Morgunblaðið - 02.04.2007, Síða 14

Morgunblaðið - 02.04.2007, Síða 14
MOHAMMAD Ali Hoss- eini, talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins, hvatti í gær George W. Bush Bandaríkja- forseta til að blanda sér ekki frekar í deiluna við Breta, í kjölfar þess að 15 breskir sjóliðar voru handteknir 23. mars sl. Spennan í sam- skiptum ríkjanna vex daga frá degi og í gær hafði Al-Alam- sjónvarpsstöðin eftir írönskum herforingja að bandarískar herþotur hefðu flogið inn fyrir íranska lofthelgi. Mikil ólga er í Teheran og í gær köstuðu íranskir námsmenn grjóti að breska sendiráðinu og kröfðust þess að réttað yrði yfir sjóliðunum. Staðfest var í gær að fulltrúar utanríkisráðuneyta ríkjanna tveggja væru í beinu sambandi vegna handtökunnar, á sama tíma og dagblaðið The Sunday Telegraph greindi frá því að til stæði að senda hátt settan foringja úr breska sjóhernum til málamiðlana. Íranar birtu í gær nýtt myndband af tveimur sjóliðana sem breska utan- ríkisráðuneytið fordæmdi, óverjandi væri að sýna það í sjónvarpi. Íranar senda Bush tóninn vegna afskipta af handtökum Reiðir Íranskir mótmælendur mæta öryggis- vörðum fyrir utan sendiráð Breta í Teheran. 14 MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT „ÞETTA er bara einhver orðróm- ur sem enginn veit hvort eitthvað er til í,“ segir Þorfinnur Óm- arsson, talsmaður norrænu eft- irlitssveitanna, SLMM, á Srí Lanka, um þær vangaveltur í dag- blaðinu Sunday Observer, að Mah- inda Rajapakse forseti kunni að bera það undir þjóðina í atkvæða- greiðslu hvort binda eigi enda á vopnahléið frá árinu 2002. Átök stjórnarhersins og upp- reisnarmanna úr röðum Tam- íltígranna hafa verið hörð að und- anförnu og var ekkert lát á ofbeldisverkum um helgina. „Við erum bara hérna sem hluti af þessum vopnahléssamningi. Ef það yrði ákveðið að fella vopna- hléið úr gildi þá værum við ekki lengur hér. Þetta eru bara ein- hverjar vangaveltur í blaði sem lýtur stjórn forsetans og stjórn- arinnar,“ segir Þorfinnur, sem bendir á að báðar fylkingarnar geti hvenær sem er sagt vopna- hléinu upp með fjórtán daga fyr- irvara. Hann bendir jafnframt á að það sé mjög tæknilega erfitt að halda þjóð- arátkvæða- greiðslu í landinu, síðustu forseta- kosningar séu dæmi. „Ég á eftir að sjá þetta ger- ast.“ Anna Jóhannsdóttir, for- stöðumaður Íslensku friðargæsl- unnar, segir vel fylgst „með okkar fólki í SLMM“. „Það er ljóst að ef stjórnin lýsir því yfir að vopna- hléinu yrði lokið þá yrði starfsemi SLMM sjálfhætt,“ segir Anna, sem minnir á að hlutverk sveitanna sé að fylgjast með að vopnahléið sé haldið. Til frekari tíðinda dró í átaka- sögu Srí Lanka í gær þegar 16 grunaðir meðlimir Tígranna voru handteknir í París vegna rann- sóknar á fjármögnun samtakanna. Starfsemi SLMM sjálfhætt ef vopnahléssamkomulag brysti Þorfinnur Ómarsson ÞEIR eru ferðamáti elskenda og íðilfagur söngur ræðarans þykir ómissandi undirspil við heita sum- argoluna í Feneyjum. Starf ræð- arans nýtur virðingar og aðeinar karlar hafa mátt taka jafn veiga- mikið embætti að sér. Nú hefur það breyst, Alexandra Hai hefur fengið leyfi til að reka gondól, eftir tíu ára baráttu, og ganga í karlaklúbb 405 útvalinna ræðara í Feneyjum. Enn eitt karlavígið á Ítalíu er fallið og kvenrödd ómar um sundin. Fær að sigla FRANSKI arkitektinn Jean-Pierre Houdin heldur því fram að Keops-pýramídinn í Giza í Egyptalandi hafi verið byggður innan frá. Máli sínu til stuðnings hefur Houdin beitt nýrri þrívíddartækni sem hann telur sýna fram á að innri skábraut hafi verið notuð til að hífa upp risavaxna steinferningana á réttan stað. Um þrjár milljónir steina sem hver vó um 2,5 tonn fóru í byggingu pýramídans. Að hans mati gátu 4.000 verkamenn reist pýramídann, sem var graf- hýsi Keops, gríska orðið yfir Khufu, konung Egypta- lands í fjórðu ættinni, í stað þeirra 100.000 sem talið var. Alls tók það Houdin átta ár að móta kenninguna og mun hann nú sýna fram á réttmæti hennar með framkvæmdum í landi faraóanna. Ný kenning um pýramída ALÞJÓÐA Rauði krossinn áætlar að tugir manna hafi fallið og hundr- uð særst í átökum stjórnarhersins og uppreisnarmanna á síðustu dög- um í Mogadishu, höfuðborg Sómal- íu. Talið er að á fimmta hundrað hafi týnt lífi síðan á fimmtudag. Barist í Sómalíu ÞJÓÐVERJAR, sem fara með for- ystu í ESB, fögnuðu í gær myndun bráðabirgðastjórnar í Nepal, maó- istar fá nokkrar ráðherrastöður. Ný stjórn í Nepal PLASTPOKAR kunna við fyrstu sýn að virðast harla veigalitlir í hlut- fallslegum samanburði á ýmsum annmörkum orkufreks neyslusam- félagsins. Við nánari skoðun kemur þó í ljós að afleiðingarnar af notkun þeirra eru einkar alvarlegar og óæskilegar með tilliti til verndunar vistkerfa og umhverfisins. Þetta er ástæða þess að borgaryf- irvöld í San Francisco í Kaliforníu- ríki hafa gripið til þess ráðs að banna plastpokana í stórmörkuðum og helstu lyfjaverslunum. Samkvæmt úttekt vefsíðu The Christian Science Monitor nota borgarbúar árlega um 181 milljón plastpoka á ári og öll bandaríska þjóðin um eitt hundrað milljarða poka. Plastpokar eru léttir og ódýrir en sá galli er á gjöf njarðar að innan við eitt prósent þeirra fer í endurvinnslu vestanhafs og kafna ófáar dýrateg- undirnar af því að gleypa þá í nátt- úrunni. Í staðinn er ætlunin að nota t.d. poka úr mjölva sem má endur- vinna við moltugerð. Líkt og hér á landi hafa endur- vinnslumál verið til umræðu vestan- hafs að undanförnu og þykir bannið tímamótaskref í þeim málaflokki. Bannið í San Francisco hefur víð- tækari skírskotun, olíusparnaður við plastframleiðslu nemur sem svarar meðaleyðslu 140.000 bíla á ári. Gagnrýnendur benda á að sé ekki tekið tillit til áhrifa á þriðja aðila séu plastpokar mjög ódýrir og að bannið kunni að skaða lítil fyrirtæki. En græna bylgjan rís óvíða jafn hátt og í ríki Arnolds Schwarzeneggers ríkis- stjóra og líklegt verður að teljast að frjálslyndir kjósendur muni ekki setja fyrir sig að taka í almenna notkun dýrari, margnota poka úr öðrum efnum við innkaupin. Banna plastpokana                        !           !       "                            !                                                    !"#$ $   %&    $  "  '  %  (""     #""  "#)"  %  %       "*  *  +    ,-."     "'  % "     /*  & #  1* #2 3 "    " /" 6  "  /    " #    $ 7 ' 3   ) #  ( # / 8  )  9  (:"      ;7/"!         "*     # <  "*   ' # %    #  # #    "* "      2<  !  =  6 7  ( =  > > )      ?':(  7  =   * 3  & (                   %&  &   '       % &   $  $    !  "#   $ ) #     @      #  $  % $  ! A!   !BC #A!2- #  <,)3DA2 !!)3D !!"&" A!B:!- !.A2. Úthýst í San Francisco Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÞAÐ KANN að vera óráðlegt að ætla svo í ljósi reynslunnar en færð hafa verið rök fyrir því að morðið á hinum 25 ára gamla Michalis Filo- poulos fyrir kappleik í blaki í Aþenu í síðustu viku geti orðið kornið sem fylli mælinn hjá grísku þjóðinni og að tími ofbeldisverka á íþróttavöllum sé loks að renna sitt skeið á enda. „Þetta eru ekki aðeins íþróttabull- ur, þetta er félagsleg hryðjuverka- starfsemi […] hreyfanlegra sveita,“ sagði glæpafræðingurinn Yiannis Panousis um óeirðaseggina 300, sem styðja erkifjendurna Olympiakos Pireaus og Panathinaikos Athens. Grjóti ku hafa verið kastað, kylf- um sveiflað og hnífum brugðið á loft í slagsmálunum, sem fjölmiðlar telja víst að hafi verið þaulskipulögð. Sex- tán fengu að gista fangageymslur, allir ákærðir fyrir aðild að morði. Gerð var húsleit hjá heimilum meintra óeirðaseggja en á mynd- böndum vitna má sjá hvernig margir mættu vopnaðir bensínsprengjum, og öðrum harla óvenjulegum búnaði til að hafa í meðförum á kappleik. Græðgin rót ofbeldisins Fimm slösuðust í átökunum sem áttu sér stað á undan leik í blaki kvenna, íþrótt sem yfirleitt dregur ekki að sér marga áhorfendur. Þing- ið brá skjótt við, efndi til neyðar- fundar á fimmtudag og felldi niður fyrirhugaða kappleiki í hópíþróttum þangað til föstudaginn 13. apríl. Eins og kunnugt er luku Grikkir við ólympíuleikvanginn í Aþenu á ell- eftu stundu fyrir leikana í ágúst 2004 en nú á ekki að slá slöku við, tuttugu stærstu íþróttavellir landsins verða svo útbúnir frá haustinu að þar verði öryggismyndavélar og fullkomið, rafrænt miðasölukerfi. Fjórir Grikkir til viðbótar hafa týnt lífi á íþróttaleikjum síðan 1982, auk Albana sem lést árið 2004, og vill Aleka Papariga, leiðtogi grískra kommúnista, ekki viðhafa nein vett- lingatök heldur afnema tengsl íþróttanna við fjármagnið. „Keppni í íþróttum má ekki tengj- ast viðskiptum, því þá verður hún að hráu ofbeldi og spillingu,“ sagði Pap- ariga á flokksþingi á laugardag. Theodoros Roussopoulos, tals- maður stjórnvalda, gaf til kynna að vandinn ætti sér dýpri rætur, ólætin væru hluti af ofbeldismenningu sem yrði að uppræta úr grísku samfélagi. Öllum kappleikjum á Grikklandi frestað AP Stjórnlaust Starfsmaður Karaiskaki-leikvangsins í Piraeus, skammt frá Aþenu, fjarlægir logandi blys á landsleik Grikkja og Tyrkja 24. mars sl. Í HNOTSKURN »Bannið minnir á harðaraðgerðir stjórnvalda í Róm í kjölfar morðs á lögregluþjóni eftir knattspyrnuleik á árinu. »Grískar íþróttabullursækja helst leiki í knatt- spyrnu og körfubolta.  Þingið grípur loks í taumana eftir morð og hópslagsmál fyrir blakleik  Kommúnistar skella skuldinni á fégræðgi MEIRA en fimmta hver kona í Bret- landi hefur orðið fórnarlamb kyn- ferðislegs ofbeldis í æsku að því er kemur fram í nýjum tölum sem blaðið Independent skýrði frá. Breskt ofbeldi MATTHEW Dowd, einn helsti kosn- ingaráðgjafi George W. Bush, hefur snúist gegn forsetanum, stefnan í Írak hafi verið gegn vilja fólksins. Snýst gegn Bush EHUD Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagðist í gær tilbúinn að taka þátt í friðarráðstefnu með fulltrúum arabaríkja. Ef Sádi- Arabía héldi slíka ráðstefnu og byði Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, myndi hann þiggja boðið. Olmert reiðubúinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.