Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 29
Þóra Þórisdóttir er hrifin af sýningu Jóns Óskars á Ak- ureyri og segir hana gott yfirlit yfir verk hans. »31 dómur Geisladiskurinn Æskunnar förunautar með Vallargerð- isbræðrum fær þrjár stjörnur hjá Arnari Eggerti. »30 tónlist Brúin til Terabitíu þykir ein- staklega fallega tekin og vel leikin kvikmynd og fær fjórar stjörnur af fimm. »37 kvikmyndir Síðasti konungur Skotlands fær þrjár stjörnur hjá Heiðu Jó- hannsdóttur sem er mjög hrifin af leiknum í myndinni. »31 gagnrýni Tónleikar Hlaupanótunnar í Hafnarhúsinu á föstudaginn voru afbragðsvel heppnaðir og fá því góða dóma. »33 tónleikar Heimsborgaralegur andi lýsti uppfebrúarmyrkrið um helgina þegarVetrarhátíð Reykjavíkur og menn- ingarhátíðin Pourqoui pas? voru í fullum gangi. Margir erlendir gestir komu til lands- ins til að vera viðstaddir bræðing íslensks vetrar og fransks vors. Við þægu þjóðfélags- þegnarnir treystum því að íslensk yfirvöld hafi rannsakað tilgang farar þeirra sem og allra kokkanna sem komu á Food and Fun. Fluga er hópdýr og skellti sér því á bak sið- ferðislegum háhesti um helgina og tók með þeim hætti þátt í hópreið annarra meðlima púrítanapartísins um stræti og torg borg- arinnar. Finnski snillingurinn Kai Kalliio sigraði í matreiðslukeppni Food and Fun há- tíðarinnar sem fór að vanda fram í Hafn- arhúsinu í Tryggvagötu en útlensku meist- ararnir fóru hamförum í eldamennskunni. Nokkuð færri áhorfendur en í fyrra virtust vera á ferli en sannir matgæðingar eins og Gestgjafaritstjórarnir Sólveig Baldursdóttir og Guðrún Hrund Sigurðardóttir mættu að sjálfsögðu áhugasamar og líka hjónin Stefán Ólafsson prófessor og Edda Andrésdóttir sjónvarpskona en konan sú er meira geisl- andi og fögur í eigin persónu en sjónvarpinu og þá er mikið sagt. Sást líka til sannra fræðimanna á borð við Nönnu Rögnvald- ardóttur og Árna Bergmann og Kormákur Geirharðsson, ,,vert“ á menningar- mannabúllunni Ölstofunni og hinum djass- aða veitingastað Domo, er ávallt með á nót- unum í bransanum og leyfði þefskyninu að njóta sín. Hin lekkera Lisa Johnson, bandarískur sérfræðingur í markaðsmálum og neytenda- hegðun, hélt fyrirlestur í Salnum í Kópavogi undir formerkjunum: Don’t Think Pink og blés af krafti á staðalímyndir um konur. Hún sagði hógvær að hún starfaði m.a. sem ráð- gjafi hjá: ,,Litlu skófyrirtæki sem heitir NIKE.“ Fluga kunni vel við sig innan um all- ar dragfínu, íslensku bisnessdömurnar sem hlustuðu af andagt; eins og viðskiptajöfr- urnar Dísa í World Class og Svava Joh- ansen. Naut svo eldamennsku franska æv- intýrakokksins Alex Gauthier á Silfrinu á föstudagskvöldið og skemmti sér konunglega yfir réttum eins kræklingum og frönskum. Það er bara á Food and Fun sem maður fær sko tækifæri til að bragða Jómfrúarhumar með trufflum og hvað-þetta-nú-heitir-allt- saman. Afsakið sakleysið; en eru jómfrúr virkilega bragðbetri en aðrar frúr? |flugan@mbl.is Jóhann G. Jóhannsson og Guðrún Kaldal. Jenný Berglind Rúnarsdóttir og Sigurður Sigurjónsson. Olga Guðrún Árnadóttir og Guðmundur Ólafsson. Morgunblaðið/Eggert Sif Gunnarsdóttir, Arndís Björk Ásgeirsdóttir, Þórunn Björnsdóttir og Úlfhildur Dagsdóttir . Morgunblaðið/Eggert Ása Hauksdóttir, Hólmfríður Matthíasdóttir og Líf Magneudóttir . Helena Gunnarsdóttir, Ásdís Kalman og Daniel Niddam. Júlía Margrét Einarsdóttir og Oddný Þórhallsdóttir. Elsa María Blöndal og Sólveig Hauksdóttir. Ingibjörg Stefánsdóttir, Hulda Georgsdóttir og Pétur Matthíasson. Hjálmar Árnason og Valgerður Guðmundsdóttir. Siðferðislegur háhestur og hópreið … kunni vel við sig innan um allar dragfínu, íslensku bisnessdömurnar … »Gamanleikurinn BarPar eftir Jim Cartwright var frum- sýndur á NASA við Austurvöll. »Magga Stína í Grófarhúsinu … Guðrún Jónsdóttir og Rósa Finnlaugsdóttir. Þórarinn V. Þórarinsson og Skúli Eggert Þórðarson. flugan Gunnar Gunnarsson, Brynja Aðalbergsdóttir og Hilmir Snær Guðnason. » Opnunarhóf Titans ehf. varhaldið í húsakynnum félagsins í Hlíðasmára. Morgunblaðið/Eggert Edda Sigríður Freysteinsdóttir, Hrefna Guðmundsdóttir og Aðalheiður Einarsdóttir »Hljómsveitin Diony-sos hélt tónleika í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Morgunblaðið/Eggert staðurstund |mánudagur|26. 2. 2007| mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.