Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 39 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað, kl. 8-16.30 handavinna, kl. 9-16.30 smíði/ útskurður, kl. 10-11.30 heilsugæsla. Dalbraut 18-20 | Vorgleði í fé- lagsmiðstöðinni á Dalbraut 18-20 sunnudaginn 10. júní kl. 13-16. Flóa- markaður, handverkssýning, tónlist, kveðskapur og leiklestur. Kaffi og vöfflur. Allir velkomnir. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan Gullsmára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10- 11.30. S. 554-1226. Skrifstofa FEBK í Gjábakka er opin á miðvikudögum kl. 13-14. Félagsvist er spiluð í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjá- bakka á miðvikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar fara í létta göngu kl. 10. Fundur með Færeyjaförum á föstudag 8. júní kl. 14. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinna kl. 10, leiðbeinandi verður til kl. 17. Félagsvist kl. 13. Bobb kl. 17. Gjá- bakki er opinn alla virka daga, hægt að taka í spil, spjalla o.fl. Alltaf heitt á könnunni. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 10 ganga, kl. 10-11 Kaupþing banki, kl. 11.40 hádegisverður, kl. 13 kvenna- brids. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Æfing í Ásgarði kl. 9 fyrir landsmót kvenna. Brids spilað í Garðabergi kl. 13, opið til kl. 16.30. Miðar í vorferð FEG og FEBG seldir í Garðabergi kl. 13-16. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9.30 vinnustofur opnar. Kl. 10.30 gamlir leikir og dansar. Frá hádegi spilasalur opinn. Þriðjud. 12. og miðvikud. 13. júní kl. 13.30. „Mannrækt trjárækt“ gróðursetning í Gæðareit, eldri borg- arar og leikskólabörn, m.a. kemur umhverfisráðherra í heimsókn, allir velkomnir. Uppl. á staðnum og s. 575- 7720. Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 13.15, létt leikfimi og Framhaldssagan kl. 14. Kaffiveitingar kl. 15. Allir vel- komnir. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin. Kl. 9-16.30 opin vinnu- stofa. Kl. 10.15 ganga (Bergþór). Kl. 10-16 pútt. Kl. 12-12.30 hádegismatur. Kl. 13-16.30 brids. Kl. 15 kaffi. Ferð til Siglufjarðar. Síldarminjasafnið skoð- að, einnig Siglufjarðarkirkja. Hádeg- isverður í Bíókaffi. Leiðsögumaður: Hólmfríður Gísladóttir. Verð 7.000 kr. Brottför kl. 8.30 frá Hraunbæ. Skrán- ing á skrifstofu eða í síma 587-2888. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9-12, Sóley Erla. Samverustund kl. 10.30, lestur og spjall. Böðun fyrir hádegi. Hádegisverður, blöðin liggja frammi. Hæðargarður 31 | Kíktu í morg- unkaffi kl. 9 alla virka dag. Skemmti- legt fólk og blöðin liggja frammi. Fé- lagsvist alla mánudaga kl. 14.30. Munið að það má ekki fóðra páfa- gaukana. Sumarferð 14. júní. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hand- verks- og bókastofa kl. 13. Hjúkr- unarfræðingur frá heilsugæslunni kl. 10. Leikfimi kl. 11. Verslunarferð í Bón- us kl. 12. Kaffiveitingar kl. 14.30. Uppl. í s. 552-4161. Allir velkomnir. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9-12 aðstoð v/ böðun. Kl. 10-12 sund. Kl. 11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 12.15-14 versl- unarferð í Bónus, Holtagörðum. Kl. 13-14 vídeó/spurt og spjallað. Kl. 14.30-15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, morgunstund kl. 9.30, handa- vinnustofan opin, hárgreiðslu og fótaaðgerðarstofur opnar allan dag- inn, verslunarferð kl. 12.30, söngur og dans kl. 14, allir velkomnir. Fé- lagsmiðstöðin er opin öllum á hvaða aldri sem er. Uppl. í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Kl. 13 ganga (Berg- þór). Kl. 14 pútt (Bergþór). Kl. 15 kubb (Bergþór). Kirkjustarf Áskirkja | Sumarguðsþjónusta í Ás- kirkju kl. 14. Prestur og djákni þjóna og félagar úr kór Áskirkju leiða al- mennan söng. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Kaffiveitingar eftir guðs- þjónustu. Bessastaðasókn | Foreldramorgunn er í Holtakoti frá kl. 10-12. Allir for- eldrar ungra barna á Álftanesi vel- komnir. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hugvekja, fyrirbænir. Létt- ur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Hallgrímskirkja | Morgunmessa í Hallgrímskirkju alla miðvikudags- morgna kl. 8. Hugleiðing, alt- arisganga. Einfaldur morgunverður í safnaðarsal eftir messuna. Háteigskirkja | Kvöld- og fyrirbænir í Háteigskirkju alla miðvikudaga kl. 18. Kristniboðssalurinn | Samkoma verður í Kristniboðssalnum Háaleit- isbraut 58-60 í kvöld kl. 20. „Lífið er mér Kristur“. Sr. Frank M. Hall- dórsson talar. Mínar hugsanir: El- ísabet Jónsdóttir. Kaffi eftir sam- komuna. Allir eru velkomnir. Laugarneskirkja | Kl. 10.30 Göngu- hópurinn Sólarmegin heldur af stað frá kirkjudyrum. Fararstjóri Örn Sig- urgeirsson. Öllum velkomið að slást í hópinn. Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Örn Bárður Jóns- son. Beðið er fyrir sjúkum og hverj- um þeim sem þurfa á fyrirbæn að halda og getur fólk komið óskum þar um til prestanna eða starfsfólks kirkjunnar. Einnig er altarisganga. Vídalínskirkja, Garðasókn | For- eldramorgnar hvern miðvikudag í sumar, kl. 10-12.30. Gott tækifæri fyrir mömmur og börn að hittast og kynnast. Allir velkomnir. Alltaf heitt á könnunni. 95ára afmæli. Í dag erníutíu og fimm ára Jens Hafsteinn Jónsson. Hann fæddist í Vestmannaeyjum 6. júní 1912 og flutti til Vestur- heims 1913 ásamt foreldrum og systkinum. Hann býr enn í Winnipeg í Kanada og heldur þar upp á daginn með fjöl- skyldu og vinum frá Íslandi. 60ára afmæli. í dag, 6.júní, er sextugur Frið- geir Snæbjörnsson, Völvufelli 42, Reykjavík. Hann verður með heitt á könnunni. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dags- og mánudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/eða nafn ábyrgð- armanns og síma- númer. Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynn- ingu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. dagbók Í dag er miðvikudagur 6. júní, 157. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Sá sem trúir á mig, – frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir. (Jh. 7, 38.) Tónlistarhátíðin Bjartarsumarnætur verður haldin íHveragerði dagana 8. til 10.júní. Gunnar Kvaran selló- leikari er listrænn stjórnandi hátíð- arinnar ásamt eiginkonu sinni Guð- nýju Guðmundsdóttur fiðluleikara: „Hátíðin er nú að vakna af fjögurra ára dvala, en Bjartar sumarnætur voru fyrst haldnar í Hveragerði árið 1997 og héldu áfram við góðar vin- sældir allt til ársins 2003,“ segir Gunn- ar. „Bjartar sumarnætur hafa verið vel sóttar og verið mikilvægur við- burður í tónlistarmenningu svæðisins. Heimamenn láta hátíðina ekki framhjá sér fara og margir gera sér ferð úr höfuðborginni til að hlusta á vandaða tónlist og njóta þess sem Hveragerði og nágrenni býður upp á.“ Margir færustu listamenn þjóðar- innar ljá hátíðinni krafta sína í ár. Haldnir verða þrennir tónleikar; á föstudag kl. 20, á laugardag kl. 17 og á sunnudag kl. 20, en allir tónleikarnir fara fram í Hveragerðiskirkju. Tríó Reykjavíkur myndar kjarnann í flytj- endahópnum, en tríóið skipa hjónin Gunnar og Guðný auk Peters Máté: „Við fáum til okkar fjóra góða gesti. Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzó- sópran eru með efnilegustu ungu tón- listarmönnum landsins. Guðrún hlaut á dögunum tvenn virt verðlaun á Spáni fyrir söng sinn og Víkingur, sem stundar nám í New York, er ekki að ástæðulausu kallaður píanósnillingur,“ segir Gunnar. „Greta Guðnadóttir fiðluleikari og Guðmundur Krist- mundsson víóluleikari eru Hvergerð- ingarnir í hópnum, og hafa bæði skap- að sér gott orðspor fyrir list sína.“ Sem fyrr segir verða haldnir þrenn- ir tónleikar um helgina: „Á föstudag bjóðum við til Beethovenveislu þar sem flutt verða þekkt verk eftir meist- arann, en í ár eru liðin 180 ár frá dauða hans,“ segir Gunnar. „Yfirskrift tón- leika laugardagsins er Alþýðleg tón- list. Það verða eftirmiðdagstónleikar með léttari efnisskrá þar sem meðal annars verða fluttar margar fegurstu söngperlur íslenskra höfunda. Tón- leikar sunnudagsins hafa yfirskriftina Um lífið og ástina. Þar verða leikin spænsk lög og kammerverk, og flutt verða tvö verk eftir tónskáld frá Hveragerði sem koma ættu skemmti- lega á óvart.“ Sjá nánar á www.hveragerdi.is. Miðaverði er stillt í hóf og fá börn og eldri borgarar ríflegan afslátt. Listir | Boðið til veglegrar tónlistarveislu í Hveragerði um helgina Sumartónar í Hveragerði  Gunnar Kvaran fæddist í Reykja- vík 1944. Hann stundaði tónlistar- nám við Tónlistar- skólann í Reykja- vík, lauk einleik- araprófi frá Tónlistarháskól- anum í Kaup- mannahöfn 1971 og stundaði fram- haldsnám í Basel 1974 til 1975. Hann hefur starfað sem tónlistarkennari hér á landi frá 1980 og er nú prófessor í kammertónlist og sellóleik við Listaháskóla Íslands. Gunnar er kvæntur Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara og eiga þau eina dóttur en Gunnar á einnig son frá fyrra hjóna- bandi. Tónlist Fríkirkjan í Reykjavík | Kl. 20. Marteinn H. Friðriksson leikur á Sauer-orgel Fríkirkjunnar í Reykjavík. Thorvaldsen Bar | Miðvikdags- kvöld eru djasskvöld á Thor- valdsen bar. Hústríóið The Tiny Thorvaldsen Trio leikur djass frá klukkan 22. Tróið skipa Jó- hannes Þorleiksson á trompet, Gunnar Hrafnsson á kontra- bassa og Andrés Þór á gítar. Víðistaðakirkja | Camerarctica leikur hið magnaða verk „Kvartett fyrir endalok tímans“ eftir Olivier Messiaen í Víði- staðakirkju miðvikudagskvöldið 6. júní kl. 22 á Björtum dögum í Hafnarfirði. Hópinn skipa Ár- mann Helgason á klarínett, Hildigunnur Halldórsdóttir á fiðlu, Sigurður Halldórsson á selló og Örn Magnússon. Fréttir og tilkynningar Ferðaklúbbur eldri borgara | Þórsmerkurferð 14. júní, ekið á Bása. Allir eldri borgarar vel- komnir. Upplýsingar og skráning í síma 892 3011. GA-fundir (Gamblers Ano- nymous) | Er spilafíkn að hrjá þig eða þína aðstandendur? Fáðu hjálp. Hringdu í síma 698 3888. Mannfagnaður Heimilisiðnaðarfélag Íslands | Heimilisiðnaðarfélag Íslands býður í prjónakaffi í IÐU í Lækj- argötu fimmtudagskvöldið 7. júní kl. 20-22. Allt áhugafólk er velkomið með prjónana sína eða aðra handavinnu. Auður Kristinsdóttir, eigandi Tinnu ehf., kynnir starfsemi fyrirtæk- isins. Prjónakaffið er fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði. Krabbameinsfélagið | Góðir hálsar, stuðningshópur um krabbamein í blöðruhálskirtli, efna til gönguferðar í Öskjuhlíð- ina í dag, miðvikudaginn 6. júní, í staðinn fyrir hefðbundinn rabbfund. Gengið verður frá húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík kl. 17. Frístundir og námskeið www.ljosmyndari.is | Ljós- myndanámskeið í Stykkishólmi 25.-26. júní kl. 18-22, í Grunn- skólanum í Stykkishólmi. Farið í helstu stillingaratriðin á staf- rænni myndavél, ýmis góð ráð gefin til að ná betri myndum. Tölvumálin tekin fyrir o.fl. Nám- skeiðið kostar 12.900 kr. Skrán- ing á www.ljosmyndari.is. Leið- beinandi er Pálmi Guðmundsson. Útivist og íþróttir Mosfellsbær | Hjólaferð fyrir alla fjölskylduna kl. 10-13. Lagt af stað frá Varmárskóla og hjól- að niður með Leiruvogi, síðan upp með Úlfarsá og niður í Reykjahverfi. Fararstjóri er Svava Ýr Baldvinsdóttir íþrótta- kennari. GRAFARÞÖGN eftir Arnald Indr- iðason hlaut Grand Prix des Lect- rice de Elle-verðlaunin í Frakk- landi í síðustu viku. Það var útgefandi Arnaldar í Frakklandi, Anne Marie Métalié, og þýðandi hans, Éric Boury, sem tóku á móti viðurkenningunni fyrir hönd höf- undar. Grand Prix des Lectrice de Elle eru þekkt verðlaun í Frakk- landi sem hafa verið veitt í fag- urbókmenntum frá 1970 og fyrir glæpasögur frá 2003. Verðlaunin hafa áður hlotið bækur á borð við Tell No One eftir Harlan Coben, Shutter Island eftir Dennis Lehane, Passage du désir eftir Dominique Sylvain og To- kyo eftir Mo Hayder. Grafarþögn sigraði í Frakklandi Arnaldur Indriðason FRÉTTIR HIÐ árlega Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn 16. júní og er búist við metþátttöku. Sjóvá Kvennahlaupið efnir til leiks sem þátttakendur í hlaupinu eru hvattir til að taka þátt í. Í fréttatilkynningu segir að leikurinn sé tilvalið tæki- færi fyrir hlaupahópa, sauma- klúbba og starfsmannafélög til að vinna skemmtileg verðlaun. Leikurinn felst í því að taka upp mynd eða myndskeið af undirbún- ingi hóps fyrir Kvennahlaupið og senda á kvennahlaup@sjova.is. Á Kvennahlaupsdaginn verður dreg- inn út einn vinningshópur og hlýtur hann dekurdag á Nordica Spa fyrir allt að 8 manns í verðlaun. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.sjova.is Myndakeppni Kvennahlaupsins SELLING Democracy er heiti á opn- um fundi sem SVS og Varðberg boða til ásamt Háskóla Íslands og sendiráði Bandaríkjanna í Reykja- vík fimmtudaginn 7. júní nk. kl. 17.00 í stofu 101 í Odda, Háskóla Ís- lands. Á fundinum mun Sandra Schul- berg, forstjóri Phobos Entertain- ment, en faðir hennar var yfirmaður kvikmyndadeildar Marshall- áætlunarinnar, sýna sögulegar kvik- myndir frá Marshall-aðstoðinni sem fjöldi ríkja Evrópu naut góðs af á erfiðum tímum eftirstríðsáranna. Þá mun Þór Whitehead, prófessor í sagnfræði, ræða um Ísland og Mars- hall-aðstoðina. Í kjölfar fundarins verður móttaka í anddyri Odda þar sem fólk getur blandað geði. Í frétt um fundinn kemur fram að Íslendingar nutu góðs af Marshall- aðstoðinni eftir seinni heimsstyrjöld- ina, þegar þeir fengu t.d. matvæli, niðursuðuvörur, dýrafóður og ýmsa aðra efnahagsaðstoð sem styrkti uppbyggingu ungs lýðræðisþjóð- félags sem hlotið hafði sjálfstæði ár- ið 1944. Meðal annars var Áburð- arverksmiðja ríkisins byggð fyrir fé úr Marshall-sjóðnum. Þessi óeig- ingjarna aðstoð við Ísland hafi hjálp- að þjóðinni að fóta sig eftir styrjöld- ina og hún notið góðs af Marshall-aðstoðinni allt fram á átt- unda áratug sl. aldar. Marshall-að- stoðin á Íslandi BORIST hefur til utanríkisráðu- neytisins tilkynning, dagsett 31. maí 2007, um að íslenskir ferða- menn til Dóminíska lýðveldisins þurfi vegabréfsáritun. Umsóknir um vegabréfsáritun sendist á ræð- isskrifstofu Dóminíska lýðveldisins í París, London eða New York. Vegabréfsárit- un nauðsynleg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.