Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 19
gæludýr MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2007 19 Yamaha píanó. Yamaha píanó og flyglar með og án SILENT búnaðar. Veldu gæði – veldu Yamaha! Samick píanó. Mest seldu píanó á Íslandi! Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 357.000 kr. Goodway píanó. Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 238.000 kr. 15 mán. Vaxtalausar greiðslur. Estonia flyglar. Handsmíðuð gæðahljóðfæri. Steinway & Sons Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Til sýnis í verslun okkar. H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350                       ! "#$%& '(  ' )*+%& ,-& ./ 0''  111!23+22!&  4 4 5 Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Hún Sigríður Dagbjarts-dóttir var að taka á mótivörum og afgreiða þærfrá sér í afgreiðslu Eim- skipafélags Íslands þegar hún allt í einu sá skel hanga á einu trébrett- inu sem vörurnar koma á með skip- unum frá útlöndum. Sigríður tók skelina upp og sá þá að eitthvað lif- andi barðist þarna um á hæl og hnakka. Þegar betur var að gáð var þar snigill á ferðinni sem hefur gengið undir nafninu snigillinn Skúli æ síðan honum var bjargað úr prísundinni í alls ókunnu landi fyrir hálfu öðru ári. Finnst gúrkan algjört sælgæti „Ég fór með Skúla litla heim, bjó til bráðabirgðabúr fyrir hann úr skál, sem ég setti plast yfir, og fór að troða káli í litla dýrið. Hann braggaðist vel og lifir nú eins og blómi í eggi á eldhúsborðinu mínu, í búri sem ég bjó til með því að kaupa plastílát með loki, boraði göt á og setti mold og mosa í botninn. Ég passa að úða vatni reglulega í botn- inn til að halda mosanum og mold- inni rakri því að Skúla virðist líka rakinn vel,“ segir Sigríður, sem býr ein ásamt Skúla og kettinum Skugga, sem er norskur dags- farsprúður skógarkisi og fékk þetta heiti þar sem hann elti eig- anda sinn eins og skuggi um allt eftir komuna til Íslands. Skuggi, sem er bröndóttur að lit, er ekki ólöglegur innflytjandi, þó norskur sé, enda kom hann löglega til lands- ins árið 2002 og fór í gegnum ein- angrunarstöðina í Hrísey í þokka- bót. Skuggi og Skúli eru þó engir perluvinir og hefur húsmóðirin helst kosið að hafa þá ekki nálægt hvor öðrum, af ótta við hugsan- legar afleiðingar ef Skuggi héldi til dæmis að Skúli væri sunnudags- steikin. Skúli, sem er um 10 sentimetra langur snigill, hefur oft týnst ef lok- ið hefur ekki verið nógu þétt á búrinu hans, en þá hefur Sigríður bara elt slímslóðina og fundið Skúla á vísum stað. Hans helsta fæða er kál og gúrka, en honum finnst gúrkan algjört sælgæti. Og svo hef- ur hann verpt eggjum í moldina þrisvar sinnum á hálfu öðru ári, mismörgum þó í einu. „Sniglar eru nefnilega tvíkynja og geta því fjölg- að sjálfum sér, en öll afkvæmin hans Skúla litla hafa dáið og engin þeirra komist á legg. Ég held að litlu sniglarnir hafi dáið vegna míns klaufaskapar því að ég gætti ekki að því að hafa moldina nógu raka. Ég hef svo sem engan áhuga á því að koma mér upp sniglafjölskyldu og þaðan af síður hef ég hug á því að láta afkvæmin frá mér, eins og ég hef reyndar verið beðin um nokkrum sinnum, því ef sniglarnir sleppa út geta þeir fjölgað sér eins og kanínur. Og þá gætu þeir farið að éta sig í gegnum blóm og garða,“ segir Sigríður. Afskaplega rólegt gæludýr Eftir að Sigríður hafði fundið Skúla og borið hann heim fór hún á Netið til að leita sér upplýsinga. Hún komst í samband við snigla- fræðing í útlöndum, sendi mynd af nýja nýbúanum og komst að því að Skúli væri landsnigill og kæmist hraðast af sniglategundunum í heiminum. „Skúli er líka afskaplega rólegt gæludýr og þarf lítið fyrir honum að hafa, svo fremi sem hann fær kálbitann sinn og gúrkubitann. Ég hef líka af og til verið að gefa hon- um eggjaskurn því mér er sagt að kalkið í eggjaskurn sé gott fyrir skelina hans Skúla litla.“ Kattavinur Sigríður Dagbjartsdóttir átti fyrir noska skógarköttinn Skugga sem, ólíkt Skúla, kom löglegu leiðina til landsins. Morgunblaðið/Golli Innflytjandinn Snigillinn Skúli er ólöglegur innflytjandi og finnst gott að borða gúrku og kál. Snigillinn Skúli er ólöglegur innflytjandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.