Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
FINNSKU rithöfundarnir
Tapio Koivukari og Anja Snell-
man lesa upp úr verkum sínum
í Norræna húsinu í kvöld kl.
20. Koivukari, sem hefur þýtt
marga íslenska höfunda á
finnsku, les úr skáldsögu um
fátækt fólk í finnska skerja-
garðinum frá lokum 19. aldar
og til loka seinni heimsstyrj-
aldar. Snellman, sem hefur
skrifað tugi skáldsagna, skrif-
ar um líf kvenna í seinni heimsstyrjöldinni og eftir
hana. Maria Antas mun svo segja frá finnskum
nútímabókmenntum.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
Bókmenntir
Lesið úr finnskum
skáldsögum
Tapio
Koivukari
NATHALIE Jacqueminet,
fagstjóri forvörslu, eys úr
viskubrunnum í Þjóðminja-
safni Íslands á morgun, þriðju-
dag, kl.12.10.
Hvernig varðveitum við
gripina? nefnist sérfræðileið-
sögn hennar um grunnsýningu
safnsins en Nathalie, sem er
listfræðingur og málverka-
forvörður, hóf störf í Þjóð-
minjasafninu árið 2002 þegar
mikið forvörsluátak hófst þar. Allir sýningargrip-
irnir eru forvarðir en megináhersla er lögð á for-
vörslu ámálaðra kirkjugripa, textíla og jarðfund-
inna forngripa frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar.
Fræðsla
Hvernig eru grip-
irnir varðveittir?
Altaristafla frá
Ögri í viðgerð.
Í DAG hefði Svandís Þula Ás-
geirsdóttir, sem lést í bílslysi á
Suðurlandsvegi í desember
síðastliðnum, orðið 6 ára. Af
því tilefni verður efnt til minn-
ingartónleika í Versölum,
Ráðhúsi Ölfuss, kl. 18.
Fram koma Lúðrasveit
Þorlákshafnar og hljómsveit-
irnar Tilþrif, Touch og Corda
auk söngvarans Daníels
Hauks Arnarssonar. Þá mun
leikskólakór Bergheima syngja nokkur lög. Einn-
ig munu söngvararnir Leone Tinganelli og Guð-
rún Árný Karlsdóttir flytja lagið Þula.
Allir eru velkomnir, ókeypis aðgangur.
Tónleikar
Til minningar um
Svandísi Þulu
Þorlákshafn-
arkirkja.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
LISTAMAÐURINN Helgi Þorgils
Friðjónsson tók þátt í samsýningu
„Corner“ á Charlottenborg-
listasafninu í Kaupmannahöfn í
janúar. Veggverk sem hann vann
ásamt hinum danska Lars Ravn
og hinum þýska Holger Bunk hef-
ur nú verið selt Statens museum í
Kaupmannahöfn ásamt fleiri verk-
um eftir þá félaga. „Þetta „Corn-
er“ sem ég var að sýna hjá er eld-
gamall félagsskapur, svokallað
sýningarfélag, eins og mikið er um
í Danmörku, stofnað af Asger
Jorn og fleiri rétt fyrir 1940. Fé-
lagið hélt, nú í desember og jan-
úar, risastóra sýningu í Charlott-
enborg og var ég einn af tíu
gestalistamönnum,“ segir Helgi.
Gamlir félagar
Helgi vann eins og áður segir
með Ravn og Bunk en þeir voru
honum ekki ókunnir.
„Við erum allir þrír á svipuðum
aldri og eigum það sameiginlegt
að hafa verið veitt athygli um 1980
þegar hið svokallaða nýja málverk
braust fram, en það myndi enginn
bera list okkar saman sjónrænt
sem ekki þekkti okkur fyrir þótt
undir niðri megi greina svipaðan
hjartslátt. Ég sýndi með þessum
sömu mönnum í Listasafni Silki-
borgar fyrir svona 10 til 15 árum
og síðan þá höfum við sýnt saman
annars staðar á Jótlandi og í öðru
galleríi í Kaupmannahöfn, þar áð-
ur hafði ég sýnt með Ravn í
„Overgaden Ned Vandet“, svo við
þekkjumst vel.“
Í anddyrinu
Verk Helga, Ravn og Bunk voru
í anddyri Charlottenborgar-
safnsins og segir Helgi það hafa
verið góða staðsetningu.
„Anddyrið eitt og sér er eins og
stór sýningarsalur. Þar vorum við
hver með nokkur málverk svolítið
sér en líka mikið magn af verkum
unnum á pappír, tuttugu hver,
sem við hengdum á andstæðan
stóran vegg eftir að hafa gert á
hann teikningu með kolum og
krítum sem var hugsuð sem rými
inn í rýminu. Verkið kölluðum við
„Vinnustofuna“.
Helgi segir að verkið hafi
heppnast vel og þeir hafi fengið
töluverða athygli, sem mætti
reyndar líka þakka staðsetning-
unni.
„Þetta varð eins og okkar einka-
sýning áður en menn fóru inn á
restina af sýningunni.“
Veggurinn ekki færður
Nú hefur Statens museum í
Kaupmannahöfn keypt veggverkið
af listamönnum þremur ásamt öll-
um pappírsteikningunum og eins
og gefur að skilja verður vegg-
urinn ekki færður á milli safna
jafn steinsteyptur og traustur og
hann er.
„Við þurfum að hittast aftur
þegar safnið kallar okkur saman
og teikna verkið upp aftur á vegg-
inn þar. Við viljum ekki og getum
ekki teiknað það nákvæmlega eins
upp aftur, bara svona nokkurn
veginn, það er svolítið frelsi í því
eins og við byggðum það upp svo
við ættum að hafa frelsið til þess,“
segir Helgi og bætir við að það
verði bara gaman að teikna það
upp aftur.
„Ravn og Bunk eru skemmti-
legir menn svo það verður
ánægjulegt að fara út aftur og
vinna með þeim.“
Flókið verk
Helgi segir spurður að veggverk
séu oft keypt af söfnum og söfn-
urum en að þetta sé kannski í
flóknara lagi enda frásögn í verk-
inu og mikið af smáatriðum og út-
úrdúrum.
„Það er sú hugmynd í gangi að
strengja dúk á vegginn í Statens
museum svo hægt verði að taka
það niður aftur en ef ekki þá verð-
ur þetta bara ein sýning en svo
eiga þeir allar pappírsmyndirnar
og documentionina eftir okkur,“
segir Helgi sem flýgur til Kaup-
mannahafnar um leið og safnið
kallar á þá félaga til verksins, sem
hann býst við að verði á þessu ári.
Helgi Þorgils Friðjónsson tók þátt í samsýningu í Kaupmannahöfn
Veggverk selt milli safna
Vinnustofan Á myndinni má sjá verk Helga, Ravn og Bunk í vinnslu á
vegg í Charlottenborg-listasafninu í Kaupmannahöfn. Þeir teiknuðu með
kolum og krítum á vegginn og hengdu svo á hann innrömmuð pappírsverk.
STJÓRN indó-
nesísku eyjunnar
Balí hefur bann-
að sýningu á
kvikmynd um
sprengjuárásina
2002 sem varð
meira en 200
manns að bana á
eyjunni.
Talsmaður
þarlenda kvik-
myndaeftirlitsins sagði myndina,
Long Road to Heaven, geta rifið
upp gömul sár. En myndin, sem er
indónesísk, var frumsýnd í Jakarta
í seinasta mánuði.
„Við erum hrædd um að ef fólk
misskilur myndina geti hún orðið
undirrót átaka og beint hatri að
ákveðnum hópum,“ segir Gusti
Ngurah Gde hjá kvikmyndaeftirlit-
inu á Balí. Í myndinni er litið á
hörmungarnar frá nýju sjón-
arhorni, en meðal þeirra sem koma
fram í henni er fólk sem missti ást-
vini í sprengingunum. Einnig er
dregin upp mynd af Bandaríkja-
mönnum eftir árásirnar á Tvíbur-
aturnana og af hermönnum músl-
íma sem var kennt um
sprengjuárásina.
Gde sagði að myndin gerði ekk-
ert nema opna gömul sár, sér-
staklega meðal fórnarlamba.
Kvikmynd
bönnuð
á Balí
Getur rifið upp göm-
ul sár meðal fólks
Nia Dinata leik-
stjóri myndarinnar
HOLLENSKI kvikmyndaleikstjór-
inn Fons Rademakers er látinn, 86
ára að aldri. Hann lést úr lungna-
þembu eftir að læknar slökktu á
öndunarvélinni að hans eigin ósk.
Rademakers vann til Ósk-
arsverðlauna árið 1987 fyrir bestu
erlendu myndina.
Óskarsverðlaunamyndin De
Aanslag eða The Attack er byggð á
skáldsögu eftir Harry Mulisch og
segir sögu ungs drengs sem þarf að
spjara sig eftir að fjölskylda hans
er öll myrt af Þjóðverjum þegar
nasistar hertóku Holland.
Það var árið 1958 sem Radema-
kers gerði fyrstu mynd sína, Vill-
age on the River, en hann var fyrsti
hollenski kvikmyndaleikstjórinn til
að vera tilnefndur til Ósk-
arsverðlauna.
Rademakers
látinn
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands
lauk tónleikaferð sinni um Þýska-
land, Króatíu og Austurríki fyrir
viku síðan með frábærum tón-
leikum í Konzerthaus í Vínarborg
þar sem hún lék fyrir fullu húsi,
sem var reyndar raunin á öllum
tónleikum ferðarinnar. Óhætt er að
segja að hljómsveitin hafi átt frá-
bæru gengi að fagna og var henni
alls staðar tekið vel.
„Við spiluðum á fimm tónleikum
á tíu dögum og var uppselt á þá
alla. Ferðin sjálf heppnaðist líka
ofsalega vel og það var alltaf frá-
bær stemning á öllum tónleik-
unum,“ segir Þórdís Stross, fiðu-
leikari í Sinfóníuhljómsveitinni, um
ferðina.
„Mér sjálfri fannst skemmtileg-
ast að spila í Vín en tónlistarhúsið
þar er sérstakt og inniheldur svo
mikla menningu. Þetta voru líka
seinustu tónleikarnir og það er allt-
af meiri stemning á þeim í svona
ferð. Vínarborg er líka mikil menn-
ingarborg, maður er umkringdur
svo mikilli sögu og verður uppnum-
inn af því, sú stemning allt í kring
ýtir undir spilagleðina auk þess
sem það er mikil virðing borin fyrir
tónlistinni í Vínarborg,“ segir Þór-
dís sæl og glöð eftir Evróputúrinn.
Nú hefur gagnrýni birst í fjölda
dagblaða í Þýskalandi og almennt
eru dómarnir sérlega lofsamlegir
um heimsóknina úr norðri segir í
fréttatilkynningu frá hljómsveitinni.
„Undir stjórn aðalhljómsveit-
arstjóra síns Rumons Gamba, mátti
hlýða á sýnishorn af kunnáttu
hinna metnaðarfullu íslensku hljóð-
færaleikara. Þeim var fagnað með
húrrahrópum og miklu klappi eftir
að hafa spilað tvö snerpuleg auka-
lög,“ segir í gagnrýni í þýska
blaðinu Neue Rhein Zeitung um
tónleikana í Düsseldorf. Í sama
blaði segir um „Trilogiu Piccola“
eftir Jón Leifs:
„Tónsproti Bretans ljær verkinu
ekki bara aukinn kraft heldur fær
það til að glitra eins og ískristal. Af
fullum þunga en fjaðurmýkt leiðir
Maestro Gamba hljómsveit sína,
með hraðann í fyrirrúmi en einnig
er áherslan á hetjulegan þunga og
ískalda hljóma.“
Um sömu tónleika í blaðinu
Rheinische Rundschau segir um
„Sinfóníu nr. 2“ eftir Sibelius :
„Eftir hlé, glansnúmer fyrir nor-
rænar hljómsveitir, önnur sinfónía
Sibelíusar. Nú gaf Gamba loksins
hljómsveitinni lausan tauminn sem
hljóðfæraleikararnir launuðu með
óheftri leikgleði. Fínleg blæbrigði
töpuðust þó ekki. Stirndi á loka-
þáttinn eins og stórfenglegan org-
elpunkt.“
Gagnrýnendur spöruðu heldur
ekki lofið um einleikara ferð-
arinnar, Lilyu Zilberstein.
Sinfóníuhljómsveit Íslands komin heim úr tónleikatúr um Þýskaland, Króatíu og Austurríki
Lofsamlegir
dómar í er-
lendum blöðum
Farsæl Sinfóníuhljómsveit Íslands sést hér koma sér fyrir á sviðinu í tón-
leikasalnum í Köln í Þýskalandi í tónleikaferðinni um Evrópu.
www.sinfonian.blog.is
♦♦♦