Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Elías Mar rit-höfundur fædd- ist í Reykjavík 22. júlí 1924. Hann and- aðist á heimili sínu miðvikudaginn 23. maí síðastliðinn, 82 ára að aldri. Hann var sonur Elísabet- ar Jónínu Bene- diktsdóttur iðn- verkakonu og Cæsars Hallbjörns- sonar Marar kaup- manns. Elías ólst upp hjá ömmu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur frá Álfta- nesi. Hálfsystkin Elíasar, sam- feðra, eru Óskar Árni Mar, Sig- urður Finnbjörn Mar, Kristín Mar Smith, Ragnar Mar og Vilma Mar. Elías ólst upp í Reykjavík. Hann lauk gagnfræðaprófi í Reykjavík 1942 og nam við Kenn- araskóla Íslands fram til ársins 1944. Hann vann sem rithöfundur og þýðandi frá árinu 1946. Elías var blaðamaður á Alþýðublaðinu 1945-1946 og Þjóðviljanum 1953. Þá starfaði Elías um árabil sem prófarkalesari. Elías var einn stofnenda Rithöfundasambands Íslands árið 1974 og Finnlandsvina- félagsins Suomi 1949. Meðal rit- verka Elíasar eru skáldsögurnar Eftir örstuttan leik (1946), Man eg þig löngum (1949), Vög- guvísa (1950) og Sóleyjarsaga (1954). Meðal ljóðabóka eft- ir Elías eru Ljóð á trylltri öld (1951), Speglun (1977), Hinumegin við sól- skinið (1990) og Mararbárur. Úr- val ljóða 1946-1998 (1999). Smá- sagnasöfn Elíasar eru tvö, Gamalt fólk og nýtt: 12 smásögur (1950) og Það var nú þá (1985). Smásögur Elíasar hafa verið þýddar á norsku, færeysku, þýsku, eistnesku og esperantó. Elías þýddi og las í útvarp nokkr- ar framhaldssögur og þýddi einn- ig um 20 leikrit fyrir útvarp. Þá þýddi hann verk eftir Georges Duhamel, Leonid Leonov og William Heinesen. Elías verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku frændi! Það er ljúfsárt að kveðja þig. Fyr- ir þína hönd alls ekki erfitt, þetta var besta hugsanlega leiðin. Að fá að deyja heima án mikilla veikinda og sjúkrahúslegu. Fyrir okkur sem söknum þín erfitt, en huggun að þú skyldir geta haldið skýrri hugsun og reisn allt til enda. Þú varst hluti af lífi mínu frá byrj- un og sérstakt samband þróaðist okkar í milli sem aldrei bar skugga á. Þegar þú ferðaðist sendirðu mér póstkort, ég var strax í uppáhaldi hjá þér. Óteljandi minningar skjóta upp kollinum, ég staldra við nokkrar. Ég man þegar ég var sjö ára og fékk póstkort frá þér, þá varstu í Sovét- ríkjunum, ég á það enn, þú varst hluti af uppvexti mínum og tilveru og seinna unnum við saman í Blaða- prenti. Ég var að bögglast með að vilja halda við ættarnafninu okkar sem afi hafði komið á fót, að því gefnu að ég myndi eignast börn. Þú sagðir mér að börn gætu borið ætt- arnöfn mæðra sinna og varð ég glöð við. Nokkrum árum síðar fæddist sonur minn og það kom ekkert annað til greina en að nefna hann í höfuðið á uppáhaldsfrænda mínum, svo nú varstu orðinn Elías Mar – eldri! Ég gerði mér reyndar ekki grein fyrir hversu stoltur þú værir af því að eignast nafna fyrr en það var orðið staðreynd og þótti mér mjög vænt um að geta glatt þig á þennan hátt. Þegar Elías var skírður á sextugs- afmælinu þínu varstu því miður ekki viðstaddur því þú hafðir verið búinn að plana ferð til New York. Á sama tíma og hann var skírður hér heima fórstu í kirkju og kveiktir á kerti fyr- ir hann og sendir okkur svo póstkort með mynd af kirkjunni. Á 10 ára afmæli Elíasar yngri, fyrsta stórafmælinu hans, eins og þú kallaðir það, fórstu með okkur á Grillið á Hótel Sögu og það varð eft- irminnilegt kvöld fyrir margra hluta sakir. Annan eins öðling hef ég aldrei fyrirhitt, og þegar Svana fæddist reyndistu henni líka besti frændinn. Alltaf var jafngaman að heim- sækja þig og tala um allt milli himins og jarðar. Veikindi komu í veg fyrir að ég gæti komið oft að hitta þig, en stundirnar voru okkur báðum dýr- mætar. Mér finnst eiginlega verst að geta ekki gefið þér stólinn núna, þennan sem ég var alltaf að kíkja eft- ir ef ég rak nefið inn í húsgagnabúð. Ef við eigum eftir að hittast á himn- um þá verður það mitt fyrsta verk að fá Jesú til að smíða einn slíkan, svona hægindastól með stuðningi sitthvor- umegin við höfuðið. Þá getur þú setið í honum og ég svíf á skýi og við tölum um allt milli, já, allt á himni og jörð, væntanlega. Það er óraunverulegt fyrir mig og börnin að hugsa til þess að geta ekki lengur heimsótt þig, öll póstkortin geymi ég ásamt bókunum, árituðum með þinni einstöku rithendi, þessir hlutir eru forgengilegir og allt það, en ómetanlegir fyrir okkur. Við kveðjum þig með söknuði og þakklæti. Minning þín lifir í hjörtum okkar, elsku frændi. Birna, Elías og Svana Mar. Elías Mar var leiðsögumaður minn í ferð til þeirrar tíðar sem ég hélt að væri að eilífu horfin. Fyrir þann sem leitaði einhvers til að leiða sig áfram í leit eftir liðinni tíð var enginn Elíasi fremri. Á tímum þegar við svo mörg virðumst leggja okkur fram um að sóa því skeiði sem okkur hefur verið útdeilt var samræða við Elías afturhvarf til hins umhyggju- sama lífs. Öllum spurningum mínum um afa minn, Sigurð, og bróður hans, Þórð Sigtryggsson, svaraði hann af takmarkalausri nákvæmni og hlýju. Samtöl okkar urðu að slíku tíma- flakki að mann sundlaði. Elías kippti mér með sér langt aftur til mér óþekktra daga uppruna míns og hann vakti til lífsins það löngu liðna. Elías talaði sænsku við mig og mælti þannig að ljóst var hve slung- inn málamaður hann var. Hann leit- aði stöðugt réttu orðanna og þegar hann leitaði ekki í fórum minnisins, starandi út í þá reykjarþoku sem æv- inlega umlék hann, þá horfði hann ákveðinn á mig til að fullvissa sig um að ég hefði skilið hann. En Elías var ekki aðeins leiðsögu- maður í landslagi minninganna. Hrollkalda maídaga í fyrra fór hann með okkur í tvær ferðir um Reykja- vík. Hann vildi sýna okkur gröf föð- urforeldra minna í gamla kirkju- garðinum og gröf Þórðar í Fossvogi. Ég gleðst yfir því að eldri dóttir mín, Alva, var með okkur til að flytja þessa minningu áfram. Við sem vor- um með í för, Alva, Hildur Finns- dóttir og ég, munum alla tíð minnast hins brothætta Elíasar sem íklædd- ur þunnum jakka í ískuldanum gekk þolinmóður með okkur á milli leiða. Það var afrek sambærilegt við að klífa Öræfajökul. Við munum einnig minnast þess hve létt honum var og hve ánægður hann var þegar hann að lokinni gönguferð gat sest í stól- inn sinn heima. Það var líklega þrátt fyrir allt í þeim stól sem hann ferðað- ist lengst í víðum hugarheimum. Þegar sú frétt barst mér að Elías væri úr heimi farinn fylltist ég sorg yfir vinarmissi. En sorgin er blönduð þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast Elíasi. Nafn hans mun lengi verða í minnum haft í fjölskyldu okk- ar. Jón Sigtryggsson og fjölskylda, Stokkhólmi. Minningin var skýr og björt þótt hún lifði kannski fremur í draumi og þrá en veruleikanum; hlýja, ilmur, snerting, engin mynd. Snáðinn er ekki ársgamall, situr í kjöltu ungu konunnar við gamla orgelið. Þannig mundi Elías Mar móður sína, Elísa- betu Jónínu Benediktsdóttur, sem lést úr bráðaberklum þegar hann var ársgamall, og 6 dögum betur. Org- elið skipar enn öndvegi í stofunni á Birkimel 6A. Amma Elíasar, Álft- nesingurinn Guðrún Jónsdóttir, ól drenginn upp. Hún var minnug kona, sagði Elíasi sögur af höfðingj- um og skáldmæringum 19. aldar. Þegar hún horfði á Grím þeysa hjá í ljósaskiptunum, en stjörnur hröpuðu undan hófum. Tíminn vildi einhverra hluta vegna ekki tengja sig við þetta fólk. Móðir Elíasar var næstum ung- lingur þegar hún dó, og amma hans frestaði elli sinni í tæpa tvo áratugi svo hún gæti komið honum til manns. Sjálfur sagði hann við mig nokkrum dögum fyrir andlátið að við værum eiginlega jafnaldrar. Átti við að áhugamálin, og umræðuefnin, eyddu árunum milli okkar. Þar skjátlaðist honum. Elías Mar var miklu yngri maður en ég. Hann vakti yfir menningu samtímans, og at- burðum, af ástríðu þátttakandans. Við kynntumst fyrir réttum 20 ár- um. Á Þjóðviljanum vitaskuld þar sem hann mótaði málstefnuna ára- tugum saman. Á þriðja eða fjórða vinnudegi stóð hann allt í einu í gætt- inni, kominn ofan úr kjallara þar sem prófarkalesari átti athvarf, og drap létt á dyrastafinn. Ég leit upp og sá útrétta hönd, fingurnir langir og grannir. Þannig hófst vinátta okkar Elíasar. Á næstu árum kenndi hann mér íslensku. Blaðagreinar sem menn dáðust að fyrir stílsnilld höfðu stundum verið algjört leirburðar- stagl áður en Elías fór um þær töfra- höndum, leiðarar og ljóðrænar smá- greinar þar sem höfundur flúraði mál sitt með gullinkambi og fimb- ulfambi hrepptu maklegan niður- skurð og umorðanir. Andi Fjölnis- manna sveif yfir vötnum. Elías tefldi endataflið eftir sínu höfði, listavel. Á útmánuðum lá hann á lungnadeild Fossvogssjúkrahúss, þaðan fór hann á öldungadeild Landakotsspítala. Í fyrstu kunni hann ekki illa við sig þar. En svo fór að dvölin varð honum um megn. Hann hringdi í mig miðvikudaginn 18. apríl og bað mig um að koma strax. Þegar ég settist hjá honum sagðist hann vilja fara heim. Sum- ardagurinn fyrsti leið, en daginn eft- ir útskrifaði hann sig sjálfur, í trássi við lækna, og við héldum burt. Á Birkimelnum leið honum best, hjá orgelinu, bókunum og ösku- bakkanum. Hann var ekki fyrr kom- inn inn úr dyrunum en hann settist niður, stakk sígarettu í munnstykki og kveikti í henni. Reykurinn liðaðist um stofuna, fölbrúna veggi og loft. Gráskeggjaður öldungur. Kraftarnir á þrotum, en andinn vakti sem fyrr. Daginn áður en hann dó var mjög af honum dregið. Ég bauðst til að hringja á sjúkrabíl. Aldrei þessu vant tók hann því ekki fjarri. Vildi bara klára sígarettukartonið. Klára kartonið? Þú varst að opna fyrsta pakkann! Það eru 199 sígarettur eft- ir. Satt segirðu frændi, svaraði Elías, við ákveðum þetta á morgun. Kristófer Svavarsson. Veitingahúsið Laugavegur 11 var upp úr 1950 og um 10 ára skeið helzta athvarf fjölmargra lista- og menntamanna og annarra heppn- aðra og misheppnaðra einstaklinga, smáþjófa og sérvitringa, ritstjóra og blaðamanna og hálfruglaðs fólks. Hommaklíkan svokallaða á Laugavegi 11 var sveipuð þeirri dul- úð, sem fordómar einir fá skapt í litlu, hálfmóðursjúku umhverfi. En þessi litla klíka dró samt að staðnum marga forvitna góðborgara sem komu eingöngu í þeim tilgangi að líta augum það sem á þessum árum var kallað kynvillingar. Þórður Sigtryggsson organisti var einn í þessum hópi. Hann hafði um áratuga skeið kennt orgelleik í Reykjavík, fádæma kúltíveraður maður, en mjög hreinskiptinn og beinskeyttur. Það var almælt að hann væri fyrirmynd organistans í Atómstöð Kiljans í bland við Erlend í Unuhúsi. Hann var góðkunningi Nóbelskáldsins, hafði skrifazt á við hann fyrr á árum og hafði sitthvað út á hann að setja. Hann var mikill vin- ur Ragnars í Smára, sem var helzti styrktarmaður margra þeirra sem sóttu kaffihúsið á Laugavegi 11. Elí- as Mar skáld hafði sett saman þátt um Þórð organista og Ragnar gaf hann út í örlitlu upplagi. Elías hafði einnig skrifað margt niður eftir Þórði, – minningar hans um samtíð- armenn, – en flest af því var of mergjað til að koma fyrir almenn- ingssjónir. Þórður Sigtryggson var víðlesinn heimsborgari sem vitnaði títt í franskar bókmenntir og hló hvellum, ísmeygilegum hlátri, sem vakti alltaf athygli á staðnum. Ungir menn voru honum ánægjuleg samvera, hann talaði til þeirra tvíræðum orðum og horfði á þá stingandi augnaráði þannig að ókunnugir komust í hrein- ustu vandræði. Elías Mar var á þessum árum meðal þekktustu íslenzkra rithöf- unda. Eftir hann lágu nokkrar skáld- sögur, sem vakið höfðu miklar vænt- ingar. Hann var tíður gestur á kaffihúsinu. Elías var mjög hávaxinn og tággrannur, rauðbirkinn á hár og gekk í salinn fáskiptinn á svip og sjálfum sér nægur. Hann þótti á þessum árum með aldularfyllstu fyr- irbrigðum í menningarlífinu. Þeir sem höfðu upplifað þá sælu að kom- ast í partí til Elíasar Mar voru á þessum árum í hávegum hafðir – og jafnan spurðir spjörunum úr um öll þau fádæmi sem sögð voru gerast í þeim samkvæmum. Þeim sem til þekktu af eigin raun var Elías Mar ákaflega elskulegur og kurteis gestgjafi. Hann var vel lesinn í erlendum bókmenntum, hafði mikinn áhuga á stjórnmálum og glögga þekkingu á mannlegu eðli. Hann var mjög ákjósanlegur fé- lagsskapur ungra manna og kvenna, enda löðuðust að honum á þessum árum ýmsir þeirra sem síðar hafa látið til sín taka í íslenzkri menningu, rithöfundar, gagnrýnendur, málarar og tónlistarmenn, og var Elías öllum þessum aðiljum ráðhollur félagi, sem studdi þá til góðra verka. Elías Mar var á þessum tíma eitt helzta fórn- arlamb kjaftagangsins og bæjarslúð- ursins í henni pínkulitlu Reykjavík. Hann var, að sögn, alveg stórhættu- legur maður og agalega dónalegur. Fyrir þetta varð hann ennþá meira spennandi hjá ævintýraþyrstum ungmennum sem kynntust honum að einum saman drengskap og eð- allyndi. Elías Mar fékk mjög neikvæða dóma hjá einum gagnrýnanda fyrir skáldverk sitt, Sóleyjarsögu, sem út kom á þessum árum. Hann tók þetta svo nærri sér, að hann sneri frá rit- störfum um langa hríð og vann lengstum eftir það við prófarkalest- ur hjá Þjóðviljanum og ritstjórn hjá Ragnari í Smára. Eitt af fallegustu ævintýrum lífs- ins eru kynnin og vináttan við Elías Mar skáld. Hann var undrafuglinn, sem undi alla tíð einn í bjargi sínu og stundaði þaðan rannsóknir sínar á sjónarspili mannlífsins. Hann lifði alltaf dularfullu lífi – þannig vildi hann hafa það. Skáldverk hans áttu gengi að fagna, en margan bezta skáldskap sinn skrifaði hann bara í hugi vina sinna. Og honum fannst það allt í lagi. Hvíli hann í friði. Bragi Kristjónsson. Mikið urðum við, sem vorum að frelsast til skáldsagnalesturs fyrir nær sextíu árum, fegnir því að fá í hendur Vögguvísu Elíasar Mar. Skáldsagan íslenska var, með hálf- um huga þó, rétt að flytja sig í bæinn – með sveitapiltum í aðalhlutverk- um, síhorfandi um öxl til þess heims sem þeir höfðu kvatt. En hér var komin „fyrsta skáldsagan sem var Reykjavík“ eins og Sigfús Daðason komst að orði, hér lásum við um okk- ar jafnaldra á flakki milli bíóa, kaffi- húsa og kannski óvæntra fylliría, raulandi sjálfir Tsjíbaba eins og Bambíno smákrimmi og reynandi að sletta ensku og heimasmíða slang til brúkunar í okkar einkaheimi eins og Vögguvísuliðið. Ekki þótti mér verra að fljótlega komst ég að því hver höfundurinn var: Við brunuðum í sömu lest til Búkarest á æskulýðsmót – ég mesti græningi og smáþorpari, Elías vel sigldur heimsmaður og hafði skrifað þrjár bækur, hugsið ykkur! Þetta varð nú allt til þess að ég skrifaði í menntaskóla mína fyrstu ritgerð um íslenskar bókmenntir um fyrstu þrjár skáldsögur Elíasar – af kot- roskinni dómfýsi byrjandans, sem við höfðum gaman af að rifja upp síð- ar. Og höfðum ærinn tíma til þess: Þegar ég kom á Þjóðviljann var Elí- as þar fyrir og las prófarkir af þeirri aðgát og vandvirkni sem hann vildi að menn sýndu í umgengni við ís- lenska tungu. Í vinnu og eftir var mér sem öðrum gott og uppbyggi- legt gaman að setjast á tal með Elíasi, sem var margvís samræðu- listamaður, næmur á tíðindi sem urðu nær og fjær og alla tíð reiðubú- inn til að rýna á sinn eigin hátt í sam- hengi hlutanna. Við áttum mörg um- hugsunarefni sameiginleg – pólitík, örlög bókanna, og svo kynni okkar af einhverjum fágætasta persónuleika landsins, Þórði Sigtryggssyni, sem kemur við sögu hér og þar í bókum sem við létum frá okkur fara. Elías var vinstra megin í tilverunni og um leið maður sem umgekkst hug- myndatísku jafnt sem tign og frægð af því frelsi sem að innan kemur. Það var hann sem skrifaði grein um Brekkukotsannál Halldórs Laxness og veitti nýbökuðu Nóbelsskáldi nokkrar átölur fyrir að gleyma sér í fortíðarangurværð í stað þess að tak- ast á við grimman samtíma. Elías varð fyrir vonbrigðum með það hvernig staðið var að útgáfu og fjallað um fjórðu skáldsögu hans, Sóleyjarsögu, sem er um margt merkileg leiðsögn um hugarheim eftirstríðsára, og gerðist hann af- huga skáldsögunni. Hann vann á Þjóðviljanum, sem fyrr segir, og varð á sinn elskulega og hógværa hátt að eins konar segulmiðju í þeirri sérstæðu stórfjölskyldu sem þar varð til. Þar eignaðist Elías trygga vini af nýrri kynslóð sem hugsuðu síðar afar vel um hann í elli hans og veikindum. En á seinni árum tók hann aftur að senda frá sér bækur, smásagnasafn – og ljóðasöfn og sló á marga strengi svo vel að eftir verður munað. Hann orti gamankvæði í fornum stíl, ádrepur og heimsósóma um heimska þjóð sem „litterert létt- djús, lepur úr plastkrús“, margræð og djúpskyggn kvæði um hin stærstu mál. Einnig vina minni og einlæg minningaljóð – m.a. um fjár- sjóði sem enginn mundi frá honum taka eins og bernskujólin hjá ömmu hans sem ól hann upp móðurlausan. Kvæði hefur Elías ort um þá sem týndust og gleymdust „undir svörtu- loftum fordómanna“ og þar segir: En hvaðeina hefur sinn tíma og jafnvel haf þagnar og gleymsku skilar aftur feng sínum á þessa ókunnu strönd … Hér stíga þeir upp úr bylgjunum síungir síkvikir í skini morgunsins Ljóma nýrrar aldar slær á brosmild andlit þeirra. Með þessu fagra upprisustefi kveð ég góðan vin og félaga sem við eigum margt og mikið að þakka. Árni Bergmann. Elías Mar gaf sér jafnan góðan tíma til þess sem hann tók sér fyrir hendur; hann var hægur í hreyfing- um, talaði rólega og yfirvegað, var lengi að matast og hann átti mun lengri ævi en ætla hefði mátt af lífs- háttunum, sem voru nú ekki þeir allra heilsusamlegustu. Hann var hins vegar snöggur að lesa prófarkir en þar með er allt upptalið sem bendlaði Elías við hraða. Hann gaf sér því góðan tíma til þess að leiða mér fyrir sjónir hvað ég vissi lítið um móðurmálið – þvert á það sem ég hafði haldið sjálfur – og kenndi mér í leiðinni að lesa prófarkir sem og til- hlýðilega virðingu og umgengni við prentað mál, ásamt Andreu frænku minni Jónsdóttur, Atla Magnússyni og öðru góðu fólki í Blaðaprenti vet- urinn 1976-1977. Svo vel tókst þeim til með uppeld- ið og kennsluna að veturinn eftir álpaðist ég til þess – án þess að hafa ætlað mér það sérstaklega – að finna Elías Mar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.