Morgunblaðið - 02.04.2007, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 02.04.2007, Qupperneq 36
36 MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ VAR VALINN BESTA MYND ÁRSINS Í FRAKKLANDI SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is / KEFLAVÍK MEET THE ROBINSONS kl. 5:50 LEYFÐ SCHOOL FOR SCOUNDRELS kl. 8 - 10:10 LEYFÐ WILD HOGS kl. 8 - 10:10 B.i. 7 ára / AKUREYRI ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ WILD HOGS kl. 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára 300 kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is „FYNDNASTA SPENNUMYND ÁRSINS“ - GQ eeee VJV, TOPP5.IS AUDREY TAUTOU eee - S.V., Mbl eee - K.H.H., Fbl MISS POTTER kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 7 LEYFÐ THE GOOD GERMAN kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára 300 kl. 9 B.i. 16 ára LADY CHATTERLEY kl. 5:40 - 9 TELL NO ONE (NE LE DIS À PERSONNE) kl. 8 HORS DE PRIX kl. 10:20 PARIS, JE T'AIME kl. 5:40 SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ GAD ELMALEH SÝND Í HÁSKÓLABÍÓSÝND Í HÁSKÓLABÍÓ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ eee Ó.H.T. RÁS2 BRESKA gamanteymið sem stóð að gerð sjónvarpsþáttanna Spaced og kvikmynda á borð við hina bráð- snjöllu hrollvekjuparódíu Shaun of the Dead er nú mætt til leiks á ný með löggugamanmyndina Heitt í kolunum (Hot Fuzz). Hér eru hefðir og venjur spennuhefðarinnar teygð- ar og togaðar í gamanmynd um ofur- samviskusaman lögreglumann sem fer svo í taugarnar á samstarfs- mönnum sínum í London að honum er „sparkað“ upp í embætti lög- reglustjóra í afskekktum smábæ. Lífið í bænum reynist þó allt annað en rólegt, enda hefur raðmorðingi nýhafið þar störf. Þeir Simon Pegg, sem fer með hlutverk ofurlöggunnar Nicholas Angel, og Nick Frost, sem leikur dyggan aðstoðarmann hans, fara á kostum í þessari snjöllu gam- anádeilu á klisjur sem sóttar eru frá öllu til Agöthu Christie til banda- rískra hasarmynda. En paródían felst ekki aðeins í skemmtilegum út- úrsnúningi á handritaklisjum. Stór hluti spaugsins beinist að beitingu kvikmyndamiðilsins, og tískufyr- irbæra á borð við hraða klippingu, hæga myndspilun og ýkt áhrifahljóð. Þar gengur spaugið raunar svo langt að útkoman verður á stundum snilld- arleg könnun á þanþoli kvikmynda- legra frásagnaraðferða. Þá er sögu- framvindan alger hrærigrautur sem stigmagnast eftir því sem á líður, en missir þó örlítið frumleikakraftinn á lokasprettinum. Þetta er fersk og skemmtileg gamanmynd engu að síður. Löggumyndin teygð og toguð KVIKMYNDIR Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri Leikstjórn: Edgar Wright. Aðalhlutverk: Simon Pegg, Nick Frost, Jim Broadbent, Timothy Dalton o.fl. Bretland, 121 mín. Heitt í kolunum (Hot Fuzz)  Hot Fuzz „Fersk og skemmtileg gamanmynd.“ Heiða Jóhannsdóttir Það var allt að gerast um helgina, Mús-íktilraunir í blússandi svingi á laug-ardagskvöldinu og auk þess AME kvöld á NASA, færeyskt tónlistarkvöld þar sem fram komu fimm af frambærilegustu tónlistarmönnum eyjanna. Greinarhöfundur fór því á harða spretti yfir á NASA eftir að skyldustörfum á Tilraununum lauk, úr ís- lenskum hljóðheimi yfir í færeyskan.    Ég hef verið svo heppinn að fá að kynnastfæreyskri tónlist og þeim sem hana stunda vel og rækilega undanfarinn fimm ár. Heppinn segi ég, því að eftir mörgu er að slægjast og ég er alltaf jafn hissa á skeyting- arleysi Íslendinga í garð þessa systkina okk- ar á tónlistarsviðinu. Það er eins og að það þurfi að halda í eitthvað sem er minna og fá- skrúðugra en hér, eitthvað sem hægt er að hlæja að í stað þess að einblína fremur á þá staðreynd að hér er um tvo litla grjóthnull- unga í ballarhafi að ræða, tvær smáþjóðir sem eiga meira sameiginlegt en ekki. En samt, þetta er að breytast, a.m.k. hvað tónlistina varðar og þetta AME-kvöld var til vitnis um þá þróun. Það hefur verið jafn en hægur stígandi í þessu, t.d. var fremur dræm mæting á AME-kvöldið í fyrra en nú var hús- ið pakkað.    Brandur Enni, barnastjarnan fyrrverandi,tróð upp með nýtt efni af væntanlegri plötu og þá lék Teitur ásamt íslenskri strengjasveit. Teitur er sá færeyski tónlist- armaður sem hefur náð „lengst“ á al- þjóðavettvangi, og keyrir þannig fram úr Ei- vöru „okkar“. Eivör er hins vegar að verða allstór á Norðurlöndum og náði hún, að vanda, að heilla alla viðstadda upp úr skónum með leik sínum og söng. Ég held að ég hafi aldrei fyrirhitt jafn mikið náttúrubarn í tón- list og hana. Högni Lisberg sté næst á svið ásamt hljómsveit. Önnur plata hans, Morning Dew, er hreint stórgóð en lög af henni hljóm- uðu nokkuð á Rás 2 á síðasta ári. Eins og með svo marga færeyska tónlistarmenn er flæðið taumlaust og „fílingurinn“ eitthvað svo sjálf- sprottinn, líkt og ekkert sé haft fyrir þessu. Högni og co voru í góðu stuði og náðu að hrífa fólk með sér. Gestir, ein besta rokksveit Færeyja í dag, luku svo kvöldinu með sínu dramaskotna rokki, og voru studdir tveimur strengjaleikurum.    Þetta var „fínur tónleikur“ á NASA, og égvona einlæglega að AME-kvöldin verði að reglubundnum viðburði. En um leið vil ég líta á þetta sem eins konar upphaf að frekara tónaflæði á milli landanna; færeyskar hljóm- sveitir verða að koma oftar hingað yfir og ís- lenskar hljómsveitir, ekki síst, verða að fara í ríkari mæli út í eyjarnar. Treystið mér, það er eitthvað sem þið eigið ekki eftir að sjá eft- ir. Þess fyrir utan þarf færeysk tónlist að verða sýnilegri í hérlendum plötubúðum. Það er sem sagt margt óunnið í þessum efnum ennþá en um leið eru ýmis merki á lofti um að við séum á réttri leið. Þannig að … ég er nokk vonbjartur á þetta allt saman … og hmmm...já … frjálsar Færeyjar! „Fínur tónleikur“ Morgunblaðið/Eggert Heitur „Teitur er sá færeyski tónlistarmaður sem hefur náð „lengst“ á alþjóðavettvangi, og keyrir þannig fram úr Eivöru „okkar“. “ AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen »En um leið vil ég líta á þettasem eins konar upphaf að frekara tónaflæði á milli land- anna; færeyskar hljómsveitir verða að koma oftar hingað yf- ir og íslenskar hljómsveitir, ekki síst, verða að fara í ríkari mæli út í eyjarnar. arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.