Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 9 FRÉTTIR Opið virka daga kl. 10-18 laugardaga kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Léttar sumarúlpur Kringlan • Sími 533 4533 Smáralind • Sími 554 3960 Vertu velkomin á eftirtaldar kynningar milli kl. 13-17 báða dagana: Fimmtud. 7. júní í Hygea Kringlunni Föstud. 8. júní í Hygea Smáralind CELLULAR RADIANCE CONCENTRATE PURE GOLD La Prairie kynnir nýtt öflugt 24 karata Gull-Serum TAX-FREE dagar One golden drop... one De-Aging minute ... one glowing face Nýbýlavegi 12, Kóp. • Sími 554 4433 Opið virka daga kl. 10-18, laugard. kl. 10-16 Sumarbolir og toppar í úrvali Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is „ÞAÐ vitum við öll sem erum hér inni að gott orðspor er verðmætasta landkynningin, og hér hefur vel tek- ist til,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarstjóri í gær þegar tilkynnt var að skráning í Reykjavík- urmaraþonið, sem fram fer í ágúst, væri hafin. Hann kvaðst afar ánægð- ur með það hvernig staðið hefði verið að hlaupinu á undanförnum árum og lofaði að klára sjálfur skemmtiskokk- ið. Hann sagði hróður Reykjavík- urmaraþonsins hafa borist um lönd og álfur sem væri jákvætt fyrir hlaupið og ekki síður fyrir Reykja- víkurborg og landið allt. Maraþonið fer fram að morgni Menningarnætur í Reykjavík laug- ardaginn 18. ágúst, sem einnig er af- mælisdagur Reykjavíkurborgar. Gera betur en í fyrra Í fyrra hét Glitnir á starfsmenn sína í hlaupinu og söfnuðust þá 23 milljónir króna sem runnu til 55 góð- gerðarfélaga. Nú er ætlunin að gera betur. Auk þess að heita 3.000 krón- um á hvern kílómetra sem starfs- menn hlaupa heitir bankinn 500 krónum á hvern kílómetra sem við- skiptavinir hans hlaupa. Hjálpfúsir hlaupahópar geta því tekið sig saman um að afla stórra upphæða fyrir góð- gerðarfélög að eigin vali. Margir keppendur hafa þegar sett sér markmið, en þær Anna Björg Stefánsdóttir, Hrönn Bergþórs- dóttir, Inga Margrét Skúladóttir og Sigurbjörg Eðvarðsdóttir, sem allar eru viðskiptavinir bankans, munu samanlagt hlaupa 94 kílómetra til styrktar góðum málefnum og þannig afla 47.000 króna í góðgerðarstarf. Þær hyggjast styrkja Félag aðstand- enda Alzheimers-sjúklinga, Um- hyggju, ADHD-samtökin og Einstök börn. Þýðingarmikið fyrir bankann Lárus Welding, forstjóri Glitnis, segir maraþonið hafa mikla þýðingu fyrir sitt fólk. „Við höfum náttúrlega þessa sam- félagslegu ábyrgð sem eitt stærsta fyrirtæki á Íslandi að gefa til baka til samfélagsins, að gefa til góðgerð- armála. Þetta er mjög skemmtileg leið til þess að gera það. Við sam- tvinnum verkefni þar sem starfs- menn okkar og viðskiptavinir sam- mælast bæði um að rækta sína eigin heilsu og að styrkja gott málefni,“ sagði Lárus sem sjálfur ætlar að leggja 10 kílómetra að baki til styrkt- ar Umhyggju, stuðningsfélagi lang- veikra barna. Öll met eru í hættu Reykjavíkurmaraþon er fram- kvæmt í samstarfi við Íþrótta- bandalag Reykjavíkur. Frímann Ari Ferdinandsson er framkvæmdastjóri maraþonsins. Hann er bjartsýnn á að þátttökumetið frá í fyrra verði slegið í ár, en þá tóku 10.200 manns þátt, enda sjáist fólk nú hlaupa og æfa sig víða um borgina. Einnig er hann þakklátur fyrir að áheitasöfnunin skuli vera orðin að veruleika. Slíkar safnanir eru víða einkenni viðburða af þessu tagi, til dæmis í London, New York og Berlín. Með þessu móti líkist Reykjavíkurmaraþonið slíkum stórviðburðum meira, þó að þar séu reyndar fleiri þátttakendur. Mara- þon og hálfmaraþon hefjast klukkan níu að morgni 18. ágúst og styttri vegalengdir síðar um daginn. Glitnir heitir á viðskiptavini sína  Reykjavíkurmaraþon Glitnis fer fram á afmæli borgarinnar 18. ágúst.  Búist er við metþátttöku. Morgunblaðið/ÞÖK Allir sigra! Borgarstjóri og forstöðumenn Reykjavíkurmaraþons, ásamt fjórum viðskiptavinum bankans sem hyggjast hlaupa tæplega 100 kíló- metra samanlagt til styrktar góðum málefnum. Í HNOTSKURN »Opnað hefur verið fyrirskráningu í hlaupið á vef- síðunni marathon.is. »Boðið verður upp á keppnií maraþoni (42 km), hálf- maraþoni og 10 kílómetrum auk 3 kílómetra skemmti- skokks. »Latabæjarmaraþonið sló ígegn hjá yngstu kynslóð- inni í fyrra og verður end- urtekið í ár. HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt tvo fyrrverandi ritstjóra DV, þá Pál Baldvin Baldvinsson og Björgvin Guðmundsson, til að greiða Geir Ericssyni 500 þúsund krónur í miskabætur fyrir ummæli sem höfð voru um hann í frétt í blaðinu á síð- asta ári þar sem hann var bendlaður við umfangsmikla afbrotastarfsemi. Þá eru ummælin einnig dæmd dauð og ómerk. Samkvæmt stefnu í málinu voru málsatvik með þeim hætti að 7. apríl 2006 birtist frétt í DV með aðalfyr- irsögninni „Brasilískar mellur og dóp í hóruhúsi í Ármúla“. Undir millifyrirsögninni „Góð- kunningjar lögreglunnar“ var haft eftir ónafngreindum vitnum að „alls kyns óþjóðalýður“ hefði vanið komur sínar í húsnæðið í Ármúlanum. Þeirra á meðal „athafnamaðurinn Geir Ericsson“. Að mati dómsins varð ekki annað séð en að sterklega væri ýjað að því að Geir ætti þátt í þeirri brotastarf- semi sem lýst var. Engin gögn hefðu verið lögð fram af hálfu blaðamanna og ritstjóra DV sem sönnuðu það og fleira og dugði þeim ekki að vísa ein- ungis til nafnlausra heimildarmanna. Hafa bæri í huga að um væri að ræða grafalvarlegar ásakanir á hendur nafngreindum manni. Var það því mat dómsins að ummæli DV fælu í sér ærumeiðandi aðdróttun þótt ekki yrði sýnt að ummælin hefðu verið höfð uppi gegn betri vitund þannig að háttsemin bryti gegn almennum hegningarlögum. Halldór Björnsson, settur héraðs- dómari, dæmdi málið. Ritstjórar DV bótaskyld- ir vegna aðdróttana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.