Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2007 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
!! "#"$
%
& %
' $ (( )
*
!" #
$ %% # &'( %)*'+,*-.&+** ,,/
$,0$ %)
%1 %2 )&
%1 %
!
" #$ 3$45
#
%
' + , - '
.
/
'
/
0
/
/
'
1 '
/
2
'
'
-/ ,
,
1 %
1 '
,
,
,
3 %
1 45 '
+
,
,
1%
1
'
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
VERÐMÆTI innflutnings til Fær-
eyja á síðasta ári var 4,6 milljarðar
færeyskra króna eða 55,2 millj-
arðar íslenzkra króna. Hefur inn-
flutningurinn aukizt um tæpa 1,8
milljarða íslenzkra króna, eða um
ríflega 3% samkvæmt bráðabirgða-
tölum færeysku Hagstofunnar.
Þó aukning innflutningsins sé
aðeins 3% er rétt að benda á að sé
innflutningur á skipum ekki með-
talinn er aukningin miklu meiri. Þá
er aukningin 22% sem er einhver
mesta aukning síðustu ára, en
sambærileg aukning árið 2000 var
23%.
Innflutningur allra vöruflokka
jókst á síðasta ári en hlutfallslega
mesta aukningin var í innflutningi
á bílum og vélum og verkfærum.
Minnst aukning var á innflutningi
varnings til heimilishalds. Á hinn
bóginn kemur í ljós í upplýsingum
Hagstofunnar að innflutningur á
dýrari búnaði til heimilanna jókst
töluvert, en þar er meðal annars
átt við sjónvörp og heimilistæki.
Innflutningur á matvöru jókst að-
eins um 6% og af fatnaði um 7%.
Vöruskiptahallinn
um 10,8 milljarðar
Með þessum bráðabirgðatölum
um innflutninginn liggur vöru-
skiptajöfnuðurinn til bráðabirgða
líka fyrir. Fyrstu tölur um útflutn-
ing benda til þess að hann hafi
numið 3,7 milljörðum færeyskra
króna, eða 44,4 milljörðum ís-
lenzkra króna, en gert er ráð fyrir
að endanlegar tölu sýni hærri upp-
hæð, eða um 3,8 milljarða fær-
eyskra króna. Því verður vöru-
skiptahallinn hjá Færeyingum um
800 milljónir færeyskra króna eða
9,6 milljarðar íslenzkra króna. Á
árinu 2005 var vöruskiptahallinn
10,8 milljarðar íslenzkra króna. Þá
stafaði hallinn fyrst og fremst af
skipakaupum, öfugt við það sem
var á síðasta ári.
Innflutningur
til Færeyja
jókst um 3%
árið 2006
Aukningin er mun meiri, 22%, sé inn-
flutningur á skipum ekki meðtalinn
Morgunblaðið/Ómar
!
"
#
$
%$&'(
'%'
&&)
*(*
%$%&+
'''
!"!#
*$'%,
$
%$)&%
+(%
**-
),,
%$&-,
%&%
!" %%
.$)%&
&
$
' (
)
'
VIÐSKIPTI
ÞETTA HELST ...
● GENGI bréfa breska verslunarfyr-
irtækisins Debenhams vegna orð-
róms um að annað fyrirtæki, hugs-
anlega Baugur Group, hygði á
yfirtöku. Bréf Debenhams hækkuðu
um 16,5 pens eða 10% og endaði
gengi þeirra í 180 pensum.
Hlutabréf Debenhams voru skráð
á markaði á síðasta ári og hafa ekki
verið sérlega eftirsótt.
Blaðið Glasgow Herald hefur eftir
ónafngreindum verðbréfamiðlara, að
hann telji að Baugur sé á höttunum
eftir Debenhams. Hins vegar var
bent á, að þrír af yfirmönnum Deben-
hams hefðu nýlega keypt hlutabréf í
félaginu en það gætu þeir ekki ef yf-
irtökuviðræður stæðu yfir.
Baugur á höttunum
eftir Debenhams?
● STJÓRN bresku blóma- og garð-
yrkjukeðjunnar Blooms of Bress-
ingham hefur fallist á yfirtökutilboð
kaupsýslumannsins Toms Hunters,
sem hljóðar upp á 30,2 milljónir
punda. Talið er að einhverjir af stjórn-
endum Blooms, bankinn HboS og
Baugur Group eigi aðild að kaup-
unum.
Baugur og Tom Hunter hafa oft áð-
ur verið í samstarfi, m.a. í kaupum á
House of Fraser, og nýlega var sagt
frá því að Hunter hefði keypt 2% hlut
í Glitni banka. Blaðið The Scotsman
segir Hunter vera ríkasta mann Skot-
lands og auður hans sé metinn á
780 milljónir punda, um 103 millj-
arða króna. Meðal góðra vina hans
er sagður breski milljarðamæring-
urinn Philip Green, sem keypti á sín-
um tíma hlut Baugs í Arcadia.
Hunter kaupir Blooms
of Bressingham
● FYRIRTÆKIÐ 66° Norður, sem
framleiðir útivistarfatnað, hefur opn-
að sína fjórðu verslun í Lettlandi, en
þar eru einnig tvær verksmiðjur í
eigu 66°Norður.
Verslanirnar fjórar eru allar í Ríga,
höfuðborg Lettlands, og er vörumerk-
ið orðið nokkuð þekkt þar í landi.
Vöxtur 66° Norður í Lettlandi hefur
verið hraður og hafa tekjur félagsins
af sölu þar í landi aukist um 30%
milli ára.
Ný verslun 66° Norður
opnuð í Lettlandi
UPPLAG fríblaðsins Metro Boston,
sem gefið er út í samnefndri borg í
Bandaríkjunum, verður aukið úr 165
þúsund eintökum á dag í 200 þúsund,
til að mæta væntanlegri samkeppni
frá nýju fríblaði, Boston Now. Frá
þessu er greint í frétt á fréttavefnum
Dagens Medier.
Félagið Dagsbrun Media Fund,
sem 365 hf. á 18% hlut í, og sem gef-
ur út Nyhedsavisen í Danmörku,
stendur á bak við Boston Now. Eins
og frá var greint fyrr í þessum mán-
uði er stefnt að því að Boston Now
komi út næsta haust. Framkvæmdin
verður í höndum Russel Pergament,
sem einmitt ýtti úr vör Metro Boston
og síðar einnig fríblaðinu AM New
York.
Í frétt Dagens Medier segir að
Dagsbrún sé með áætlanir uppi um
að hefja útgáfu á fríblöðum í átta til
tíu borgum í Bandaríkjunum á kom-
Auka samkeppni við
væntanlegt fríblað
Associated Press
andi árum. Á fréttavef Newspaper
Innovation segir að þetta séu ekki
góð tíðindi fyrir Metro.
Metro Boston, sem Pergament
stofnaði árið 2001, er nú í eigu Metro
International og The New York Tim-
es.
Boston Götulíf Bostonborgar.
KAUPHÖLLIN í London (LSE) og
kauphöllin í Tókýó hafa ákveðið að
hefja samstarf. Um er að ræða
tæknileg atriði en til greina kemur
einnig að bjóða upp á sameiginlegar
afurðir.
Í frétt á fréttavef breska blaðsins
Guardian segir að stjórnendur kaup-
hallanna muni fljótlega setjast yfir
að skoða þá möguleika sem eru á
frekara samstarfi þeirra.
Í síðasta mánuði gerði Kauphöllin
í Tókýó svipað samkomulag við
Kauphöllina í New York og þá eru
stjórnendur hennar í viðræðum við
Kauphöllina í Chicago.
Frá því var greint fyrr í þessum
mánuði að fjandsamleg yfirtökutil-
raun bandaríska verðbréfamarkað-
arins Nasdaq á LSE hefði farið út
um þúfur. Stjórn LSE lagðist ein-
dregið gegn tilboði Nasdaq, en það
bar þann árangur að einungis hlut-
hafar, sem fara með um 0,4% af
hlutafé LSE, voru reiðubúnir að
samþykkja tilboðið. Í kjölfar þessar-
ar niðurstöðu var greint frá viðræð-
um LSE og Kauphallarinnar í Tókýó
um hugsanlegt samstarf kauphall-
anna tveggja, sem nú hefur borið ár-
angur.
Kauphallir taka upp
samstarf sín á milli
Reuters
● FJÖLDI tæknifyrirtækja um heim
allan hefur af því áhyggjur að nýfall-
inn bandarískur dómur geti haft al-
varlegar fjárhagslegar afleiðingar
fyrir þau.
Í dómnum var hugbúnaðarrisinn
Microsoft dæmdur til að greiða
Alcatel-Lucent 1,5 milljarða dollara
(um 100 milljarða króna) fyrir að
nota í leyfisleysi MP3-hljóðtæknina.
Fyrirtæki eins og Apple og Real-
Networks, sem nýtt hafa sér þessa
tækni í miklum mæli gætu þurft að
sæta svipuðum sektardómum.
MP3-tæknin var þróuð í samein-
ingu af Fraunhofer-stofnuninni í
Þýskalandi og Bell Laboratories í
Bandaríkjunum. Microsoft hefur
hingað til greitt Fraunhofer fyrir
notkun á tækninni og taldi það
nægilegt. Alcatel-Lucent, sem eign-
aðist Bell Laboratories árið 2003,
segir Microsoft hins vegar hafa átt
að greiða Bell fyrir þess hlut í
tækninni, og féllst dómstóllinn á
það með fyrirtækinu eins og áður
segir.
Hefur ástandinu nú verið lýst
sem svo að Alcatel-Lucent hafi nú
í raun heimild til að ganga á öll fyr-
irtæki sem nýtt hafi sér MP3-
tæknina og heimta af þeim peninga
og er tæknigeirinn allur sagður fylgj-
ast með framvindu mála af áhuga.
MP3-vandræði