Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT PALESTÍNUMENN og friðar- hreyfingar í Ísrael efndu til mót- mæla á Vesturbakkanum og í Tel Aviv í gær í tilefni af því að 40 ár eru liðin frá sex daga stríðinu milli Ísraels og Arabaríkja. Lögreglan kom í veg fyrir palestínska ráð- stefnu sem halda átti í Jerúsalem í tilefni af afmælinu. Reuters Hernámi Ísraela mótmælt í Hebron. Stríðs minnst LÖGREGLAN í Nairobi, höfuðborg Kenýa, varð 21 manni að bana í skotbardaga við vopnaða fylgis- menn sértrúarhóps sem nefnist Munkiki. Lögreglan sagði að „bófahópur“ hefði veitt henni mótspyrnu þegar hún hefði reynt að endurheimta vopn sem stolið hefði verið í skot- árás sem kostaði þrjá lögreglu- menn lífið á mánudag. Munkiki-hópurinn hefur verið sakaður um viðamikla fjárkúg- unarstarfsemi og er sagður tengj- ast hátt settum embættismönnum. Sértrúarhópurinn segir að fylgis- menn hans séu um milljón. Hópur- inn var bannaður árið 2002. Mannskæð árás á sértrúarhóp AUSTURRÍKI varð í gær fyrsta Evrópuríkið sem veitir 16 ára gömlum atkvæðisrétt í kosningum. Núverandi kanslari, Alfred Gusen- bauer, hét því í kosningabaráttunni í fyrra að færa kosningaaldur úr 18 í 16 ár. Liðsmenn Frelsisflokksins, FPÖ, voru einir um að greiða at- kvæði gegn tillögunni á þingi. Sextán ára kjósa BRESKA stjórnin samþykkti í gær heimild til að endurnýta grafir sem eru meira en 100 ára gamlar vegna þrengsla í kirkjugörðum landsins. Verður leyft að grafa aðra kistu fyrir ofan þá gömlu sem verður færð neðar í moldina. Endurnýta grafir ÞJÓÐSÖNGUR Spánar er með öllu orðlaus. Nú hefur leiðtogi spænsku stjórnarandstöðunnar lagt til að ljóð verði fundið við 18. aldar mars- inn, en margir telja hægara sagt en gert að finna texta sem geðjast jafnt Böskum sem Katalónum. Ljóð óskast LEWIS Libby, fyrrverandi skrifstofustjóri varaforseta Bandaríkjanna, Dick Cheneys, var í gær dæmd- ur í 30 mánaða fangelsi fyrir meinsæri og til- raunir til að hindra framgang réttvísinnar. Libby var ákærður í tengslum við vitnisburð hans í máli Valerie Plame, starfsmanns leyniþjónust- unnar CIA. Háttsettir menn í Hvíta húsinu voru taldir hafa hefnt sín á eiginmanni hennar, Joseph Wilson, með því að leka nafni hennar í fjöl- miðla. Wilson hafði gagnrýnt stefnu Bandaríkjastjórnar í málum Íraks. Libby dæmdur í fangelsi Lewis Libby FRÉTTASKÝRING Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is ÞEIR eru ekkert voðalega margir lengur sem halda uppi vörnum fyrir rekstur fangabúðanna í Guantanamo, þegar frá hafa verið skildir embætt- ismenn Bandaríkjastjórnar. Menn segja búðirnar blett á orðspori Bandaríkjanna, vitnisburð um við- leitni til að fara á svig við reglur réttarríkisins, til- raun til að svipta menn mannréttindum. Allt í þágu stríðs gegn hryðjuverkum, sem þó er háð í nafni frelsis og lýðræðis. Ekki er til bóta, að Bandaríkjastjórn hefur ítrekað lent í erfiðleikum fyrir dómstólum með all- an málarekstur sinn varðandi fangana í Guant- anamo, nú síðast í fyrradag þegar dómarar fyrir herdómstólnum sem Bandaríkjastjórn setti á laggirnar með lagasetningu í fyrra vísuðu málum tveggja fanga frá. Fréttaskýrendur eru sammála um að tíðindi mánudagsins séu meiriháttar áfall fyrir Banda- ríkjastjórn – sem vistað hefur suma fanganna í Guantanamo í fimm ár en hefur ekki enn tekist að klára full „réttarhöld“ á grundvelli lagasetningar sem sett hefur verið í þeim tilgangi. Einn maður hefur að vísu fengið dóm, Ástralinn David Hicks, sem játaði á sig minni háttar brot, var í mars á þessu ári dæmdur til að afplána níu mánuði í fang- elsi og svo sendur til afplánunar í Ástralíu. Í fyrra úrskurðaði Hæstiréttur Bandaríkjanna að George W. Bush Bandaríkjaforseti hefði farið út fyrir valdsvið sitt og brotið ákvæði Genfar-sátt- málans þegar hann heimilaði sérstakan herdóm- stól fyrir meinta hryðjuverkamenn. Í kjölfarið náðu Bandaríkjaþing og Bush hins vegar sam- komulagi um lagasetningu sem gerði stjórnvöld- um kleift að hefja aftur undirbúning að því, að réttað yrði yfir föngum í Guantanamo fyrir sér- stökum herdómstól. Úrskurðir dómara í málum tveggja fanga, Kan- adamannsins Omars Khadr, og Jemen-búans Sa- lims Ahmed Hamdan, eru hins vegar vísbending um að lagasetningin í fyrra hafi ekki verið nógu vönduð. Dómararnir segja að í nýrri löggjöf sé kveðið á um að aðeins „ólöglegir erlendir stríðs- menn“ (e. unlawful enemy combatants) verði sótt- ir til saka fyrir herdómstólunum. Samkvæmt skjölum Bandaríkjahers hafi þeir Khadr og Hamdan hins vegar aldrei verið skilgreindir með þessum tiltekna hætti, heldur aðeins sem „erlend- ir stríðsmenn“. Hér vantar því skilgreininguna sem öllu skiptir. „Það er ekki glæpur að hafa verið erlendur stríðsmaður,“ hafði New York Times eftir Arlen Specter, áhrifamesta þingmanni Repúblikana- flokksins í dómsmálanefnd öldungadeildar Banda- ríkjaþings. Vísar hann til þess að löglegir erlendir stríðsmenn teljist í reynd hafa verið hermenn í búningi, sem börðust fyrir tiltekna ríkisstjórn. Sem slíkir hefðu þeir sömu réttindi og venjulegir stríðsmenn, ólíkt ólöglegum erlendum stríðs- mönnum (eða svo segir löggjöfin sem samin var í fyrra) eins og þeim sem tilheyra al-Qaeda-hryðju- verkasamtökunum eða talibanahreyfingunni í Afganistan. Úrskurðir dómaranna í fyrradag þýða ekki að mönnunum tveimur verði sleppt, eða öðrum þeim sem eins háttar um. Saksóknarar Bandaríkjahers segja að undirliggjandi í öllum málarekstrinum sé sá útgangspunktur að um „ólöglega“ stríðsmenn sé að ræða; þeir geti því hafið málatilbúnað sinn að nýju þegar búið verði að bæta orðinu „ólöglegir“ í skrár fanganna tveggja. Ljóst er hins vegar að úrskurðirnir þýða að enn frekari töf verður á því, að herdómstólarnir umtöl- uðu fari að fella úrskurði í málum fanga sem vist- aðir hafa verið í Guantanamo í fimm ár án dóms og laga. „Grundvallarvandamálið er að það var ekki vandað til verka þegar þessi löggjöf var samin,“ hafði AP-fréttastofan eftir Madeline Morris, lagaprófessor við Duke-háskóla. Enn einn áfellisdómurinn Í HNOTSKURN »Omar Khadr var aðeins fimmtán áraþegar hann var handsamaður á vígvell- inum í Afganistan 2002, grunaður um að hafa drepið bandarískan hermann. »Salim Ahmed Hamdan var einnig hand-samaður í Afganistan 2002. Hann mun hafa verið bílstjóri Osama bin Laden. Það var úrskurður Hæstaréttar í máli Hamdans í fyrra sem varð til þess að Bandaríkja- stjórn samdi ný lög um herdómstólana í Guantanamo. Morgunblaðið/Davíð Logi Fangar Um 380 menn eru nú í Guantanamo en hafa alls verið um 770 frá því búðirnar opnuðu. Dómarar við bandarískan herdómstól vísa frá málum tveggja manna í fangabúðunum í Guantanamo-herstöðinni umdeildu á Kúbu Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, kvaðst í gær ætla að binda enda á „varanlegt vopnahlé“ sem hún lýsti yfir fyrir fimmtán mánuðum. Óttast er að hreyfingin sé að undirbúa stórfellda árás. Forsætisráðherra Spánar, José Luis Rodríguez Zapatero, sagði ákvörðun ETA „mistök“ og hvatti hreyfinguna til að beita ekki ofbeldi. ETA lýsti vopnahléinu yfir í mars á síðasta ári og Zapatero gaf til kynna þremur mánuðum síðar að hann myndi hefja friðarviðræður við hreyfinguna. Stjórn Sósíalista- flokksins leit hins vegar svo á að ETA hefði rofið vopnahléið með sprengjutilræði sem kostaði tvo menn lífið á Barajas-flugvelli í Madríd 30. desember. ETA hélt því hins vegar fram eftir tilræðið að vopnahléið væri enn í gildi og hreyf- ingin hefði ekki ætlað að valda manntjóni. Zapatero kennt um Í yfirlýsingu ETA í gær kenndi hreyfingin Zapatero um þá ákvörð- un hennar að binda enda á vopna- hléið. Hreyfingin kvartaði yfir því að spænska lögreglan hefði haldið áfram að handtaka liðsmenn ETA þrátt fyrir vopnahléið og spænska stjórnin hefði ekki heimilað Batas- una, stjórnmálaflokki ETA, að taka þátt í sveitarstjórnakosningum sem fram fóru 27. maí. Batasuna hefur verið bannað að starfa sem stjórn- málaflokkur frá árinu 2003. Spænska dagblaðið El País sagði í gær að lögreglan teldi að ETA væri að skipuleggja árás og hefði í hyggju að láta til skarar skríða á næstunni. „Líklegast er að ETA grípi til stórfelldrar árásar, án þess að valda manntjóni, til að sýna hvers hún er megnug og að hreyfingin auki ógnunar- og fjárkúgunarstarf- semi sína,“ hafði blaðið eftir lögregl- unni. ETA hefur reynt að kúga fé af baskneskum fyrirtækjum og sent þeim bréf þar sem krafist er „fjár- hagslegrar aðstoðar“ að andvirði allt að 150.000 evra (12,6 milljóna króna) í þágu „frelsisbaráttu Baska“, að sögn spænska dagblaðs- ins El Mundo á sunnudaginn var. Líklegt þykir að ákvörðun ETA styrki stöðu spænska Þjóðarflokks- ins sem hefur sakað stjórn Sósíal- istaflokksins um linkind gagnvart ETA og svik við spænsku þjóðina. Leiðtogi Þjóðarflokksins, Mariano Rajoy, hvatti í gær ríkisstjórnina til að „útskýra“ stefnu sína nú þegar ljóst væri að vopnahléi ETA væri lokið. Zapatero sagði þegar hann varð forsætisráðherra Spánar í apríl 2004 að eitt af forgangsverkefnum sínum væri að leysa deiluna um Baskahéruðin. Talið að ETA undirbúi árás Í HNOTSKURN » Nokkrum spænskum rík-isstjórnum hefur mistekist að leiða deiluna um Baskahér- uðin til lykta og binda enda á fjögurra áratuga vopnaða bar- áttu ETA, aðskilnaðarhreyf- ingar Baska. » Hreyfingin lýsti yfirvopnahléi árið 1989 og aft- ur 1998 en hóf fljótlega árásir að nýju í bæði skiptin áður en hún lýsti yfir „varanlegu vopnahléi“ fyrir fimmtán mánuðum. )*     #+   ,  *+    #  !   * - # +  .     #+     #      ,#  / 0 %&'  '()*+,-'('..%/0+-1 2')*' 1 2*.- J  9  2 , +* - $9* ,  +  & 1  !2!   ,,J <>  ,   -;=<B   9 $. +   J, ,  - -  )")       K    & $ L * J ,:340566 #  % M .&:3*789  N   &:3*: N2 :4*; N   J,:4*< % /,    >    = ! *  *                   9  & * J,  -* -   9 .-  .C  # , :7;7""6 + 7$  , :75>"7    $,  & - , :7?<" J  -, * - B  O    B7 9) & 9& :7>4") J,  - ,9  ,  - "6 BJ ;>> ,   B(C  ,,  ,-3, J,-* - :7>;"7   9 $. - -"6 9) & 9& :7>5"6C(.C, ,,  $ 9) & 9& $>J ,  :7>?") J,  - -"6 @; ,  9 $.  J,9 C +   ,9   :77;"* .C  & , , $ H )   P B  , + J  -, B,  9 $. - -"6 :77>+"6 3 7   # :777*8 "* .C $    J ,"6 9 0""6  7  ,  # .M&  3444"7  & $, -, B "   B    9   344<"$ $ $   & ,  "6   , $.  ($  ,   ,9) & 9&- , $ & $.C 3446"23  J  -, BQ  B  -"6  ,J   ,  - +    , , $  7$    &  344;"R$* -   -J     .- .C    & 3445* ""6 3 7  $  # 3445*# # # "6   9,  9 9 $. - -"6 - $+ 9) & 9&Q  9      ,  M "6 344?*;08 ""6  7  ,  # .M9& $ ) & 9&

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.