Morgunblaðið - 02.04.2007, Side 10

Morgunblaðið - 02.04.2007, Side 10
10 MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR og þetta verður unnið í sumar og fram á haust, jafnhliða því sem við framleiðum ál.“ Um það hvenær fari að skipta Fjarðaál máli að fá umsamda raforku frá Lands- virkjun, segir Tómas Már að fyr- irtækin hafi unnið náið saman og Alcoa lengi vitað að stefndi í að seinkun yrði á rafmagninu frá Kárahnjúkum. „Við höfum miðað áætlanir okkar við það, en undir lok sumars munum við örugglega verða farin að ókyrrast ef ekki verður komið rafmagn. Ég treysti því þó að þetta gangi allt saman.“ Hann telur ekki að koma muni til „Hafnarfjarðarkosninga“ um stækkun álvers í Reyðarfirði, ál- verið hafi ekki verið hugsað þann- ig og einingin sé hagkvæm eins og hún sé. „Þetta er nýjasta og full- komnasta álver heimsins í dag og við vonum að álverið hér verði lík- an fyrir aðra til að kynna sér.“ Engar efasemdir hjá Alcoa Bernt Reitan, aðstoðarforstjóri Alcoa Corp., lýsti því þegar fulltrúar Alcoa komu fyrir fimm árum til Austfjarða í fyrsta sinn og fóru um svæðið í fylgd Smára Geirssonar. Hann hafi horft fast á þá Alcoa-menn og sagt þeim að álverið myndi rísa. „Sannfæringarkraftur hans var slíkur að sendinefndin lét sér ekki til hugar koma að draga þetta nokkru sinni efa og enginn hafði hugrekki til að láta í ljósi efa- semdir um verkefnið. Sannfæring Smára varð holdgerving þeirrar samstöðu og samstarfsvilja sem samfélagið allt og stjórnvöld Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is ALCOA Fjarðaál fagnaði upphafi starfsemi nýs álvers á Reyðarfirði á laugardag og bauð starfsmenn sína velkomna til starfa. Hátíðin var haldin í öðrum ker- skála álversins og sóttu hana á fimmta hundrað manns, þ.á m. Bernt Reitan, aðstoðarforstjóri Al- coa Corp., Geir H. Haarde for- sætisráðherra, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Valgerður Sverrisdóttir utanrík- isráðherra. Þau Geir og Valgerður klipptu á borða í kerskálanum ásamt Hildi Einarsdóttur og Sig- urði Ólafssyni, starfsmönnum Al- coa Fjarðaáls, en fyrsta kerið verður gangsett nk. laugardag. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, vitnaði í ræðu sinni í þau orð Sörens Kirkegaard að lífinu verði að lifa með því að horfa fram, en það skiljist ekki nema með því að horfa aftur. Þeg- ar Fjarðaál byrji framleiðslu áls á Reyðarfirði og hátt í þrjú hundruð manns hefji störf, minnist menn þess þegar Austfirðingar horfðu fram á versnandi framtíðarhorfur með dofnandi athafnalífi, fólks- flótta og fækkandi störfum. Sá tími heyri nú sögunni til. „Þús- undir manna hafa komið að þess- ari uppbyggingu og margir um langan veg. Sambúð þeirra við heimamenn hefur verið með ágæt- um og verktakinn okkar, Bechtel, staðið sig vel. Árangur þeirra í ör- yggismálum hefur vakið verð- skuldaða athygli langt út fyrir landsteinana. Það kemur í okkar hlut að taka við keflinu og halda áfram að bæta okkur í umhverfis- og öryggismálum á hverjum degi,“ sagði Tómas Már. Hann segir þó ýmislegt enn eftir í ál- versframkvæmdinni. „Eftir er m.a. að ljúka seinni hluta kerskál- anna og síðara reykhreinsivirkinu sýndu í framhaldinu,“ sagði Reit- an. Geir H. Haarde forsætisráð- herra sagði hið nýja álver ekki einungis vera mikilvægt fyrir Austfirðinga heldur einnig þjóð- arbúið allt og ætti eftir að skila því drjúgum arði. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði mikla ástæðu til að gleðjast og verkefnið hefði gengið framar björtustu vonum. Undir það tók Jón Sigurðsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, og sagði verk- efnið margfaldast út í samfélagið og hafa geysileg áhrif langt út fyr- ir sig. „Að auka útflutningstekjur skiptir mjög miklu máli þar sem við höfum verið að fást við við- skiptahalla,“ sagði Valgerður. „Grunnþátturinn í þessu öllu er að skapa meiri verðmæti í landinu. Við erum hreint ekki með öll egg- in í sömu körfunni með því að bæta þessari sterku atvinnugrein inn í okkar litróf. Nú nálgast að áliðnaðurinn sé fjórðungur útflutningstekna og fer að slaga upp í hinn mikilvæga sjávarútveg okkar.“ Nýr tími runninn upp á Austurlandi Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Áfangi Sigurður Ólafsson, Alcoa Fjarðaáli, Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra, Geir H. Haarde forsætis- ráðherra og Hildur Einarsdóttir hjá Alcoa Fjarðaáli klipptu á borða til marks um upphaf starfsemi álversins. Bjartsýnn Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Fjarðaáls, sagði mikilvægi hins nýja álvers ekki ljóst nema litið væri aftur til erfiðs ástands eystra. Í HNOTSKURN »Upphafi starfsemi hinsnýja 346 þúsund tonna ál- vers Alcoa Fjarðaáls á Reyð- arfirði var fagnað af starfs- fólki og embættismönnum um helgina. »Álverið er hið fyrsta semAlcoa byggir í tvo áratugi og telst flaggskip fyrirtæk- isins, búið nýjasta og besta búnaði sem völ er á. »Stjórnendur Alcoa Fjarða-áls og íslensk stjórnvöld þakka uppbyggingu álversins þau miklu umskipti sem orðið hafa á Austurlandi. »Fyrsta álið verður brættnk. laugardag á Reyð- arfirði. Áliðnaðurinn nálgast að verða fjórða stærsta útflutningsgreinin á Íslandi Knáir Starfsmenn og makar fögn- uðu starfsemi í nýju álveri. STÓRIÐJA á Reyðarfirði á sér langan að- draganda. Unnið var að atvinnuþróun á Aust- urlandi í áratugi og ýmsar leiðir og hug- myndir kannaðar, m.a. kísilmálmverksmiðja. Árið 1999 kom viljayfirlýsing frá Norsk Hydro um að byggja 422 þúsund tonna álver á Reyðarfirði og átti að byggja það í áföngum ásamt rafskautaverksmiðju. Umhverfismat fyrir það verkefni var samþykkt en gerð málamiðlun með þá virkjun sem skyldi út- vega stóriðjunni orku. Ákveðið var að Eyja- bökkum skyldi hlíft og farið í Kárahnjúka- virkjun í staðinn, sem gat ekki framleitt nægjanlegt rafmagn til slíkrar stórverk- smiðju sem var í burðarliðnum. Í mars 2002 dró Norsk Hydro sig út úr verkefninu. Þáver- andi iðnaðarráðherra, Valgerður Sverris- dóttir, hafði forgöngu um að ræða við önnur fyrirtæki og í kjölfarið kom Alcoa inn í mynd- ina. Viljayfirlýsing um byggingu álvers var undirrituð af íslenskum stjórnvöldum og Al- coa í júlí 2002 og 2003 samþykkti Alþingi lög um byggingu 346 þúsund tonna álvers í Reyð- arfirði. Undirbúningur og hönnun álversins hófst í júlí 2003, byggingarframkvæmdir byrjuðu seint á árinu 2005 og lýkur í enda ársins. Strax var ákveðið að setja fram- kvæmdina ekki í útboð, heldur fól Alcoa Bechtel, sem er eitt stærsta og elsta verk- takafyrirtæki í heimi, vinnuna. Bechtel hefur fengið fjölmarga íslenska undirverktaka til samstarfs við álversbygginguna, en fyrst og fremst samsteypuna HRV, þ.e. Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen, Rafhönnun og Hönnun. HRV tekur nú þátt í að byggja álver í Noregi í kjölfar reynslu sinnar af Fjarðaálsverkefninu. Byggingarkostnaður álversins í Reyð- arfirði er áætlaður 1.295 milljarðar Banda- ríkjadala og um þriðjungur af bygging- arkostnaðinum fellur til á Íslandi og Íslendingar leggja til um þriðjung af heildar- vinnustundum á framkvæmdasvæðinu. Álverið er byggt á Hrauni, á landi þriggja jarða sem komnar voru í eyði, samtals um 100 hekturum. Svæðið er nokkuð erfitt, m.a. vegna hallandi klappar og kallaði á gríðarlega jarðvegsflutninga. Suðurverk, einn af und- irverktökum Bechtel, stóð að jarðvegsflutn- ingum og flutti rúmlega 6,8 milljónir rúm- metra efnis á svæðinu, sem er mjög svipað og það efnismagn sem flutt var til á virkj- unarsvæðinu við Kárahnjúka. Á álverslóðinni var framkvæmd stærsta manngerða spreng- ing Íslandssögunnar; 28 tonn af dýnamíti voru notuð til að losa 60 þúsund rúmmetra af efni. 155 þúsund rúmmetrar af steinsteypu hafa farið í verkið, 25 þúsund tonn af burð- arstáli, 77 km af pípulögnum og 1350 km af raflögnum. Byggingar eru klæddar með 310 þúsund rúmmetrum af álklæðningu frá Alcoa. Kerskálarnir tveir eru lengstu byggingar á landinu, 1.100 metrar hvor. Í hvorum verða 168 ker, alls 336 talsins. Í kerskálum er allt að verða tilbúið fyrir gangsetningu á fyrsta kerinu nk. laugardag. Gangsetning mun ger- ast í áföngum og öll kerin 336 eiga að vera komin í notkun í árslok. Fyrsti súrálsfarm- urinn kom til Alcoa Fjarðaáls fyrir nokkrum dögum. Hann dugar verksmiðjunni í 2–3 mánuði í byrjun, en þegar verið er í fullum rekstri kemur súrálsflutningaskip á u.þ.b. þriggja vikna fresti í Mjóeyrarhöfn við álver- ið. Rafskautaverksmiðja álversins er í Noregi og verða rafskaut flutt fullbúin til landsins, 180 þúsund tonn á ári. 90% álframleiðslunnar verða álkaplar til rafmagnsflutninga, annað fer í álbarra, bílgrindur o.fl. Reiknað er með að 900–950 tonn af áli verði til á sólarhring. Álið verður flutt út um Mjóeyrarhöfn til við- skiptavina í Evrópu og Bandaríkjanna. Nú er búið að ráða 270 starfsmenn og 230 þar af komnir til starfa. 2500 umsóknir hafa borist. Um 60% fólksins er af Austurlandi og 33% konur. Stór hluti starfsfólksins hefur hlotið þjálfun í öðrum álverum Alcoa, einkum í Kanada og um 60 erlendir sérfræðingar að- stoða við gangsetninguna. 2.500 starfs- umsóknir Stiklað á stóru í aðdraganda og uppbyggingu álvers á Reyðarfirði sem nú er að hefja rekstur Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Heildarmynd Álverið hefur nú tekið á sig nokkuð endanlega mynd, þó enn sé ýmislegt eftir. Það er þó einkum innanhúss og eins er allur frágangur eftir á nánasta umhverfi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.