Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 35 eina villu í nýútkominni ljóðabók eft- ir Elías sjálfan. Hún var í ljóði sem var þó ekki einu sinni skrifað með nútímastafsetningu, en í því var vill- an einmitt fólgin. En bókin heitir nú líka Speglun. Þótt Elías væri manna snjallastur að kljást við þetta hrekkjótta kvikindi, prentvillupúk- ann, gat nú annað eins og þetta gerst. Líka þegar púki þessi stað- hæfði eitt sinn á forsíðu Þjóðviljans að Dagsbrún væri verkakvenna- félag! Fyrir snarræði tókst okkur að forða blaði og flokki frá þessari hneisu rétt áður en blaðið fór í prent- un og það var þá sem Elías bar brigður á kynhneigð prentvillupúk- ans! Þegar við hittumst í hinsta sinni í nóvember síðast liðnum rifjaði Elías upp þennan „merkilega“ fund minn með nokkurri velþóknun því að hann færði mér eintak bókarinnar og árit- aði það um leið með þessum orðum: „Með beztu kveðju, þótt seint sé. Þinn vinur Elías Mar“. Síðan leið- rétti hann villuna með tákni sem ein- ungis vanir prófarkalesarar þekkja og nota og líklega var þetta í síðasta skiptið sem hann leiðrétti texta með þessum hætti. Þetta var, skal ég segja ykkur, eins og að fá í hendur prófskírteini eftir langt og strembið nám! Elías fór ekki í jarðarfarir og hann ætlaði sér aldrei í jarðarför: „… nema þegar ég verð sjálfur í að- alhlutverki!“, eins og hann sagði mér einu sinni. Í dag er hann mættur í „aðalhlutverkið“ og er kveðjustund- in blandin söknuði og þakklæti fyrir áralöng og gefandi kynni. Aðstand- endum Elíasar, ekki síst henni And- reu sem saknar nú vinar í stað, votta ég mína dýpstu samúð. Óskar H. Albertsson. Elías Mar var einn þeirra er ég bar gæfu til að kynnast þegar ég fluttist til Reykjavíkur, fyrir margt löngu. Ófáir sunnudagsmorgnar hófust með símahjali er lauk með því að stokkið var af stað og stefnan tekin á Borgina – og hvítvínið. Okkur fór svo dæmalaust vel að sitja í Gyllta saln- um og una „við ýmislegt sem enginn þurfti um nokkuð að vita“, eins og Megas kvað um annan stað og aðra stundu, af allt öðru tilefni. Hjalið við Elías hefur reynst nota- drjúgt á vegferðinni um lífið, vegferð sem oftar en ekki hefur beinst gegn heilagri vanþekkingu, fordild og for- dómum. Fyrir þremur árum varð Elías átt- ræður. Efnt var fagnaðar sem kom þessari elsku algjörlega í opna skjöldu. Við það tækifæri flutti ég Elíasi ljóð sem verða kveðjuorð mín til þessa góða félaga og vinar: sérðu sérðu hvernig þeir horfa nú eru þeir öfundsjúkir útí þig! sunnudagur á borginni í den hvítvínsglas í fínlegri hönd sígó í hinni munnstykki á endanum skelmisglott á vör stríðnisglampi í augum sérðu sérðu hvernig þeir horfa á mig! Birna Þórðardóttir. Elías Mar var nútímamaður í orðsins fyllstu merkingu. Þegar ég kynntist honum á prófarkalesstofu Þjóðviljans í Síðumúlanum árið 1983, þótti mér sannast sagna ótrúlegt að á milli okkar væru nær fjórir áratug- ir, ég þá rúmlega tvítug og hann tæplega sextugur. Kynnin við Elías áttu eftir að breyta lífi okkar beggja og ég get fullyrt til hins betra. Aldir fyrri tíma blunduðu sterklega í hon- um, eins og sönnum nútímamanni sæmir, og voru fáir menn jafn fróðir og skemmtilegir í frásögnum, hvort sem um var að ræða sögur af sérvitr- ingum eða hvunndagsfólki, tónverk- um og tónskáldum, frímúrurum eða utangarðsmönnum, og síðast en ekki síst sögur af gömlum húsum í Reykjavík. Sem ungur og efnilegur rithöfundur var Elías meiri nútíma- maður en flestir kollegar hans, svo mikill að hann átti eftir að reynast vel á undan sinni samtíð. Oft minnti hann mig á munaðarlausan dreng úr sögu eftir Charles Dickens, sem þrátt fyrir móðurmissi á fyrsta ári og föður sem kaus að eiga engan þátt í uppeldi sonar síns, tókst að komast vel til manns, útskrifast úr kennara- skólanum og rétt rúmlega tvítugur að skrifa eina merkustu skáldsögu samtímans, Vögguvísu. Þetta tókst Elíasi fyrst og fremst fyrir tilstilli elskulegrar ömmu sinnar, sem ól drenginn upp einsömul og fátæk án allrar sjálfsvorkunnsemi. Elías varð óræður hluti af fjölskyldu okkar Andreu þegar hann kom sem gestur á Öldugrandann á aðfangadegi jóla 1983. Sá siður hélst alla tíð síðan. Og nú er hann farinn. Elías (sól) Mar (haf), bjartur og djúpur, náttúru- barn og andans maður. Hann trúði því að dýr væru skynug og átti um margt sameiginlegt með hugmynd- um drúída og indíána um lífið og til- veruna. Kýr voru í sérlegu uppáhaldi sem og rjúpan, sem var að hans mati helgur fugl sem ætti að friða og lagði hann sér aldrei þetta „lambakjöt fá- tæka mannsins“ til munns. Elías var andlega sinnaður maður sem þurfti á helgisiðum og vissri formfestu að halda. Við hlustuðum oft saman á trúarlega tónlist og sálumessur og ég man hvað það gladdi hann þegar ég gaf honum plötu með verkum Hil- degard von Bingen frá elleftu öld. Hvernig gat staðið á þessari „þögn“ sem ríkti um verk þessarar merki- legu konu? Fram og aftur ræddum við um kosti og annmarka feðraveld- isins og vorum sammála um að þar sem er skortur á kvenréttindum, þar er einnig skortur á dýra- og nátt- úruvernd. Nútímamaður er ávallt fylgjandi kvenréttindum! Undir lok- in orkaði hans langi og mjói skrokk- ur ekki gönguna frá Birkimel útí Hólavallakirkjugarð, að leiði móður sinnar og ömmu sem þar hvíla undir trénu sem Elías gróðursetti ásamt Áka Jarli fyrir rúmum áratug. Fimm árum áður, á göngu um þennan sama garð, spurði Áki mig við leiði sem við stöldruðum við: „Hver er gróður- settur hérna, mamma?“ Og í dag „gróðursetjum“ við þig Elías minn, við hlið sárt saknaðrar móður þinn- ar, Elísabetar Benediksdóttur og ástríkrar ömmu, Guðrúnar Jónsdótt- ur. Hvíl í friði Keli minn, göfugi ljós- beri og tryggi vinur. Takk fyrir ómetanlegar stundir. Sjáumst örugglega aftur í því næsta. Þín Lára. Á menntaskólaárum fór maður að sækja kaffihús. Það var í fyrstu Hressingarskálinn og Gildaskálinn en þó einkum Adlon í Aðalstræti sem Jökull Jakobsson nefndi Orminn langa í fyrstu skáldsögu sinni, Tæmdum bikar. Innst í horninu hægra megin sat stundum langur og tággrannur maður með mjótt andlit. Þetta var Elías Mar rithöfundur þá innan við þrítugt. Hann hafði nýlega gefið út Vögguvísu og Ljóð á trylltri öld. Við sáum hann líka á götu og stundum leiddust þau hann og Char- lotta. Seinna leiddi hann okkur þann fríða pilt Guðberg Bergsson fyrir sjónir. Elías átti til að orða hlutina svona: To be bi-, or not to be bi-, that is the question. Skáldþenkjandi menn í okkar hópi voru spenntir fyrir skáldinu og tóku að setjast við borðið hjá honum. Þar var Þorvarður spámaður Helgason og lærisveinar. Þar voru Ingvi Matt- hías og Kristján Árnasynir og Jök- ull. Sumir voru hálffeimnir við hann í fyrstu. Síðar barst leikurinn upp á Laugaveg 11 og þar urðu mun fleiri sessunautar því brátt kom í ljós að varla gat alþýðlegri eða öllu óbrotn- ari mann en einmitt hann Elías. Hann átti eftir að verða hinn einlæg- asti kunningi. Eitt sinn á þessum skólaárum slæddist ég í partí heim til Elíasar á Lindargötu. Þar var þröngt setinn bekkur og ég lenti milli Ingva Matt- híasar og Elíasar. Ingvi hvíslaði í eyra mér að taka á kné Elíasi. Tal- hlýðinn einsog fyrri daginn lét ég að orðum hans. Þá leit Elías á mig stórum augum og mælti: Ég skal segja þér það Árni að það getur verið að einstaka kvenmaður geti orðið skotinn í þér, en áreiðanlega aldrei nokkur karlmaður. Munnmælasögu með vísnaívafi heyrði ég frá Hafnarárum Elíasar og ætti ekki að glatast. Samtíma honum átti að hafa verið þar hagyrðingur að nafni Jósep Thorlacius og var víst að venja sig af áfengi. Því orti Elías til hans þessa slitru: Anta- jafnan etur -bus er hann Pega- ríður -sus. Spíri- því ei teygar -tus Thorla- kappinn snjall -cius. Mér var kennt að Jósep þessi, sem fáir virðast nú kannast við nema af spurn, hefði svarað fyrir sig með eft- irfarandi erindi, en sumir nefna til aðra höfunda og jafnvel að þetta hafi alls ekki gerst í Kaupmannahöfn. Svona getur hinni munnlegu geymd stundum verið varið. Hvað sem því líður mátti syngja vísuna undir sama lagi og Björt mey og hrein og Elías hafði gaman af að heyra það gert: Danskt brennivín drekkur sem svín dyggðin er gengin. Svo far! Elías Mar á kvennafar ætlar – ef Drottinn lofar. Aldrei fékkst nein skýring á því af hverju Elías hætti að skrifa skáld- sögur aðeins hálffertugur. Það hefðu einhverjir aðrir mátt gera frekar en hann. Ég vissi til að Magnús Kjart- ansson var stundum að pota í hann eftir að hann varð prófarkalesari á Þjóðviljanum og hvetja hann til að skrifa þótt ekki væri nema eitthvað smávegis á hverjum degi til að halda sér í þjálfun. En Elías gerði ekki annað en hrista höfuðið á sínum langa hálsi. Árni Björnsson.  Fleiri minningargreinar um Elías Mar bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir og stjúpmóðir, HERDÍS SIGURÐARDÓTTIR LYNGDAL, lést þann 29. maí. Útförin fer fram fimmtudaginn 7. júní, frá Bústaðakirkju kl. 11 árdegis. Svala Thorlacius, Gylfi Thorlacius, Magnús Eiríksson, Hulda Stefánsdóttir Yodice, John Yodice. ✝ Faðir okkar og tengdafaðir, MARINÓ ÁRNASON skipstjóri, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést laugardaginn 2. júní. Útförin fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 11. júní kl. 14.00. Þórir Marinósson, Erla Ingólfsdóttir, Atli Marinósson, Árni Marinósson, Halla Friðbertsdóttir, Valgerður Marinósdóttir, Guðmundur Sigurðsson. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR ÁGÚST GUNNÞÓRSSON, Glaðheimum 20, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 23. maí, verður jarð- sunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 8. júní kl. 15.00. Gunnþór Halldórsson, Lára Gunnarsdóttir, Charlotta Halldórsdóttir, Valur Andrésson, Hilmar Halldórsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Bakka, Siglufirði, Lóulandi 9, Garði, lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, föstu- daginn 1. júní. Útförin fer fram frá safnaðarheimilinu Sandgerði, föstudaginn 8. júní kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast Guðmundu er bent á Hjúkrunarheimilið í Víðihlíð, Grindavík. Björn Þórðarson, Þórður Björnsson, Signý Jóhannesdóttir, María Björnsdóttir, Birgir Kristinsson, Sigríður Björnsdóttir, Ólafur Örn Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, HULDA VIGFÚSDÓTTIR, Ásbyrgi á Hauganesi, verður jarðsungin frá Stærri-Árskógskirkju laugar- daginn 9. júní kl. 14.00. Hanna Guðrún Jóhannesdóttir, Þór Hjaltason, Hafsteinn J. Reykjalín, Á. Inga Haraldsdóttir, Vigfús R. Jóhannesson, Svanhildur Árnadóttir, Elísabet Jóhannesdóttir, Þorsteinn Skaftason, Ragnar Reykjalín Jóhannesson, Helga D. Haraldsdóttir, Elvar Reykjalín Jóhannesson, Guðlaug Carlsdóttir, og fósturdóttir. Hulda J. Hafsteinsdóttir, Guðmundur Ingvason, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ANTON SKÚLASON fv. póst- og símamálastjóri, Ægisíðu 60, lést mánudaginn 4. júní. Inga Gröndal, Skúli Jónsson, Sigríður Björg Einarsdóttir, Helga Jónsdóttir, Stefán Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Undirskrift | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.