Morgunblaðið - 02.04.2007, Síða 26
26 MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Félagslíf
MÍMIR 6007040219 III
I.O.O.F. 19 187428
I.O.O.F. 10 187428 HEKLA 6007040219 IV/V
GIMLI 6007040219 I
Raðauglýsingar 569 1100
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um
matsskyldu framkvæmda
Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að
eftirtalin framkvæmd skuli háð mati á umhverfis-
áhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfis-
áhrifum. nr. 106/2000 m.s.br.
Raflýsing þjóðvega nr. 38 og 39 um
Þrengsli að Þorlákshöfn í Sveitarfélaginu
Ölfusi
Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofnun,
Laugavegi 166, 150 Reykjavík.
Hana er einnig að finna á heimasíðu Skipulags-
stofnunar: www.skipulag.is.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til
umhverfisráðherra og er kærufrestur til
2. maí 2007.
Skipulagsstofnun.
Tónlistarkennarar
Við Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og
Stöðvarfjarðar vantar tónlistarkennara til
starfa frá og með næsta skólaári. Helst er um
að ræða kennslu á hljómborðshljóðfæri,
tréblásturshljóðfæri og strengjahljóðfæri en
allt kemur til greina.
Við Tónlistarskólann eru u.þ.b. 80 nemendur og er kennt á tveimur
stöðum. Mikil uppbygging hefur átt sér stað undanfarin ár og eru
spennandi tímar framundan. Nýtt húsnæði skólans á Fáskrúðsfirði
er í byggingu en næsta skólaár munu allir skólarnir á Fáskrúðsfirði
verða undir sama þaki og á Stöðvarfirði eru grunnskólinn og
tónlistarskólinn í sama húsi. Kennsla við tónlistarskólann fer fram að
hluta til á skólatíma grunnskóla.
Einnig er möguleiki á hálfri stöðu organista
við Kolfreyjustaðarprestakall fyrir viðkomandi
kennara.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum LN og FT.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri
Tónlistarskólans, Valdimar Másson, í símum
475 9035/663 4401 og í tölvupósti. Netfangið
er tonlist@austurbyggd.is.
Járnamaður
Vanan járnamann vantar verkefni.
Stór sem smá.
Upplýsingar í síma 898 9475.
Atvinnuauglýsingar
Fasteignasala
Móttaka – Skjalavinnsla
Þekkt og vel kynnt fasteignasala óskar eftir að
ráða starfskraft í móttöku, símavörslu, skjala-
vinnslu o.fl.
Ef þú ert hress, hefur mikla þjónustulund og
langar að starfa með góðum hópi fólks, þá
sendu okkur umsókn með upplýsingum um
menntun og fyrri störf á augl.deild Mbl. eða á
box@mbl.is merkta: ,,Fasteignasala - 19760’’.
Raðauglýsingar
sími 569 1100
✝ Þórunn IngunnÞorsteinsdóttir
fæddist á Dalvík 18.
júlí 1926. Hún lést á
Landspítalanum 22.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Kristrún Sig-
ríður Friðbjörns-
dóttir og Þorsteinn
Antonsson. Systkini
hennar voru Þór-
unn, Skafti, Hjalti,
Freyja og Hólm-
fríður en þau eru öll
látin.
Hinn 14. júní 1961 giftist Þórunn
eftirlifandi maka sínum Þorsteini
W. Guðmundssyni frá Flatey á
Skjálfanda, f. 15. desember 1927.
Foreldrar hans voru Þuríður Elísa
Pálsdóttir og Guðmundur Jón-
asson. Börn Þórunnar og Þor-
steins eru: 1) Freyja María, sonur
hennar er Ásberg Sigurðsson. 2)
Sveinn, maki Bylgja
Þorvarðardóttir,
sonur þeirra er Guð-
mundur Aðalsteinn,
börn Sveins frá
fyrra hjónabandi
eru a) Þórir Ingi, b)
Andri, c) Erna
María. 3) Þuríður El-
ísa, maki Kolbeinn
Ingi Birgisson, börn
þeirra eru a) Þor-
steinn Wilhelm, b)
Þórey Fjóla, c) Þór-
ólfur. 4) Kristrún
Sigríður, maki Sig-
urjón Þorvaldur Árnason, synir
þeirra eru a) Þorsteinn Wilhelm, b)
Þorvaldur Wilhelm. Barna-
barnabörnin voru orðin þrjú.
Þórunn var húsmóðir mestan
hluta ævi sinnar.
Útför Þórunnar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
„Sæl vinan. Komdu og fáðu þér
eitthvað að borða. Þú ert dálítið
horuð þykir mér.“
Þannig hljóðaði fyrsta kveðjan
sem Þórunn Ingunn Þorsteinsdótt-
ir, húsmóðirin í Búðargerði 10, lét
falla til feiminnar fimmtán ára tán-
ingsstúlku vordag einn árið 1979.
Stúlkan hafði verið að draga sig
saman við soninn á heimilinu og
þetta voru hennar fyrstu kynni af
Þórunni og fjölskyldunni. Þau
kynnin voru í líkingu við það sem
síðan fór í hönd: Jákvæð, örvandi
og uppbyggileg. Leiðir sonarins og
hinnar gestkomandi lágu síðan
lengi saman og af varð hjónaband
og börn og ótal komur í Búðargerð-
ið. Allir sem þangað komu, háir sem
lágir, ættingjar, vinir, börn og ást-
fangnir unglingar fundu sig vel-
komna frá fyrstu stundu þar á bæ.
Heimilisbragurinn hjá þeim Þór-
unni og Steina eiginmanni hennar
einkenndist af gestrisni og gleði.
Margir áttu leið um, börnin með
alla sína vini, fólkið þeirra að norð-
an og fleiri og fleiri. Í Búðargerðinu
hjá Þórunni var alltaf pláss og
hjartahlýja fyrir hvern gest. Þór-
unn átti svo sannarlega ráð í poka-
horninu til að láta öllum líða vel.
Hún gaf óspart af sjálfri sér og
miðlaði öðrum. Gleðin og gamanið
var í fyrirrúmi. Aldrei hugsaði hún
um eigin hag fyrr en allra síðast.
Þegar barnabörnin fóru að koma
var amman í Búðargerði auðvitað
til staðar og bar þau á höndum sér í
blíðu og stríðu. Hún var líka ein-
faldlega besta tengdamamma í
heimi. Já. Hjartað hennar Þórunnar
var sannarlega stórt og hlýtt.
Það eru forréttindi að fá kynnast
slíkri manneskju.
Blessuð sé minning Þórunnar.
Andrea Laufey Jónsdóttir.
Þórunn föðursystir mín er látin.
Við fráfall hennar leitar á hugann
fjöldi góðra minninga. Minningar
um glaðlynda og umfram allt um-
hyggjusama frænku sem var okkur
í Efstakotsfjölskyldunni afskaplega
kær.
Þórunn fæddist í Efstakoti á Dal-
vík árið 1926. Hún var yngst fimm
systkina sem jafnan voru kennd við
Efstakot. Þó að hún hafi mestan
hluta ævinnar búið í Reykjavík og
nú síðustu ár í Kópavogi þá leit hún
alltaf á sig sem Dalvíking. Þar lágu
ræturnar og þangað leitaði jafnan
hugurinn.
Það var sérstakur hljómur í
röddinni þegar hún talaði um upp-
vaxtarárin í Efstakoti, hvernig hún
naut lífsins í ástríkri fjölskyldu og í
nánum samskiptum við góða vini og
nágranna í Miðkoti og Hjalla. Ef-
laust hafði þetta umhverfi mótandi
áhrif á persónu hennar, persónu
sem á margan hátt var einstök.
Þórunni einkenndi bjartsýni,
hjartahlýja og jákvæðni.
Í Reykjavík stofnað hún heimili á
Tómasarhaga 17 ásamt manni sín-
um Þorsteini Guðmundssyni. Það
hefur verið í mörg horn að líta á
heimilinu á meðan börnin voru að
vaxa úr grasi. Þrátt fyrir það stóð
heimili Þórunnar og Steina alltaf
opið ættingjum og vinum af lands-
byggðinni. Við systkinabörnin
hennar sem ólumst upp á Dalvík
áttum vísan samastað hjá Þórunni
og Steina og sum okkar dvöldu á
heimili þeirra um lengri eða
skemmri tíma.
Þegar ég kom suður til Reykja-
víkur til náms og vinnu var mér
tekið opnum örmum eins og öðrum
úr fjölskyldunni. Það var gott að
setjast niður í litla eldhúsinu á
Tómasarhaganum og ræða mál líð-
andi stundar, skiptast á fréttum frá
Dalvík eða „að heiman“ eins og
Þórunn sagði alltaf þegar hún talaði
um æskustöðvarnar.
Þegar ég síðar eignaðist dætur
mínar var Þórunn ætíð boðin og bú-
in að að létta undir og gæta þeirra
ef á þurfti að halda. Það voru ekki
bara dætur mínar sem nutu umönn-
unar Þórunnar á heimili hennar.
Hennar nutu mörg önnur börn svo
og hennar eigin barnabörn eftir að
þau fæddust.
Það var mér lærdómsríkt að
fylgjast með því hvernig Þórunn
umgekkst börnin. Það var sama
hvort hún var að tala við þau eða
um þau, alltaf gerði hún það af
hlýju, nærgætni og virðingu. Hún
þurfti engin námskeið í uppeldis-
aðferðum eða ráðleggingar fræði-
manna, henni var þetta eðlilegt og í
blóð borið.
Eftir að Þórunn eignaðist börnin
fjögur var heimilið hennar aðal-
starfsvettvangur. Hún var um-
hyggjusöm og kærleiksrík móðir og
síðar amma, svo lengi sem heilsa
hennar leyfði.
Síðustu árin átti Þórunn við
heilsubrest að stríða og þá sem fyrr
var það hennar létta lund, bjartsýni
og jákvæðni sem fleytti henni yfir
hvern hjallann á fætur öðrum.
Við fráfall Þórunnar föðursystur
eru þau Efstakotssystkin öll fallin
frá. Það markar tímamót. Það verða
kaflaskil hjá okkur afkomendum
þeirra.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Steina, Freyju Maríu, Sveini, El-
ísu og Rúnu, tengdabörnum, barna-
börnum og langömmubörnum Þór-
unnar votta ég samúð mína.
Kristrún Hjalta.
Nú þegar kveðjustundin er runn-
in upp langar mig til að kveðja
kæra frænku og vinkonu og rifja
eitthvað upp. Við höfum átt samleið
frá því við komum í þennan heim.
Aðeins nokkur ár hafa aðskilið okk-
ur. Við erum báðar fæddar í Efsta-
koti við Dalvík þar sem amma okk-
ar og afi bjuggu og aðeins tveir
mánuðir eru á milli okkar. Mæður
okkar voru systur. Þórunn lauk
sinni hefðbundnu skólagöngu á Dal-
vík sem var þá framhaldsskóli. Síð-
an lá leið hennar í Húsmæðraskól-
ann á Laugalandi í Eyjafirði. Þar
naut hún sín vel, kom frá stóru og
góðu heimili og bætti þar við sig
miklu, bæði til munns og handar.
Það þótti sjálfsagt í þá daga að
senda dætur sínar í slíka skóla svo
þær gætu orðið góðar húsmæður.
Þórunn giftist þann 14. júní 1961
Þorsteini W. Guðmundssyni frá
Flatey á Skjálfanda.
Þau stofnuðu heimili í Reykjavík
og hafa búið þar æ síðan. Hún var
kona sem ræktaði garðinn sinn, allt
mannlegt skipti máli, umhyggja og
alúð voru hennar einkenni. Sérstak-
lega var hún róleg og glaðvær og
hafði góð áhrif á alla sem í kringum
hana voru. Börnin, barnabörnin og
langömmubörnin voru henni allt.
Hún hafði mjög gaman af tónlist og
hlustaði oft á góða tónlist, já við
tókum oft lagið saman. Minning-
arnar hrannast upp í huga mínum
frá bernsku okkar. Þórunn ferðað-
ist ekki mikið um dagana en hafði
afskaplega gaman af þegar farið
var í ferðalag. Hún var ekta nátt-
úrubarn, elskaði blómin, trén og
ferska loftið úti í náttúrunni. Eina
slíka ferð fórum við upp í Borg-
arfjörð í viku tíma. Sú ferð var okk-
ur ógleymanleg. Eigi má sköpum
renna, glíma Þórunnar við sjúkdóm
sinn einkenndist af kjarki og dugn-
aði, hún kvartaði aldrei. Eftir
stendur dýrmæt minning sem við
þökkum fyrir.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Kveð Þórunni með þökk og virð-
ingu og bið fjölskyldu hennar guðs-
blessunar,
Þín,
Jóna.
Þórunn Ingunn
Þorsteinsdóttir
Elsku amma, við kveðjum þig með
bæninni sem þú kenndir mömmu
og mamma kennir okkur nú:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þínir,
Þorsteinn Wilhelm og
Þorvaldur Wilhelm.
HINSTA KVEÐJA
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning