjál ljúft er þig að muna. Lífleg kæti, ljúflingssál lýsti upp tilveruna. Kveðjum traustan, kæran vin kærleik allir minnast. Örmum vafði ásýndin, yndi var að kynnast. Elsku Maja, börnin ykkar, fjöl- skyldur og vinir, sendum ykkur innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð gefa ykkur styrk og blessun. Sigurbjörg Elimarsdóttir og fjölskylda, Galtalæk 2. Ólafur Ásgeirsson Elsku Svandís mín. Í dag hefðir þú átt af- mæli og orðið sex ára. Sex ára, þú beiðst ekkert smá eftir því þar sem það var stökkpallurinn í skólann hans Nóna. Þú hlakkaðir svo mikið til að byrja í skólanum, þú varst búin að læra marga stafi, skrif- aðir nafnið þitt og beiðst með óþreyju eftir fleiri krefjandi verkefn- um. Síðasti afmælisdagurinn þinn er mér minnisstæður þar sem ég komst ekki í afmælið þitt, amma Sirrý var á sjúkrahúsi, en þú gafst mér ekkert eftir þrátt fyrir það. Þú passaðir vel ✝ Svandís ÞulaÁsgeirsdóttir fæddist á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands á Selfossi 26. febrúar 2001. Hún lést af slysförum 2. desember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Langholtskirkju 13. desember. upp á að ég skyldi nú ekki gleyma deginum þínum og varst með á hreinu hvað ég ætti að gefa þér í afmælisgjöf. Þú úthlutaðir mér að gefa þér „Dýrin í Hálsaskógi“ því þig langaði afskaplega mikið í þá mynd. En afmælisdagurinn þinn lukkaðist vel og marg- ir heimsóttu þig í Þor- lákshöfn. Ég skil ekki af hverju þér voru ekki gefnir fleiri afmælisdagar og mér finnst það óréttlátt. Ég sakna þess svo að þú skulir ekki lengur birtast hér blaðskellandi og segja: „Ég er komin“ og brosa þínu bjarta brosi með snuddutönnunum þínum. Og hvernig á maður að skilja þetta, en ég reyni að halda í þá trú að þú sért á góðum stað og amma á Grund gæti þín. Guð hjálpi okkur öllum. Amma Sigríður (amma Sirrý). Hún Svandís Þula frænka mín hefði orðið sex ára í dag en hún dó í bílslysi hinn 2. desember 2006. Við hefðum átt að vera í afmælisveislu hjá henni en í staðinn verðum við á minningartónleikum um hana. Við vorum búin að kaupa handa henni afmælisgjöf þegar hún dó. Hún átti að fá bók, bók um prinsessu, því það hæfði Svandísi Þulu vel þar sem hún var mikil prinsessa sjálf. Við settum bókina hjá henni í kistuna því við gátum ekki hugsað okkur að einhver annar fengi bókina sem var ætluð henni. Þegar ég var lítil stelpa þá las amma á Grund mikið fyrir mig og sagði mér sögur því fannst mér gott að vita að Svandís Þula væri með bók hjá sér svo amma gæti lesið fyrir hana. Ég sé þær tvær fyrir mér að hafa það huggulegt saman lesandi bók. Björk fékk öll fötin og dótið hennar Svandísar og hún var ofsa- lega glöð yfir hvað Svandís Þula var góð að gefa henni þetta allt saman. Það er oft erfitt að horfa upp á gleði hennar með fötin og dótið en það er ekki hægt að ætlast til þessa að fjögurra ára barn skilji ástæðuna fyrir því hvers vegna hún fékk þetta allt saman. En upp á síðkastið hefur hún verið að tala um að hún sakni Svandísar Þulu „rosalega mikið“. Að lokum vil ég bara segja einu sinni enn hvað ég samhryggist for- eldrum, bræðrum og öllum ætt- ingjum Svandísar Þulu mikið og ég er sammála því sem Björk sagði um daginn: „Mamma, ég vil að Svandís Þula sé ekki lengur dáin, ég sakna hennar rosalega, rosalega mikið.“ Kristín Ásta Jónsdóttir. Svandís Þula Ásgeirsdóttir Lokað Lokað verður eftir hádegi í dag, mánudaginn 26. febrúar, vegna jarðarfarar ÓLAFS ÁSGEIRSSONAR. Ottó auglýsingastofa ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.