Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ / AKUREYRI / KEFLAVÍK SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is BREAKING AND ENTERING kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára LETTERS FROM IWO JIMA kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i. 16 ára PERFUME kl. 6 - 9 B.i. 12 ára DREAMGIRLS kl. 5:30 - 8 LEYFÐ BLOOD DIAMOND kl. 8 - 10:40 B.i. 16 ára FORELDRAR kl. 6 LEYFÐ BABEL kl. 10:40 B.i. 16 ára BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 8 LEYFÐ MAN OF THE YEAR kl. 10 B.i. 7 ára ROCKY BALBOA kl. 8 B.i. 12 ára PERFUME: THE STORY OF A MURDERER kl. 10:10 B.i. 16 ára BREAKING AND ENTERING kl. 8 - 10 B.i. 12 ára THE BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 6 LEYFÐ ALPHA DOG kl. 8 B.i. 16 ára HANNIBAL RISING kl. 10 B.i. 16 ára VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ BREAKING AND ENTERING JUDE LAW JULIETTE BINOCHE ROBIN WRIGHT Með “Íslandsvininum og sjarminum Jude Law” ásamt óskarsverðlauna leikkonunni Juliette Binoche Frá leikstjóra English Patient og Cold Mountain FORELDRAR KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON eeee LIB - TOPP5.IS eeee H.J. MBL. eeee FRÉTTABLAÐIÐ BYGGÐ Á METSÖLU SKÁLDSÖGU PATRICK SÜSKIND eee VJV, TOPP5.IS SÝND BÆÐI MEÐ ÍSL OG ENSKU TAL SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI ÓSKARS- TILNEFNINGAR 8 eeee VJV, TOPP5.IS Stærsta opnun á fjölskyldumynd í Bandaríkjunum í ár Frá þeim sömu og færðu okkur Chronicles Of Narnia Höfuðborginni bjargað úr höndum klámhunda ÓNEITANLEGA fóru þeir Spaug- stofumenn á sínum venjulegu kost- um síðastliðið laugardagskvöld þeg- ar þeir kynntu síðustu tvo framsóknarmennina, sem hittust á mölinni í svellþæfðum vaðmáls- fötum og hvítbotna gúmmískóm og ræddu að gömlum íslenskum sveita- sið um veðrið, en ákváðu svo að gera eitthvað og fara í bíó. Sveita- menn, Framsóknarflokkur og bændur, hefur nú á hinum síðustu tímum nánast orðið eitt og hið sama í huga margra íbúa suðvesturhorns- ins sem undan gegndarlausum áróðri fjölmiðla, hlaupastráka og kellinga af báðum kynjum, hafa far- ið að trúa því að flest ef ekki allt sem miður fer sé að kenna upp- sprengdu verði á ofvernduðum land- búnaðarvörum sem ættu að heyra sögunni til. En nú gerist það undarlega. Hóp- ur fólks sem hefur af því ánægju og stórtekjur að búa til og miðla um heim allan „listrænu, erótísku af- þreyingarefni“, fyrir ótrúlega stór- an hóp fólks með hugsanlega brenglaða siðferðisvitund kynnir komu sína til landsins og hin sið- prúða íslenska elíta fer á líming- unum. Borgarstjórinn í Reykjavík, sem hefur fram til þessa verið talinn sæmilega áhrifamikil,l og borg- arstjórnin í borgríkinu, sem vill helst ekki vita neitt af þjóðgarðinum ofan Elliðaáa, verða samstundis þverpólitísk og rísa öndverð gegn innrásinni. Álitsgjafarnir hjá Agli og viðmæl- endur Kastljóss taka heilshugar undir viðbjóð stjórnendanna á þessu athæfi sem þarna á kannski að fara fram en auðvitað vita menn ekki hvað mun gerast þegar þetta fólk kemur saman. Það er náttúrlega ekki hægt að banna þessu fólki að koma. Og allir yppa öxlum en sjá ímynd Íslands svívirta og nið- urlægða – en því miður, hver getur ráðið við þetta, við viljum jú hafa frelsi til orða og athafna. Þá kemur nefnilega í ljós að gömlu bændurnir tveir í Spaugstof- unni voru ekki að fara í bíó, hvorki að sjá pornómynd né neina aðra, þeir voru að einmitt að fara að bjarga höfuðborginni sinni frá þeirri niðurlægingu og álitshnekki sem þeim fannst hún verða fyrir með komu klámhundanna. Þeir settu hnefann í borðið. Nú keppast allir um að þakka femínistum fyrir að vekja máls á þessu, borgarstjóra fyrir einarða af- stöðu, borgarstjórn fyrir að geta loksins orðið sammála. En á morg- un verður það vafalaust gleymt í sjálfumglaðri umræðu álitsgjafanna sem vita ekkert skemmtilegra en heyra sjálfa sig tala, að það voru samtök óvina íslenskra neytenda sem bægðu frá niðurlægingunni sem enginn virtist geta stöðvað, frá hreinni og ómengaðri ásýnd Ís- lands, og háborg íslenskrar menn- ingar og lista, höfuðborginni sjálfri. Nú geta álitsgjafarnir aftur tekið gleði sína og farið að ræða um ódýr- ar vatnssósa kjúklingabringur og hvað allt væri miklu betra – og ódýrara – ef þessir bændur væru ekki til óþurftar með allskonar kröfugerðir og þykjast ofan í kaupið eiga land sem ætti auðvitað að vera til frjálsra afnota fyrir alla þétt- býlisbúa þegar þeir hafa örlítinn tíma til að ferðast innanlands. Björn Björnsson. Óþolandi mismunun ÉG VIL skora á heilbrigðisráðherra að taka á málinu sem sálfræðingar hafa verið að biðja um, að þeir sitji við sama borð og geðlæknar varð- andi þátttöku við niðurgreiðslu til þeirra. Þannig að fólk geti valið um hvort það fer til geðlækna eða sál- fræðinga. Þetta tel ég vera mann- réttindi að hafa þetta val, einnig tel ég að þetta geti komið þjóðfélaginu vel. Það mundi spara mikinn lyfja- kostnað og minnka lyfjanotkunina. Það mundi sennilega vera gróði fyr- ir okkur öll af því. Sigrún. velvakandi Svarað í síma 569 1100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Frétt Morgunblaðs-ins í gær um ferðamáta þátttakenda á fjölmennum lands- fundi Vinstrihreyfing- arinnar – græns fram- boðs var tilefni nokkurra skoð- anaskipta á blogginu á vef blaðsins. Á fund- inum kom fram að nær allir komu til hans ak- andi og fannst sumum það ekki við hæfi í hópi umhverfissinna. Máls- hefjandi sagði í bloggi sínu að spurningin um ferðamátann hefði ver- ið svolítið óréttlát, eftir á að hyggja. Stór hópur fundargesta hefði verið utan af landi og þaðan hefðu margir komið akandi enda væru almenningssamgöngur við landsbyggðina í skötulíki. Þá hefði komið í ljós að fólk hefði samnýtt bíla á höfuðborgarsvæðinu. Þessi bloggumræða sýnir hvað um- fjöllun um umhverfismál er komin út á hálar brautir. Það er út í hött hjá andstæðingum VG að gagnrýna þing- fulltrúa flokksins fyrir að koma ak- andi til þingsins og það er líka alger óþarfi hjá stuðningsmönnum VG og þingfulltrúum að afsaka þennan ferðamáta. Ástæðan er einfaldlega sú að bíllinn er tekinn við sem þarfasti þjóninn. Svo má líka benda á að fáir búa í næsta nágrenni við Grand Hótel og ekki var beint göngu- og hjólaveður fyrir helgi. Almenningssamgöngur í borginni eru heldur ekki til að hrópa húrra fyrir. En umræðan er gott dæmi um hvað lítið þarf til að koma besta fólki úr jafnvægi, sama í hvaða flokki eða sam- tökum það er. x x x Að öðru bílaefni.Segja má að án bílsins færu margir á mis við náttúru lands- ins. Mörgum þykir til dæmis mikil fegurð við Rauðavatn og starfsmenn Morgunblaðsins heyra stundum að þeir eigi gott að vinna í Hádeg- ismóum og geta þannig notið náttúr- unnar á hverjum degi. Það er nú samt þannig að flest starfsfólkið vinnur að mestu leyti innan dyra og verður að láta sér nægja útsýnið. Það er reynd- ar ekki amalegt að geta horft á sam- borgarana viðra hunda sína á milli vatns og húss. Í sumum tilfellum koma þeir akandi, stöðva á svæði gegnt matstofu blaðsins, hleypa hundinum út til að gera þarfir sínar og svo aftur inn í ökutækið að því loknu. Þetta væri ógerlegt án bílsins, þarfasta þjónsins. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is       dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er mánudagur 26. febrúar, 57. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Jesús segir við hann: „Þú trú- ir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó.“ (Jh. 20.) Bandaríska kvikmyndastjarnanSharon Stone var ótvíræður sigurvegari þegar Gullnu hindberja- verðlaunin, eða Razzies-verðlaunin eins og þau eru oftast nefnd, voru veitt í Hollywood um helgina. En verðlaunin eru veitt þeim sem þykja hafa staðið sig verst í kvikmynda- heiminum ár hvert. Mynd hennar, Basic Instinct 2, fékk fern verðlaun þar á meðal fyrir versta leik leikkonu í aðalhlutverki og myndin var einnig valin sú versta á síðasta ári. Razzies-verðlaunin eru jafnan af- hent daginn áður en Óskars- verðlaunin eru veitt. Verðlaunahafar mæta afar sjaldan til að taka við „viðurkenningum“ sínum en þó eru þess dæmi. M.a. mætti Halle Berry til að taka við plasthindberi sínu fyr- ir nokkrum árum. Basic Instinct 2 var framhald samnefndar kvikmyndar frá árinu 1992 þar sem Sharon Stone lék sömu persónuna en breski leikarinn Dav- id Morrissey tók við hlutverki fórn- arlambsins af Michael Douglas. John Wilson, stofnandi Razzies- verðlaunanna, sagði að þótt Stone liti enn vel út, komin hátt á fimm- tugsaldur, væri það engin afsökun fyrir því að myndin var gerð. „Hún hefur enn afsökun fyrir að láta sloppinn falla en samtölin, sögu- þráðurinn og viðhorf aðalpersón- unnar eru eins og í teiknimynd,“ sagði Wilson. „Maður hlýtur að velta því fyrir sér hvort hún haldi að hún sé að leika af alvöru eða var hún sú eina í myndinni sem „fattaði jók- inn“?“ Basic Instinct 2 fékk einnig verð- laun fyrir versta handrit og fyrir að vera versta framhaldsmyndin. Gamanmyndin Little Man fékk þrenn verðlaun, þar á meðal fengu bræðurnir Shawn og Marlon Wa- yans sameiginlega verðlaun fyrir að vera verstu leikararnir og þeir voru einnig valdir versta kvikmyndapar síðasta árs. Kvikmyndagerðarmaðurinn M. Night Shyamalan, sem fyrir nokkr- um árum var talinn eiga bjarta framtíð eftir að hafa gert myndina Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.