Morgunblaðið - 06.06.2007, Page 51

Morgunblaðið - 06.06.2007, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 51 SAMÚEL Jón Samúelsson heldur ásamt stórsveit tónleika í Edinborgarhúsinu á Ísafirði næstkomandi laugardag. Samúel sendi nýverið frá sér breiðskífuna Fnyk og nú þyk- ir tími til kominn að Ísfirðingar fái smjörþefinn af henni. „Tónleikarnir eru vonandi einungis upphafið að frekari spilamennsku á landsvísu,“ segir Samúel, en eins og gefur að skilja getur verið erfitt að smala saman öllum þeim hljóðfæraleikurum sem stórsveitina skipa. Þegar hann er spurður út í nýútkomna plötu sína segir hann að upptökur hafi gengið vonum framar. „Við fleygð- um bara í kjötsúpu og létum svo malla yfir helgi. Eft- irvinnslan tók síðan um tvær vikur.“ Gunnar Örn Tynes í Múm stjórnaði upptökum og ein- vala lið hljóðfæraleikara strýkur strengi, lemur húðir og þenur lúðra. Samúel er með fleiri járn í eldinum en ný plata með fönkbandinu Jagúar er væntanleg í lok sumars. Stuttir upphitunartónleikar Samúels og stórsveitar hans verða haldnir í kjallara Skífunnar á Laugavegi 26 föstu- daginn næstkomandi. Þeir hefjast á slaginu 17:00 og eru allir að sjálfsögðu velkomnir. Fnykur berst til Ísafjarðar Morgunblaðið/Golli Einbeittir Það er iðulega mikið fjör á tónleikum með Samma og félögum, sem spila á Ísafirði á laugardag. NÝ plata áströlsku söngkonunnar Kylie Minogue hefur lekið út á int- ernetið. Platan er enn á vinnslustigi, en hægt er að komast yfir „demó“- útgáfur af 10 lögum á Netinu. Lögin bera titla á borð við „Stars“, „Fall for You“ og „Sensitized“. Sumir tónlistarspekúlantar halda því fram að plötufyrirtæki söngkon- unnar hafi vísvitandi sent lögin inn á Netið. Þetta sé hluti af nýjustu markaðsbrellum plötufyrirtækj- anna. „Allir þurfa eins mikla umfjöll- un og frekast er unnt,“ segja þeir. Talsmenn Kylie þvertaka fyrir slíkar ásakanir, en platan er ekki væntanleg á markað fyrr en eftir nokkra mánuði. Ný plata með Kylie Minogue Reuters Vinsæl Aðdáendur Kylie taka nýj- um lögum fagnandi, og stela þeim. MIKIÐ fjölmiðlafár hefur verið vegna fangelsisvistar hótelerfingj- ans skemmtanaglaða Paris Hilton. Hilton hóf afplánun síðastliðinn sunnudag. Rauðgulur fangasamfestingur sem Hilton á að hafa brugðið sér í og nærbuxur í stíl voru til sölu um stund á uppboðsvefnum eBay í gær. Varninginn var hvergi að finna þeg- ar þetta var skrifað. Hilton er ein í klefa öryggis síns vegna í fangelsi í Los Angeles. Hún hefur lítið unnið sér til frægðar ann- að en frægðina sjálfa. Á ljós- myndavef Reuters mátti í gær finna myndir af fangaklefa sambærilegum þeim sem Hilton dvelur í og ku hafa það nokkuð bærilegt. Vaxmyndasafn Madame Tussaud í New York sá ástæðu til að bregða á leik í ljósi fangelsisvistarinnar og klæddi vaxmynd af Hilton í rönd- óttan og svarthvítan fangasamfest- ing. Það er því ljóst að Hilton fær ekki að sitja inni í friði. Hún var dæmd til fangelsisvistar fyrir að rjúfa skilorð. Hún hlaut skilorðsbundinn dóm fyr- ir ölvunarakstur. Þess má að lokum geta að hljóm- sveitin UB40 hefur lögsótt Hilton og útgáfufyrirtæki hennar fyrir höf- undarréttarbrot. Hljómsveitinni þykir lagið „Stars Are Blind“, fyrsta smáskífulag hótelerfingjans, fulllíkt „Kingston Town“, sem er eitt þekkt- asta lag sveitarinnar. Röndótt mær Vaxmynd af Paris Hilton í Madame Tussauds í New York. Aðdáandi stendur hjá. Reuters Lítil þægindi Fangaklefi í Century Regional Detention Facility í Kali- forníu, þar sem Hilton dvelur nú. Eins og sjá má er það ekkert Hil- ton-hótel. Fangasam- festingur Hil- ton á eBay

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.