Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
LÍSA HLÓ AÐ ÖLLUM
BRÖNDURUNUM MÍNUM Í KVÖLD!
ER ÞAÐ RANGT AF MÉR
AÐ FINNAST HÚN VERA MEÐ
LÉLEGAN HÚMOR
Í ÞÍNU
TILVIKI... NEI
SKÍTAPÉSI...
ÞÚ LÍTUR BARA
ÚT FYRIR AÐ
VERA HREINN
ÞETTA
ER VAND-
AMÁL
KALLI...
ÉG ER HREINN NÚNA, EN
ÞAÐ ENDIST EKKI LENGI...
SJÁÐU BARA
HVERNIG ÞETTA ER!
KRR
KRR
BRESTIR!! ÞETTA VAR EKKI
TÚNFISKUR! ÞETTA VAR
ANANAS! SJÁÐU BARA!
DÓSIR
HLJÓMA
ALLAR EINS
Æ,
NEI!
ÞAÐ ER
FOSS FRAM
UNDAN!
HVAÐ
EIGUM VIÐ
AÐ GERA?
SNÚIÐ
SKIPINU VIÐ
ERTU MEÐ
EINHVERJAR
AÐRAR
HUGMYNDIR?
LEIÐIN SEM
SJÓRÆNINGJAR
NOTA TIL ÞESS
AÐ HALDA
PÁFAGAUKNUM Á
ÖXLINNI Á SÉR
ÉG ELSKA MÖMMU
MÍNA, EN Í KVÖLD FÓR HÚN
Í TAUGARNAR Á MÉR
MÉR LÍKA
ALLT SEM KOM ÚT ÚR
HENNI Í KVÖLD VAR
GAGNRÝNI
JÁ, HÚN GETUR
NÚ VERIÐ MEIRI
BELJAN
LALLI, VIÐ ÞURFUM AÐ
PASSA OKKUR Á ÞVÍ HVAÐ
VIÐ ERUM AÐ SEGJA.
KRAKKARNIR ERU HÉRNA
EKKI HAFA
ÁHYGGJUR
ÞAU HLUSTA ALDREI
Á NEITT SEM VIÐ HÖFUM
AÐ SEGJA
EF ÞEIR GERA Á MÉR
FLEIRI RANNSÓKNIR ÞÁ
GÆTU ÞEIR KOMIST AÐ ÞVÍ
HVER ÉG ER
LÆKNIR,
ÞETTA ERU EIN,
STÓR MISTÖK
EF SVO ER, ÞÁ KOMUMST
VIÐ AÐ ÞVÍ Á SPÍTALANUM
DRÍFUM OKKUR,
SJÚKRABÍLLINN BÍÐUR
EFTIR OKKUR
Umhverfisstofnun stendurfyrir röð fyrirlestra á vor-misseri. Á morgun,þriðjudag, kl.15 mun Jón-
ína Þ. Stefánsdóttir matvælafræð-
ingur flytja fyrirlesturinn Merkingar
matvæla í húsi Umhverfisstofnunar,
Suðurlandsbraut 24.
„Fyrst mun ég segja frá norrænni
neytendakönnun sem matvælastofn-
anir Norðurlandanna stóðu fyrir í
október þar sem skoðuð var afstaða
neytenda til merkinga matvæla,“ seg-
ir Jónína. „Þá mun ég fjalla um eft-
irlitsverkefni Umhverfisstofnunar og
Heilbrigðiseftirlits með vörumerk-
ingum, og að endingu ræða um breyt-
ingar á reglugerð um merkingu mat-
væla, sem felast í ítarlegri kröfum um
upplýsingar um innihaldsefni sem
valdið geta ofnæmi eða óþoli.“
Jónína segir norrænu rannsóknina
hafa leitt ýmislegt í ljós um óskir
neytenda: „Leitast var við að greina
hvaða upplýsingar neytendur vilja
helst hafa á matvælum svo þeir geti
tekið upplýsta ákvörðun í matvæla-
kaupum,“ segir Jónína en þúsund
manna úrtak var spurt í hverju landi.
„Meðal þess sem kom í ljós er að inni-
haldslýsing er það sem Íslendingar
leggja mikla áherslu á, sem og best-
fyrir merking og upplýsingar um
sykur- og fituinnihald. Eldri svar-
endum finnst mikilvægt að hafa stórt
og læsilegt letur og staðlaða uppsetn-
ingu, á meðan yngri svarendur lögðu
t.d. minni áherslu á að vita um upp-
runaland matvæla.“
Að sögn Jónínu hefur eftirlit með
matvælamerkingum hér á landi leitt í
ljós að víða er pottur brotinn og hörg-
ull á þeirri upplýsingagjöf sem neyt-
endur myndu vilja: „Það kemur á
óvart að lýsingu á innihaldsefnum er
oft ábótavant og einnig var mis-
brestur á því að vara væri merkt með
magnmerkingum svokölluðum, en
dæmi um slíkar merkingar er að til-
greina hversu mikið hlutfall rækju-
salats eru rækjur,“ segir Jónína.
„Erfitt er að fullyrða hvað veldur
þessum misbresti, en sökina má
væntanlega rekja til vankunnáttu á
reglum um merkingar og að það
gleymist að uppfæra innihaldslýsingu
þegar varan er þróuð og uppskrift
hennar breytt. Þá eru mörg íslensk
matvælafyrirtæki smá í sniðum og
getur kostnaður og fyrirhöfn við að
merkja matvæli samkvæmt ströng-
ustu kröfum oft verið þeim stór biti.
Almennt voru þó merkingar við-
unandi og flestar vörur með fáar at-
hugasemdir, en þó var ein með sem
hlaut átta athugasemdir sem verður
að kallast slæmt.“
Jónína segir mikilvægt að neyt-
endur veiti framleiðendum aðhald
þegar kemur að merkingum: „Það er
enginn vafi á því að þrýstingur neyt-
enda hefur áhrif og taka fyrirtæki til-
lit til athugasemda. Með góðum
merkingum geta neytendur tekið
betri ákvörðun um mataræði og nær-
ingu og sömuleiðis forðast að kaupa
köttinn í sekknum.“
Fyrirlesturinn á þriðjudag er öll-
um opinn og aðgangur ókeypis. Nán-
ari upplýsingar er að finna á vef Um-
hverfisstofnunar, www.ust.is.
Heilsa | Fyrirlestur á þriðjudag kl. 15 í Um-
hverfisstofnun um merkingar matvæla
Hvað er í matn-
um þínum?
Jónína Þ. Stef-
ánsdóttir fæddist
í Árnessýslu
1957. Hún lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum
í Reykjavík 1976,
BS-prófi í mat-
vælafræði frá
Háskóla Íslands
1980 og fjórða ári 1984. Hún starf-
aði sem matvælafræðingur við fisk-
og sælgætisiðnað í 14 ár. Frá árinu
1994 hefur Jónína starfað hjá Holl-
ustuvernd ríkisins, síðar Umhverf-
isstofnun. Jónína er gift Halldóri
Sigurðssyni rafeindavirkja og eiga
þau þrjú börn.
Á MYNDINNI sést maður nota al-
menningssalerni á fjölfarinni götu í
Kína. Þrjú slík utandyraklósett fyr-
ir karlmenn hafa verið sett upp í
vinsælli götu í Chongqing. Eins og
sést á myndinni eru klósettin ekki
með neinum vegg heldur með lítilli
hurð sem skýlir líka mittissvæðinu
fyrir almenningsaugum.
Karlmenn þurfa líklega að vera
nokkuð hugrakkir til að skvetta úr
skinnsokknum í slíkt salerni.
Reuters
Pissað meðal almennings