Morgunblaðið - 24.04.2007, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 24.04.2007, Qupperneq 21
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 21 Það fer ekki fram hjá nokkrum manni að vorið er á fullri ferð norður á bóginn og sumarið er handan við hornið. Reyndar má segja um þenn- an vetur að hann hafi ekki verið til- takanlega harður og þónokkrum sinnum hafa komið yndislegir dagar þar sem Húnaflóinn hefur skartað sínu fegursta.    Sá sögulegi atburður gerðist hér á Blönduósi í vetrarlok að starfsmenn trésmiðjunnar Stíganda á Blönduósi luku við að gera tvær íbúðir í parhúsi fokheldar en húsið stendur við Smárabraut 6–8. Þegar er byrjað að byggja annað hús við hlið þessa húss. Þessar framkvæmdir kveikja í brjósti manna von að nú séu fram- undan bjartari tímar. Reyndar hefur atvinnuástand verið nokkuð traust undangengin ár og verkefnin næg hjá flestum fyrirtækjum sem hér starfa.    Það er sjálfsögð kurteisi að minnast á Blönduóslögguna í pistlum frá Blönduósi því sú vaska sveit á ekkert annað skilið. Flestir þekkja Blöndu- óslögregluna af öflugu eftirliti með umferð um sýsluna og hversu öflugir þeir hafa verið að stöðva menn aki þeir of hratt. Það eru hins vegar færri sem vita að hjá embætti lög- reglunnar hefur verið og er verið að þjálfa hund til fíkniefnaleitar. Þetta hlutverk lögreglunnar er afar mik- ilvægt og hefur mikið gildi í barátt- unni við fíkniefnavandann.    Þessa dagana er verið að kynna deiliskipulagstillögu um breytingar á tjaldsvæði Blönduósinga. Á þessu svæði eru nú til staðar tjaldsvæði, þjónustuhús og 7 gistihýsi. Deili- skipulagstillagan felur m.a. í sér að fjölga gistihýsum, bæta við þjónustu- húsi og stækka tjaldsvæðið með sér svæði fyrir húsbíla, hjólhýsi o.þ.h. Þá er gert ráð fyrir útivistarsvæði og leiksvæðum ásamt breyttum veg- tengingum að svæðinu. Jafnframt hefur verið töluvert rætt um bygg- ingu nýrrar sundlaugar á Blönduósi og sýnist sitt hverjum hvernig hún eigi að verða. Sumir vilja 25 metra útilaug, aðrir vilja 16,5 m laug með leiktækjum og enn aðrir vilja inni- laug. En ljóst er að með tilkomu nýrrar sundlaugar í nágrenni við endurbætt tjaldsvæði verður mikill styrkur fyrir ferðaþjónustu í A- Húnavatnssýslu. Af framansögðu má sjá að það er þónokkur hugur í Blönduósingum þessa dagana og er það vonandi að framvindan í vorinu og uppbygging- unni haldist í eðlilegum farvegi og ekkert hik verði á.    Grágæsin hefur lengi sett sterkan svip á bæjarbraginn mörg undan- gengin ár og er að sjá að gæsirnar verði síst færri í ár en þær voru í fyrra. Mönnum er mishlýtt til þess- arar fuglategundar og nefna þar til ýmis rök sem eflaust eiga rétt á sér. Engu að síður gefur gæsin okkur nokkra sérstöðu því mér er til efs að jafn margar grágæsir séu saman- komnar í einu bæjarfélagi þegar tek- ið er tillit til höfðatölureglunnar. Þessi fugl er líka með þeim fyrstu sem koma heim eftir vetursetu á suð- lægari slóðum og er því með fyrstu vorboðunum. BLÖNDUÓS Jón Sigurðsson fréttaritari Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Fiðurfénaður Grágæsin setur sterk- an svip á bæjarbraginn á Blönduósi. yfirtaka félagið með góðu eða illu. Margir hafa áhyggjur af þessari þróun og ýmsir líta á Arsenal sem síðasta vígið sem er raunar kald- hæðnislegt í ljósi þess að knattspyrnustjóri félags- ins er Frakki og svo til allir leikmenn erlendir að uppruna. En í hverju er hættan fólgin? Það er alveg ljóst að Dein er gegnheill Ars- enalmaður og metur stöðuna augljóslega þannig að félagið eigi meiri möguleika á því að standa stærstu félögum álfunnar snúning með liðsinni hins ameríska auðmanns. Svo má líka skoða málið í stærra samhengi. Hvað er Arsenal? Er það David Dein? Nei. Er það stærstu hluthafarnir, Danny Fiszman og lafði Bracewell Smith, eða hinn glæsilegi Emirates-leikvangur? Er Arsenal kannski Arsène Wenger? Ekki held- ur. Arsenal er fyrst og síðast aðdá- endurnir. Þar slær hjarta félagsins. Þeir eru vel að merkja fjölþjóðlegir og munu aldrei líða annað en ábyrga yfirstjórn – hverrar þjóðar sem hún kann að vera. Það er kjarni málsins. Eignarhald á enskumknattspyrnu- félögum hefur verið í brennidepli undanfarin misseri. Bandarískir kaupahéðnar hafa á skömmum tíma yfirtekið þrjú af frægustu félög- um landsins, Liverpool, Manchester United og Aston Villa og sem kunn- ugt er ræður rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovitsj ríkjum hjá Englandsmeisturum Chelsea. Enn eitt vígið gæti fallið á næstunni en bandaríski milljarðamæringurinn Stan Kroenke reynir nú leynt og ljóst að læsa klónum í Arsenal. Hann hef- ur á skömmum tíma eignast um 12% hlut í félaginu sem fram að þessu hef- ur verið mjög lokaður selskapur, er t.a.m. ekki á almennum hlutabréfa- markaði. Stjórn félagsins hefur að vísu spyrnt við fótum og neyddist varaformaður hennar, David Dein, sem borið hefur hitann og þungann af rekstri Arsenal í tæpan aldarfjórð- ung, til að stökkva frá borði í liðinni viku en hann hefur viljað greiða götu Kroenkes. Er nú talið að þeir félagar, Kroenke og Dein, hafi í hyggju að          víkverji skrifar | vikverji@mbl.is EINN venjulegur kakóbolli fyrir svefn- inn getur hjálpað til við að lækka blóð- þrýstinginn á jafn áhrifaríkan hátt og lyfseðilsskyld lyf, að sögn sérfræðinga. Matvæli, sem eru rík af kakói, til dæmis dökkt súkkulaði, virðast einnig hafa einkar góð áhrif á blóðrásina og minnka hættu á bæði hjartaáfalli og heilablóðfalli. Efasemdir eru hins vegar um að tedrykkja hafi sömu áhrif, að því er segir í nýlegri frétt á vefmiðli Times. Það voru sérfræðingar við há- skólasjúkrahúsið í Köln í Þýskalandi sem gerðu kakó- og teprófanir á fólki með tilliti til heilsuáhrifa og komust að fyrrgreindum niðurstöðum um að kakóið væri hjartanu hollt og hefði mun jákvæðari áhrif en te fyrir svefn- inn. Bandarísku læknasamtökin hafa greint frá þessum niðurstöðum í mál- gagni sínu Archives of Internal Medic- ine. Kakóið hjarta- styrkjandi Morgunblaðið/Kristinn Hollusta Kakóbolli fyrir svefninn getur lækkað blóðþrýstinginn. Økoren WC-hreinsir Seigfljótandi WC-hreinsir sem fjarlægir fljótt og vel kalk, ry› og óhreinindi ásamt flví a› koma í veg fyrir ólykt. Økoren Universal alhli›a hreinsiefni Alhli›a basískt hreinsiefni til daglegra nota á öllum flvottheldum flötum. Einnig kjöri› til flrifa á sápubornum og bónu›um gólfum. Økoren uppflvottalögur Økoren uppflvottalögur er hlutlaust hreinsiefni til handuppflvotta og hreinsunar á öllum flvottheldum flötum. Spartan umhverfisvænn ba›herbergishreinsir Umhverfisvænn ba›herbergishreinsir votta›ur af Green Seal í Bandaríkjunum. Er me› náttúrulegum s‡rum, sítrónus‡ru (8%) og flrífur vel sápuskánir, flurrkbletti og ry›smit af flísum, salernisskálum og vöskum. Ármúla 23 • Reykjavík Sími: 510 0000 Mi›ási 7 • Egilsstö›um Sími: 470 0000 Brekkustíg 39 • Njar›vík Sími: 420 0000 Grundargötu 61 • Grundarfir›i Sími: 430 0000 - hrein fagmennska! UMHVERFISVÆN EFNI FYRIR SUMARBÚSTA‹I Í bústa›num skiptir miklu máli hverskonar vörur eru nota›ar vi› flrifin. Röng efnanotkun getur au›veldlega heft ni›urbrot í rotflróm og valdi› stíflum. Umhverfisvæn hreinsiefni eru flví bæ›i betri og öruggari kostur. Fjöldi aukahluta Lágvær og þrælsterk, endist kynslóðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.