Morgunblaðið - 02.04.2007, Síða 34
34 MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
TMNT kl. 2, 4, 6, 8 og 10 B.i. 7 ára
Scool for Scoundrels kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15
Scool for Scoundrels LÚXUS kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15
The Hitcher kl. 8 og 10 B.i. 16 ára
Epic Movie kl. 2, 4, 6 og 8 B.i. 7 ára
The Number 23 kl. 10 B.i. 16 ára
Night at the Museum kl. 3.20 og 5.40
Anna & skapsveiflurnar STUTTMYND kl. 2
Hot Fuzz kl. 5:45, 8 og 10:20 B.i. 16 ára
TMNT kl. 6 og 8 B.i. 7 ára
The Hitcher kl. 10 B.i. 16 ára
- Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir
Frábær gamanmynd frá leikstjóra
Old School með Billy Bob Thornton
og Jon Heder úr Napoleon Dynamite.
PÁSKAGAMANMYNDIN 2007
Of góður?
Of heiðarlegur?
Of mikill nörd?
Hjálp er á leiðinni.
Skóli þar sem góðir strákar
eru gerðir slæmir!
Lífið er leikur. Lærðu að lifa því.
Toppmyndin
í USA
PÁSKAMYNDIN Í ÁR
Bardagafimu skjaldbökurnar eru mættar aftur
í flottustu ævintýrastórmynd ársins
Soðin skinka var fyrst á sviðog opnaði dagskrána meðstæl. Sveitinni hefur fariðmikið fram frá því hún
braust áfram í undanúrslitum –
greinilegt að sveitarmenn hafa lagt
nótt við dag í æfingum og undirbún-
ingi. Þeir virkuðu líka rólegri en í
undanúrslitum og skemmtu sér
greinilega betur fyrir vikið og um
leið áheyrendum.
Næsta sveit, Hip Razical, var aft-
ur á móti ekki eins sannfærandi og í
undanúrslitum. Sveitin lenti líka í
smá hljómvandræðum í fyrsta lag-
inu, en náði sér svo ágætlega á strik.
Það spillti þó nokkuð fyrir henni að
bassaleikarinn er ofvirkur á bass-
ann, spilar allt of mikið, og fyrir vik-
ið var annað lag hennar, sem er
býsna gott, leðjukennt á kafla. Síð-
asta lag sveitarinnar var best, mjög
vel heppnað lag með fínni laglínu,
sem fékk þó ekki að njóta sín sem
skyldi.
Ekki vantaði keyrsluna hjá The
Portals, mikil sveifla og mikið stuð.
Nú tókst vel það sem gekk illa í und-
anúrslitum og kom í ljós sem menn
hafði grunað að það var einmitt
besta lag sveitarinnar. Lokalagið,
„Portals-lagið“, var líka fínt.
Blússveitin The Custom sigldi
greiðlega í gegnum undanúrslitin og
var enda öryggið uppmálað á sviðinu
þetta kvöld. Lögin sem hún spilaði
voru eitt samfellt ævintýri þar sem
mikið var um hraðabreytingar og
ýmis tilbrigði viðruð. Lögin runnu
eiginlega saman í eina langloku og
oftar en ekki varð maður ramm-
villtur við það að hlusta.
Hamagangurinn og spilagleðin
hjá Gordon Riots hristu skemmti-
lega upp í mannskapnum, enda
hljómsveitin afskaplega skemmtileg
og fjörug á sviði. Söngvari Gordon
Riots er ótrúlega magnaður og fjöl-
hæfur – í honum búa ótrúlega marg-
ar raddir. Frábær hljómsveit og
geysi-kraftmikil.
Eftir fjörið var svo fínt að fá ró-
legt progg í boði Loobyloo til að róa
mannskapinn. Fyrsta lagið var þó
ekki vel til þess fallið, hefði þurft að
æfa það betur, en síðan gekk allt upp
og lokalagið var hreint framúrskar-
andi.
Eftir stutt hlé birtust æringjarnir
í <3 Svanhvít! á sviðinu og héldu
áfram að dissa til hægri og vinstri,
aðallega þó MH-inga. Þriðja lagið,
viðbótarlagið sem sveitin spilaði,
sýndi að hún hafði viðrað sitt besta
efni í undanúrslitum og það dugði
líka bærilega.
Magnyl stóð sig með miklum
ágætum í undanúrslitum, en eitt-
Hart, harðara, harðast
Úrslitakvöld Músíktilrauna haldið í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, 31. mars
Kraftur Shogun var ævintýralega þétt og fullt af fínum hugmyndum í
gangi. Fékk líka fyrsta sætið.
Stuð SkyReports spilaði grípandi fjörugt rokkað popp.
Hamgangur Gordion Riots var afskaplega skemmtileg og fjörug á sviði og
með magnaðan söngvara sem dró þá í þriðja sætið.
Vandræði Hip Razical náði sér á strik eftir vandæði í upphafi.
Eftir Árna Matthíasson
arni@mbl.is