Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2007 37 / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is SVALASTA SPENNUMYND ÁRSINS FRÁ SAMA HÖFUNDI OG FÆRÐI OKKUR SILENCE OF THE LAMBS OG RED DRAGON KEMUR ÞIÐ VITIÐ HVER HANN ER.... ...SVONA BYRJAÐI ÞAÐ CLINT EASTWOOD LEIKSTÝRIR MEISTARAVERKINU LETTERS FROM IWO JIMA SEM VAR M.A. TEKINN UPP Á ÍSLANDI. eeee L.I.B. - TOPP5.IS eeee S.V. MBL. SÝND Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI NICOLAS CAGE EVA MENDES ÓSKARSTILNEFNINGAR m.a. fyrir aðalhlutverk karla/ Leonardo dicaprio5 FRÁ LEIKSTJÓRA “THE LAST SAMURAI” GOLDEN GLOBE VERÐLAUN BESTA ERLENDA MYNDIN SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI ÓSKARSTILNEFNING m.a. besta myndin4 HLAUT GAGNRÝNENDA VERÐLAUNIN SEM BESTA MYNDIN TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG BREAKING AND ENTERING kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 .ára. BREAKING AND ENTERING VIP kl. 5:30 - 8 - 10:30 THE BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ HANNIBAL RISING kl. 8 - 10:30 B.i.16 .ára. ALPHA DOG kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i.16 .ára. PERFUME kl. 5:20 B.i.12 .ára. BLOOD DIAMOND kl. 8 - 10:40 B.i.16 .ára. BABEL kl. 8 - 10:40 B.i.16 .ára. FORELDRAR kl. 3:40 VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ GHOST RIDER kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára THE BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 5:50 - 8 LEYFÐ HANNIBAL RISING kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára ALPHA DOG kl. 10:10 B.i. 16 ára VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 5:50 LEYFÐ DIGITAL ÆVINTÝRALEG SPENNA OG HASAR. STYÐST VIÐ RAUNVERULEGA ATBURÐI eee S.V. - MBL LENSKU LI eee L.I.B. - TOPP5.IS ÓSKARSTILNEFNING1 ÓSKARS- TILNEFNINGAR7 eeeee - B.S. FRÉTTABLAÐIÐ GOLDEN GLOBE BESTA MYND ÁRSINS eeeee S.V. - MBL MYNDIN BRÉF FRÁ IWO JIMA ER STÓRVIRKI Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hættan liggur í að gera meira úr hlut- unum en ástæða er til. Hvers vegna gerir þú það? Til að halda áfram að lifa því þægindalífi sem þú hefur tileinkað þér undanfarin ár. Minnkaðu frekar hindranir og lífið verður skyndilega stærra. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert glaður að tilkynna vissan atburð, jafnvel þótt aðrir séu ekki jafn glaðir að hlusta á. Gefðu þeim tíma til að jafna sig. Það sem að lokum er gott fyrir þig, er gott fyrir alla. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  En yndislegur og afkastamikill dagur. Þú kemur ýmsu í verk á mettíma,því vinnan gengur vel. Það munu ferðalög líka gera. Mikilvægir samningar verða gerðir. Allt sem þú þarft að gera er að fylgja þeim svo eftir. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Í sambandi við aðstæður ástvinar: þú hefur verið að vonast eftir hinu besta í nokkurn tíma. Reyndu nýjar aðferðir. Eitthvað ótrúlegt mun gerast ef þú hættir að gera væntingar og sættir þig við orðinn hlut. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú munt leyfa sannleikanum að koma í ljós, hinum bera og harkalega sann- leika. Þú óttast ekki viðbrögð annarra við honum, en þú vilt samt ekki vera á staðnum þegar það gerist. Jú, annars, þú ert kannski smáhræddur. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Stærsta áskorunin felst í að reyna að halda aftur af þér við að taka völdin. Það er sumt sem fólk verður að fá að komast að sjálft. Ef það er ekki nauð- synlegt að þú takir ákvörðun er nauð- synlegt að þú takir ekki ákvörðun. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þótt að fólk kunni að meta að þú sért ábyrgðarfullur kann það enn betur að meta að þú sért fyndinn, uppreisn- argjarn og óþroskaður. Þú er sannkall- aður ferskur stormsveipur af skemmti- legheitum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þér tekst loksins að finna lykilorðið sem hefur haldið nokkrum dyrum lokuðum fyrir þér. Og lykilorðið er einfaldlega sannleikurinn. Heiðarleiki fellir niður hindranir og þú valsar beint inn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þetta er dagur andagiftarinnar. Vinnan gengur vel, brandarar eru fyndnari en vanalega og í lok dagsins hefurðu frá mörgu skemmtilegu að segja. Farðu í rúmið með bros á vör. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert ekki sammála röksemdum sem þú heyrir. Og skemmtiatriði sem þú sérð eru alls ekki á þeirri línu sem þú kannt að meta. Samt sem áður fær þetta þig til að velta fyrir þér hlutunum og þá ertu hamingjusamur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er einhver hundur í þér. Hugrekkið kemur með auðmýktinni, mundu það. Sjálfstraustið á ekki samleið með van- trausti þínu á þeirri vitneskju sem þú býrð yfir. Ljúfmennska er lykillinn. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þótt ætlast sé til þess að þú látir líta út fyrir að hafa alltof mikið að gera græð- irðu ekkert á þessum heimskulega þykjustuleik. Hann gerir engum greiða. Vertu latur með stæl! stjörnuspá Holiday Mathis Merkúr bakkar inn í hrúts- merkið með allt sjálfs- öryggi sem einkennir vöru- bíl sem flautar með látum þegar hann bakkar til að koma í veg fyrir að keyra yfir einhvern. Ferð Merkúrs inn í stjörnu- merki manngæskunnar gefur okkur tæki- færi til að bæta fyrir rangar gjörðir und- anfarið – jafnvel þótt það hafi verið eitthvað minniháttar einsog að gleyma að endurvinna. ÞEGAR öllu er á botninn hvolft er Brúin til Terabitíu ósvikin Disn- eymynd af gamla skólanum þar sem höfundarnir leggja aðaláherslu á sterka sögu með persónur af ósviknu holdi og blóði en brellum fyrir augað í bakgrunninn. Þær eru til staðar og ágætlega gerðar en mannlegi þátturinn, tilfinn- ingaþrungin þroskasaga tveggja unglinga um fermingu, gerir mynd- ina áhugaverðari en flestar aðrar á svipuðum nótum. Börn og unglingar sem finna eða ímynda sér sína eigin töfraveröld sem þau geta leitað til þegar í harð- bakkann slær, er gamalt söguefni og nýtt. Galdrastrákurinn Harry Pot- ter hrinti nýjustu fjöldaframleiðsl- unni af stað og ógrynnin öll verið kvikmynduð með misjöfnum ár- angri. Yfirleitt eiga lykilpersón- urnar í einhvers konar tilvist- arkreppu og þurfa á umhverfi að halda sem er viðmótsþýðara en raunveruleikinn. Flest ungmenni þekkja til slíkra kringumstæðna í einhverjum mæli og geta samsamað sig þeim. Hafa gripið til hug- myndaflugsins, eða átt sína leyni- staði þar sem afdrep er fyrir næð- ingnum þegar tilveran er grá. Oft öfundaði maður erlenda jafn- aldra sína í bernsku af dásemdum skóga og trjáhúsanna, þessara al- gengu felustaða fjölda söguhetja í bókum og kvikmyndum. Þær hreiðr- uðu um sig hátt uppi í trjástofnum, viðuðu að sér eftirsóknarverðu, ver- aldlegu góssi, jafnt og leynd- armálum sem þær földu hugvitsam- lega. Kaðalstigi tengdi þennan einkaheim við þann jarðbundna og ekkert auðveldara en að skera á sambandið með því að draga hann upp. Jess (Hutcherson) og Leslie (Robb) eru hæfileikarík og fara sín- ar eigin leiðir, lenda utanveltu í skól- anum og verða að þola einelti. Jess á heima utan við þorpið, Leslie flytur á næsta bæ. Þau eru klárir og sjálf- stæðir krakkar en búa við erfiðar heimilisaðstæður. Þau eiga samleið með skólarútunni og líður ekki á löngu uns þau eru orðnir perluvinir og búin að koma sér upp trjáhúsi á fáförnum stað í skóginum, í grennd við heimili þeirra. Jess og Leslie ímynda sér að um- hverfi trjáhússins, sem er handan við læk sem þau sveifla sér yfir á kaðli, (og myndin dregur nafn sitt af) sé í rauninni töfraveröld þar sem þau ráða ríkjum. Spennandi heimur með furðuverum og dýrum af öllum stærðum, illum og góðum. Krakk- arnir nefna þennan einkaheim Te- rabitíu og allt leikur í lyndi um sinn, ævintýrið tekur á sig raunverulegan blæ og daglegt amstrið verður létt- ara. Öfugt við flestar slíkar barna- og fjölskyldumyndir snýst Brúin til Te- rabitíu, ekki eingöngu um lán og lukku og hvernig má komast af í hörðum heimi með ráðsnilld og kænsku, mikilvægi vináttu og aðra jákvæða þætti, heldur um alvöruna, hlífðarleysi raunveruleikans, vina- missi, sorg. Hún ristir því dýpra en almennt gerist um slíka afþreyingu og kemst það skynsamlega frá erf- iðum úrlausnarefnum að innihaldið snertir áhorfandann tilfinningalega. Yfirbragðið og efni er í senn ein- staklega fallegt og ógnvekjandi. Hvort sem það er Terabitía með sín- um góðu og illu öflum eða umhverfi Jess og Leslie í henni veröld. Hrekkjusvínin í skólanum, af- skiptaleysi foreldranna, erfitt heim- ilislíf eru í góðu jafnvægi við fegurð sveitarinnar, skilningsríka kennara, ævintýraheiminn sem krakkarnir „uppgötva“ í skóginum og hæfileik- ana sem þeim eru gefnir til að gera lífið bærilegt. Brúin til Terabitíu er einstaklega fallega tekin og vel leikin, ekki að- eins af aðalleikurunum (Robb minn- ir meira en lítið á litla Cameron Di- az), heldur er ekki veikan punkt að finna meðal yngri sem eldri leikara. Hér er á ferðinni óvenju vönduð og skynsamleg fjölskyldumynd sem snertir við áhorfendum á öllum aldri. Draumar og veruleiki Ævintýri „Þegar öllu er á botninn hvolft er Brúin til Terabitíu ósvikin Disneymynd af gamla skólanum,“ segir m.a í dómnum. KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjóri: Gabor Csupo. Aðalleikendur: Josh Hutcherson, AnnaSophia Robb, Zo- oey Deschanel, Robert Patrick, Bailey Madison. 95 mín. Bandaríkin 2007. Brúin til Terabitíu/Bridge to Terabithia  Sæbjörn Valdimarsson The Sixth Sense, var valinn versti leikstjórinn og versti aukaleikarinn fyrir myndina Lady in the Water. Í myndinni leikur Shyamalan rithöf- und og bók hans mun einn dag frelsa mannkynið. „Hann setti sjálfan sig í hlutverk frelsara ofan á allt annað,“ sagði Wilson. „Shyamalan hefur fallið í eina af þeim gryfjum, sem tryggja mönnum nánast Razzie-verðlaun, þegar sjálfsálitið fer óbeislað út um víðan völl.“ Carmen Electra var valin versta aukaleikkonan fyrir myndirnar Date Movie og Scary Movie 4. Þá var myndin RV, með Robin Williams, valin versta afsökun fyrir fjöl- skylduskemmtun. Gamanmyndin Little Miss Sunshine var valin bestamyndin á verðlaunahátíð óháðra kvikmyndaframleið- enda í Hollywood um helgina. Alan Arkin var valinn besti leikarinn í aukahlutverki fyrir leik sinn í myndinni og hjónin Jonathan Dayton og Valerie Faris fengu leikstjórn- arverðlaun fyrir myndina. Þá var Michael Arndt verðlaun- aður fyrir handrit. Little Miss Sunshine hefur notið mikillar velgengni frá því myndin var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni á síðasta ári og myndin er m.a. tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta mynd síðasta árs. Þá er Arkin tilnefndur til verð- launa fyrir leik í aukahlutverki. Þau Ryan Gosling og Shareeka Epps fengu verðlaun fyr- ir bestan leik í aðalhlutverkum, bæði fyrir myndina Half Nelson. Frances McDormand fékk verðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir myndina Friends With Money. Besta erlenda myndin var valin þýska myndin Das Leben der Anderen. Leiðin til Guantánamo var valin besta heim- ildarmyndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.