Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2007 39
Líkið af Önnu Nicole Smith hefurenn ekki verið flutt til Bahamas
þar sem móðir Smith vill heldur að
hún verði jarðsett í Texas. Í erfða-
skrá fór Smith fram á að vera jörðuð
við hlið sonar síns í kirkjugarði í
Nassau á Bahamaseyjum. Dómari
kvað tárvotur upp þann úrskurð
föstudaginn síðastliðinn en móðir
Smith, Vergie Arthur, fer fram á
lögbann á úrskurðinn. Líkið verður
jafnvel geymt á útfararstofu í heila
viku í viðbót.
Lögmaður sambýlismanns Smith,
Richard Milstein, segist ætla að
ganga frá öllum atriðum varðandi
jarðarförina sem allra fyrst. Hann
og Howard K. Stern, sem var kær-
asti Smith, ákváðu að hún yrði á
Bahamaseyjum. Þar hvílir sonur
Smith og fór hún fram á það að verða
jörðuð við hlið hans. New York Daily
News segir frá þessu.
Amanda Peet fæddi stúlkubarn íseinustu viku. Peet, sem er m.a
þekkt fyrir leik sinn í myndinni Sy-
riana, átti að vera viðstödd Georg
Jensen skartgripasamkomu í LA á
fimmtudaginn en þurfti auðvitað að
afboða komu sína þangað.
Peet og eiginmaður hennar David
Benioff, sem skrifaði m.a handritið
að Troy, giftu sig í september 2006.
Danir hafa orð á sér fyrir aðfrjálslyndi en þeir virðast samt
á báðum áttum yfir því hvernig
bregðast eigi við myndum, sem
sænska vikublaðið Se og Hör birti af
Friðrik krónprins Dana þar sem
hann er að bæta vatni í Atlantshafið.
Ekstra-Bladet segir frá þessu og
virðist nokkuð létt yfir því, að prins-
inn sé eðlilegur velskapaður karl-
maður sem þurfi ekkert að skamm-
ast sín.
Myndirnar munu hafa verið tekn-
ar þar sem prinsinn var í fríi á Flór-
ída og sigldi á seglbáti sínum. Þær
birtust fyrir mánuði í norska blaðinu
Se & Hør en þar hafði verið sett kór-
óna á hernaðarlega mikilvæga staði
á myndunum. Í sænska blaðinu er
prinsinn hins vegar kórónulaus.
Ekstra-Bladet segir, að danska
Billed-Bladet sé áskrifandi að
myndaþjónustunni sem dreifði
myndunum en Annemette Krakau,
aðalritstjóri, ákvað að birta þær ekki
og segir að það séu takmörk fyrir því
hvað hægt sé að bjóða lesendum
blaðsins.
Leik- og söngkonan Lindsay Loh-an heldur uppteknum hætti eft-
ir meðferð en sést hefur til hennar
úti að skemmta sér langt fram eftir
nóttu. Hin 20 ára leikkona sást yf-
irgefa næturklúbb í Hollywood á
miðvikudagskvöldið í ákveðnum
klæðum er var svo búin að skipta um
föt seinna um nóttina þegar hún
mætti í partý á hóteli þar í bæ.
Á fimmtudagskvöldið kom hún
fram sem plötusnúður á Los Angeles
klúbbnum Teddýs áður en hún yf-
irgaf staðinn með Jackass stjörn-
unni Steve-O.
Lohan útskrifaðist af með-
ferðastöð í LA um miðjan febrúar
eftir þrjátíu daga dvöl þar.
Kvikmyndin Lady Chatterleyfékk verðlaun sem besta mynd-
in á frönsku Cesars verðlaununum
sem voru afhent um helgina en þau
eru svar frakka við Óskarnum.
Myndin sem er frönsk fékk einnig
verðlaunin fyrir bestu leikkonuna,
Marinu Hands, en í heildina fór
myndin heim með fimm Cesars ver-
ðalun.
Francois Cluzet var valinn besti
leikarinn fyrir leik sinn í myndinni
Ne le dis a personne (Don’t tell
anyone), og Guillaume Canet var
valinn besti leikstjórinn fyrir þá
mynd. Little Miss Sunshine var valin
besta erlenda myndin,
In the Skin of Jacques Chirac var
valin besta heimildarmyndin og
Breski leikarinn Jude Law hlaut
sérstaka viðurkenningu fyrir störf
sín. Myndin Indigenes sem var til-
nefnd til níu verðlauna gerði ekki
eins vel og búist var við og fór aðeins
heim með ein.
Fólk folk@mbl.is