Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 17
menntun MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2007 17 V e r ð l æ k k a n i r 1 . m a r s 2 0 0 7 Miklar breytingar eru í vændum á skattlagningu matvara. Verð á flestum matvörum á að lækka um 6,1% og í nokkrum tilvikum um 14,1% við lækkun virðisaukaskatts. Neytendastofa hvetur alla til að vera vakandi og fylgjast með því hvort verð lækkar ekki örugglega 1. mars. Með því að geyma kassakvittanir úr verslunum og bera saman eftir 1. mars má greina verðbreytingarnar á einfaldan hátt. Leitið skýringa í verslun ef verð lækkar ekki. Á heimasíðu Neytendastofu, www.neytendastofa.is, hefur verið opnuð vefgátt undir heitinu Verðlagsábendingar – láttu vita! Þar er með skjótvirkum hætti hægt að koma á framfæri ábendingum um það hvort lækkanir á vöruverði hafi ekki skilað sér. Á síðunni eru einnig aðgengilegar upplýsingar um þær matvörur sem eiga að lækka í verði sem og aðra þá þætti sem lækkunin tekur til, s.s. veitingaþjónustu, hótelgistingu og fleira. Neytendur – stöndum vaktina saman! Fylgist með – og látið vita Borgartúni 21 • 105 Reykjavík • Sími 510 1100 • www.neytendastofa.is Neytendastofa SAUÐUR í stærðfræði? Því má breyta. Ný rannsókn bendir nefnilega til þess að nemendur sem trúa því að gáfur geti þróast upplifa að einmitt það gerist hjá þeim. Það hefur aldrei verið vísindalega sannað að trúin flytji fjöll en nú hafa bandarískir vísindamenn fundið vísbendingar um að hún geti í það minnsta breytt stærðfræðieinkunninni. Forskning.no greinir frá rannsókn fræðimanna við Col- umbia- og Stanford- háskólana í Bandaríkjunum þar sem 373 tólf ára börnum var fylgt eftir í tvö ár. Markmiðið var að sjá hvaða áhrif viðhorf krakkanna hefðu á stærðfræðieinkunn þeirra. Allir nemendurnir höfðu svipaðar einkunnir þegar rannsóknin hófst en viðhorf þeirra voru nokkuð ólík. Í ljós kom að þeir nemendur sem töldu mögulegt að þróa með sér meiri gáfur fóru smám saman að standa sig betur en þeir sem töldu að þeir yrðu að sætta sig við þær gáfur sem forsjónin lét þeim í té þeim í upphafi. Eftir því sem tíminn leið jókst munurinn á þessum tveimur hópum. Trúin flytur fjöll og breytir einkunnum Morgunblaðið/ÞÖK Gáfnakenning Þeir nemendur sem töldu mögulegt að þróa með sér meiri gáfur fóru smám saman að standa sig betur. Sneru við blaðinu eftir fræðslu Til að rannsaka málið ítarlegar tóku vísindamennirnir rúm- lega 90 krakka sérstaklega til athugunar en börnin áttu það sameiginlegt að stærðfræðieinkunnir þeirra höfðu versnað. Nemendunum var skipt í tvo hópa sem báðir fengu að sitja námskeið sem fjallaði um listina að læra. Öðrum hópnum voru kynntar kenningar um hæfileika heilans til að þróa með sér meiri gáfur en hinum ekki og niðurstöðurnar voru slá- andi. Nemendurnir sem fræddust um gáfnakenninguna sneru við blaðinu og fengu mun betri einkunnir í stærðfræði en nem- endurnir í hinum hópnum. Hjá þeim héldu einkunnirnar hins vegar áfram að lækka. Knús er hollt ALMENNILEGT faðmlag getur dregið úr hættu á hjartasjúkdómum, að því er ný bandarísk rannsókn sýn- ir. Berlingske tidende greinir frá því að vísindamenn við Háskólann í Norður-Karólínu hafi skipt 38 pörum upp í tvo hópa. Helmingur paranna fékk þau fyrirmæli að setjast niður og rifja upp góðar stundir sem þau hefðu upplifað saman, horfa í fimm mínútur á rómantíska kvikmynd og að lokum faðma hvort annað í 20 sekúndur. Í hinum hópnum sat fólkið eitt síns liðs og hugsaði um hvað það myndi gera ef það hefði daginn alveg fyrir sig sjálft. Eftir það stóð það á fætur og var þannig í tuttugu sekúndur án þess að fá knús. Að því loknu átti fólkið í báðum hópunum að greina frá upplifun sem leiddi til þess að það varð stressað eða reitt. Meðan á því stóð var blóð- þrýstingur og púls fólksins mældur. Í ljós kom að þau pör sem höfðu faðm- ast mældust með miklu lægri tölur en hinir. Að auki var minna magn af streituhormóninu cortisól hjá þeim sem höfðu knúsast. Hár blóðþrýstingur og hraður púls eru dæmigerð einkenni streitu. Vís- indamennirnir líta því á niðurstöð- urnar sem vísbendingu um að pör sem faðmast mikið séu minna mót- tækileg fyrir streitu og séu þar með í minni hættu á að fá hjartasjúkdóma. AP Hollusta Sennilega stuðlar bæði knúsið og fótboltinn að langlífi þessara tveggja.                 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.