Morgunblaðið - 02.04.2007, Síða 40
MÁNUDAGUR 2. APRÍL 92. DAGUR ÁRSINS 2007
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Versta áfall í sögu Alcan
Úrslit kosninganna í Hafnarfirði,
þar sem stækkun álversins í
Straumsvík var hafnað með 88 at-
kvæða mun, eru eitt versta áfall í
sögu Alcan á Íslandi að mati Rann-
veigar Rist, forstjóra fyrirtækisins.
Talsmaður Sólar í Straumi segist
hins vegar ekki hafa áhyggjur af því
að álverinu verði lokað. » Forsíða
Í forstjóraleik
Pálmi Haraldsson, einn eigenda
flugfélagsins Iceland Express, hafn-
ar lýsingu stofnenda félagsins á að-
ild Pálma og Jóhannesar Kristjáns-
sonar að málefnum fyrirtækisins á
sínum tíma. Segir hann stofnend-
urna hafa verið í forstjóraleik og án
allrar reynslu í flugrekstri. » 2
Kauphöllin með nýtt nafn
Nafni Kauphallar Íslands verður í
dag breytt í OMX Nordic Exchange
á Íslandi við sérstaka athöfn og
verða 25 íslensk félög skráð á að-
almarkað Nordic Exchange. Mun
Árni M. Mathiesen fjármálaráð-
herra hringja viðskipti dagsins af
stað klukkan tíu. » 12
Ólga í Íran
Mikil ólga er í Teheran vegna máls
bresku sjóliðanna 15, sem hand-
teknir voru fyrr í mánuðinum. Hefur
talsmaður íranska utanríkisráðu-
neytisins hvatt Bandaríkin til að
blanda sér ekki í deilu íranskra og
breskra stjórnvalda. » 14
SKOÐANIR»
Staksteinar: Uppgjör í Glitni?
Ljósvakinn: Fjör á fimmtudögum
Forystugreinar: Tvær fylkingar
UMRÆÐAN»
Umferðarhnútur
Styrkjum stöðu neytenda
Vitundarvakningar er þörf
Af lýðræði í Breiðdal
Trúboð fyrir hönnun
Sannur meistari í pípulögn
Sæluvist á Sauðárkróki
FASTEIGNIR»
Heitast 13 °C | Kaldast 5 °C
S 5–13 m/s og rign-
ing, einkum vestan til,
víða léttskýjað á NA- og
A-landi. Suðvestlægari
með kvöldinu. » 8
Arnar Eggert Thor-
oddsen fjallar um
tónleika færeyskra
tónlistarmanna sem
haldnir voru á NASA
um helgina. »36
AF LISTUM»
„Fínur
tónleikur“
FÓLK»
Justin Timberlake ropar
í beinni. »37
Árni Matthíasson
fjallar um þær ellefu
sveitir sem kepptu í
Músíktilraunum síð-
astliðið laugardags-
kvöld. »34
TÓNLIST»
Músík-
tilraunir
FÓLK»
Flugan var á ferð og flugi
um helgina. »32
KVIKMYND»
Skjaldbökurnar snúa aft-
ur í kvikmyndahús. »39
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Aprílgöbb stór og smá
2. Sekt vegna vindgangs
3. Sjö ára drengur bjargar …
4. Stóð á gámi sem verið var að hífa
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
„ÞETTA var mjög eftirminnilegur
dagur enda hef ég aldrei áður unn-
ið Íslandsmeistaratitla í einliða-,
tvíliða- og tvenndarleik á sama
tíma,“ segir badmintonkonan
Ragna Ingólfsdóttir úr Tennis- og
badmintonfélagi Reykjavíkur en
hún varð þrefaldur Íslandsmeistari
í gær. Ragna, sem er 24 ára gömul,
ætlar sér stóra hluti á næstu miss-
erum og er markmið hennar að
komast á Ólympíuleikana í Peking
árið 2008. „Þetta er fimmta árið í
röð sem ég vinn einliðaleikinn og í
sjötta sinn sem ég fæ gull í tvíliða-
leiknum en ég hef aldrei áður unnið
tvenndarleikinn. Það var sá úrslita-
leikur sem mér fannst erfiðastur
þar sem hann var síðastur á dag-
skrá og ég ætlaði mér ekki að
klúðra tækifærinu að vinna þrefalt
enda hef ég stefnt að þessu í mörg
ár.“ Ragna lék með Helga Jóhann-
essyni í tvenndarleiknum og Katr-
ínu Atladóttur í tvíliðaleiknum.
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég leik
með Helga í tvenndarleik og ætli
það hafi ekki skipt öllu máli í ár að
ég mætti með nýjan karl,“ bætti
Ragna við í léttum tón. Hún stundar
nám við Háskóla Íslands og stefnir
á að ljúka BA-námi í heimspeki og
sálfræði í sumar. „Ég mun lítið
gera annað en að æfa og keppa er-
lendis fram í maí á næsta ári. Mark-
miðið er að leika á einu til tveimur
alþjóðlegum mótum í hverjum mán-
uði, safna stigum og komast ofar á
heimslistanum í einliðaleik,“ segir
Ragna en hún er sem stendur í 49.
sæti heimslistans. „Ég var á kafi í
fimleikum hjá Ármanni frá því ég
var sex ára og ég æfði badminton
og fimleika þar til ég var orðin 13
ára. Þá hafði ég ekki lengur tíma til
að stunda báðar greinarnar. Ég tel
að fimleikaæfingarnar hafi gert
mig enn betri í badminton,“ sagði
Ragna. | Íþróttir
Þrefaldur
meistari í
fyrsta sinn
Ragna Ingólfs-
dóttir stefnir
hátt í badminton
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Meistari Ragna Ingólfsdóttir landaði öllum titlum sem voru í boði á
Íslandsmótinu en hún stefnir á ólympíuleikana í Peking á næsta ári.
Mætti með
nýjan karl í
tvenndarleikinn
„UPPLIFUNIN var líkust því að
vera fastur í hríðarbyl, eða þá inni í
þotuhreyfli.“ Þannig lýsir Arnar
Eggert Thoroddsen frammistöðu
hljómsveitarinnar Shogun sem bar
sigur úr býtum á úrslitakvöldi
Músíktilrauna í Listasafni Reykja-
víkur sl. laugardagskvöld. Sveitin
er skipuð fimm strákum úr Reykja-
vík og leika þeir tilraunakennt og
framþróað harðkjarnarokk. Viðtal
við Shogun má lesa í blaðinu auk
umfjöllunar um úrslitin. »34
Fastir í
hríðarbyl
STANGVEIÐITÍMABILIÐ hófst í
gær með góðri veiði í sjóbirtingsám
um sunnanvert landið þar sem
vatnavextir hömluðu ekki veiðum,
en vel viðraði til veiðanna. Þannig
voru komnir 89 fiskar á land í
Tungulæk vestan við Skaftá í gær-
kvöldi. Þá veiddust fimmtán sjóbirt-
ingar í gærmorgun í Tungufljóti í
Skaftártungu nokkru vestar og tólf
urriðar komu á land í Minnivallalæk
í Landsveit í gærmorgun.
Víða annars staðar, einkum um
vestanvert landið, hömluðu hins
vegar vatnavextir veiðum og voru
árnar skolaðar. Þannig var því til að
mynda háttað um Geiralandsá,
Varmá/Þorleifslæk og Sogið og
sama gilti um Hítará og Grímsá á
Vesturlandi og Hraunsfjörður var
skolaður.
Vífilsstaðavatn opnað
Meðal annarra áa sem opnaðar
voru í gær má nefna Steinsmýr-
arvötn, Ytri-Rangá neðan Ægissíðu-
foss, Brúará og Andakílsá. Þá var
einnig opnað á veiðar í nokkrum
stöðuvötnum, þar á meðal í Vífils-
staðavatni á höfuðborgarsvæðinu.
Ein á norðan heiða var opnuð í
gær. Það er Litlá í Kelduhverfi og
komu sjö sjóbirtingar þar á land í
blíðunni í gærmorgun. | 6
Góð veiði víða á
fyrsta veiðideginum
89 fiskar voru komnir á land úr Tungulæk í gærkvöldi
Morgunblaðið/Einar Falur
Góð veiði Ingólfur Guðmundsson
landar einum af mörgum sjóbirt-
ingum sem veiddust í Tungulæk.
Shogun sigraði í
Músíktilraunum